Tíminn - 03.07.1970, Page 4

Tíminn - 03.07.1970, Page 4
TIMINN FÖSTUÐAGUR 3. jfflí m». VITIÐ ÞER — að Ros barnaskórnir uppfylla allar kröfur um góðan skó fyrir hinn viðkvæma barnsfót. Eru með góðu innleggi, skinnfóðraðir í hvítum lit. Verð: no. 20—21 — 22—24 — 25—26 kr. 541,00 — 588,00 611,00 Skóverzlun Þórðar Péturssonar, við Austurvöll, sími 14181. Pósth. 51 Landsmót hestamanna að Skógarhólum í Þingvallasveit 10.—12. júlí 1970 Hestamenn Merkið hesta ykkar, sem komið verður með á Landsmótið, með bókstöfum samkvæmt eftirfar- andi svæðaskiptingu: L og X Frá Skeiðará að Hellisheiði F og Y Frá Hellisheiði í Hvalfjarðarbotn. M og T Frá Hvalfj botni að Hrútafjarðará. H og K Frá Hrútafjarðará að Öxnadalsheiði A og Z Frá Öxnadal að Skeiðará. Mælzt er til þess að stafurinn sé klipptur í vinstri síðu undir hnakk. Eigendur góðhesta eru minntir á að hafa góða múla með hestum sínum. Framkvæmdanefndin. TOEOBAMA MEST NOTUÐU HJÓLBARÐAR Á ÍSLANDI FSesfar gerðir ávallt fyrirliggjandi KAUPFÉLAG A-SKAFTFELLINGA HORNAFIRÐI í DEIGLUNNI Hreimii Ifnur Borgarstjórnarkosningarnar á dögunum urðu að því leyti merkilegri en gerzt hefur og gengið um hérlendar kosningar um langt skeið, að þær vekja vonir um að línurnar í flokka- pólitíkinni taki að skýrast. Al- þýðuflokkurinn beið slikan ósig ur að forustumenn hans toldu vonlaust að reyna að leyna áverkanum eftir höggið. All- margir flokksmenn, sumir ung- ir og tiltölulega róttækir en a'ðrir einfaldlega hagsýnir, kenndu réttilega hinu langa og nána samstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn, sem samkvæmt öli- um pólitískum lögmálum hefði átt að vera Alþýðuflokksins grimmasti andskoti, um ófar- irnar og kröfðust endurskoðun- ar á viðhorfi flokksins til stjórn arsamstarfsins. Forustumönn- um flokksins var auðvitað ekki um að láta draga sig úr ráð- herrastólunum og tókst að þvæla málinu í svæfingarnefnd, og segir væntanlega ekki fleira af því. Sú rá'ðstöfun gæti, ef atvik- in yrðu þjóðinni hliðholl, orð ið endanlegur dauðadómur Al- þýðuflokksins, enda ekki ann- að hægt að sjá en kippt hafi verið undan honum öllum til- verugrundvelli, séð frá sjónar- hóli einföldustu pólitískrar rök- hyggju. Astæðan til þess hve Iéngi flokknum tókst, þratt íyr- ir allt, að viðhalda á sér nokkr- um sósíaldemókratískum sýnd- arsvip, var einkum sú að komma grýlan, skrímsli það í Franken- steinstíl, sem Stalín heitinn og áróðursmiðlar vestrænnar borg arastéttar vöktu upp í samein- ingu, fældi margt vinstrisinnað fólk frá Alþýðubandalaginu. En í kosningabaráttunni nú gerði Sósíalistafélag Reykjavikur Al- þýðubandalaginu þann stór- greiða að taka þann fjanda á herðar sér, með þeim afleiðing um að núorðið dettur engum heilvita manni í hug að kenna Alþýðubandalagið við kommún- isma. Þetta er orðinn ósköp skikkanlegur og lýðræðislegur vinstriflokkur, sem ætti að hafa góða möguleika á a'ð skipa hliðstætt rúm í stjórnmálum hérlendis og jafnaðarmanna- flokkar hinna Norðurlandanna í sinum föðurlöndum. Ófarir K-listamanna urðu hinsvegar slíkar, að varla þarf að reikna þeim lengra líf í ís- lenzkum stjórnmálum, enda eru þetta gamlir menn sem trúa löngu dauðum guði. En stjórn