Tíminn - 23.07.1970, Side 3
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1970
TÍMINN
Búr lætur smíða
tvo skuttogara
Kuldi og
lítiö gras í
Borgarfirði
SJ—Reykjavík, miðvikudag.
Tíminn átti í morgun tal
við Þorstein Guðmundsson,
bónda að Skálpastöðum í Lund
areykjadal. Sagði hann veður
mjög kalt, og menn kapp-
kiæddu sig þegar þeir færu
út að slá. Sláttur er hafinn,
en bændur fara sér hægt við
hann, því að tún eru víðast
hvar lítt sprottin í sveitinni, og
iþó er ástandið verra víða ann-
ars staðar á landinu.
Ríkisstjórn fslands sendir
þakkir öllum þeim, innlendum
og erlendum, sem auðsýnt hafa
hina dýpstu samúð, vinarþel
og hlýju, við andlát og útför
forsætisráðherrahjónanna frú
Reykjavík, miðvikudag.
Borgarráð samþykkti á fundi í
gær að heimila Útgerðarráði að
hefja samninga á smíði á tveim
skuttogurum fyrir hönd Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur. Einnig var
samþykkt að lána Ögurvík h.f.
714% af kostnaðarverði tveggja
skuttogara sem fyrirtækið hefur
fest kaup á og að veita öðrum fyr-
irtækjum sömu fyrirgreiðsiu 2ja
skuttogara til viðbótar.
Á fundi Útgerðarráðs í gær-
kvöld, sem form. þess, Sveinn
Benediktsson, fram eftirfarandi
tillögu:
Útgerðarráð Reykjavíkurborgar
samþykkir að óska eftir heimild
frá borgarráði, til þess að útgerð
Sigríðar Björnsdóttur og dr.
Bjarna Benediktssonar og dótt
urssonar þeirra, Benedikts Vil-
mundarsonar.
Forsætisráðuneytið 22. júlí
^.1970. ----
arráð megi fyrir hönd Bæjarút-
gerðarinnar hefja samninga nú
þegar um smíði á tveimur skuttog
urum. Skipin verði smíðuð og út-
búin samkvæmt smíðalýsingu, sem
togaranefnd ríkisins sendi til
ýmissa skipasmíðastöðva í marz-
mánuði 1970, með þeim breyting
um, sem Erlingur Þorkelsson, vél
fræðingur, hefur lagt til, að gerð
ar verði á smíðalýsingunni, sbr.
bréf dags. 14. júlí 1970, sem fylg
ir í ljósriti.
Útgerðarráð óskar eftir að hefja
samningana um þessa smíði nú
sem allra fyrst, að fengnu sam-
þykki togaranefndar og ríkisstjórn
arinnar, þannig að smíði togara
þessara njóti þeirra lánskjara,
sem ákveðin eru í lögum nr. 40
frá 11. maí 1970 um kaup á sex
skuttogurum.
Áætlað verð hvers skuttogara er
um 140 milljónir króna, og myndi
þá framla-g B.Ú.R. og Reykjavíkur
borgar til kaupa á framangreind
um tveimur skuttogurum nema
um 42 mililjónum króna eða 15%
af byggingarkostnaði þeirra. Upp
hæð þessa yrði að greiða á tíma
bilinu ágúst 1970 til ársloka 1972.
sbr. meðfylgjandi áætlun.
Jafnframt mælir útgerðarráð
með því við borgarráð, að Reykja
víkurborg leggi fram sem lán sam
kvæmt sérstöku samkomulagi
7 y2 % af bygigingarkostnaði þeirra
tveggja'\?kutttogara, sem. Ögurvik
h. f. hefur samið um smíði á í
Póllandi, enda leggi Ögurvík h.
f. fram til kaupanna af eigin fé
eigi lægri upphæð. Útgerðarfélag
ið verði búsett í Reykjavík, skip
in skráð þar og landi þeim afla,
sem landað verður hérlendis, í
Reykjavík.
Reykjavíkurborg og útgerðarað-
ilar í Reykjavík hafi forkaupsrétt
að togurum þessum, verði þeir
seldir. Verði skipin síðar seld að-
ilum utan Reykjavikur, er allt
lán Reykjavíkurborgar gjaldfallið.
