Tíminn - 23.07.1970, Side 10

Tíminn - 23.07.1970, Side 10
10 TIMINN FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1970 ___________________! FULLTTUNGL Eftir P G Wodehouse 46 ófriðlega og ómanneskjulega, svo væru aðrir sem ávallt kæmu vel fram og það fólk sagðist Prud- ence vera reiðubúin að nafngreina ef þess væri óskað. Frú Hermione sagði: — Nú er nóg komiö, Prudence. — Því mótmælti Freddie og sagði: — Alls ekki, Hermione frænka, bað er langt frá bví, nú höldum við almennilegan fund um málið og fáum allt á hreint, í fyrsta lagi hvað hefur þú á móti góða gamla Blister? Það er sú spurning sem ég ætla að spyrja þig fyrst. — Og fyrsta spurningin sem ég ætla að spyrja þig er, hvort þú sért meðsekur Galahad um þenn- an viðurstyggilega hrekk? — sagði frú Hermione. — E, ha? — sagði Freddie. — Þú veizt vel hvað ég meina, ég meina áð koma með þennan unga mann hingað undir fölsku nafni. _ — Ó, það, — sagði Freddie, — það skal ég segja þér, ég hjálp- aði ekki raunverulega til við her- bragðið, sem þú nefndir, annars hefði ég aldrei sagt það sem ég sagði, þegar ég kom hingað inn og sá Blister, en ef þú ert að spyrja mig um hvort ég sé með Blister af lífi og sál, þá er svarið já, ég tel að sameining hans og þessarar litlu agnar hérna, sé í — Afrgn>),..dren.gur, — * 1 2 sbgði litlg Ögjnjn, stórlírifin. — Buíl og vitleysa, — sagði frú Hermione, sem fannst ekki eins mikið til um röksemdir Freddies og frænku hennar þótti, — Mað- urinn er eins og górilluapi. — Bill er ekki eins og górillu- api, — hrópaði Prudence. — Jú, það er hann, — sagði Freddie, sem var réttsýnn, þótt hann væri vilhallur, — hvað ytra útlit áhrærir, þá gæti góði gamli Bill gengið inn í hvaða dýragarð sem er og þeir myndu strax breiða rauðan renning fyrir fætur hans, en mér finnst sú staðreynd ekki hafa minnstu þýðingu fyrir úrslit málsins, mér vitandi stendur ekk- ert í leikregium um að maður megi ekki líkjast górilluapa og geti ekki þrátt fyrir það orðið góð- ur eiginmaður og faðir, þú afsakar mig Prue þótt ég minnist á þetta, og kíki aðeins í bindi númer tvö. — Allt í lagi, haltu bara áfram, þú stendur þig prýðilega, — sagði Prudence. — Hermione frænka, það sem hefur villt um fyrir þér er, að þú hefur látið útlitið hafa of mikil áhrif á þig, þú lítur á Blister og segir við sjálfa þig: — „Hjálpi mér, ekki langaði mig til að mæta þessum fugli á fáförnum stíg i myrkrí, en þér sést alveg yfir þá staðreynd, að undir þessu skuggalega útliti- slær eiti hið stærsta hjarta sem þú getur átt von á að reka þig á, á hei'um mánuði, sem telur tóma sunnu- daga. Það er nú svo að andlitið hefur minnst að segja, pað eru hejðarlegir mannkostir sem 'allt á veltur, og á því sviði er Blister sérfræðingur. — Freddie! — Já, halló? — Viltu þegja. — Nei, Hermione frænka. — sagði hinn ágæti ungi hundakex- seljandi, hvergi smeykur. — Eg vil ekki þegja, það er kominn tími til að tala út, eins og ég hef áður sagt þér, þá er Blsiter einn sá allra bezti maður, sem fyrirfinnst, og ég held að ég hafi líka minnzt á að hann á krá, sem aðeins vant- ar smáfet til