Tíminn - 23.07.1970, Side 14
14
TIMINN
FIMMTUDAGUR 23. JÚLf 1970
Stærðfræðinámskeið á vegum
fræðsluskrifstofu Reykjavíkur
Fræðsluskrifstoifa Reykjavíkur
efnir til námskeiðs í stærðfræði
fyrir kennara 10. — 21. ágúst n.
k. Námskeiðið er ætlað kennur
um, sem hafa áður haft nokkur
kynni af svonefndri nýstærðfræði,
en óska að auka þar nokkru við.
Leiðbeinendur á námskeiðinu
verða Agnete Bundgaard frá Kaup
mannahöfn, serm leiðbeinir um
kennsluaðferðir og meðferð náms
efnisins fyrir börn og Anna Kristj
ENSKIR
RAFGEYMAR
fyrirliagjandi
LONDON BATTERY
Lárus Ingimarsson,
helldverzlun
Vitastig 8 a Simi 16205
ánsdóttir sem kennir stærðfræð-
ina. Námskeiðið verður haldið í
Melaskólanum og hefst mánudag
inn 10. ágúst kl. 9 árdegis.
Auk þessa námskeiðs á fræðslu
skrifstofan hlut að námskeiðum
í samvinnu við fræðslumálaskrif
stofuna eins og undanfarin ár. Þar
er um að ræða þrjú stærðfræði
námskeið, sem miða öll að því
að búa kennarana undir að taka
nýtt námsefni til meðferðar við
reikningskennslu og hagnýta sér
nýbreytni í kennsluháttum í
þeirri grein. Eftirtalin námskeið
verða baldin:
A. Námskeið fyrir byrjendur,
sem haldið verður 26. ágúst til
4. sept.
B. Framhaldsnámskeið fyrir
kennara, sem hafa áður lokið byrj
endanámskeiði, verður haldið dag
ana 28. ágúst til 4. sept.
C. Námskeið fyrir kennara eldri
barna (10—12 ára), sem haldið
verður 26. ágúst til 4. sept.
Kennarar, sem hafa áður nbtað
nýtt námsefni við reikningskennslu
geta komið inn á þetta námskeið
28. ágúst.
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur
tekur við umsóknum um öll þessi
námskeið.
DEILD
LAUGARDALSVÖLLUR:
í kvöld, fimmtudaginn 23. júlí kl. 20,30, leika:
KR - Fram
Mótanefnd.
ÞAKKARAVÖRP
Hjartans þakkir til allra er heimsóttu mig á 88 ára
afmæli mínu þann 10. júlí síðastl.
Sigurlína Ragnhildur Bjarnadóttir.
Þökkum auösýnda vináttu og samúð viö andlát og útför konu
minnar og móður okkar
GuSrúnar Sigríðar Þorsteinsdóttur.
Karl Þórhallason
börn, tengdabörn og barnabörn.
Útför
Hjartar Nielssonar,
Snorrabraut 35,
sem andaðist 17. þ.m. fer fram frá Hallgrimskirkju, föstudaglnn 24.
þ.m. kl. 1,30. Þeir sem vilja minnast hans látl liknarstofnanlr njóta
þess.
Guðlaug Narfadóttir,
börn, stjúpsynir, tengda. og
barnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýnt hafa samúð við andlát og
jarðarför,
Gunnars Sigurgeirssonar,
píanókennara,
og helðrað hafa mlnningu hans á margvíslegan hátt.
Hanna Sigurgeirsson og fjölskylda,
systkini hins látna.
Enn meðvitundarlaus
Framhald af bls. 16
brunann kl. 15.45 í gærdag. Þegar
það kom á vettvang var öll efri
hæð húsins alelda, nema herbergi
það sem Sigurður lá á legubekk í.
Eldur var mikill í uppgangnum.
Réðust slökkviliðsmenn á eldinn
við uppgönguna og eins utanfrá
Tókst fljótlega að ná tökum á
eldinum í ganginum og komust
tveir slökkviliðsmenn með reyk
grímur þar upp og inn í herbergi
Sigurðar. Var hann strax borinn
út og fluttur líflítill á slysavarð-
stofuna. Þar voru gerðar á hon
um lífgunartilraunir og andar mað
urinn nú án aðstoðar tækja, en
hefur ekki komið til meðvitundar.
Það tók slökkviliðið um hálfa
klukkustund að ráða niðurlögum
eldsins.
Hallgrímskirkja
Framhald af bls. 16
sem utan um turninn er, verður
það notað til að slá upp vinnu-
pöMum ir,ni í kirkjuskipinu, til
að byrja að undirbúa hvelfingarn
ar yfir skipið. Á þessu sumri hef
ur verið lokið við sams konar
hvelfingar inni í turninum, yfir
söngloftinu. Þetta eru bogahvelf
ingar í gotneskum stíl.
