Tíminn - 08.08.1970, Síða 1

Tíminn - 08.08.1970, Síða 1
ftimtEÍ MMVWMUBANKINH AVAXTAR SnUOFð YDMt MEÐ HÆSTU VÖXTUM §| SAMVINNUBANKINN 174. tbl. — Laugardagur 8. ágúst 1970. — 54. árg. Griðasáttmáli Sovét- ríkja og V.Þýzkalands Karl Jónsson kaupmaður i Alföt kemur með koffortið sitt í tjald- búðlmar I Herjólfsdal, en koff- ortin eru sjálfsagðir hlutir á þjóðhátíðinni. (Tímamynd H.E.) Söl og reyktur lundi á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum HE—Vestmannaeyjum, föstud. Þjó'ðhátíðin í Vestmannaeyj- um hófst í dag kiukkan tvö með lúðrablæstri og guðsþjón ustu, en fyrstu hátíðargestirnir tjölduðu í Herjólfsdal í gær, og í dag hefur verið stöðugur straumur fólks á hátíðina, og kemur það ýmist með Herjólfi, eða fljúgandi með Föxum Flug- félagsins. í dag voru Eyjamenn í óða önn að koma sér íyrir í tjaldbúðum heimamanna í Herj- ólfsdal, og þar tjalda hlið við hlið skrifstofust.jórinn og verka maðurinn, og hátíðarmaturinn er yfirleitt sá sami hjá öllum Vestmannacyingum: Reyktur lundi, sem er hinn eiginlegi þjóðhátíðarréttur, hangikjöt svið og söl. Guðni Hermansen listmálari hefur séð um skreytinguna, og í dag var m.a. verið að lita tjörnina í dalnum, svo a.tlt ætti nú saman. Á Fjósakletti bíður óvenju stór bálköstur, sem kveikt verður í á miðnætti Framhalr) - bls 14 NTB-Moskvu, föstudag. Utanríkisráðherrarnir Walter Scheel og Andrei Gromyko, sam- þykktu í morgun drög að gríða- sáttmála milli Þýzkalands og Sovétríkjanna. Stjórnir landanna munu nú taka sáttmálann til með- ferðar og staðfestingar. Þessi merkisatburður gerðist í Spiridov- höllinni eftir 35 klukkustunda samningaviðræður, í alls 10 daga. Samkvæmt samningnum eru báðir aðilar skuldbundnir til að beita ekki valdi til lausnar vandamálum sín á milli. Griðasáttmálinn er fyrsti áþreif anlegi árangur þeirrar viðleitni Willy Brandts að koma á sættum Algjört vopnahlé — allra herja NTB—Washington, föstudag. ísrael og Egyptaland hafa samþykkt algjört vopnahlé, frá klukkan tíu í kvöld, að ísl. tíma. Þetta var tilkynnt samtímis í Tel Aviv og Washington, um klukkan hálf fimm í dag. Vopnahléð nær til allra herja fsraels og Egypta lands. Ekki hefur verið fylli- lega ákveðið, hvernig fylgzt verð ur með að vopnahléð verði ekki rofið. Golda Meir, forsætisráðherra ísraels tilkynnti um vopnahléð í útvarpi og sjónvarpi. Hún kvaðst vona, að þetta væri fyrsta skrefið til varanlegs friðar fyrir botni Miðjarðarhafs, en þó væru enn mörg ljón á veginum, og vandamálin erfið. William Rogers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna tilkynnti um vopnahléð í Washington. Hann sagði, að tillögur Bandaríkjatn. um frið fyrir botni Miðjarðar- hafs hefðu verið samþykktar af báðum aðilum styrialdarinnar og bandaríska stjórnin vonaði, að þessi mikilvæga ákvörðun þeirra yrði til að greiða fyrir frekari samningaumleitunum um frið. Tillögur bandarísku stjórnarinn ar um vopnhlé og samningavið- ræður voru lagðar fram 25. júní s.l. og síðan hafa diplomatar á æðri stöðum og í aðalstöðvum Sameinuðu bjóðanna verið önnum kafnir. Talsmaður Bandaríska utanrík- isráðuneytisins, Robert McClosky. sagði í kvöld, að ekki væri enn hægt að segja. með hvaða hætti vrði fylgzt með að vopnahléið yrði virt. Golda Meir lét þess einnig getið. að ísrael hefði sambykkb vopnahléð eftir að hafa