Tíminn - 08.07.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.07.1970, Blaðsíða 10
10 TTMINN MIÐVIKUDAGUR 8. júlí 1970. FULLT TUNGL Eftir P. G. Wodehouse 33 inu, hann er hár og grannur, með hornspangargleraugu. og Amerí- kani, ef mér skjátlast ekki, og það skrýtna er að hann minnti mig á mann sem ég þekkti í New York, hár, grannur, ungur, fjandi geðvonzkulegur og með horn- spangargleraugu yfir allt andlitið. — Hershöfðinginn gretti sig, vandi hans var leystur, hann vissi hver maðurinn var, hann sagði: — Þetta er ungur maður sem heitir Tipton Plimsoll, Freddie kom með hann hingað. og ef þig langar til að vita álit mitt. þá finnst mér að Freddie hefði átt að fara með hann á vitlausraspit- ala, en ekki hingað, þó ekki sé mikill munur á svoleiðis stofnun og Blandings kastala, verð ég að segja. Það var greinilegt að Gally kannaðist við nafnið, hann sagði: — Tipton Plimsoll, þú veizt víst ekki hvort hann er eitthvað í tengslum við Tipton verzlanirn- ar í Bandaríkjunum? — Hershöfð- inginn var kai’lmenni. þess vegna Btundi hann ekki, en andlit hans afmyndaðist af kvölum, hann sagði: —Hvort hann er í tengslum við þær, Freddie segir að hann eigi þær næstum einn. — Þá skil ég hvers vegna mér fannst ég kannast við hann, hann hlýtur þá að vera bróðursonur gamla Ohets Tiptons, mannsins sem ég minntist á áðan. mig minnir líka að Chet hafi talað um einhvern bróðui'son. Chet var einn bezti vinur minn þar yfirfrá, hann er dáinn núna, auminginn, en á meðan hann var í umferð var hann ágætis náungi, hann var sko fær um að segja stöðvar- bílstjóra til syndanna á tungumáli sem slíkir náungar nota sjálfir, hann var fjáranum ríkari, en hafði einn furðulegan eiginleika, hann vildi helzt drekka ókeypis, það var líka það eina sem hann sparaði, hann fann upp ágætis kerfi, hann fór inn í leynivín- sölustað og sagði við barþjóninn að hann væri með bólusótt, þá stakk þjónnin sér samstundis út á götu og allir viðskiptavinirnir á eftir honum og eftir stóð Chet. innan um allar flöskurnar og gat skamrntað sér s.iálfur. Chet hafði stórkostulegt heilabú. stórvitur maður Chet. Svo þetta 'er þá bróð- ursonur hans, Plimsoll hinn ungi, eða hvað? Vegna Chet er ég reiðu búinn til að elsha hann eins og hann væri sonur minn, en hvers vegna er hann svona geðillur? Heivhöfðinginn bandaði frá sér hendinni af mikilli örvæntingu og sagði: — Það má guð vita, andlegt ástand drengsins er mér álgjör- lega lokuð bók. — Og hvers vegna segirhu að hann ætti að vera á vitlausraspít- ala? Innibyrgðar tilfinningar hers- höfðingjans brutust út í svo kröftugu frísi að sársaklaus bý- fluga sem hafði setzt á runna rétt hjá þeim mágum, datt aftur vfir sig og sneri sér annað með við- skipti sín. —Maðurinn hiýtur að vera snarvitlaus. það er eina skýring- in á hinni stórfurðulegu fram- komu hans, — sagði hershöfðing- inn. — Nú hvað hefur hann verið að gera, bíta fólk í fótleggina, eða hvað? Hershöfðinginn þóttist nú hafa himinn höndum tekið að hafa loks fundið mann sem hann gat trúað fyrir hinni miklu sorg sem eitraði lífið fyrir honum, konu hans og dóttur, enda sagði hann nú alla söguna, með tilheyrandi handapati, og um það bil sem hann var að segja frá lokaþættin- um, þegar Tipton sveikst um að mæta á bak við alparunnana, var Gally farinn að hrista höfuðið af mikilli samúð. Svo sagði