Tíminn - 21.07.1970, Síða 9

Tíminn - 21.07.1970, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1970. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKK.URINN Framlcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjómar- skrifstofur í Edduhúsinu. símar 18300—18306 Skrifstofur Bamkastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuðl, innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda bí. Rafmagnsverðið Verðlagshækkanir dynja yfir annan hvern dag. Nú síðast rafmagnshækkun, sem nemur 19%. Hækkun þessi gildir a.m.k. á orkuveitusvæði Reykjavíkur, en þar og raunar víðar er í gangi sjálfvirk hækkanaskrúfa, hið haglegasta sigurverk íhaldsins í Reykjavík, og gefur fullkomnustu vísitöluskrúfu ekkert eftir. Hækkunarvald- ar þeir, sem knýja rafmagnsskrúfuna, eru orkukaup, verðjöfnunargjald, skattahækkanir, launahækkanir, véla- kostnaður og fleira. Þeir, sem sagðir eru aflmestir í þetta sinn er hækkun launagreiðslna, hækkun orkuverðs frá Landsvirkjun, söluskattshækkun o.fl. Þetta er allt saman talið nema 19% almennri hæbkun rafmagnsverðs í Reykjavík, og hefði skrúfan komizt í 20%, hefði ráðherra orðið að leggja blessun sína yfir hækkunina, en varla hefði hún brugðizt í slíku nytja- máli almennings. Ekki þarf í neinar grafgötur eftir svörum um það, að þessi hækkun verðs á heimilisrafmagni hjá almenningi tekur sinn hluta af kauphækkuninni, sem fébkst um daginn, og hann ekki svo lítinn. Þó verður varla sagt, að Rafmagnsveitu Rvíkur hafi bráðlegið á þessari hækk- un, því að tekjuafgangur hennar varð 75 milljónir á s.l. ári, og var þó rafmagnsverð talið orðið allt.of lágt þá. Á þessu ári má því búast við enn betri afkomu. Hitt er umhugsunarefni, hvort rafmagnssala til heimilanna sé eðlilegur tekjustofn. Einnig hljóta menn að gefa hinni sjálfvirku hækkanaskrúfu hornauga og efast um, að hún sé stillt á þann veg, að öllum sé fyrir beztu. Er eðlilegt að hafa þá stillingu þannig, að hún gefi sjálfkrafa sífellt meiri gróða af sölu heimilisrafmagns? Er þjóðarhag sem heimilanna bezt þjónað með þessum hætti? Er ekki kom- inn tími til að breyta þessum sjálfvirka hlutfallsgrund- velli í samræmi við það, sem gerzt hefur á síðustu árum í rafmagnsmálum? Er ekki óþarfi að Rafmagnsveita Reykjavíkur græði 75 millj. á ári og sá gróði aukist hlut- fallslega með hverri hækkun? Er ekki tímabært, að rafmagnsreikningurinn hætti að vera skattseðill? Að minnsta kosti ætti ekki að vera goðgá að endurskoða þetta merkilega sigurverk. Erlenda ferðafólkið Erlendi ferðamannastraumurinn stendur sem hæst. Flugfélögin greina frá því, að útlendingar séu ekki aðeins í meirihluta í flugvélunum milli landa, heldur einnig á aðalflugleiðum innanlands. Hvað er það, sem dregur einkum erlenda ferðamenn hingað? Leiðsögufólk er- lendra gesta hefur nýlega svarað þeirri spurningu. Því ber saman um svarið í megindráttum, og segja má að eftirfarandi orð Jóns R. Hjálmarssonar skólastjóra, sem verið hefur fylgdarmaður erlendra manna um landið á annan áratug. Hann segir í tímaritinu Goðasteini: „Það, sem einkum heillar útlendinga, sem hingað koma, er hið hreina loft, viðáttan og hin ósnortna náttúra landsins. Þar eigum við auðævi, sem vart verða metin til fjár, og okkur ber að gæta vel og varðveita handa komandi kynslóðum. Margir í landi okkar gera sér grein fyrir þessa^ na'uósyn, og mun sá hópur fara vaxandi með ári hverju“. Þetta mun vera álit margra, sem bezt þekkja til ferða- mála hér á landi og erlendis. — AK r-..........