Tíminn - 03.07.1970, Page 16

Tíminn - 03.07.1970, Page 16
HóteS opnað á Egilsstöðum JK—Egilsstöðnm. Sökum vaxandi ferðamanna- straums hér um Egilsstaði hin síð ustu ár, hefur þörfin fyrir aukið gistirými verið bi-ýn. Til þess að bæta hér að nokkru úr með skjótum hætti, festu eigendur Valaskjálfar kaup á smáhýsum hjá fyrirtækinu Fosskraft á s.L sumri. Smáhýsin voru notuð við Búrfellsvirkjun. Húsin vorn síðan sett saman hér, og er nú tilbúið gistirými fyrir 24 í tveggja manna herbergjum, en ólokið er frá- gangi á gistirými fyrir 16 manns. Vinnu við húsin miin að fullu verða lokið þann 10. júlí. Gistirými þetta verður rekið af Valaskjáif, en þar er seldur mat ur og veitt ýmiss konar þjónusta fyrir ferðafólk. Byggð hefur verið tengiálma, sem húsaraðirnar eru settar saman með. og er þar gesta móttaka. Teikningar og skipulag á uppsetningu önnuðust arkitekt arnir Þorvaldur Þorvarðsson og Mannfreð Vilhjálmsson. Ætlunin er, að gistiheimilið verði opið allt árið, en það gisti rými, sem fullbúið er, er þegar fu'llt, og mikið er bókað fram eftir sumri. Hóteistýra er Ásdís iSveinsdóttir, forstöðukona Vala skjálfar og að sögn hennar. verð ur lögð áherzla á góða og ódýra fyrirgreiðslu í hótelinu. Ferðatnánnaumferð er byrjuð hér, og virðisí mikið um útlend inga og jafnvel í meirihluta, mi seinni hluta júní mánaðar, eða eftir dð verkföll leystust. Sláttur hófst hér á Egilsstöðum um miðja s. 1. viku. Spretta er sæmileg, en hefur þó verið held ur hægfara vegna þess hve þnrrt hefur verið hér í vor. Niú síðustu daga hefur snúizt til norðaustan áttar hér, eftir langan góðvirðis kafla, hita og þurrk. allan júní mánuð. Flest félög hafa samið EJ—Rcykjavík, fimmtudag. Flest öll félög hafa nú náð samningum, en í dag sömdu verzl unarmenn um land allt eftir iang an samningafund, sem stóð frá kl. hálf níu í gærkvöldi til kl. eitt í dag. Rafvirkjar sömdu einnig í dag. Fundir voru í VR og Félagi ísl. rafvirkj? í kvöld. Önnur verzlun armannafélög halda væntanlega fundi á morgun. f samkomulagi verzlunarmanna er m. a. um miklar breytingar á flokkaskipun að ræða. SUMARFERÐ FRAMSÓKNAR- FÉLAGANNA í REYKJAVÍK — verður iarin sunnudaginn 19. júlí, til Heklu og víðar um Suðuriand. Nánar auglýst slðar. Það var þröng á þingl i Sundlaug Vesturbæjar í dag. Þar sóluðu sig og syntu hundruð manna og kvenna á öllum aldri og varð að loka lauglnni um tima vegna aðsóknarinnar. Þótt ekkl væri sérlega hlýtt í veðri var sjálfsagt að fara undir köldu sturtuna, en vatnið úr hennl er kaidara en margur hyggur eins og sjá má á stúlkunni, sem hætti sér i þennan voða. Yngsta kynslóðin lætur fara vel um sig f grunna kerlnu en þeir eldri reyna að verða sér úti um eins mlkl a sól og mögulegt er Laugardalslaugin var iokuð á þessum mesta eótsklnsdegi ársins og gengu þaðan margir með súrum svip. — rimamyndir Gunnar. I Vestur óænum r i gær OÓ — Reykjavík, fimmtudag. Einmuna veðurblíða var um allt land i dag. Sá hvergi ský á himni en Inn var ekkl mikill, yfirleitt 10 tll 12 stig við strendur, en allt upp f 17 stig til landsins. f Reykjavik var httinn mestur 12 stig, en samt muna borgarbúar ekkl •líka veðráttu i langan tíma, enda tétu þeir ekki á sér standa að spóka sig I sóiinnl. Stúlkurnar f miðbænum hafa líklega aldrei verið stuttklæddari og fafnvel karlmennlrnir skildu frakkana sína og loðúlpurnar eftlr helma. Sundlaug Vesturbæjar fylltist af sólþyrstu fólki fyrlr venjulegan fótaferðar- tíma Reykvfktnga í morgun, og varð að loka lauginni vegna aðstreymis. Um hádegisbllið var löng biðröð framan við dyr sundlaugarinnar og fóru margir heim aftur án þess að komast inn. En þessi aðsókn var kannskl eðlileg, þvi að af öllum dögum ársins var einmltt þessi valinn til að gera við og hreinsa sund- laugamannviricln i Laugardal. Þangað hefur verið straumur fólks I allan dag til að njóta sumarsólarlnnar en komu þar að læstum dyrum. Er Tíminn hafði tal af sundhallarverði þar, sagði hann að starfsfólklnu þætti ekki síður leitt en öðrum að svona hafi tekizt til, en búlð hafi verið að ákveða tyrir nokkrum dögum að loka i elnn dag til að hrelnsa laugina og gera við lausar flísar og flerra, sem — Framhald á bls. 14. PSshKtagor 3. júli 1970. Gott fólk á sjó og landi - sjá bls. 6-7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.