hann alvarlega: — Mér lízt ekkert á þetta, Eg- bert, mér virðist þetta all óheil brigt og óeðlilegt. Ef Chet hefði heyrt að stúlkur væru á bak við alparunna þá hefði hann stungið sér inn j runnarta, áður en maður hefði haft tíma til að segja, hvað þá, ef eitthvað er að marka erfða- fræðina, þá á ég bágt með að trúa að þetta hafi verið sá rétti Tipton Plimsoll, sem dró sig í hlé, við þetta tækifæri, það hlýt- ur að vera eitthvað að. —Ja, þá vildi ég óska að jrú gætir lagað ástandið, — sagði hershöfðingnn þungbúnn, — mér er sama þó ég trúi þér fyrir því Gally, að það er fjári óskemmtilegt fyrir föður að horfa upp á einkabarn sitt tærast upp af hjartasorg. f gærkvöldi neitaði Vee að þiggja aftur a diskinn sinn. þegar henni var boðið meira af steiktri önd og grænum baun- um, það ætti að sanna þér hvað málið er alvarlegt. i Þegar hinn æruverði Galahad Ihélt áfram göngu sinni út á sól- baðaða hjallana, þá var góðlegt andlít hans áhyggjufullt, sorgar- sagan sem hann var r.ýbúinn að hlusta á hafði snortið hann illa, honum fannst að örlögin hefðu einu sinni enn lagt honum þung- ar byrgðar á herðar, en það var honum ekki nýtt fyrirbæri, þegar unga kynslóðin átti hlut að nráli. Gally var ljóst að einhver varð að sjá um að lýst yrði með þeirn Tipton og Veroniku. og honum fannst enginn hæfari til að koma málum í höfn en einmitt hann sjálfur. Honum hafði alltaf þótt vænt um þessa frænku sína, þó honum væri vel ljóst að hún var skelfilegur kjáni, að vísu játaði hann það ekki fyrir öðrum. Svo var Tipton líka frændi eins bezta vinar hans. Það var því augljóst að honum stóð næst að taka sér töfrasprotann í hönd. Honum fannst sem hann heyrði Chet hvísla að sér: „Svona nú Gally, flýttu þér“. Það var líka sjálfsagt þessi andlega uppörfun, að hand- an, sem orsakaði það að hann hitti á lausn málsins, að minnsta kosti lýsti yfir svip hans um leið og hann kom upp á hjallann. hann hafði sem sé fundið leiðina. Og einmitt í sama mund brunaði tveggja manna bíllinn hans Fredd ie í hlaðið, bíllinn þaut fyrir horn ið, út að hesthúsunum. og Fredd- ie veifaði glaðlega til frænda síns, sem hraðaði sér á eftir honum. Gally þurfti á aðstoðareianni að halda, ef ráðagerð hans átti að heppnast. Gally hitti hiitn unga athafnamann, sem var búinn að koma bílnum sínum í hús og stóð nú og reykti vindling í ellefu þumlunga löngu munnstykki, hann blés frá sér hverjum reyk- hringnum af öðrum. Heimsókn Freddies til Sudbury Grange, hafði reynzt frægur sigur, að vísu hafði staðurinn verið fórnar- lamb annarlegs hundafæðis, sem | hét „Todds Tail-Waggers titbits“, og var sínu verra en Petersons hvolpamatur, og það hafði ekki re.vnzt auðvelt að fá hr. og frú Finch, til að frelsast og hverfa frá villu síns vegar og kenna þeim að meta Donaldson hunda- kexið. En Freddie hafði þó tekizt það, hann hafði skrifað niður stóra pöntun. Enda hafði hann verið í sjöunda himni, á heimieið- inni. En nú þegar hann var kom- inn heim, tnundi hann að þó hon- um væri létt um hjartaræturnar. þá voru aðrir ,sem áttu bágt, eins og til dæmis Bill, Pruce og Vee. Enda mátti segja að þó Freddie blési reykhringum upp í loftið þá voru það engir gleðihringir. Freddie haf.i verið að hugsa um ir.