— ............................ ■ ■■■■■-■» TOM WICKER: Vantar Demokrataflokkinn for- setaefni í kosningunum 1972? Edmund S. Muskie öldungadeildarþingmaður frá Maine þykir einna líklegastur, en fleiri öldungadeildarþingmenn hugsa sér til hreyfings svo sem George McGovern, Birch Bayh, Fred Harris og Harold Hughes. Margir geta upp á Edward Kennedy og Hubert Humphrey, en Eugene McCarty og John Lindsay þykja einnig geta komið til greina. „Margir eru tilnefndir", en mest er undir því komið, að unnt verði að koma á einingu innan Demokrataflokksins. SENNILEGA veröur kosn- ingabaráttan í Maine ekki til þess að breyta til muna þeirri skoSun Mike Manfields, aS Demokrataflokkurinn hafi ekki enn á að skipa frambjóðanda, sem eining sé utn og líklegur sé til vænlegs árangurs eða jafnvel sigurs í forsetakosn- ingunum árið 1972. Edmund S. Muskie öldungadeildarþing- maður Maine fengi að vísu mjög aukinn byr ef hann ynni yfirburSasigur og lánaðist að fá alla frambjóðendur Demó- krataflokksins í fylkinu kosna. En sennilega á ekki slíkur sig- ur fyrir honum að liggja að þessu sinni. Þegar litið er yfir áætlun Muskies um ræður og fundi verður ljóst, að hann leggur al- veg óvenjumikla áherzlu á bar- áttuna heima fyrir. Við laus- lega athugun verður þó ekki séð, að hann geti átt í mikl- um erfiðleikum með að ná endurkosningu gegn Neil Bis- hop, hinum íhaldssama fram- bjóðanda Republikanaflokks- ins. BISHOP leggur sig allan fram í baráttunni og reynir að bendla Muskie við óvinsælt framferði háskólastúdenta og ýmislegt annað, sem þykir sýna greinilega og rótgróna óánægju. Hann hélt ræðu í Augusta um daginn og sagði þá ærið kuldalega, að til þess sé ætlazt, að kjörnir embættis- menn séu „fulltrúar okkar, en hvetji ekki róttæka unglinga á háskólaihlöðunum til iðju sinn- ar eða sái fræi eyðileggingar meðal herskárra byltingar- sinna.“ Hann tók ekki fram. hvað hann ætti við með orð- inu „okkar“ i þessu sam- bandi. Ed Muskie er ekki fasmikill i framkomu, en Maine-búar þefckja hann of vel til þess að slíkar dylgjur verði honum að verulegu tjóni. Hitt er annað mál, að íbúar fylkisins eiga við nokkra efnahagserfiðleika að etja, ekki síður en ýmsir fleiri og ef til vill í rlkara mæli en margir aðrir. Það var sfður en svo til léttis í þessu efni þegar ríkisstjórn Nixons samdi við skipasmíðastöðvar í Missi- sippi um mj6g umfangsmikla tundurspillasmíði í stað pess að láta skipasmíðastöðvarnar I Maine fá það verkefni, eins og líklegt þótti. Þetta var þungt högg og líklega greitt af ráðn- um hug, en Bishop lætur i veðri vaka, að hann hefði. sem stuðningsmaður Nixons í Repu- blikanaflokknum. ef til vill get að komið í vee fyrir það, og kynni jafnvel að geta ráðið á því nokkra bót enn. ef hann næði kjörL Edmund S. Muskie ÞETTA, ásamt ýmsum fleiri erfiðleikum, gæti komið í veg fyrir að Muskie takist að fá Kenneth Cartis frambjóðanda Demokrataflokksins kjörinn fylkisstjóra, og nái að fleyta öðrum írambjóðendum flokks- ins á land. Lánist honum það ekki eykur hann ekki tiltakan- lega á mfjguleika sína til að hljóta tilnefningu flokksins til forsetaframboðs. Mansfield