Tíminn - 03.07.1970, Side 3

Tíminn - 03.07.1970, Side 3
FÖSTUDAGUR 3. júlí 1970. TÍMINN 3 Leikári Þjóðleikhússins er lokið 208 SÝNINGAR - II m VERKEFNB Áhorfendur voru um 75 þúsund. Lci'kári Þjóðleikhússins lank laug Þing ísienzkra uitgtemplara á Isafirði 12. þing íslenzkra ungtemplara verður haldið á ísafirði um næstu helgi. Um 30 fulltrúar auk stjórn ar samtakanna munu sitja þingið, er fjallar um bindindis- og æsku- lýðsmál. Hin unga deild samtak- anna á ísafirði, Djúpverjar, munu hafa veg og vanda af undirbúningi þingsins, en formaður ungtempl- arafélagsins er Reynir Ingason. Ársþingið verður sett á laugar | dag kl. 9 f. h., en ráðgert er að , þinginu ljúki fyrir hádegi á sunnu dag. Eftir hádegi á sunnudag verð ur sérstakur kynningarfundur á vegum samtakanna, en tii hans venður boðið ýmsum aðilum á ísa- firði. Að venju munu starfa umræðu- hópar á þingi ÍUT, er munu ræða um alþjóðlegt ungtemplarastarf, endurbætt fjáröflunarkerfi samtak anna, útbreiðslu- og kynningarstarf semi, um starf eldri ungtemplara og um sameiginleg verkefni ungra hindindismanna og fleira. Formaður íslenzkra ungtemplara er Alfreð Harðarson, skipasmiður. Hætta fyrir heilbrigðið Opið bréf frá SÚM til heil- brigðisyfirvalda og annarra, sem telja sér málið skylt- Skömmu eftir að útisýning myndasmiða var opnuð á Skóla vörðuholti, voítu heilbrigðisyfir- völdin komin á staðinn. Frétzt hafði af hættulegum smit bera á sýningarsvæðinu. vörðu- broti hlöðnu úr heilhveitibrauði. Varðan var framlag mynda- smiðsins Kristjáns Guðmundsson ar til Listahátíðarinnar í Reyja vik. Dregnar voru fram lögbækur og viti menn: Lögin eru alltaf yfirvaldanna megin. Sakir þess, að stór hætta var talin á að fugl ar kæmust í brauðin og bæru þau út um allan bæ, voru verðir laga og heilbrigðis fengnir til þess að fjarlægja vörðubrotið, án þess að fórsvarsmenn Listahátíð er hefðu nokkuð við það að at- huga, enda flestir í nánum 'tengsl um við yfirvöld bæjar og ríkis. Bandalag íslenzkra listamanna virðist ekki hojdar telja sér mál ið skylt, eða Félag íslenzkra mynd listarmanna. Hér hafa yfirvöld ríkis, bæjar, menningar- og heilúrigðismála fall izt þegjandi í faðma við að keefa tjáningarfrelsi hugs'andi lista- manns. Menn geta fjasað um mengun f náttúrunni, dýrmæti hins tæra lofts og hreina vatns á meðan þeir fá hingað útlendar álbræðslur, sem óáreittar spúa flúor yfir borg og sveitir. En vilji ungur lista- maður varða Reykvíkingum veg inn í myrkviðum Listahátiðar, er mengunarvandamálið allt í einu orðið að yfirvofandi hættu. Hvers vegna er börnum ekki bannað að gefa öndum og svönum brauð að borða á tjörninni í Reykjavík? Hvers vegna er ÁTVR ekki bann að að selju áfengi og tóbak? • Hvers vegna e; ekki bannað að aka rúntinn í Reykjavík og fylla þannig loftið banvænum kolsýru reyk? ardaginn þann 27. júní með sýn ingu á leikriti Jóhanns Sigurjóns Áíyktun aðalfundar SUNN um vatnamálin Aðalfundur og stofnfundur Sam taka um náttúruvernd á Norður landi (SUNN), haldinn dagana 20. og 21. júní 1970, gerði eftirfar- andi ályktanir um vatnamálin í fjórðungnum: I. Á síðastliðnu ári liafa komið fram áætlanir um stórkostlegan tilflutning á norðlenzkum vatnsföll um, vegna virkjunaráforma. Sum part er fyrirhugað að flytja vötn in úr f jórðungnum til Þjórsár eða Lagarfljóts, en sumpart í ná- grannaár innan fjórðungsins. Einn ig eru áætluð geysistór uppistöðu lón til að hreinsa jökulvatnið og miðla vatni milli árstjða. Augljóst er, að af slíkurn fram kvæmdum muni hljótast miklar breytingar á náttúrufari Norð lendingafjórðungs, sem gætu leitt til verulegra umskipta á búsetu skilyrðum þar. Vatnaveitingarnar myndu leiða til þurrðar í sumum ám, en flóða í öðrum og hætta er á afdrifa ríkum jarðvatnsbreytingum. Éinn ig myndi