Tíminn - 23.07.1970, Side 9
FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1970
TIMINN
9
(Itgefandi: FRAMSÓKNARFLOKK URINN
Kramkvæmdastjóri: Kristján Benediiktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórariinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar-
skrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300—18306 Skritstofur
Bankastræti 7 — Afgreiðslusúni 12323. Auglýsingasími 19523
Aðrar skrif9tofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði.
innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf
Ekki er ráð nema
í tíma sé tekið
Þeir íslendingar, sem ferðazt hafa um stórborgir
Evrópu og Norður-Ameríku og kynna sér þau vandamál,
sem þar er helzt við að stríða, hljóta á ýmsan hátt að
hrósa happi og anda léttar, þegar heim til íslands kem-
ur, því góðu heilli eru stærstu vandamál stórborganna,
mengun lofts og vatns, enn ekki alvarleg hérlendis. Þessi
vandamál stórborganna verða svo risavaxin á næstu ár-
um, að sýnilegt er að gífurlegum fjárfúlgum verður að
verja til þess á næstu árum og áratugum, ef halda á
þeim byggilegum fólki — en það mun hafa það í för með
sér, að lífskjarabætur fólksins í þessum borgum munu
verða hægari en ella, eða sem svarar þeim miklu fjár-
munum, sem verja verður til varna gegn menguninni.
í þessum efnum er ekki ráð nema í tíma sé tekið, og
blessunarlega hafa víti annarra þjóða nú opnað augu
ráðamanna og almennings á íslandi fyrir þessum hætt-
um, og mun nú ríkja almennur skilningur á nauðsyn
þess að byrgja brunninn í tíma og fara að öllu með gát
við uppbyggingu þeirra iðnaðarvera, sem hér hljóta að
rísa á næstu. árum og áratugum.
Mengun þarf að fyrirbyggja frá upphafi, því að hún er
í mörgum tilfellum óafturkallanleg, eða afleiðingar henn-
ar. Þá verðum við einnig að hafa í huga, að hættan á
mengun ferskvatns og sjávar getur verið meiri hér á
landi en í heitari löndum, vegna þess hve rotnun er hér
hægfara. Er þá miðað við venjuleg úrgangsefni. Það eru
hins vegar gerviefnin, sem hættulegust eru en þau koma
nú víða við sögu og stundum er erfitt að vita, hvort um
er að ræða gerviefni eða ekki. Þannig er t. d. með þvotta-
efnin, sem nú eru mest notuð. Þau munu upphaflega
hafa verið úr náttúrulegum efnum, eins og sápu óg sóda,
en æ meira færist nú í vöxt, að bæta í þau tilbúnum
efnum. Þvottaefnin eru sérstaklega varasöm vegna þess
að þau koma alls staðar við sögu og fylgja manninum
alls staðar eftir.
Á höfunum er það olían, sem mestum skaða veldur.
Hin risastóru olíuskip, sem smíðuð hafa verið á seinni
árum, eru nú einhver mesta hætta, sem vofir yfir höf-
unum. Svo að segja daglega berast fréttir um alvarlega
olíumengun í sjó eða vötnum og olíumengun hefur oftar
en einu sinni sótt okkur heim. Hinir fjölmörgu og stóru
olíutankar, sem nú standa við annað hvert hús í land-
inu hafa einnig í sér fólgna hættu, ef úr þeim rennur,
einkum ef húsin standa við vötn eða vatnsföll. Sýnist
ýmsum, að þegar sé kominn tími til að taka þessi olíumál
hérlendis til alvarlegrar íhugunar.