aengið ítarlega úr skugga um, að allt ísraels og Egyptalands tók gildi í gærkvöldi yrði gert, sem hægt væri til að hindra að vopnahléð yrði misnot- að. Hún minntist ekki á Jórdaníu, né heldur hvernig fylgzt yrði rneð framkvæmd vopnahlésins á víg- stöðvunum. við austantjaldslöndin og er einn ig mikilvægur áfangi í að jafna ágreiningsefni eftirstríðsáranna í Evrópu. Vestur-þýzka stjórnin heldur að líkindutn fund á morgun. Vestur- þýzkur talsmaður i Moskvu sagði í dag, að ef stjórnin samþykkti uppkast sáttmálans, yrði hann sennilega formlega undirritaður fyrir mánaðamotin. Innihald griðasáttmálans hefur e-kki enn verið gert opinbert, en vitað er að hann felur í sér skuld- bindingu um að beita ekki valdi og einntg að reyna eftir megni að koma á eðlilegum samskiptum ríkjanna. Sáttmálinn felur einnig í sér það skilyrði, að Sovétríkin, Bretland, Frakkland og Bandarík- in komi sér saman um framtíð Vestur-Berlínar. Skylt sé að virða núverandi landamæri í Evrópu, einnig vesturlandamæri Póllands. Þá er í samningsuppkastinu yfir- lýsing ,þar sem báðir aðilar lýsa sig viljuga til að efla samstarf ríkjanna. Vestur-þýzki talsmaðurinn sagði, að við undirritun samningsupp- kastsins í morgun. hefðu utanríkis Framhald á bls. 14. Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, í viðtali við fréttam. UPI í Þrándheimi: Útiloka ekki mðguleik- ann á kosningum í haust KJ, TK—Reykjavík, föstudag. Á fundi forsætisráðherra Norð- urlandanna, sem haldinn var í Þrándheimi í gær, spurði frétta- maður UPI í Þrándheimi Jóhann um hugsanlegar haustkosningar á íslandi, og svaraði forsætisráð- herrann því til, að slíkt væri ekki útilokað. Jóhann Hafstein forsætisráðherra sagði á blaðamannafundinum, sem haldinn var að loknum for- sætisráðherrafundinum, að ríkis- stjirnin hefði ekki tekið ne:nar ákvarðanir í þessum efnum. hann taldi það sína persónnlegu skoðun, að ekki væri útilokaður sá mögu- leiki, að efnt yrði ti' kosninga fyrr en ráðgert hafi verið, en sem kunn- ugt er, þá eiga kosningar til AI- þingis að fara fram í síðasta lagi næsta sumar Aðalmál forsætisráðherrafund- arins í Þrándheimi va- anna. um- ræður um markaðsmál, og skipt- ust ráðherrarnir á skoðunum um þau mál. Það var tilkynnt í Mbl. í sl. mánuði, ' ákveði'ð væri, að kah'a þingflokk og miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins saman til fundar um framtíðarskipan í forystu Sjálf- ■ tæðisf’okksins 'yrir miðjan ágúst. Á þeim fundi verður væntanlegá tekin afstaða til þess einnig, hvort' efnt verður til alþingi«kosn- inga í haust eða beðifl til vors. Enn hefu'- ekki verið boðað til þess fundar þingmanna o« mið- stjórnarmanna Sjálfstæðisflokks- ins svo vitað sé. Eftir ^' eitarstjórnarkosningarn- ar í vor kaus Alþýðuflokkurinn fimm manna npf'-d til að gera út- tekt á stöðu Alþýðuflokksins og hvort halda bæri áfram stjórnar- samstarfi við Siálfstae'ðisflokk'nn. Nefnd þessari var falið að skila á.'iti sínu um málið fyrir miðjan ágústmánuð. Áhugamenn um stjórnmál ræða nú mjög sín á meðal möguleikann á því að þing verði rofið og efnt til kosniaga í október. Virðast fleiri þeirrar skoðunar, a'ð þing- rof sé yfirvofandi. Það verður þó varla fyrr en um næstu helgi, sem línur taka verulega að skýr- ast. Jóhann Hafstein

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.