að verða að gull- námu. Það fór titringur um frú Her- mione, hún hafði aldrei verið hrifin af opinberum veitingastöð- um, hþn sagði: — Sú staðreynd, að þessi ungi maður kunni að hafa bjarta fram tíð sem bjórskeinkjari, finnst mér ekki geta ráðið úrslitum um það, að hann kvænist systurdóttur minni, enda vil ég ekki heyra eitt orð í viðbót um hr. Lister. Þessi ósk frúarinnar átti samt ekki eftir að rætast, það heyrðist fótatak fyrir utan franska glugg- ann, og Gally trítlaði inn, hann leit út fyrir að vera mjög ánægð- ur með sjálfan sig, að vísu vissi hann ekki hvað Evrópumetið var í tvö hundruð metra hlaupi út í svínastíu, plús það að múta svína- hirði til að þegja og hlaupa svo sömu tvö hundruð metrana til baka. en hann gerði frekar ráð fyrir að hann hefði stytt það met um nokkrar sekúndur, enda fannst honum ósennilegra að nokkuð hefði getað gengið úr- skeiðis um mál skjólstæðings hans í hinni stuttu fjarveru hans, því var það að fyrstu efasemdirnar gerðu ekki vart við sig fyrr en hann litaðist um í stofunni og sá að Bill var farinn. — Halló, — sagði Gally, — hvar er Lndseer? Frú Hermione leit út alveg eins og eldabuska, sem ætlar að fara að seg.ja upp vistinni að kvöldi til, einmitt þegar komið er fast að stóru kvöldverðarboði. hún sagði: — Ef þú meinar þennan kráar- vin þinn, hr. Lister, þá er hann farinn. — Prudenee stundi þug- an og sagði: — Hermione frænka rak hann út, Gally frændi. :— Hvað þá? — sagði Gally. — Hún komst að hver hann er. Gally starði á systur sína, hann varð bókstaflega lamaður út af þessari skarpskyggni hennar. sem honum fannst meira en mannleg, hann spurði, og það var lotning- arhreimur í röddinni: — Hvernig 1 fjáranum fórstu að þessu? — Freddie var svo vinsamleg- ur að segjá mér sannleikann. Gally sneri sér að bróðursyni sínum og það var eins og eld- tungur skytust út úr einglyrninu hans, um leið og hann sagði: — Tuskuhaus, fávitinn þinn. Og nú lagði Freddie tvær spurn ingar fyrir fólkið, að vísu hafa þessar spurningar fram gengið af munni Freddies áður j þessari frásögn, hann fylgdi þessum spurningum úr hlaði með sömu röksemdafærslu og áður. honum sagðist vel og talaði af fljúgandi mælsku, það gerði Gally frændi hans líka, þeir töluðu báðir sam- tímis, svo útkoman varð ruglings- legur hávaði, og ekki bætti það úr, að Prudence talaði líka með sinni háu sópranrödd, hún lýsti yfir því, að hún ætlaði sér að giftast mann inum sem hún elskaði, hvað sem hver segði og hversu oft sem þessi ættingi hennar með tinnu- steinshjartað léti sér sæma að kasta þessum vesalings engli á dyr. Aðstaða frú Hermione var bví orðin eins og formanns á æs- ingafundi með hluthöfum, frúin reyndi að koma á þögn með því að b’erja í borðið, með ' teskeið, bá kom Veronika inn um glugg- ann og þá þögnuðu allir, en það eerðu allir, alltaf þegar Veronika birtist, fólk vissi sem var, að hún mundi vilja fá skýringu á hváð gengi á og utn hvað fólk væri að deila, og þegar allir voru búnir að útskýra allt, þá brást það aldrei að Veronika bað fólk um að byrja aftur á byrjuninni og útskýra allt aftur, og