Gerum strangar kröfur
tlE stóriðjufyrirtækja
Stóriðjunni fylgir svo mengun loftsins. Þarf að lög-
skvlda það þegar í stað, að allir þeir aðilar sem reisa
hér verksmiðjnr verði að fyrirbyggja loftmengun, ef
læknilega mögulegt er í mörgum tilfellum er þó ómögu-
legt að fyrirbyggja loftmengun frá stóriðju og þá þarf
að gæta þess að staðsetja verksmiðjur þar sem vinda-
samt er og minnst hætta á stöðnuðu lofti og sem fjærst
hinum ræktuðu og þéttbýlu svæðum.
nreint loft og hreint vatn eru líklega þegar allt kem-
ur til alls, einhver mestu auðæfi landsins okkar. sem
enn eru óspillt að mestu. Þau má fyrir alla muni ekki
skemma. — TK
JOSEPK
Miöstéttirnar í Bandarikjununt
valda mestum stjórnmálaltáska
Hvítir erfiðisvinnumenn búa við kröpp kjör þegar á ævina líður. Þeim
þykir nóg um aðstoð við blökkumenn og hækkandi tekjur mennta-
manna. — Þeir, sem kunna að nýta sér þessar tilfinningar sér til fram-
dráttar í stjórnmálum (Agnew, Reagan, Wallace), standa uggvænlega
ve! að vígi, enda er þarna um að ræða nálega tvo fimmtu kjósenda
ÞEIR, sem efast um óstöðug-
leika bandarískra stjórnmála,
ættu að kynna sér skýrslu,
sem lögð var fyrir Nixon for-
seta nú fyrir skömmu, en hún
fjallar um erfiðisvinnumenn
og lífskjör þeirra. Skýrslan
sýnir svart á hvítu, að drjúgur
hluti kjósenda býr við það
böl að tilheyra þjóðfélagsstétt,
sem hætt er að sækja upp og
fratn.
VERKAMÁLARÁÐUNEYT-
IÐ annaðist athugunina á kjör
um erfiðisvinnumanna sam-
kvæmt fyrirmælum starfs-
manna Hvíta hússins. Athugun-
in beinist einkum að þeim erf-
iðismönnum, sem hafa milli
fimm o-g tíu þúsund dollara f
árstekjur fyrir sig og fjöi-
skyldu sína. Þarna er um að
ræða hvorki meira né minna
en um 70 milljónir manna, eða
um tvo fimmtu hluta allra kjós
enda í landinu.
' Mélztu níðurstoðurskýrsl-
unnar eru þær, að erfiðisvmnu
menn séu staddir í blindgötu,
félagslega og fjárhagslega
séð. Laun, sem eru girnileg f
byrjun og hækka allört með
aukinni kunnáttu og hæfni,
hætta að taka breytingum þeg-
ar miðjum aldri er náð. Til-
tölulega auðvelt er að full-
nægja neyzluþörfum framan af
ævi, en þær aukast mjög ört
þegar að miðri ævi líður með
eðlilegum kröfum fjölskyldunn
ar um húsnæði, farkost og
menntun. Niðurstaðan verður
því oft og einatt sú, að erfiðis-
vinnumaðurinn er miklum mun
verr staddur þegar hann hættir
störfum en hann var í upphafi.
BIRT er sem dæmi í skýrsl-
unni skrá um tekjur og eðlileg
útgjöld venjulegs verkamanns
við stáliðju. Samkvæmt
þeirri samantekt getur venju-
legur stáliðjuverkamaður
vænzt þess, að hann hafi tekj-
ur no'kkuð umfram eyðsluþarf
ir tuttugu og tveggja ára, sé
hann einhleypur, tuttugu og
þriggja ára, þótt kvæntur sé,
svo og tuttugu og átta ára, ef
hann á aðeins eitt barn undir
sex ára aldri.
Þegar að þvi kemar. að
verkamaðurinn er orðinn 38
ára, veitist honum allerfitt að
halda í horfinu eigi hann tvö
börn, á aldrinum sex til fimm-
tán ára. Þegar hann er kominn
yfir fertugt verður hann að
eyða árlega fjórðungi meira en
hann hefur í laun, svo fremi
að hann eigi tvö börn á aldrin-
um milli 9 og 18 ára og svari
þörfum heimilisins sómasam-
iega, Hann getur því aðeins
annað þessu að hann eigi spari-
fé til að eyða, gegni aukastarfi
eða kona hans vinai úti.
