Tíminn - 04.07.1970, Síða 16

Tíminn - 04.07.1970, Síða 16
 Laugardagur 4. [úlí 1970. Hermann í atvinnumennskuna á ný? - bls. 13 Hliðskjálf og Valaskjálf á Himinbjörgum í landi Hreðavatns í Borgarfirði. (Tímamynd Kári) Sumarhús starfs- manna Samvinnu- trygginga og Andvöku KU—Reykjavík, föstudag. í landi Hreðavatns í Norðurár- dal í Borgarfirði, skammt frá Bif- röst, hefur starfsfólk Samvinnu- trygginga og Andvöku reist sér tvö snotur sumarhús í fallegu 'im- hverfi. Friðjón Guðröðarson formaður skálanefndar starfsmannafélags Samvinnutrygginga og Andvöku, gaf Tímanum þær upplýsingar, að í fyrrasumar hefði verið unnið að uppsetningu húsanna tveggja. Fé- lagið hefur fengið 4—5 hektara lands til umráða í landi Hreða- Framhald á bls. 14 ASHKENAZY 0G ANGELES KRÝND í LOK LISTA- HÁTÍÐARINNAR EB—Reykjavík, föstudag. Þeirri víðfrægu Listahátíð i Reykjavík 1970 lauk í gærkvöldi, í Iláskólabíói með söng Victoru de los Angeles og undirleik Ash- kenazys, en sem kunnugt er var ]>essu síðasta atriði Listahátíðar- innar frestað um einn dag vegna veikinda söngkonuimar. Páll Líndal framkvæmdastjóri Listahátíðarinnar sleit síðan há- tíðinni með ræðu og voru þau de los Angeles og Ashkenazy krýnd lárviðarsveigum, og er áheyrendur gengu úr bíóinu lék Lúðrasveit Reykjavíkur ættjarðar lög þar úti fyrir. Á hljómleikunum í gærkvöldi söng de los Angeles verk eftir Fjölbreytt skemmtun á Landsmóti hestamanna - öll aðstaða hefur verið mikið bætt BÚIZT VIÐ 3000 HROSSUM OG 12 ÞÚSUND MANNS Á MÓTIÐ FB-Reykjavík, föstudag. Unnið hefur verið af fullum krafti við undirbúning Landsmóts hestamanna, sem efnt verður til að Skógarhólum 8. til 10. júlí næst komandi. M. a- hefur vinnuflokkur verið við störf á mótssvæðinu á sjöttu viku, við að laga þar girð ingar, en hingað til hefur þar aðeins verið ein stór girðing, sem nú verður hólfuð niður í fernt og fleira og fleira. Nú verður því þannig fyrir kom tð, hvað snertir girðingar, að hver landshluti fær til umráða sér stakt hólf, og verður rétt í hverju hólfi. Vel hefur verið borið á hólfin, og auk þess er ætlunin, a'5 gefa hestunum hey, þannig að ekkert á að skorta á eldi þeirra á meðan á mótinu stendur. Sýningarhross verða miklu fleiri en nokkru sinni áður á Lands móti. Þau verða nú 310 talsins, fyr ir utan kappreiðahesta, sem verða 120 talsins, eins og fram hefur komið í fréttum hér í blaðinu áð- ur, í skeiði verða 48 hross, 35 f hindrunarstökki, 24 í 800 metr um ,og svo verða 11 hestar í brokkkeppni. Alhliða gæðingar verða 74, stóðhestar 46. Afkvæma sýning verður þarna einnig, og þátttaka í henni mikil. Þar verða 7 stóðhestar með afkvæmum og 9 hryssur, með afkvæmum. Alls er talið, að þarna geti orðið um eða yfir 3000 hestar. I fjárhagsáætlun mótsstjórnar er reiknað með að þarna geti kom ið allt upp í 12 þúsund manns. Að sókn að mótinu fer þó mest eftir veðri, eins og skiljanlegt er. Að- gangur að mótssvæðinu verður um 350 kr. fyrir allan tímann, en dagsmiðar munu kosta 200 kr. Happdrætti verður þarna einnig, Framaaui a bls. 14 Mozart, Debussy, Grauados og Schumann. Tókst söngkonunni mjög vel upp, og frábær undir- leifcur Asihkenazys átti einnig stór an þátt í því, að gera þetta síðasta kvöld eftirminnilegt. Ragnar í Smára var einn hinna mörgu áheyr enda hljómleikanna í gærkvöldi, og sagði hann de los Angeles vera mestu söngkonu 20. aldarinnar. í viðtali