Loks telur útgerðarráð rétt, áð
borgarráð gefi félögum eða ein-
staklingum í Reykjavík kost á
samskonar fyrirgreiðslu til smíði
tveggja skutttogara til viðbótar
og Ögurvík h. f. kann að verða
veitt af hálfu Reykjavíkurborgar
og með sömu skilyrðum.
Tillaga Jóhanns J. E. Kúld er
svohljóðandi:
Útgerðarráð samþykkir að óska
eftir því að Bæjarútgerð Reykja
víkur verði gefinn kostur á að
kaupa 4 af þeim 6 skuttogurum,
sem togaranefnd ríkisins hefur í
umboði rí'kisstjórnarinnar og á
grundvelli lagaheimildar frá Al-
þingi aflað tilboða í á alþjóðleg
um skipasmíðamarkaði. Jafnframt
telur útgerðarráð nauðsynlegt að
gerðar verði ráðstafanir til frek
ari endurnýjunar og eflingar tog
araflota BÚR.
Framhald á bls 14.
RÍKISSTJÓRNIN
ÞAKKAR AUÐ-
SÝNDA SAMÚÐ
r-
BUXNAKJÚLAR VINSÆLIR
VEGNA ÚVISSUNNAR
UM KJÚLFALDINN
— segir Gordon Adam, sölustjóri hjá Marks & Spencer
Gordon Adam virSir fyrir sér stúlku, klædda buxnakjól úr jersey.
(Tímamynd: GE).
FB—Reykjavík, miðvikudag.
Innkaupastjórar kaupfélag-
anna um land allt voru í gær
að virða fyrir sér hausttízkuna
frá Marks and Spencer í Eng-
landi, en hér er nú staddur
einn af sölustjórum fyrirtækis-
ins, Gordon Adam. Adam sagði
í stuttu viðtali við Tímann, að
hann væri hingað kominn með
rúmlega fimm hundruð sýnis-
horn af vörum Marks & Spenc
er, sem flestir fslendingar ættu
að kannast við, því fáar erlend
ar verzlanir munu betur sótt-
ar erlendis, en þessi miklu
vöruhús, sem eru í flestum ef
ekki öllum meiriháttar borgum
Bretlands, svo ekki sé meira
sagt.
Adam sagði, að nýjasti tízku
liturinn að þessu sinni væri
fjólublátt, í öllum litbrigðum.
Nú eru meira að segja farið
að bera á karlmannafatnaði í
fjólubláum litum. Annars er
litauðgin í karlmannafatnaðia
um alltaf að ankast, og löngn
liiðn sú tíð, þegar karlmenn
gengu ekki í öðru en gráu og
svörtu. Bleikar peysur og skyrt
ur sjást nú æ oftar, en bleiki
liturinn er einmitt all vinsæll
um þessar mundir. — Rautt
og svart er enn mikið.í tízku,
sagði Adam, — og hvíti litur
inn, sem var ofarlega á vin-
sældalistanum síðast liðinn
vetur, vexður það sennilega
lega áfram í vetur.
Við spurðum Adam um sídd
irnar, sem mest bæri á í Lond
on um þessar mundir. — Hjá
Marks & Spencer verða eigin-
lega fjórar síddir á kvenfatn
aði fyrst um sinn. Það er í
fyrsta lagi mini-síddin, þó ekki
sú stytzta, sem verið hefur.
Svo verðum við méð hnésídd,
en hún er vinsæl um þessar
mundir hjá þeim, sem hvorki
vilja vera í mini — midi eða
maxi. Þriðja síddin er eins
konar styttri gerð af mídi, og
að lokum er það svo venjuleg
mídí-sídd. Reikna má með að
maxíkápur verði mjög vinsælar
í London i vetur, en við hjá
Marks & Spencer seljum ekki
kápur fyrir fullorðna, svo um
það er ekki að ræða hér.
— Við seljum aftur á móti
barna- og unglingakápur, og
þær verða til í mídi-síddum og
einnig styttri. Svokallaður her
mannastíll er mjög eftirsóttur
þessa dagana, segir Adam, og
sýnir okkur barna- og ungl-
ingakápur, sem líkjast mjög
hermannakápum, með gylltum
hnöppum og belti.