álefni Veroniku, en þegar hann sá föðui’bróðir sinn datt honum Bill þegar í hug, enda sneri hann . sér tafarlaust að því máli, hann sagði: — Ó, halló, Gally frændi, hvað nú frændi? hvað ég vildi segja, Gally frændi búðu þig undir slæm tíðindi, aumingja gamli Bill. . . —Eg veit, ég veit. — Veiztu að það er búið að reka hann aftur? — Já, ég er búinn að hitta hann, hafðu engar áhyggjur af Bill, — sagði Gally. hans sko'ðun var sem sagt sú að bezt væri að einbeita sér að einu máii í einu. —- Það er allt í lagi með Bill, ég er búinn að koma hans mál- um í höfn. En nú verðum við að snúa okkur að þessu dularfulla máli þeirra Veroniku og Plimsoll. — Ertu líka búinn að frétta af því? — Já, ég er x’iýbúinn að tala við föður Vee, hann stendur uppi ráðþrota og skilur ekki neitt í neinu. Þú ert vinur Plimsolls, ég geri mér þvj vonir um að hann hafi gert þig að trúnaðarmanni sínum eða að minnsta kosti gefið eitthvað í skyn sem ástæðu fyrir þessari furðulegu framkomu. Ég sá hann í fyrsta sinn núna rétt áðan, og hann minnti mig einna helzt á rigningarsunnudag í strandhóteli. Ég geri ráð fyrir að hann sé þó ástfanginn af Vero- niku, eða hvað? — Það lítur að minnsta kosti út fyrir að allt fína fólkið haldi það. —Og þó gerir maðurinn ekk- ert til að koma málinu í höfn, er miðvíkudagur 8. júlí — Sostrata Tungl í hásuðri kl. 17,15 Árdegisháflæði í Rvík. kl. 10.39 HEILSUGÆZLÁ Slökkviliðií sjiikrabifrelðlr. Sjúkrabifreið l Hafnarflrði síma 51336- fvr, r ykjavik og Kópavog sími 11100. Slysavarðstofan 1 Borgarspitalanuin er opln allan sólarhrtngtnn. Að eins móttakt s»asaðra. Stani 8121fc. Kópavogs-Apótek og Keflavlkur Apóteb err opin virka daga kl 9—19 laugardaga kL 9—H tielga daga kl. 13—15- Almennax upplýsingar um lækn* pjónustu i borginni eru gefnar símsvara læknafélags Reykjavlk ur, sími 18888. Fi. garhe -’ð i Kópavogl Hlíðarvegi 40, simi 42844. Kópavogs-apótek og Keflavfkur- apótek eru opiD virka daga fel. * —19 taugardaga kl 9—14, belgl daga fcL 13—1S. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virfca daga frá fcL 9—7 á laugat dögum fcl 9—2 og 6 svmnudögur.j og öðruro helgidögum er opið i.á fcl 2—4. Tannlæknavakt er t Heilsuvernd arstöðinn) (þar sem slysavarð- stofan var) og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h. Simi 22411 Kvöld- og helgarvörzlu Apótcka í Reykjavík vikuna 4. júlí til 10. júlí annasí Lyfjabúðin Iðunn og Garðs Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 8- 7. ann ast Arnbjörn Ölafsson. SIGLINGAR Skipadeild SÍS. Arnarfell er á Akureyri. Jökulfell lestar á Austfjörðum. Dísarfell er í Reykjavík. Litlafell fer í dag frá Reykjavík til Akureyrar. Helga fell er á Húsavík. Stapafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Mæli fell er í Reykjavík. Bestik er í Hull, fer þaðan til Rotterdam. FLUGÁÆTLANIR FLUGFÉLAG ÍSLANDS h. f. Gullfaxi fór til Glasg. og Kaup mannahafnar kl. 08,30 í morgun. Vélin er væntanleg til Keflavík- ur k. 18,15 í kvöld og fer aftur til Kaupmannahafnar kl. 19.15. Gullfaxi er væntanlegur til Kefla víkur kl. 01,55 í nótt. Gullfaxi fer'til Lundúna kl. 08.00 í fyrramálið, og til Osló og Kaupmannahafnar kl. 15.15 á morgun. Innaiilaiidsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur eyrar (3 ferðir) til Vestmannaeyja (2 ferðir), til ísafjarðar, Sauðár- króks, (Egilsstaða um Akureyri) og Patreksfjarðar- Á morgun er áællað að fljúga til Afcureyi'ar (5 ferðir) til Vest- mannaeyja (2 fenðir) til Fagurhóls mýi-ar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Egilsstaða (Raufarhafnar og Þórs hafnar um Akureyri). Fokker friendship flugvél féiags ins fór til Vaga, Bergen og Kaup mannahafnar kl. 07,45 í morgun. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG ÍSLANDS h.f. Á föstudagskvöld 10. 7. kl. 20 1. Landmannalaugar — Veiðivötn 2. Kerlingarfjöll — Kjölur. Á laugardag 11. 7. 1. Hreppar — Laxárgljúfur kl. 14. 2. Þórsmörk kl. 14. Sumarleyfisferðir: 11—19. júlí Austurland 11.—23. júíí Suðausturland 14.—23. júlí Vesturland 14.—19. júlí Kjölur — Sprengis. 16,—23. júií Öræfi — Skaftafeli 16.—29. júlí Hornstrandir. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, símar 19533 — 11798. Verkakveunafélagið Framsókn: Félagskonur fjölmennið í spila Kvöldið n k. iimmtu lagskvöld 9 júli ) Alþýöuhúsinu við Hverfis götu kl. 8.30. Takið með ykkur gesti. Afhendini: verð;euna frá þriggja kvölda keppn'.niii. Fjalilagrasaferð Náttúrulækninga. félags Reykjavíkur. Farið verður að Veiðivötnum og á Landmannaafrétt 11. júlí kl. 8 frá matstofu félags ins Kírkjustræti 8. Þátttakendur hafi með sér tjöld, vistir og góðan viðleguútbúnað. Heimkoma sunnudagskvöld. Askrifta listar í skrifstofu félagsins að Lauf ásvegi 2. Sími 16371 NFL-búðirmi Týsgötu 8, sími 10262. Þátttaka til kynnist fyrir kl. 17 föstudagimin 10 júli. Ferðagjald kr. 600. Stiarn N. L. F. R. Húsmæðraorlof Kópavogs. Dvalið verður að Laugum í Dala- sýslu 21. júlí — 31 júl. Skrifstof an verður opin i Félagsheimilinu 2. hæð þriðjudaga og föstudaga kl. 4—6 frá 1. júlí. (Jppl. i síma 40689. (Helga), 40168. (Fríða). OFÐSENDING __________________ Frá Styrktarfélagi Vangefinna: Minningarkort styrktarfélags Van gefinna fást á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu féiagsins Laugavegi 11, sími 15941. Verzl, Hlín Skólavörðustíg, Bókaverzlun Snæbjarnar, Bóka- bú® Æskunnar og Minningarbúð inni Laugavegi 56. Minningai'spjöld Mcnningar- og minningarsjóðs kvenna fást á eftirtöldum stöðum: A skrif- stofu sjóðsins Hallveigarstöðum við Túngötu, í Bóka’ Braga Bryn jólfssonar Hafnarstræti 22, hjá Valgerði Gísladóttur, Rauðalæk 24, Önnu Þorsteinsdóttur, Safamýri 26 og Guðnýju Heigadóttur. Sand túni 16. Sjómannafélag Rey'.Javfkur, Lindargötu 9, sími 11915. Hrafnistu, D.A.S., Laugarási, sími 38440. Guðna Þórðarsyni, gulismið, Laugavegi 50 A, sími 13769- Sjóðúðinni, Grandagarði, sími 16814. Verzlunin Straumnes, Nesvegi 33, sími 19832. Tómasi Sigvaldasyni, Brekkustíg 8 sími 13189. Blómaskalinn við Nýbýlaveg og og Kársnesbr., Kópavogi, sírni 41980. Verzlunin Föt og Sport, Vestur- urgötu 4, Hafnarfirði, sími 50240. Minningarkort Styrktarsjóðs Vistmanna Hrafnistu D.A.S. eru seld á eftirtöldum stöðum í Reykja vík, Kópavogi og Hafnarfirði: Happdrætti D.A.S., Aðalumboð Vesturveri, sími 17757. Minningarspjöld drukknaðra frá Ólafsvík fást á eftirtöldum stöð- um: Töskubúðinni Skólavörðustíg Bókabúðinni Vedu Digranesvegi Kópavogi Bókabúðinni Alfheimum 6 os á Olafsfirði PÓSTHÚS verður starfandi á Landsnlóti liesta- manna að Skógarhólum, dagana 10.—12. júlí, og verður notaður þar sérstakur póststimpill. Athygli er vakin á, að allar sendingar, sem óskað er póststimplunar á, ber að frimerkja samkvæmt burðargjaldstaxta. Póstmeistarinn í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.