málasaga annarra Norðurlanda hefur sýnt að gott er að hafa einhver stjórnmálasamtök til vinstri við krataflokkana, svo sem til að hindra að þeir letjist og fitni og gerist borg- aralegir um of. Á íslandi ætti. Æskulýðsfylkingin eða samtök, sem hún gæti orðið vísir að, að vera upplögð til að gegna því hlutverki. Á stöðu stærstu flokkanna tveggja ættu einnig að geta verið í vændum vissar breyt- ingar, svo og hjá Frjálslynd- um og vinstrimönnum. Síðast- nefndi flokkurinn er að vísu nógu þokukennd sveit til að gera mætti sér vonir um að Mrn leystist upp í icumagnir sínar áður en langt um liði. Varðandi Sjálfstæðisflokkinn er sú staðreynd athyglisverðust hve þessu bólvirki íhaldssöm- ustu afla þjóðfélagsins hefur lengi getað haldizt uppi að vera langstærsti stjórnmála- flokkur landsins og þar með þungami'ðja íslenzkra stjórn- mála. Aðra eins drottnunarað- stöðu mun enginn annar vest- ur-evrópskur íhaldsflokkur hafa haft svo áratugum skipt- ir, og ætti slíkt merki um póli- tíska vanþróun Islendinga að SAMVINNUBANKINN ÁVAXTAR SPARIFÉ YÐAR MEÐ HÆSTU VÖXTUM cnaO öti k UMct - ^ iIk Æ «ioev»«rmoi VlK I MfROAl 0 ^0 [$] SAMVINNUBANKINN mbtÆI mmh r. w> arw VIPPJ - BltSKÚRSHURÐIN Atvinna Óskum eftir að ráða nú þegar jámiðnaðarmenn og ófaglærða menn við framleiðslustörf í jám- iðnaði. Hentug vinna fyrir þá sem búa í Kópavogi og Hafnarfirði. ifiliniWRIf VÉLSMIÐJAN HÉÐINN H.F. Stórás 4—6, Garðahreppi. Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270sm Aðrar stærðir.smíðaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Síðumúlo 12 -’ Sími 38220 vera þeim nokkurt umhugsum- arefni. Atvik stjórnmálasögunaar hafa verið Sjálfstæðisflokknum hliðholl að því marki að aúb konservatívra afla sem eru eðli lega meginkjarni hans, hefur honum tekizt að laða til srn fasistísk element, sem að vísn munu varla annars staðar bet- ur komin, og allmikið „frjáls- lynt“ fylgi. Þetta fylgi ætti að öllu eðlilegu frekar að eiga heima i Framsóknarflokknum, sem í íslenzkum stjórnmálum hefur valið sér hliðstæða vig- stöðu og b'ændaflokkar (sem nú kallast yfirleitt miðflokkar) og liberalir milliflokkar hafa á öðrum Norðurlöndum og víð- ar í Vestur-Evrópu. Skipting íslendinga í stjdrn- málaflokka hefur til þessa að verulegu leyti byggzt á þekfe- ingarleysi á jafnvel einföld- ustu atriðum pólitískrar hug- myndafræði, sem af ráðnum hug hefur verið alið á af að minnsta kosti sumum stjórn- málaflokkanna. Það þarf Ifka að lesa, segir ungi verkamaður inn í mynd Bo Widerbergs, Adalen 31, sem hefði þurft að koma í Gamla bíó aðeins fyrr, fyrir kosningarnar eða meðan verkfallið stóð yfir. Islenzkir kjósendur þurfa að gera sér ljóst að aðeins með aukinni pólitískri og samfélagslegri þekkingu geta þeir orðið herr ar eigin forlaga. Sú þekking sem þeir leita sjálfir, að eigin frumkvæði, verður þeim heilla drýgst, gagnstætt þeirri „þel^k- ingu“ sem fjölmiðlar valdhaf- anna mata þá á. Dagur Þorleifsson. Rafgeymir — ger« 6WT9, með óvenjumikinn ræsikraft, miðað við kassastærð. 12 volt — 64 ampt. 260x170x204 m/m. SÖNNAK rafgeymar f úrvali S M Y R I L L, Ármúla 7 — sími 84450. i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.