Tíminn - 23.07.1970, Page 8
8
TIMINN
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1970
Dans Gjúsel Apanaevu er óvenjulega fíngerSur og
vingjarnlegir gagnrýnendur segja aS hún hafi heillaS
þúsundir hjartna um aldur og ævi — svona var skrif-
aS í blöS í Ástralíu, þegar þessi unga stúlka kom fram
meS sovézka listdansflokknum „Ungur ballett" undir
stjórn Igors Moisévs í Ástralíu í fyrrasumar.
Dansar i-jóo tiífinninganna vlð tónlist eftir Mendelsohn.
„Gjúsel er dóttir verkam. í
Moskvu og frá því að hún lauk
námi í listdansskó'a Moskvu
hefur hún dansað í fjögur ár,
fyrst í þjóðdansahópi Sovétríkj
anna undir stjórn Igor Moisévs
og síðan í hinum nýja dans-
flokki „Ungur balett“ og hef-
ur hún sýnt að hún þýr yfir
óvenjulegum skapandi hæfileik
um.
Hún er mjög smávaxin, hlé-
dræg og lítur út fyrir að vera
miklu yngri en hún er (þó
Gjúsel sé reyadar orðin tuttugu
og eins árs) — en í dansinum
gjörbreytist hún, gefst ,'ist sinni
fullkomlega á vald, og geislar
út frá sér heillandi látleysi og
einlægri trú á veru.'eika þess
sem er að gerast.
þessi ungi iistdansari æfir
sig mjki'ð, fullkomnar stöðugt
hverja.hreyfingu og hvert smá
atriði i dans; sínum. Hún til-
einkaði sér þessa mikilvægu
reglu listdansara að æfa sig af
mikilli alvöru á hverjum degi í
listdanshópi Moisévs og hefur
gert hana að mælikvarða á líf
sitt. Og þess vegna hefur hún
náð miklum árangri, þótt hún
hafi ekki verið lengi á sviði.
Þegar hún var rétt að byrja að
dansa kom hún fram í miklu
hlutverki í kvikmyndinni Eilíf
hreyfing, sem gerð var um skap
andi starf í dansflokki Moisévs,
og tók þátt í sýningarferðum
flokksins til Ungverjaíands,
Júgóslavíu, Vestur-Þýzkalands
og þýska alþýðulýðveldisiins.
Frá 1967 hefur Gjúsel verið
einn helzti sólódansarinn í nýj-
um dansfi'okki klassísks list-
dans, Ungum ballett, sem Igor
Moisév setti einnig á stofn.
í dansflokknum Ungur ball-
ett dansa nemendur frá list-
dansskólum í rússneska lýðveld
inu, Miðasíu, Kákasus og Eystra
salts'öndum- í hópi hinna fjöru
tíu dansara í dansflokknum
nýja eru fullti'úar ýmissa þjóða:
Aj-Gul Gæsína frá Basjkiríu,
Gjúsel Apanaeva Tatari, Maks
Tatvosjan frá Armeníu, Tit
Hkjarm, Eistlendingur, Aleks-
ander Godúnov Rússi o. fl.
Dansararnir í Ungur baflett
eru enn mög ungir. Allir eru
þeir á aldrinum 18 til 25 ára,
og eru flestir nýkomnir á svið.
Einkenni á þessum nýja dans
flokki er leit að nýjum form-
um, nýjum viðfangsefnum og
nýjum möguleikum í konsert-
smámyndum hins klassíska list
dans.
A tveim árum hafa hinir ungu
fistamenn sýnt tugi af nýjum
smámyndum og Vaxaödi h'æfm
sólódansáranna er augljós, en
leiðbeinendur þeirra eru hinir
þekktu sovézku kóreografar
Irina Tihkomimova (hún er
líka forstjóri dansflokksins) og
Sulamif Messerer.
Gjúsel er líka vaxandi lista-
maður. Hún dansar skemmtileg
h.’utverk af mikilli snilld.