EKKI þarf að draga í efa að
t3:'í?:::^:::í:?:'ÍÍ^KÍÍÍí:íí:
George Wallace
þessi aðstaðr hafi mjög skað-
leg sálræn áhrif á þá, sem við
hana verða að búa. Sú skoðun
er því mjög almenn meðal
Bandaríkjamanna, að þeir hafi
unnið hörðum höndum til
einskis, eða að þeir hafi verið
táldregnir og sviknir. Nokk-
urrar andúðar gætir í garð
þeirra, sem hljóta opinberan
stuðning einkum þr þegar um
er að ræða fátæka blökku-
menn. Þó er jafnvel auðveld-
ara að snúas* til úlfúðar í garð
þeirra, sem tekst að hækka
tekjur sinar jafnt og þétt
vegna þeirrar gæfu að hafa
notið verulegrar menntunar.
Stjórnmálaafleiðingar þessa
ástands liggja ekki síður í aug-
um uppi. Meginböndin, sem
tengdu vinnandi stéttir í Banda
ríkjunum Demokrataflokknum
meðan stefna hinna „nýju tæki
færa“ var og hét, hafa raknað
smátt og smátt. Þetta fólk, —
sem ég Vil nefna miðstéttir
Bandaríkjanna, — er nú á hött
unum eftir betra hlutskipti, og
þar eru engir smámunir í húfi.
Sá, sem hlýtur fylgi miðstétta
Bandaríkjanna, hlýtur að geta
ráðið lögum og lofum í stjórn-
máluro ríkisins.
ÞVÍ miður er málum svo
háttað, að ekki verðui komið
auga á neina auðfarna leið di
að hljóta stuðning þess fólks
Demokrataflokkurinn aðhyllist
enn þá leið, að sjá um fulla
atvinna og blómgun efnahags-
lífsins. En þetta hefur ekki
nægilegt aðdráttarafl nema
Ronald Reagan
þegar þjóðin er haldin sér-
stökum efnahagsáhuga. Hitt er
einnig ljóst, að frjálslyndir
demokratar hrinda hinum
lægri miðstéttum frá sér með-
an þeir beita sér fyrir stuðn-
ingi við blökkumenn og eru
hlynntir skoðunum stúdenta í
Vietnammálinu og í eiturlyfja-
og glæpamálum.
Fyrirhuguð aðferð frjáls-
lyndra republikana til að laða
hinar lægri miðstéttir að sér
er útskýrð í fyrrnefndri
skýrslu. í skýrslunni er mælt
með þvi við forsetann. að hann
beiti sér fyrir skattaívilnunum
erfiðismönnum til handa. tæki-
færum til menntunar meðfram
vinnu, ókeypis gæzlu smábarna
og styrk til menntunar hinna
stálpaðri barna og ungmenna.
ÞETTA eru þó hvorki girni-
legir né bragðmiklir réttir. Þeir
jafnast hvergi nærri á við það,
sem á borð er borið af þeim,
sem kunna að ala á andúðinni
á blökkumönnum og mennt-
aða „forréttindafólkinu"
Agnew-arnir. Reasan-arnir og
Wallace-arnir eru meistarar f
þeirri iðju og stand? því miklu
betur að vígj í bandarísku
stjórnmálabaráttunni eins og
högum er háttað nú
Af þessu leiðir. að horfur
eru á alvarlegum erfiðleikum
í bandarískún- st.jórnmáium þá
og þegar. en ekki aðeins smá-
vægilegum kvörtunum og
ókyrrð Eins og sakir standa
verður þessum erfiðleikum
Framtutci a bis 14.
iw’