Ef allt stenzt áætlanir og kostn
aður fer ekki fram úr öllu hófi,
gerum við ráð fyrir, að þessar
framkvæmdir í skipinu geti haf-
izt snemma á næsta ári. Hallgríms-
kirkja er dýrt fyrirtæki, en við
erum bjartsýnismenn og höfum
ástæðu til þess, því við höfum
fengið góðan stuðning. Kirkju-
klukkurnar, sem kosta alls um
4 milljónir höfum við til dæmis
fengið. gefnar, sagði Hermann að
endingu.
Skuttogarar
Framftald af bis. 3.
Vill útgerðarráð beina þeirri
áskorun til togaranefndar og ríkis
stjórnar að leitazt sé við að fá að
minnsta kosti 2 skip til viðbótar
tekin inn í væntanlegan smíða-
samning og lýsir sig reiðubúið til
kaupa á þeini, auk þeirra fjögurra
skipa er áður greinir.
Utgerðarráð sækir staðfestingar
borgarráðs á þessari ályktun og
væntir fyllsta stuðnings þess við
frajnkvæmd málsins.
Áður en tillaga Jóhanns var bor
in undir atkvæði, óskuðu Sveinn
Benediktsson, Einar Thoroddsen
og Pétur Sigurðsson, bókunar, að
þar sem þeir teldu að tillaga
Jóhanns J.E. Kúld tryggi ekki
eins vel eflingu togaraútgerðar frá
Reykjavík og tillaga þeirra, greiði
þeir atkvæði gegn tillögu hans.
Tillaga Jóhanns var síðan bor
in undir atkvæði og felld með
þrem atkvæðum gegn einu. Einn
sat hjá.
TiMaga Sveins Benediktssonar.
Einars Thoroddsen og Péturs Sig
urðssonar var síðan borin undir
atkvæði og samþykkt með fjórum
atkvæðum. Jóhann J. E. Kúld
sat hjá en gerði þessa grein fyrir
afstöðu sinni til málsins: Ég styð
tillögu meirihluta útgerðarráðs
um smíði tveggja nýrra skutttog
ara, en ihns vegar get ég ekki fall
izt á að öðrum sé veitt fyrir-
greiðsla Rvíkurborgar til kanpa á
nýjum togurum, sé það gert á
kostnað BÚR. eins og mér finnst
koma fram í tiMögu meirihlutans
Hins vegar mundi ég styðja, að
Jón Grétar Sigurðsson
héraSsrfómclöamaður
Austurstræti 6
Slmi 18783
Reykjavíkurborg beitti sér fyrir
aukinni togaraútgerð frá Reykja
vík komi það ekki í bága við hags
muni Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Hörður Helgason gerði þá grein
fyrir atkvæði sínu, að hann sam
þykkti tillögu þremenninganna, þar
sem hún sé í samræmi við um-
ræður og óformlegar tillögur, sem
ræddar hafa verið í útgerðarráði
að undanförnu.
Ferðalög
Framhald ai bls. 16
að vísu líka í fyrra, en ekki eins
fljótt. í sumar fer 5—600 manns
fleira frá okkur suður á bóginn
en í fyrra.
Guðni Þórðarson, forstjóri
Sunnu, sagði að aukningin í sum
ar hjá þeim væri mikil, bæði í
einstakUngs- og hópferðum. —
Fleiri og fleiri einstakMngar leita
til ferðaskrifstofa, til dæmis kaup
sýslumenn og fyrirtæki. Flestir
íslendingar sem fara í hópferðun
um, leggja leið sjna til Miðjarðar
hafstandanna og Kaupmannahafn
ar. Þrátt fyrir að við ferðumst
nokkuð mikið, sagði Guðni, —
eru íslendingar sú bjóð í Evrópu
sem ferðast minnst til annarra
landa. Þetta er eðlilegt, því við
getum hvorki stigið upp í bíl
eða járnbraut og ekið til næste
lands. Fólksflutningar til og frá
landinu eru að mestu í lofti, en
ísland er þó eina landið, sem
ekki hefur víðtækt leiguflug fyrir
skemmtiferðafólk og sú stefna hef
ur ríkt, hér í fargjöldum, að beir
sem að þessum málum sterfa, virð
ast heldur vilja flytja fáa farþega
og láta þá borga mikið, en marga,
sem borga minna. Hnattstaða ís-
lands ætti vissulega að kaMa á
önnur sjónarmið í því efni.
Þá gætu enn fleiri leyft sér
að skreppa utan í sumarleyfi.
Hafnarverkfallið
Framhald af bls. 1
báðir aðilar vilja helzt komast
hjá því. Ilingað til hefur þetta
verið rólegt verkfall með nán-
ast sumarleyfissvip.
Úti á landsbyggðinni eru
áhrif verkfallsins farin að segja
til sín. Iðnaðarfyrirtæki, sem
þurfa að flytja inn hráefni,
hafa gripið til skömmtunar á
því og verð á kjöti og ávöxt
um hefur hækkað. f héruðum,
sem byggja afkomu sína að
mikiu leyti á útflutningi, auk-
ast áhyggjur manna dag frá
degi. í Norður-írlandi hefur
verkfallið þegar kostað um
650 milljónir ísl. króna.
