Tíminn - 03.07.1970, Page 5

Tíminn - 03.07.1970, Page 5
/ FÖSTUDAGUR 3. júlí 1970. TÍMINN 5 ijjtfHlÍÍÍmillH; *p"**'"r MEÐ MORGUN KAFFINU sem Paul Newman stjórnaði reyndar, en eftir a@ sú mynd var gerð, flutti Joanne með öll börn þeirra til býlis fjöl- skyldunnar í Connecticut, en Newman er enn eftir í Holly- wood. Fregnir herma að Jo- hanne viilji draga mann sinn með sér frá Hollywood, hún álíti borgarbraginn þar spilla honum, en hvað um það þá velta menn því nú fyrir sér hvort enn eitt leikarahjónabaná ið sé að fara lönd og reið . . . Það er hreint ekki óalgengt að menn verzli með ýmislegt varðandi greftrun, en William Fulton er áreiðanlega einn af fáum, ef ekki sá eini, sem sel- ur grafir. Hann hefur nú safn- að nægilega miklu fé til að kaupa Rosebank kirkjugarðinn í Edinborg, en verðið var 1200 kr. ísl. Fulton vann áður við kirkjugarð þennan sem fangi, og var svo ánægður í starfi sínu, að hann fór þess á leit við borgaryfirvöldin, að þau seldu honum garðinn þegar hann slyppi úr fangelsinu. Svar ið var já, og Fulton flutti sæll og glaður í litla, fallega húsið, sem garðinum fylgdi. Þótt hann verði að ráða garðyrkjumann, reiknar hann með að fá dá- góðar tekjur. Anna Bretaprinsessa verður stöðugt vinsælli í heimalandi sínu. Bretum finnst hún bæði falleg og skemmtileg, en eink- um nýtur hún vinsælda fyrir glaðlega framkomu sína. Um daginn fór hún á dansleik sem herdeild nokkur hélt fyrir gamla hermenn og konur þeirra. Einnig komu á ballið 15 ungir hermenn úr herdeild Hússars kóngs. og hver einasti hermannanna herti sig upp í að bjóða Önnu upp í dans. Hún þáði hvert boð og dansaði við þá alla af hjartans lyst. Sá er reið á vaði® og fyrst ur bauð prinsessunni upp, Steve Beavers, sagði að Anna prinsessa væri það stórkost- legasta við Bretland, merkasta nýjungin síðan þeir fundu upp ristaðað brauðið. „Hún var svo kát og skemmti leg. talaði um nýafstaðna ferð til Ástralíu, og þegar ég sagði henni að mér fyndist hún fal- leg, þá sagði hún þökk fyrir“ og hermaðurinn ungi mátti vart vatni halda af ást og drott- inhollustu. . ★ „Hún var vinur minn“ heit- ir lag eitt er í s.l. viku kom á almennan markað á LP plötu. Texti lagsins er saminn á ensku og er eitthvað á þessa leið: „Eg hélt hún væri einlæg/en árans tæfan/Ætlaðist annað og verra fyrir/hún dáðist að mín- um eigin indæla manni/Gætið ykkar á ungum stúlkum“. Þetta er fremur sorglegur söngur, og iafnvel ennþá sorg- legri þegar þess er gætt, að hann samdi Dory Prévin, eigin- kona hljómsevitarstjórans André Previn, þess er næstum hafði lent í því að koma til íslands, en ‘ 'dré er búinn að fá skilnað frá Dory til að get.a kvænzt Míu Farrow, barns- móður sinni. DENNI DÆMALAUSI — Allir reka mig út af lóöum sínum. Heldurðu að ég sé and- fúll? — Svo eigið þið að muna það böm, að það getur verið hættu legt, að kyssa hunda og aðrar skepnur, sagðj kennarinn. — Frænka mín kyssti hund inn sinn, sagði þá Jói litli. — Og hvað gerðist? spurði kennarinn. — Hundurnn dó! ★ Kannski margar konur séu tilbúnar til að fórna eigin frama vonum gjörsamlega fyrir þa'ð eitt að fá að halda í mann eins og Paul Newman. en það hefur eiginkona hans, Joanne Woodward gcrt. Þau hafa ver ið gift í mörg ár og hún hefur algjörlega lagt framavonir sín i------------------------------ ★ ar til hliðar og verið honum „góð húsmóðir“ og stutt af mætti við bakið á sínum fræga manni En nú virðist hún vera að skipta um hlutverk. Joanne er byrjuð, að halda fram sínum áhugamálum. Það b.yrjaði með því að hún lék aðalhlutverk i myndinni „Rachel, Rachel", VI — Það gleður mig sannar- Iega að hitta einkaritara manns- ins míns. Ég þekkti strax vara- litinn yðar af vasaklútnum hans- Námsstjórinn sneri sér þá að öðrum nemanda. — En þú. Veizt þú það? —- Nei, ég gerði það ekki heldur. Hnötturinn er lokaður inni í frímínútunum. Þá var námsstjóranum nóg boðið og hann sneri sér alvar- legur á svip að kennslukonunni: — Mætti ég biðja frökenina um skýringu? Hún reyndi að vera róleg, þegar hún svaraði: — Ég get fullvissað yður, herra námsstjóri, um það að það er enginn af nemendunum, sem hefur gert þetta. Hnatt- líkanið var svona, þegar við keyptum það . . . Hér greip presturinn fram í: — Hvað oft hef ég ekki sagt yður, að skólinn á ekki að kaupa notaða hluti, það á allt sem notað er hér, að vera nýtt! Námsstjórinn og presturinn ▼oru í heimsókn í skólanum og voru nú staddir við kennslu í landafræði í einum bekknum. Námsstjórinn tók hnattlíkan niður úr hillu, sneri sér að ein- um nemendanna og spurði: — Getur þú sagt mér, dreng ur miim, hvers vegna möndull- inn á þcssum hnétti er ekki beinn? — Ja, ég veit það ekki . . . það er ekki mér að kenna . .. ég veit ekkert um það ... Alltaf mjólk, uff Þótt Penny Carter líti út fyrir að vera ósköp venjuleg stúlka, sem piltarnir keppast um að bjóða út aneð sér vegna huggulegs útlits, þá verður hún að teljast með þeitn óvenjulegu, þótt ekki væri nema vegna kappakstursárátt unnar, sem heltók hana eftir að faðir hennar gaf henni fekta fínan kappakstursbíl. Fyrjr skömmu tók hún þátt í mikilli keppni, og þótt hún kæmi ekki fyrst í mark, átti hún að minnsta kosti heiðurinn aS því, að vera eini kvenm..ður- inn í keppninni, og vakti húo ekki svo litla athygli áhorf- enda.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.