Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 1
160. tbl. — Þriðjudagur 21. júlí 1970. — 54. árg, • >• • - ^ ■ I S-Ss^SísSSSssSSSíSS:: ííxw Mikil en árangurs- laus leit að rúss- nesku flugvélinni OÓ-Reykjavik, mánudag. Þrátt fyrir mjög víðtæka leit hefur ekkert komið fram, sem bendir til afdrifa rússnesku risa- flugvélarinnar Antonov AN 22, sem fór frá Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega 2 á laugardag, áleðiis til Halifax. Kl. 2,47 sást vélin siðast á radarskermi á Keflavíkurflugvelli og var þá stödd um 200 mílur suðvestur af íslandi. Nokkrum mínútum síðar átti flugvélin að fara útaf svæði flugumferðarstjórnarinnar í Rvík, eða þegar hún var rétt suður- undan Hvarfi á Grænlandi. Sam- kvæmt alþjóðareglum átti flug- stjórinn þá að láta vita og gefa upp staðarákvörðun. Sú tilkynn- ing barst aldrei. Engin skip eða flugvélar hafa orðið varar við neyðarkall frá sovézku risaflug- vélinni. Er greinilegt að hvað sem fyrir kom, hefur það orðið mjög snögglega. Með flugvélinni, sem var á leið til Perú, voru 23 menn. Áhöfnin telur 6 eða 7 manns. Risaflugvélin sem týndist lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 10 laugardagsmorgun, en þann dag lentu þar sex sovézkar flutninga- flugvélar. Síðast var haft sam- band við flugvélina frá loftskeyta stbðinni í Gufunesi kl. 2,43, og var þá allt eðlilegt um borð vélinni. Fjórum minútum síðar sást vélin síðast á radarskermi á Keflavíkurflugvelli, en þá hvarf hún af skerminum, en vélin flaug tiltölulega lágt og því eðlilegt að hún hyrfi af radarnum. Skömmu síðar átti flugvélin að fara yfir þau skil, sem afmarka það svæði, sem flugumferðarstjórnin í Rvík stjórnar. Þá átti flugstjórinn að láta flugumferðarstjórnina vita, en það gerði hann ekki. Voru gerðar ítrekaðar tilraunir til að ÞYRLA YFIR TURNI LANDA- KOTSKIRKJU OÓ-Reykjavík, mánudag. Vesturbæingar ráku upp stór augu í dag er Eir, þyrla Landhelg- isgæzlunnar sveimaði lágt yfir borginni og lenti síðan á Landa- kotstúni, tókst á loft aftur og sveimaði yfir turni Krists- kirkju, rétt eins og hún ætlaði að setjast á turninn. flvo var þó ekki, því á turninum var krækt ein- hverju neðan í þyrluna og hófst hún enn á loft og lenti aftur á tún inu. Var þyrlan að taka niður loft varnarflautuna, sem sett var upp í turninn skömmu eftir að brezki herinn steig hér á land i síðari heimsstyrjöldinni. Þóti verkfærið sé ekki stórt um sig er loLvarnar fiautan þung og hefði þurft miki ar tilfæringar til að ná henni nið ur. Einfaldast var að ná henni m,-ð hjálp þyrlunnar Tímamynd- GE. kalla flugvélina uppi, en ekkert svar fékkst. Var þá þegar haft samband við flugvélar á svipuð- um slóðum og spurzt fyrir um hvort onðið hefði vart við sovézku flugvélina eða heyrzt til hennar, en svo var ekki. Voru send út tilmæli til flug- véla og skipa sem stödd voru á leið flugvélarinnar. Reynt var að ná sambandi við flugvélina frá Halifax, en einnig án árangurs. Flugvélin átti að lenda í Halifax laust eftir kl. 8 á laugardagskvöld, en hafði eldsneyti til um tveggja klukkustunda flugs lengur. Þegar sýnt var að flugvélin kæmi ekki fram og eldsneyti væri þrotið, var sent út alþjóðlegt neyðarkall, sem svarað var frá mörgum flugvélum og skipum. Meðal þeirra var Þor- móður Goði, sem var á veiðum Framhald á bls. 14. Sovézka flugvélin á Keflavíkurflugvelli á laugardag. (Tímamynd-Gunnar) Arnór Hjálmarsson, yfirflugumferðarstjóri, stjórnar leitinni að sovézku risafiugvélinni. Myndin var tekin í gær í aðalbækistöðvum flugumferðarstjórnarinnar og stendur Arnór við kort af leitarsvæðinu. (Tímamynd-GE) 1200 laxar gengnir í Kollafjörð A sjötta hundrað komu á einum degi 263 laxar komu í Kollafjörð allt s.l. ár EB—Reykjavík, mánudag. Mjög mikil laxagengd hefur ver- ið í Kollafirði undanfarna daga og voru í dag um 1200 laxar gengn ir í Kollafjörðinn. Var laxagengd in þar mest á fimmtudaginn, að sögn Sigurðar Þórðarsonar stöðv arstjóra við klakstöðina í Kolla- firði. Munu hátt á sjötta hundrað laxar hafa gengið þar upp á ^ fimmtudaginn. í fyrra gengu þar j upp alls 263 laxar, en mest var laxagengdin áður í fjörðinn 704 laxar árið 1966. sleppt úr klakstöðinni. í fyrra var 107 þúsund seiðum sleppt, en þrjú árin þar á undan var 12 þúsund seiðum sleppt hvert ár. ! íslenzkur bátsmaður Gengur laxinn nú óvenju snemma í fjörðinn, því að frá því klakstöðin hóf starfsemi, haustið 1961, hefur laxinn ekki byrjað að ganga þar upp fyrir alvöru fyrr en síðast í júlí. í ár var 110 þús. laxaseiðum ísland vann2:0 Sjá bls. 12-13 á Fulvia — sem sökk í gærdag EJ—Reykjavík, mánudag. íslenzkur bátsmaður var um borð í norska skipinu „Fulvia“, sem áður hét „Oslofjord“ og var flaggskip norska verzlunar flotans. Var það ungur maður, Helgi Arason að nafni, en hvorki hann né neinn annar um borð varð fyrir slysi, þeg ar kviknaði í skipinu í gær. Skipið sökk í dag, en farið var með farþega, 448 talsins, og ÚVgmny.n s t>1« 14- Sjálfstæðisflokkurinn velur nýjan foringja á fundi þingflokks og miðstjórnar í næsta mánuði. — sjá „Á víðavangi" — bls. 3.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.