Tíminn - 23.07.1970, Page 1

Tíminn - 23.07.1970, Page 1
SAMVINNUBANKINN AVAXTAR MEÐ HÆSTU VÖXTUM SAMVINNUBANKINN Flugvélar frá Keflavíkurflug- velli fundu flutning og lífbát sem talinn er úr sovézku flugvélinni Ferðaskrifstofumenn um ferðaskrifstofur flugfélaganna: „Tilraun til einok- unar - Geta meitt sjálfa sig á þessua KJ-Reykjavík, miðvikudag. Stöðugt er haldið uppi leit að sovézku risaflutningaflug- vélinni, sem fór frá Keflavík á laugardaginn, og ekkert hef- ur heyrzt til síðan 43 mínútum eftir flugtak liér. í dag fundu bandarískar leitarflugvélar af Keflavíkurflugvelli, gúmmí- björgunarbát og k»<sa fljótandi á sjónum 60— 90 mílur frá austurströnd Grænlands, og er talið að þetta hvort tveggja sé úr sovézku vélinni, en um það verður ekk ert fullyrt, fyrr en tekizt hefur að ná kössunum og bátnum úr sjónum. Leitin í dag í dag leituðu þrjár flugvélar frá Keflavikurflugvelli á haf inu milli íslands og Grænlands og meðfram Grænlandsströnd um. Tvær vélarnar komu til baka til Keflavíkur, en ein átti að halda suður til Azor eyja og leita á leiðinni þangað suður. Tvær til f.iórar flugvél ar hafa leitað frá Kanada og danskur flugbátur hefur leitað með ströndinni á Grænlandi frá Kulusuk og suður úr. Leit arskilyrði hafa verið slæm fram til þessa, en voru eitt- hvað skárri í dag, að því er Arnór Hjálmarsson flugum- ferðarstjóri tjáði blaðinu í dag. Fóru í 150 metra fjarlægð frá björgunarbátnum Commander Rush á Keflavík urflugvelli tjáði Tímanum j kvöld. að flugmennirnir á leit arflugvélinni er fann björgun arbátinn -í dag, héldu fast við að þeir hefðu séð björgunar bát á sjónum, en þeir fóru í um 150 metra fjarlægð frá bátnum. Sagði Rush að gerðar hefðu verið ráðstafanir til að taka bátinn um borð í skip, til nánari athugnar. Þá sagði Rush að leitað yrði með radartækj um og rafeindatækjum í nótt, og leitarflugvélar yrðu komnar á svæðið þar sem kassarnir og báturinn sást í dag, við sólar- upprás í fyrramálið. 19 flugvélar af 65 eru komnar til Keflavíkur- flugvallar í upphafi var gert ráð fyrir að 65 sovézkar flutningaflug- vélar millilentu á Keflavíkur- flugvelli. og í dag voru 19 komnar, og þar af voru 5 stór ar, eða af sömu gerð og sú sem fórst. en hinar litiar. og vega þær samtals með flutningi 60 tonn. Von var á tveim vél um í dag, en þeim virðist eitt hvað hafa seinkað. SB-Reykjavík. miðvikudag. Loftleiðir athuga nú þá hug- mynd að gera söluskrifstofu sína í Reykjavík að ferðaskrifstofu. Fyrir nokkru hóf Flugfélag íslands starfrækslu ferðaskrifstofu. Aðrir ferðaskrifstofueigemlur i Reykja- vík eru lítt hrifnir af þessu upp- átæki flugfélaganna og telja það jafnveí stefna í einokunarátt og geta lokað viðskiptaleiðum fyrir hinum ferðaskrifstofunum. Hér á eftir fara viðtöl við Alfreð Elías son framkvæmdstióra f.oftleiða Guðna Þórðarson hjá Sunnu og Ingólf Guðbrandsson hjá Útsýn um þetta mál. — Loftleiðir er ekki farið að reka neina ferðaskrifstofu enn, sagði Alfreð Elíasson. — Þetta er bara hugmynd enn. Við gerum þetta til að geta verið á sama grundvclli og Flugfélagið og útbú- ið svokal.'aðar IT-ferðir. — Myndi farþegafjöldinn hjá fé laginu aukast? — Að minnsta kosti fáum við þarna tækifæri, sem við höfum ekki áður haft, til að útbúa þess ar ferðir. — Tfðkast erlendis, að flugfé- lög eigi ferðaskrifstofur? — Já, það tíðkast, en það er ákaflega misjafnt eftir löndum. Loftteiðir hafa hingað til haft þá stefnu, að vera ekki sjálfir með ferðaskrifstofu og við höfum jafn- vel beint farþegunum til ferða- skrifstofanna erlendis. Fyrir nokkrum árum stóð félag inu til boða að kaupa þekkta og reynda ferðaskrifstofu í Kaup- mannahöfn, en hætt var við það vegna þessarar stefnu. Við mun- um halda henni áfram erlendis, en hér heima hefur orðið breyting og þá fylgjumst við vissu.’ega með. En eins og ég sagði áðan, er þetta á undirbúningsstigi. Guðni Þórðarson, forstjóri ferða skrifstofunnar Sunnu, sagði: — Út af fyrir sig, er ekkert við það að athuga, að flugfélög reki ferða