við blaðið í dag, kvaðst Páll Líndal ánægður með útkomu Listahátíðarinnar þegar á heild- ina væri litið. Að vísu hefði ýmis- legt farið úrskeiðis í sambandi við hana, enda vart við öðru að húast þar eð hér væri um að ræða hátíð, sem áður hefur ekki verið haldin hér, og því lítil reynsia fyrir hendi hjá þeim sem að henni stóðu. En nú er talsverð reynsla fyrir hendi, svo að mjðg líklega mun næsta iistahátið, sem vaent- anlega verður haldin í júni WUZ, fara enn betur fram, en sú er nd er afstaðin, þótt aðrir sjái um þá hátíð. Um fjárhagshliðina hafði það að segja, að eðlilega endanlegar tölur ekki fyrir eim þá, en unnið er nú að þ*í, að gera hátíðina upp. Bezfca fjárhagslega útkoman mun hafa verið af hijómleikum Led Zeippe- lin, enda seldust um 5000 miðar á hljómleikana, eða alls fyrir rúm- lega 2 millj. króna, en hins veg- ar kostaði hljómsveitin ekki nema eitthvað á milli 600—700 þús. krón ur. Um aðra erlenda aðila er það að segja, að aðgöngumiðar að skemmtunum þeirra seldust yfir- leitt mjög vel, en þó mun Marion- etteatern-leikhúsið vera undan- tekning. Var mun betri aðsókn á atriði erlendu listamannanna held ur en þeirra innlendu, t. d. var Framhald á bls. 14. Bjarni Jóhannsson útsölustjóri jarðsunginn í dag Úfcför Bjarna Jóhannssonar, út- sölustjóra á Siglufirði, sem and- aðist sunnudaginn 28. fyrra mán- aðar. verður gerð frá Siglufjarð- arkirkju í dag, laugardaginn 4. júlí, kl. 5 síðdegis. Minningargreinar um Bjarna munu birtast í íslendingaþáttum TÍUULOS. Rætt um aukna sjúkra þjónustu í Reykjavík - á fundi borgarstjórnar í fyrradag. Tillögum Alfreðs Þorsteinssonar vísað til heilbrigðismálaráðs og sjúkraflutninganefndar. EJ—Reykjavík, föstudag. Á fundi borgarstjórnar á fimmtudag var tekin fyrir til- laga frá Alfreð Þorsteinssyni, borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins, um aukna slysaþjón ustu í borginni. Tillaga Alfreðs var í tveim ur liðum, í fyrsta lagi, að kannaðir væru möguleikar á því, hvort unnt væri að stað- setja sjúkrabifreiðir víðar en borginni en nú er, og í öðru lagi, hvort möguleiki væri á því, að læknar eða læknanem ar, fylgdu sjúkrabifreiðum, þeg ar slys ber að höndum. Gat Alfreð þess, að fyrir þremur árum hefði verið sklp uð sérstök nefnd á vegum Reykjavíkurborgar til að gera tillögur um sjúkraflutninga Hefði þessi nefnd skilað álitl nú nýlega. í tillögum nefndar innar væri gert ráð fyrir þvi. að sjúkraflutningar yrðu i aðal atriðum með sama hætti og verið hefur um iangt árabil. Sagði Alfreð síðan, að í tillögu sinni væri gengið skrefi lengra. „Gert er ráð fyrir, að sjúkra bifreiðir séu hafðar tii taks víðar í borginni — og hef ég þá sérstaklega í huga, að þær verði staðsettar við a.m.k. tvö sjúkrahús, og annað þeirra verði í vesturhluta borgarinn- ar.“ Því næst sagði Alfreð: ,,1 beinu framhaldi af fyrri hluta tillögu minnar, fjallar síðari hluti hennar um það, að lækn ar eða læknanemar fylgi sjúkra bifreiðum að staðaldri. Eins og málum er háttað nú, hafa sjúkraflutningamenn ekkert ákvörðunarvald um það, hvert eigi að flytja slasaða annað en á Slysavarðstofuna. Hefur oft sinnis komið fyrir, að slasað fólk hefur verið flutt fyrst á Slysavarðstofuna, en sfðan rak leiðis á annað sjúkrahús. Þes~i tvíflutningur getur haf,t hinar alvarlegustu afleiðingar FYamha:o bls. 14.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.