Hún daasar aðaihlutverkið í
svítunni „Skáldskapur tilfinn-
inganna", sem Igor Moisév
hefur sett á svið vi@ tónlist eft-
ir F. Mendelsohn. etta er eitt
af uppáhaldshlutverkum henn-
ar. Fyrir augum áhorfenda ger-
ist undrið mikla: þegar fyrstu
gagnkvæmar tilfinningar vakna
og gjörbreyta söguhetjum, sem
eru rétt aðeins komnar af barns
a'dri. í dansi Gjúsel breytist
hin barnslega kæti smám saman
í kvenlegan þokka, hreyfiagarn-
ar verða hægari, af líkama og
sál dregst hún að unnustanum.
Hún fer létt og listilega með
þetta tilfinningaríka hlutverk.
Gjúsel stendur sig einnig ve.'
í hinum gamansama sveitalífs-
þætti: „Kindin og úlfurinn"
(I. Moisév hefur samið balett-
inn við tónlist eftir Katsaturíj-
an) og fjöldamörgum öðrum.
Hinn lífsglaði dans Gjúsel
innb.'ásinn af æskufjöri er á-
horfendum alltaf að skapi. Það
'er aljtáf tekið eftir þessari smá-
vöxnu, glæsilegu dansmey á
sýningum dansflokksins Ungur
ballett.
APN
Húsmæðraskólanum
á Laugalandi slitið
Forstöðukonan lætur af störfum
eftir 33 ára starf við skólann
Kattisopi h|a vlnKonunni.
Húsmæðraskólanum á Lauga-
landi var slitið laugardaginn 14.
júní að viðstaddri skólanefnd og
gestum. Sóknarpresturinn, séra
Bjartmar Kristjánsson, flutti guðs
þjónustu en forstöðukonan, frk.
I.ena Hallgrímsdóttir, ávarpaði
uámsmeyjar og afhenti þeim próf-
skírteini. Ilún gat þess að 38
nemendur hefðu hafið nám í skól
anum s-1. haust, en 7 af þeim horf
ið frá námi og tveir nýir nemend-
ur komið í þeirra stað. 33 nemend
ur hefðu bvi lokið prófi að þessu
sinni. Heilsufar i skólanum var
gott í vetur. Þann 9. maí heiðruðu
10, 20 og 30 ára nemendur skól-
ann með heimsókn og færðu hon-
um fagrar og góðar gjafir. —
Ilæstu einkunair hlutu Valgerð-
U’ Schiöth, Hólshúsum, Eyjafirði,
9.19 og Anna Guðmundsdóttir. Ak-
ureyri, 9-16.
Forstöðukona gat þess, að hún
léti nú af störfum eftir 33 ára
starf við skclann.
Húo þakkaði það traust, sem
sér hefði verið sýnt með því að
fela sér forstöðu skólans, þar sem
hún hefði feng’ð tækifæri til að
kynnast mörgu góðu fólki, því að
þar hefðu starfað góðir kennarar
og margir ágætir nemendur. Hún
þakkaði skói'anefnd og kennurum
gott samstarf og gaf frú Aðal-
steinu Magnúsdóttur, skólanefndar-
formanni orðið'.
Frú Aðalsteina þakkaði frú Lenu
fyrir vel unnin störf í þágu skólans
og sagði að nú þegar hefði komið
í ljós góður árangur af starfi
hans.
Næstur tók til máls skólanefnd
armaður Ófeigur Eiríksson, sýslu
maður. Skýrði hann frá því að
skói'anefndin hefði ákveðið að
stofna sjóð er bæri nafn frk. Lenu
Hallgrímsdóttur, og yrði honum
varið til að prýða umhverfi skól-
ans-
Forstöðukoaan þakkaði hlý orð
í sinn garð, árnaði námsmeyjum
heilla og óskaði þeim til hamingju
með þann áfanga, sem þær hefðu
náð og að þær bæru gæfu til að
verða dugandi húsmæður, landi og
þjóð tii' sóma. Að síðustu bað hún
skólanum Guðs blessunar og sagði
33. skólaári sbtið. —
(Fréttatilkynniag frá Hús-
mæðraskólanum á Laugaaindi,
Eyjafirði).
I DANSINUM BREYTIST
BARNSLEG KÆTI í
KVENLEGAN YNDISÞOKKA