í síðustu fréttum segir, að
stjórn brezka verkamannasam-
bandsins hafi í dag, skorað á
verkamennina, að losa vörur,
, sem annars myndu eyðileggjast.
Kaupið, sem greitt yrði fyrir
það myndi renna til góðgerðar
starfsemi.
Ritstjóri
1' ramhald af bls. 16
gekk þar í skóla komst hann
í kynni vi'ð skátahreyfinguna
og varð fljótlega athafnasamur
innan hennar. Þá fékk hann
snemma áhuga fyrir riLsstörfum
og hóf ungur að rita stærri og
smærri sögur, er einkum fjö'fl-
uðu um útilíf drengja í skáta-
hreyfingunni og ævintýri sem
þeir lentu í. Þá hóf hann störf
við dagblað í Kaupmannahöfn
og reit margt viðkomandi skáta
hreyfingunni. Síðan hélt hann
til Eng.’ands, dvaldi þar um
hríð og nam enska tungu. Frá
Englandi hélt hann yfir hafið
til Bandaríkianna, og eftir að
hafa ferðazt víða um heim, rit
að margt og starfaö í skáta-
hreyfingunni varð hann, 1942,
ritstjóri Boy‘s Life sem hann
hefur síðan ritstýrt af árvekni.
Er blaðið nú orðið mjög út-
breitt — gefið út í 2V2 millj.
eintaka upplagi. Er eiginkona
Hillcourt — Grace Brown —
stoð hans og stytta í starfi hans,
enda sagði Hillicourt að gott
væri að eiga vélritunarstúlku
fyrir eiginkonu.
Eru þau hjónin nær því stöð
ugt á ferðalögum um heiminn,
heilsa upp á vinina sína mörgu
í skátahreyfiagunci og safna
efni í blaðið. Hix'court hefur
mjög mikinn áhuga á ljós-
myndun og tekur mikið af
þeim myndum sem birtast f
Boy‘s Life.
—Ég ætla mér að taka marg
ar og góðar myndir hér, sagði
hann, um leið og hann sýndi
okkur forláta myndavél, er
hann kvaðst taka á mest af
myndum sínum. Þá kváðust þau
hjónin hafa mikinn áhuga á
fjallgöngum. — Neil Arm-
strong var duglegur í fjallgöng
um þegar hann var f skáta-
hreyfingunni, sagði Hillcourt,
enda hefur hann fíka komizt
til tung'fsins.
Þau hjónin ætla, eftir viðdvöl
ina hér, að fara til Skotlands og
Englands og síðan ef til vill
víðar um Evrópu. — Það er
alTtaf jafn gaman að hitta alla
vinina okkar, hvar sem er í
heiminum, sögðu þau að lokum.
Á VÍÐAVANGI
Framhald af dís. 3.
gróðursins, er landið að gróa
upp.
Einna samfelldust og mest
er ofnýtingin á Suður- og Suð-
vesturlandi. Hvergi á landinu
er gróðurey'ðing örari en á af-
réttum þessa svæðis, og gróður
lendi margra þeirra eru orð-
in mjög takmörkuð. Hins veg-
ar hefur enginn landshluti
betri möguleika og meiri á-
stæðu til mjólkurframleiðslu
vegna markaðsaðstöðu.
Þrátt fyrir þetta er nær
þriðjungur af allri sauðfjár-.
eign Iandsmanna á þessu
svæði.
Þau Iandsvæði, sem ekki eru
fullnýtt og þola mun meiri
beit, eru einkum á Norðaustur-
og Austurlandi og eru að flat-
armáli tæpur fjórðungur af
landinu öllu. Engum blandast
hugur um, að þessi landshiuti
sé bezt fallinn til sauðfjárrækt
ar. Engu að síður er þar að-
eins um % af sauðfjárcign-
innl.
Þetta misræmi milli fram-
leiðsln og landkosta þarf að
lagfæra." — TK
IMiðstéttirnar
Framhald af bls. 9
naumast afstýrt með ððni «a
sjálfsaga og aðlhaldi.
Þeir st jórnmál aforiqgj ar,
sem langar til að notfæra sér
óánægjuna, þurfa elkki einir á
sjálfsaga og varfærni að halda.
Það á ekki síður við um
blökkumenina, sem krefjast
umsvifa- og tafarlaust aðgangs
að því, sem aðrir hafa orðið
að berjast og erfiða fyrir ár-
um saman
Einkum og sér í lagi á þetta
við um þá, sem vilja storka
þjóðinni með „afburða" lífs-
kjörum, þvert gegn hefðbundn
um hugmyndum um siðgæði
og þjóðhollustu. Þeir valda
mestri ólgu meðal miðstétt-
anna i Bandaríkjunum og eiga
meira á hættu en allir aðrir,
ef vakin er úlfúðaralda meðal
almcnnings.