öldungadeildar- þingmaður viðurkenndi. að Muskie væri líklegasta forseta efni Demokrataflokksins þrátt fyrir þetta, og það hefur þótt ásannast við flestar skoðana- kannanir. En Mansfield sagði á blaðamannafundi um daginn, að hvorki Muskie né neinn annar demokrati hefði safnað að sér svo almennu fylgi eða áunnið sér það álit. að hann ætti tvímælalausa kröfu á til- nefningu til framboðs eða gerði hann færan um að bera sigurorð af Nixon forseta í kosningunum 1972. Mansfield sagði þetta mjög miður farið, þar sem honum virtist sem Nixon yrði ekki sigurstrang- legur frambjóðandi þar sem hann veitti forstöðu ríkisstjóra, sem ætti í miklum stjórnmála- erfiðleikum og ætti því að vera mjög svo auðveldur viðfangs. LEIÐTOGI meirihlutans i öldungadeildinni er afar glögg skyggn og athugull löngu upp úr því vaxinn að hugsa til auk- ins frama fyrir sjálfan sig, og alltof velviljaður til þess að iáta stjórnast af flokksofstæki. Hann sagði til dæmis í áður- nefndu viðtali, að hann tryði statt og stöðugt, að Nixon væri alvara með að flytja her Banda ríkjamanna á burt frá Vietnam árið 1972. Það álit hans, að Nixon komi til með að eiga við mikla erfiðleika að stríða árið 1972, er samhljóða skoðun fjölmargra annarra stjórnmála manna, sem ekki fylgja allir Demokrataflokknum að mál- um. Ekk' ev tO dæmis nein trygging fyrir því, að Nixon forseta takist að koma hern- um á burt úr Vietnam í tæka tíð, jafnvel Þó að það sé ein- lægur vilji hans, — og Mans- field virðist sýna örlæti þegar hann dregur það ekki í efa. Efnahagslífið gæti tekið stakka skiptum til bóta, en hvort tveggja er til um það.og ærinn vandi verður að aðhæfa það friðarástandi að nýju, hvað sem öðru líður. M6rg og flókin félagsleg vandamái valda einnig ærnum erfiðleikum ina anlands, og ekki bætir úr skák, að Nixon brestur mjög hæfi- leika til að laða að sér fylgi. Erfið mál erlendis eins o« erj- umar fyrir botni Miðjarðar- hafsins gætu einnig valdið stjórnarflokknum tjóni, að minnsta kosti ef ekki kemur til beinnar þátttöku Bandaríkja manna í styrjöld. EN ER líklegt, að Demo- krataflokknum mistakist að not | færa sér erfiðleika forsetans I vegna þess, að hann vanti girni | legan frambjóðanda? Muskie | má þegar heita þjóðkunnur I maður, og sama er að segja g- um Edward Kennedy 61dunga- m deildarþingmann og Hubert Humphrey fyrverandi varafor- seta. (Mansfield taldi þá báða ólíklega til sigurs árið 1972). George MeGovern og Birch Bayh öldungadeildarþingmenn vinna kappsamlega að þvi að verða þjóðkunnir, svo að tveir af mörgum séu nafngreindir. Öldungadeildarþingmennirnir Fred Harris og Harold Hughes koma einnig til greina. Eugene Mc Carthy er torráður eins og bros Spynxins og hefur ekki enn sýnt lit. Bretti John Lind- say brogarstjóri upp ermarnar og berjist fyrir því með oddi og egg að fá Arthur Goldberg kjörinn fylkisstjóra í New Vork kemst hann nærri því að afla sér þess álits, að hann sé líklegur efniviður i forseta Dem okrataf 1 okksin s Hlyti einhver þessara manna marga og glæsilega sigra í for kosningum og tækist að not- færa sér töfra s.ióm'arpsins á hagfelldan hátt. gæti hann orð- ið Nixon forseta sver í fangi í kosningunum 1972 Megin- vandi Demokratafiokksins ligg ur í þvi að koma á fullri ein- ingu innan flokksins. rrrrm

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.