skrifstofur, ef þau hefðu ekki sér- réttindi. Aðalhættan við ferða- skrifstofurekstur þeirra er sú, að flugfélögin geta þannig á ódrengilegan hátt skapað sér að- stöðu, sem aðrar ferðaskriístofur geta ekki keppt við Þessar ferða skrifstofur flugfélaganna, sem nán ast hafa einkarétt á að flytja út- lendinga til landsins mega vita, að meginhluti farþeganna kaemi ekki til með að skipta við aðrar ferðaskrifstofur. Flugfélögin, sem hafa einkarétt á áætlunarflugi og vilja hafa um ráðarétt á leiguflugiciu líka, geta þannig á auvirðilegan Kátt lokað öllum viðskiptaleiðum fyrir öðr- um ferðaskrifstofum. Þetta er tiiraun til einokunar og að sölsa undir sig öll viðskipti á sviði ferða fyrirgreiðs.'u, Ingólfur Guðln-andsson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Útsýn sagði: — Mér segir heldur þunglega hugur yfir þessum ferðaskrifstof- um flugfélaganna. Þetta getur raskað samkeppnisgrundvellinum. Þar sem flugfélögin eru eigendur að flutningafyrirtækjunum hafa þau mum betri aðstöðu en hinar ferðaskrifstofunnar. Þetta er held- ur ekki stefna, sem ríkjandi er í Evi'ópulöndum. Hingað til hafa flugfélögin hér látið sér nægja, að reka flugið, en látið okkur um hitt, og við höfum skipt mjög mikið við þau, svo ég veit ekki, nema þeir séu að skaða sjálfa sig eitthvað á þessu. Hrlngurlnn sýnlr þann stað þar sem kassarnir sáust í sjónum, en sunnar er staðurinn þar sem björgunar- báturinn fannst, merktur með x-i. íslenzkum síldveiðiskipum í Norðursjó fjölgar: Meðalverðið 2800 kr. fyrir tunnuna Hafnaverkfallið: Hermenn fara í uppskipun fyrir helgi NTB-London, miðvikudag. Brezku hafnarverkamennirn- ir, sem eru, eins og kunnugt er, enn í verkfalli, fengu að vita í dag frá stjórninni að ef þeir vrðu ekki larnir að losa mat- vöru úr skipum fyrir helgi, ^rðu hermenn látnir gera það Bæði stjórnarvöldir og verka- < mannasambandið gera sér fulla greis fyrir, að ef til þess kem ur aít hermenn tari að vinna < við skip, hitni í kolunum oe Framham » ols 14 OÓ-Reykjavík, miðvikudag. Saitaðar hafa verið um 3500 tunnur af Norðursjávar- síld hér á landi. Hefur það magn allt verið selt til Finn- iands, og er þegar búið að af- skipa 2061 tunnu. Það, sem eftir er, fer á næstunni. Fæst allgott verð fyrir þessa síld og væri hægt að selja mun meira ef hún bærist á land. í bili er bannað að veiða Suðurlandssíld og um Norður landssíld er ekki að ræða. Nú standa yfir samningar um saltsíldarsölur til Sovétríkj- anna. Veiði íslenzku síldveiðiskip- anna í Norðursjó hefur verið góð undanfarið, en veðrátta heldur rysjótt. Eru nú á fjórða tug ís- lenzkra skipa á síldveiðum í Norð- ursjónum. Mestu af aflanurn er landað í Danmörku en einnig er nokkru magni landað í Þýzkalandi. í síðustu viku lönduðu skipin 935 lestum erlendis og fengust 18,6 milljónir kr. fyrir þann afla. — Meðalverðið á ísaðri síld hefur verið um 20 kr. danskar undan- farið, og er það um 2800 íslenzkar krónur fyrir hverja tunnu, en 140 kíló fara í tunnuna. Ekki liggja enn fyrir tölur um heildarafla og sölur á þeirri síld, sem íslenzku skipin hafa landað erlendis i sumar. Bezta salan úr einum túr hefur Eldey úr Kefla- vík. 11. júlí lagði skipið upp 83,6 lestir og fengust 1.580 þúsund isl. kr fyrir aflann í dag seldu 8 skip 245 lestir í Danmörku fyrir 4.9 millj. ísl. kr f Þýzkalandi hafa einnig verið ágætar sölur. Þar seldi skip afla fyrir nokkru og fékk kr. 23,85 fyrir hvert kíló. Nokkur vanhöld vilja verða á aflamagninu í sölu. Má t.d. nefna að í Danmörku eru kassarnir seld- ir með aflanum og emi greiddar 2 kr. danskar fyrir hvern kassa, en nýja kassa verður að kaupa fyrir kr. 5,25. Gert er ráð fyrir að 40 kíló séu í hverjum kassa, og fæst ekkert verð fyrir það magn sem fram yfir kann að vera. Ef hins vegar vantar þótt elkki sé nema nokkur grömm upp á þessa lágmarksþyngd, dregur kaupandi 2 kg. frá. Munu ekki ófá síldarkílóir., sem kaupendur fá fyrir lítið vegna þessa fyrir- komulags.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.