slíkir hlutir eru þreyt- andi, þegar fólk er yfirspennt á taugum. Því var það, að Gally hætti að kalla Freddie öllurn ill- um nöfnum, og Freddie hætti að baða út handleggjunum og höfða til einfaldrar réttlætiskenndar frænda síns, Prudence hætti að endurtaka í sífellu að það yrði sjón að sjá mannskapinn, þegar það finndi hana drukknaða i 'tjörninni einhvern morguninn, þegar það risi úr rekkju og frú Hermione hætti að berja j borð- ið með teskeiðinni, þáð var eins og eldingu hefði slegið niður í ketilverksmiðju. Veronika ljómaði öll, hún var enn fallegri en á öllum myndum, sem höfðu birzt af henni í blöð- unum, jafnvel þeirri sem hún átti að sýna anda leikvanganna í Eton, það var eins og augu hennar og framtennur hefðu stækkað og vangar hennar voru eins og kyndl ar, sem enginn maður hafði fyrr augum litið, hvorki á jörðu né sjó, hún var með armband á úln- liðnum, sem var það bezta, sem hægt var að fá í Shrewsbury, með stuttum fyrirvara, og hún var með fleiri skartgiúpi, 'en samt gerði hún lýðum ljóst, að löngun henn- ar í skartgripi væri enganveginn fullnægt, hún sagði: — Ó, Freddie, er Clarence frændi kominn heim? — Freddie strauk hendinni yfir ennið, hann gerði þetta þreytulega, honum hafði fundizt að hann vaeri að sigra í umræðunum sem Veronika stöðvaði með komu sinnj og því var hún honum enginn aufúsugest- ur, hann sagði: — Já, pabbi er einhvers staðar á landareigninni, ætli þú finnir hann ekki í svjnastíunni. — Ertu með gjöfina? — spurði Veronika. — Ó, gjöfina? Gjöfina? Já, ég | er hérna með hana, gerðu svo vel, í og beztu óskir. er fimmtudagur 23. júlí — Appolinaris Tungl í hásuðri kl. 5.25. Árdegisháflæði í Rvík kl. 10.30. HEELSUGÆZLA Slökkviliðii .iíikrahif-olðir Sjúkrabifrelð I Bafnarflrði sima 51330 fyr.. r vkjai’fk ig Kópavog stm) 11100 Slysavarðstofan l Borgarepltalanuui er opln iftlan sólarhringlim. Að eins móttaka siasaðra Stml 81212. Kópavogs-Apótek og KeflavHtnr Apótek erc opln vtrk» daga kl 9—19 laugardaga kl 9—14 helg* ðaga kl. 13—15- Almennar upplýsingar um tækn* þjónustu I horgimu eru eetnar símsvara læknafélags Reykjavlk ur, sími 18888. Fr garhe "ð i Kópavogt Hlíðarvegi 40, slml 42844. Eópavogs-apótek og Keflavlkur apótek eru optn virka daga tl. v —19 laugardag* kl 9—14, neigl dága kL 13—W. Apótck Hafnarfjarðar er opið alia vtrka daga frá kL 9—7 á laugai dögum ki 9—2 og * sunnudögum og öðrum helgidögum er >pið i,á kl 2—4 Tannlæknavaki er ’ Hei.suvernd arstöðinnl (þar »em slysavarð stofan var) og er opin laugardag- og sunnudaga kd 5—6 e. þ Simi 22411 Kvöld- og helgarvörzlu Apðteka í Reykjavík, vikuna 18.—24. júlí Vesturbæjar-Apótek — Háaleitis- Apótek. Næturvörzlu í Kef.'avík 23. 7. annast Kjartan Ólafsson. FT.UrÁÆTLANTR Flugfélag íslands h.f.: MUliIandaflug. Gullfaxi fór til London kl. 08:00 í morgun frá Revkjavík. Vélin er væntanleg þaðan aftur til Kefla- vikur k.'. 