— Við reiknum með, að mik-
il eftirspurn verði eftir buxna
kjólum í haust og vetur, held
ur Adam áfram. — Það stafar
mest af þessari óvissu með
síddirnar á kjólunum og piis-
unum. Við erum bæði með fína
buxnakjóla, og svo aðrar gerð
ir sem henta til hversdags-
nota. Hérna eru t.d. prjóna-
eða öllu heldur jersey-buxna-
kjólar, sem búast má við, að
verði eftirsóttir, þegar líða tek
ur á haustið.
Gordon Adam, sem hefur með
höndum sölustörf '\ tíu Evrópu
löndum, fyrir fyrirtæki sitt,
segir okkur, að útflutningur
Marks & Spencer nemi á ári
hverju 8 milljónum enskra
punda, eða 1760 milljónum ísl.
króna.
Umseningin er hins vegar
töluvert meiri, eða hvorki
meiri né minni en 360 milljón
ir punda á ári. Verzlanir
Marks & Spencers í Englandi
eru 244 talsins sagði Adam að
lokum
3
AVIÐA
Wii
Búskapur og
landkostir
í grein um landbúnaðarmál
hér í blaðinu fyrir all löngu
gerði Ingvi Þorsteinsson að um
talsefni búskap landsmanna og
Iandkosti á íslandi og hvatti
þar til skynsamlegri og skipu-
legri nýtingar landkosta en nú
er gert. Benti hann á, að víð-
áttumikil svæði landsins eru
nú ofnýtt til stórtjóns fyrir
gróðurinn en 20—25% gróðurs
í landinu er svo hins vegar
ekki fullnýttur.
í grein sinni segir Ingvi
Þorsteinsson m.a.:
Stór landsvæði
ofnýtt
„Hér á landi hefur sú trú
verið ríkjandi allt fram á síð»
ustu ár, jafnvel meðal forystu-
manna bænda, að land-
gæði væru hér slík, að land-
búnaðarframleiðslunni væru
enn engin takmörk sett af
þcim sökum. Rannsóknir hafa
nú leitt í ljós, að þessu er
ekki þannig varið. Víðáttumikil
svæði eru ofnýtt, til stórtjóns
fyrir gróðurinn. Stórfelldra
ræktunaraðgcrða er þegar þörf
til þess að unnt verði að draga
úr úthagabeit á þeim svæðum,
sem eru ofbeitt og koma þar
með í veg fyrir frekara tjón
af þeim sökum. Jafnframt þarf
með ræktun að mæta þeirri
þörf fyrir aukna framleiðslu,
sem fólksfjölgunin í landinu
krefst.
Landbúnaðarframleiðsluna
verður að skipuleggja fyrst og
fremst með tilliti til landgæða,
þ.e. hve mikið landið þolir og
til hvers það er bezt fallið, eft-
ir markaðsaðstöðu og eftir þvf
hver þörfin fyrir hinar ýmsu
búvöru er.
Það er t.d. augljóst, að sauð-
fjárrækt ætti að öðru jöfnu
að stunda á svæðum, sem eru
i fjarri þéttbýli og þar sem eru
víðáttumikil heiðalönd, en
mjólkurframleiðslu sem næst
þéttbýli og þar sem hentugast
er að byggja framleiðsluna á
ræktuðu landi.
Því miður er framleiðslan í
alltof litlu samræmi við land-
kosti. Þetta er að ýmsu leyti
ekki óeðlilegt, því að ekki hef-
ur legið fyrir úttekt á land-
gæðum hinna ýmsu landshluta,
fyrr en nú að nokkru leyti
með gróðurrannsóknum á af-
réttum landsins.
Gróðureyðing og
uppblástur vegna
ofbeitar
Þessar rannsóknir, sem nú
er einnig unnið að í byggð,
gefa til kynna, að nýting gróð-
urs í landinu sé sem hér seg-
ir:
Um 40% af landinu er of-
nýtt af búfé, 30—40% fullnýtt,
20—25% ekki fullnýtt.
Þessar niðurstö'ður eru vissu
lega ekki glæsilegar, og áhrif-
ín á gróðurinn eru auffeæ: í
ofsetna hlutanum er gróðnr-
eyðing og uppblástur, en þar
sem land er nýtt hæfilega eða
minna en svarar til beitarþol*
FramhaM * bls. 14.
mmmmmmmmmmmmmmmmm
NÍ