slík röskun valda rót- tækum breytingum á lífriki vatn anna og aðstöðu til fiskveiða og fiskræktar í þeim og gætu jafn vel haft áhrif á veiðar í flóum og fjörðum, sem árnar falla í. Það er álit fundarins, að með þessum áætlunum sé stefnt inn á varhugaverða braut, sem hlyti að leiða til mikils ófriðar í land inu, ef farin yrði. Einnig er hætt við að slíkar breytingar geti orðið kostnaðarsamari, en áætlað var í upphafi, vegna óhjákvæmilegra skaðabóta, sem dregið gætu lang an slóða. Virðist fundinum einsýnt, að ekki skuli gripið til slíkra ráða, fyrr en fullsannað er með rann sóknum, áð orkuþörf fjórðungs ins og landsins, verði ekki full- nægt á annan hátt, svo viðhlítandi sé. Nefna má Dettifossvirkjun og virkjun Skjálfandafljóts við ís- hólsvatn, sem dæmi um aðra möguleika. Verði hins vegar, af opinberri hálfu. haldið fast við nefndar áætlanir um vatnaflutn ingana, er það sjálfsögð krafa, að nú þegar verði hafizt handa um rannsóknir á hugsanlegum afleiðingum framkvæmdanna, jafn framt sjálfum virkjunarrannsókn unum. II. Laxá x Þingeyjarsýslu hef ur algera sérst'öðu meðal islenzkra vatna, að lífmagni og fegurð. Fundurinn ályktar því, að ekki skuli leyfa frekari virkjanir í ánni, nema rennslisvirkjun. innan þeirra marka er Iög heimila, en þó aðeins ef undangengin rann- sókn sý,.ir, að hún verði ánni ekki til skaða. Skal áin varðveitt sem næst því formi. sem hún hef ur nú, nema léitazt yrði við að bæta úr þeirri röskun. sem nú- verandi virkjanir hafa valdið, t. d. virkjunarmannvirkin við Geira staði. Jafnframt lýsir fundurinn þefxri einlægu von sinni. að Laxárbænd ur og stjórn Laxárvirkjunar, nái hið fyrsta samkomulagi um virkj- un árinnar, sem tryggt geti varð veizlu hennar og hagsmuni beggja aðila. sonar Mörður Valgarðsson. Var það 196. sýning Þjóðleikhússins x Reykjavík, en auk þess sýndi það, „Gjaldið“, eftir Árthur Mill er 12 sinnum úti á landi, á Suður landi og Vestfjörðum og Norður landi. Áformaðar voru leikferðir til Austfjarða og Vestmannaeyja, en þær féllu niður vegna verkfall anna. Sýningar urðu samtals 208. Nokkrar sýningar leikhússins varð að fella niður í rúma viku í febrúar vegna þings Norðurlanda ráðs og sömuleiðis í tæpa viku vegna listahátíðarinnar í júní. Flutt voru 11 ný verkefni, en þar af verkefni Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, sem voru 3 ein þáttungar, sýnt einu sinni, og ein listdanssýning Listdansskóla Þjóðleikhússins, sýnd tvisvar. Auk þess voru tvö verkefni tekin upp frá fyrra ári „Puntila og Matti“ og „Fiðlarinn". Áhorfendur urðu um 7ð þúsund, sem er vel í með allagi hvað tðlu áhorfenda snert ir. Mest var aðsókn að gamanleikn um „Betur má ef duga skal“, eftir Peter Ustinov, sem sýndur var 44 sinnum, en hann sáu 17. 109 manns. Fjögur íslenzk leikrit voru sýnd og þar af 3 frumflutt. Síðari hluta maí hófust æfing ar á hinum heimsþekkta gaman leik Gogols, Eftirlitsmaðurinn, í þýðingu Sigurðar Grímssónar. Er gert ráð fyrir að leikritið verði frumsýnt um 20. september í haust. Leikstjóri er Brynja Bene diktsdóttir og er bað fyrsta leik ritið, sem hún setur á svið á aðal sviði Þj'óðleikhússins. Næsta haust, væntanlega siðast í október, verð ur meistaraverk Ibsens, „Solnaes byggingameistari“, sýnt undir leikstjóm Gísla Halldórssonar í þýðingu Árha Guðnasonar magisters. Um jólin verður svo hið stórbrotna, sígilda meistaraverk, Fást, eftir Goethe sýnt í alveg nýrri þýðingu Yngva Jóhannessonar. Leikstjóri verður þýzki leikstjórinn Karl Vibaeh, en hann hefur sett þetta leikrit á svið í mörgum löndum, en síð ast í Liibeck og hefur sú sýning hlotið mjög miklar vinsældir. Um mánaöamótin september- október kemur Skozka óperan í heimsókn til Þjóðleikhússins og flytur 2 óperur eftir hið heims kunna tónskáld Breta, Benjamin Britten. Óperur þessar eru „Albert Herring" og „The Turn of the Screw“ og verður hvor um sig flutt tvisvar sinnum. Óperu hljómsveit Skozku óperunnar kem ur einnig og leikur undir. Fjölmörg önnur verkefni verða á næsta leikári, sem greint mun verða frá í upphafi næsta leik- árs. Þannig hefst næsta leikár Þjóðleikhússins með því að þrjú heimsþekkt sígild meistaraverk verða sýnd. Tilboð óskast í að fullgera raflagnir í viðbygg- ingu við Vinnuhælið að Litla-Hrauni á Eyrarbakka. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgar túni 7, gegn 1000,00 króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 15. júlí. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 Laxveiði Laxveiði Laxá og Bugða í Kjós Veiðifélag Kjósarhrepps óskar eftir tilboðum 1 veiðirétt 1 Laxá og Bugðu. Tilboðum sé skilað fyrir 1. ágúst 1970, til Gísla Ellertssonar, Meðal- felli, sem gefur nánari upplýsingar ef óskað er. Veiðifélag Kjósarhrepps. Ný tannlæknastofa Hef opnað tannlækningastofu að Ægisgötu 10- Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 25442 alla virka daga frá kl. 9—17, laugardaga frá kl. 9—12. Sigurður L. Viggósson tannlæknir. Skógræktin á fslandi í forustugrein Dags 1. þ. m. er rætt um skógræktarmál, þar segir: f skóglausu landi þrá menn trjágróðui-. í tæru lofti er hin nakta fegurð stundum köld og svo er hér í okkar fjöllótta jöklalandi. Þess vegna þrá menn skóginn, bæði til skjóls og augnayndis, og oft er hann bundinu því fegursta í draum um manna um umhverfi og óskalönd, og það er betra en ekki, að gróðursetja nokki-ar trjáplöntuur í húsagarði, sjá þær vaxa upp, verða að stór- Ium trjám, þrungnum af lífs- magni og fegurð. Hið íslenzka birki og vfðirinn, sem náttúran þyi-mdi um aldir á stöku stað, Iögðu mönnum ekki einungis til bjartsýnina, heldur líka sann anir þess, að hinir fegursta draumar um skógrækt á fs- landi gætu rætzt.“ Skógræktarfélögin Dagur segir ennfremur: „Upp af þessari bjartsýni, óskhyggjunni um jslenzka skóga og vitnisburðum trjánna, sem engin tortímingai-öfl fengu að velli lagt, sprutta skógrækt- ai-félögin, fyrst Skógræktarfé- lag íslands, stofnað á Akur- eyri 11. maí 1930 og lifir enn undir nafninu Skógræktarfélag Eyfirðinga og síðar á sama vori annað Skógræktarfélag íslands á Þingvöllum. Á aðalfundum tveggja elzta félaganna, sem hér voru sér- staldega nefnd og haldnir voni á Akureyri um síðustu helgi, var 40 ára afmælis þeii-ra minnzt sérstaklega or; þá bæði litið um öxl og horft fram á veginn. Akureyri hefur löngum ver- ið talin vagga skógræktar á fs- laudi, enda hófst skógrækt fyrst hér í nágrenningu. bæði fyrir atbeina góðra bænda og erlendra góðborgara á Abur- eyri, sem öllum er kunnugt. tö Elztu trjágarðar bæjarins sýna sjö árataga sögu þessarar rækt unar í innbænum, en f miklu yngri bæjarldutum teygja trén sig upp yfir íbúðarhúsin, svo að þar er sem skógur yfir að líta.“ Skógurinn vex Að lokum segir Dagur: „Aldamótaskáldin sáu í anda landið skrýðast skógi, og ljóð þeirra lifa. En forystumenn skógræktai- liggja heldur ekki á liði sínu og hafa auk þess nokkra fjámiuni af almaxmafé til umráða og yrkja ný skóg- ræktarljóð í krónum og aurum, samkvæmt nýrri viðmiðun á gæðum lífsins og fegurðinni, og önnur í gróðurreitum og girðingum og öðrum skógrækt- arstörfum viða um land. Skóg- ræktarmenn eru flestum öðr- um fjær því, að alheimta dag- laun að kveldi. En nokkur huggun er það þeim, sem lítið eiga af langlundargeði, að vita Iað skógurinn vex á meðan þeir sjálfir sofa, og að með skóg- ræktinni er verið að spiuna einn þráð í hamingjuvef fiam- tíðarinnar. Megi það vel tak- ast og öll störf hinna fertagu skógræktarfélaga. sem í þeim anda eru unnin.“ Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.