14:15 : dag. Vélin fer til Oslo og Kaupmannahafnar kl. 15:15 í dag og er væntanleg þaðan aftur til Keflavíkur kl. 23:05 í kvöld. Gullfaxi fer til G,'asgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 i fyrramál- ið. Tnnantandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (3 ferðir) ti,' Vestmanna- eyja (2 ferðir) til Fagurhólsmýr- ar, Hornafjarðar. tsafjarðar, Egils staða, Þórshafnar og Raufarhafn- ar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir) til Vest- mannaeyja (2 ferðir) til Patreks- fjaðar, ísafiarðar. Sauðárkróks, Egilsstaða og Húsavíkur ÁRNAÐ HEILLA Júlíus Jónsson, bóndi í Ilítar- nesi i Kofbeinsstaðahreppi, verður 85 ára i dag, fimmtudaginn 23. 7. STGT Í\TQ,AR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfeú fór 20. þ.m. frá Rotter- dam til Rvíkur, væntanlegt til Rvíkur 26. þ.m. Jökulfel! fór 20. þ.m. frá Rvík til New Bedford. Dísarfell fer væntanlega á morg- un frá Antwerpen ti.’ Bremen, Liibeck og Svendborgar. Litlafell er í Rvík. Helgafell fór væntan- lega í gær frá Pargas til Ventspils og Svendborgar. StapafeL' vær.tan- legt til Rvíkur í dag. Mælifell væntanlegt til La Spezia 30. þ. m. Bestik væntaolegt til Rvíkur á morgun. SÖFN OG SÝNINGAR íslenzka dýrasafnið verður opið daglegí 1 Breiðfirð- mgabúð Skólavörðustig 6B kl 10—22. Isl dýrasafnið Ásgrimssafn, Bergstaðastrætj 74 er opíð alla daga nema laugard. frá kl 1.30—4. FÉLAGSLÍF Ferðafélagsferðir um helgina Á föstudagskvöld 24. 7. 1. Kjölur — Ker.’ingafjöll 2. Landmaonalaugar — Eldgjá — Veiðivötn Á laugardag 25. 7. Þórsmörk. Ferðafélag íslands. Öldugötu 3, Símar 11798 og 19533. Orlof hafnfirzkra húsmæðra verður að Laugum í Dalasýslu 31 júli — 10 ágúst Tekið verður á móti umsóknum a skrifstofu verkak''ennafélagsins Framtíðin. Alþýðuhúsinu ,mánu- daginn 13. júli kl. 8,30 — 10 e. h. ORÐSENDING Skálholtshátíðin verður haldin n.k. sunnudag kl. 2. Hátíðaguðsþjónusta. Framhalds- stofnf-undur Skálholtsskólafélags- ins verður haldirm að aflokinni samkomu í kir-kjunni. Dagskrá nánar síðar. Mlnningarspjöld Kvenfélagsins Hvítabandið fást hjá: Arndísi Þorvaldsdóttur, Vestuirgötu 10 !umb Happdr. Háskólans) Helgu Þorgilsdótfcur, Víðim-el 37, Jóru-nni Guðnadóttur, Nökkvavogi 27, Þuríði Þorvaldsdóttur, Öldu- gotu 55, Skartgripaverzl-un Jóns Sigmundssonar. Laugavegi 8. Minningarspjöld Kapcllusjóðs séra Jóns Steingrímssonar fást á eftirtöldum stöðum: Skart- gripaverzlun Email, Hafnarstræti 7, Þórskjör, Langholtsvegi 128, Hraðhreinsun Vesturbæjar. BQíð- arvegi 29. Kópavogi. Þórði Stefáns- syni, Vík í Mýrdal. Séra Sigurjóni Einarssyni, Kirkjubæjarklaustri og i Minningabúðinni Laugavegi 56. Frá Ferðahappdrætti Pólyfón- kórsins. Dregið var 15. júlí. Vinningar féllu þannig: Nr. 7489, Spánarferð. 5162, flugferð til Kaupm.h, 2611, flugfar til London. Lárétt: I Bálið. 5 Kona. 7 Landsig. 9 Tal. II Þófi. 12 Suðaustur. 13 Ekk. 15 Bjó. 16 Strákur. 18 Fána- Krossgáta Nr. 586 Lóðrétt: 1 Úthald. 2 Fálát. 3 Greinir. 4 Tók. 6 Dálítið- 8 Fæði. 10 Kona. 14 Verk- færi. 15 Slefa. 17 Tónn. Ráðning á gátu nr. 585: Lárétt: 1 Danska. 5 Ása. 7 Arð. 9 Læk. 11 Ná. 12 Ra. 13 Grá 15 Ótt 16 Rás 18 Virkin Lóðrétt: 1 Drangs. 2 Náð- 3 SS. 4 Kal. 6 Skatan. 8 Rár. 10 Ært. 14 Ári. 15 Ósk. 17 Ár.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.