Tíminn - 21.07.1970, Page 13

Tíminn - 21.07.1970, Page 13
ÞRHMUDAGUR 21. JÚLÍ 1970. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Tvö mörk Hermanns á tveimur míndtum Frábær leikur íslenzka landsliösins í gærkvöldi, er það sigraði Noreg 2:0 ÞaS er ástæða til að taka ofan fyrir íslenzku landsliðsmönnunum f knattspyrnu með virðingu og þökk fyrir frábæran leik gegn Nor egi í gærkvöldi, en íslenzka liðið sigraði með 2:0 og skoraði Her- mann Gunnarsson bæði mörkin með mínútu millibili í síðari hálf- leik. Hermann Gunnarsson var hetja dagsins — raunar voru allir hvítklæddu landsliðsmennirnir okk ar hetjur í þessum leik — en Her- mann skoraði mörkin, sem færðu sigurinn. Og fyrra markið var hreint afbragð, meistarastykki þeirra Eyleifs og Hermanns. Ey- leifur stöðvaði langa sendingu mjúklega á miðju vallarins, lék einn eða tvo metra fram á við, og sendi síðan nákvæmlega á Her- mann, sem átti í höggi við miðvörð norska liðsins. En Hermann kom á móti knettinum og sendi hann nær rakleitt í hægra horn norska marksins framhjá Per Haftorsen, markverði, sem hafði enga mögu- leika á að verja þetta frábæra skot Hermanns. G-ífurleg fagnaðarlæti brutust út á áhorfendapöllunum — og ^ngin furða. Markið og uadirbún- ingur þess var með slíkum ágæt- um, aið í minnum verður haft. Þarna sá maður Hermann í essinu sinu- Og þegar hann er í þeim ham, getur hann ógmað hvaða vörn og hvaða markverði sem er. Það kom enn betur í ljós, að- eins einni mínútu síðar, þegar hann skoraði annað mark úr fremur þröngri aðstöðu. Kári Arnason — sem kom inn á fyrir Guðjón Guð- mundsson — sendi fyrir markið, þar sem Hermann náði knettin- um, og var ekki seinu á sér að skjóta. Og áður en nokkur vissi af, var annað mark íslands stað- reynd! Kantarnir betur nýttir en áður Tæplega sex þúsund áhorfend- ur voru á Laugardalsvellinum í gærkvöldi og horfðu á leikinn, sem fram fór í norðan strekkings vindi. Fremur kuldalegt knatt- spyrnuveður, þó að sólin skini. Norðmenn léku undan vindin- tim í fyrri hálfleik og höfðu undir tökin til að byrja með. Skapaðist oft hætta uppi við íslenzka mark- ið, en vörnin, með Ellert Schram sem aðalmann, eins og fyrri dag- inn, stóð af sér öll veður. Mestu hætturnar voru í hornspyrnunum, en homspyrnur Norðmanna vora ófáar í þessum hálfleik. En yfirburðir Norðmanna voru ekki meiri en svo, að íslenzka OLiðið átti af og til sóknarlotur, sem enduðu með markskotum. Áherandi var, hvað liðið notaði kantana betur en í leiknum á móti Dönum. Bæði Guðjón Guðmunds- son og Matthías Hallgrímson lágu vel úti á köntunum — og brunuðu upp, þegar færi gafst, og gáfu knöttinn síðan fyrir mark. Frábær markvarzla Þorbergs Ekki hefði verið ósanngjarnt, mf> Norðmenn hefðu haft eitt mark yfir í hálfleik. Þeir áttu reglulega hættuleg tækifæri á 25. mínútu, þegar Egil Olsen — „tekniskasti“ leikmaður norska liðsins — og Steinar Pettersen skutu tvívegis á mark af stuttu færi, en Þorbergur Atlason, mark vörður, varði gíæsilega. Góð markvarzla Þorbergs á þessu augnabliki leiksins kom íslenzka liðinu yfir erfiðasta hjallann — og veitti því þrek og kjark. Upp frá þessu var íslenzka liðið sá aðilinn, sem sótti meira, þó á móti vindi væri að sækja, og var oft aðdáunarvert, hve vel liðið lék. Var það ekki sízt að þakka Ásgeiri Elíassyni — skemmtileg asta og bezt leikandi miðvaliar- spilara leiksins — sem mataði meðherja sína óspart. Hermanns þáttur Gunnarssonar Bezti leikur íslenzks lands- liSs um árabil Það verður að leita langt aftur í tímann til að finna Wiðstæðan eða jafngóðan leik íslenzks lands- liðs. Þá dettur manni helzt í hug 1959, þegar íslenzka lands- liðið gerði jafntefli við Dani á Idrætsparken. Enginn vafi leifcur á því, að íslenzk knatt- spyrnu er á uppleið. Leikurinn við Dani á dögunum var forsmekk urinn að því. Leikurinn í gær staðfesting. Sólin er loks byrjuð að skína eðlilega í okkar litla knattspyrnuheimi. Það er erfitt að gera upp á Framhald a ois. 14. Snýing á Fella sjálfhleðsluvagni, færibandi og sláttuþyrlu, — verður haldin á Blikastöðum í Mosfellssveit, föstudaginn 24. júlí kl. 8,30 síðdegis. Bændur í Kjósarsýslu eru hvattir til að fjölmenna á sýninguna til að sjá þessi athyglisverðu tæki. Gfobuse LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Hermann Gunnarsson lék sann- arlega aðalhlutverkið í skemmti- legasta og ánægjulegasta sjónar- spili íslenzkrar knattspyrnu í mörg ár, sem var síðari hálfleik- ur þessa leiks. Það fer ekki alltaf mikið fyrir þessum lágvaxna J.eik manni, eii þegar hann fær knött- inn, meðhöndlar hann þennan litla hlut eins og töframaður kúlu á leiksviði, getur látið hana hverfa og sýnt hana síðan á allt öðrjm stað. Bæði mörkin, sem hann skoraði, voru glæsileg, einkum og sér í lagi fyrra markið. Mörk- in gátu sannarlega orðið fleiri — og það var heppni Norðmanna að þeir fengu ekki fleiri mörk á sig frá Hermanni. T.d. á 25. mín. þegar norska markverðinum tókst með naumindum að bjarga í horn eftir hörkuskot Hermanns. Og á 35. mínútu voru allir áhorfendur me® öndina í hálsinum, þegar snúningsskot Hermanns dansaði á marklíaunni, fór í vinstri stöng- ina og yfir á þá hægri, en þaðan út. Þar voru Norðmenn heppnir. Annars var síðari hálfleikur, einkum síðari hlutinn, einstefnu- akstur að norska markinu. Norð- mena hreinlega gáfust upp — og á meðan léku íslenzku leikmenn- irnir eins og englar, knötturinn gekk frá manni til manns — og endaði oftast með markskoti. Voru miðjumean íslenzka liðsins einkar duglegir — bæði Ásgeir og Harald ur Sturlaugsson — og raunar Ey- leifur líka, en hann lék framar. Hermann Gunnarsson skorar annað mark sitt í landsleiknum við Noreg í gærkveldi. VÉLASÝNING

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.