Tíminn - 08.08.1970, Page 14

Tíminn - 08.08.1970, Page 14
t f < 14 TIMINN BAUGARDAGUR 8. ágúst 1970 iíslenzkur markaður Framhald af bls. 16 jar h.f., en afhendist síðan ríkinu. ÍByggingakostnaður skoðast sem fyrirframgreidÖ húsaleiga. Stofnfundur félagsins var hald- inn 25. apríl s.l. Hlutafé er 7 tnilljónir, en hluthafar eru 16 talsins, þeirra á meðal Álafoss h.f. Glit h.f., Heimilisiðnaðarfélag fs lands, Osta- og smjörsalan s.f., Rammagerðin h.f., Samband isl. samvinnufélaga og Sláturfél. Suð urlands. í stjórn voru kosnir Ein- ar Elíasson, formaður, Hilmar Bendtsen, Jón Arnþórsson, Óskar H. Gunnarsson, Pétur Pétursson og varamenn Gerður Hjörleifsdótt ir og Guðjón Guðjónsson. Vöruval er mikið, en mest ber þar á ullar- og skinnavörum, silfri 'og keramik, auk bóka, korta og litskuggacnynda. Einnig er boðið glæsilegt úrval íslenzkra matvara. Það skal tekið fram, að gert er ráð fyrir að allir íslenzkir framleiðendur geti selt þessari verzlun framleiðslu sína, að því tilskyldu að vörugæði og verð séu aðgengileg og að varan sé hönnuð til útflutnings. Þesst samvinna framleiðenda hefur ve’kið með miklum ágætum og minna má á hagnýtt gildi þess, að framleiðendur hafi eigin sam- tök um sölu vara sinna í flug- höfninni. f nýju byggingunni er um 465 ferm. verzlunarsalur, ásamt 150 ferm. geymslu- og skrifstofuhús- næði íslenzks markaðar h.f., auk 175 ferm. er tilheyra Fríhöfninni, en viðbyggingin er í tengslum við núverandi svæði Fríhafnarinnar og ,,transit“-sal Flugstöðvarinnar. Byrjað var að grafa fyrir gnunni byggingarinnar 12. maí síðastlið- inn ,en byggingunni var fulllokið 1. ágúst, eins og að framan getur, eða á réttum 10 vikum þrátt fyrir 2ja vikna verkfaíi, Arkitektateikningar af húsinu voru gerðar á Teiknistofunni s.f. Ármúla 6, en verkfræðiteikningar hjá Almenna byggingarfélaginu h.f. Innréttingar voru teiknaðar á Teiknistofu SÍS, af Hákoni Hertervig arkitekt, en smíðaðar á verkstæðum í Keflavík. Verk- takar við bygginguna voru Kefla- víkurverktakar, en yfirumsjón fyr- ir lrönd íslenzks markaðar h.f. hafði Svavar Jónatansson verk- fræðingur. Akranesvöllur kl. 16,00: í dag, laugardaginn 8. ágúst, leika I.A. Víkingur MÓTANEFND Öllum þeim, er heiðruðu mig með margvíslegum hætti á áttræðisafmælinu, færi ég innilegar þakkir og óska alls hins bezta á ókomnum árum. Jón bórðarson. Sigríður Helga Gísladóttir ftá Stelnholtl Skagafirðl, andaðist í Landspitalanum, fimmtudaginn 6. ágúst. Aðstandendur. Inhilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Friðfinns Sigurðssonar, Bæ. Elín Guðmundsdóttir Baldur Friðfinnsson Álfheiður Þorsteinsdóttir Bragl Friðfinnsson Óiöf Ei K. Clin Hreinn Friðfinnsson Hlff Svavarsdóttir og barnabörn. Jnrðíirför eiginmanns míns og föður okkar, Friðjóns Stefánssonar rithöfundar, Barmahlíð 47, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. ágúst ki. 13,30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hlns látna er bent á Hjartavernd. María Þorsteinsdóttir Herborg Friðjónsdóttir Katrín Friðjónsdóttir. Alúðarþakkir færum við öllum, sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Óla Kristjáns Guðbrandssonar, Háteigi, Eskifirði. Aðalbjörg Guðmundsdóttlr, börn, tengdabörn og systkini. Eins og að framan greinir opn aði íslenzkur markaður h.f. 1. ágúst s.l. kl. 12 á hádegi. Verzlunarstjóri er Guðmundur Ingólfsson, s'krifstofustjóri Einar Sverrisson og fraimkvæmdastjórar fyrst um sinn Jón Arnþórsson og Pétur Pétursson. Fyrstu 6 sólarhringana hefur umferðin um völlinn verið 12.513 farþegar. Umbúðasamkeppni Fratnhald af bls. 2 teiknara, Sigríður Haraldsdóttir húsm.kenn. frá Neytendasamtök- unum og Erna Guðnadóttir leir- kerasmiður frá Myndlistar- og Handíðaskóla íslands. Veitir dómnefndin viðurkenn- ingu þeim umbúðum, sem að henn ar dómi eru taldar til bess hæf- ar. Það er ósk stjórnar Félags ís- lenzkra iðnrekenda að þátttaka í þessari umbúðasamkeppni verði eins góð og í þeirri fyrstu og liður í þeirri viðleitni að efla ís- lenzkan iðnað. Griðasáttmáli Framhald af bls. 1 ráðherrarnir skálað og verið í sólskinsskapi. Gromýko lýsti yfir ánægju sinni yfir að samningar hefðu náðst og sagðist vona, að sáttmálinn yrði til þess að bæta sambúð ríkjanna. Scheel svaraði að sáttmálinn yrði til að minnka spennuna í Evrópu og skapa betri skilyrði til friðar. f kvöld lýsti U Thant, aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna yfir ánægju sinni með sáttmálann og kvaðst vona, að þetta skref yrði til að fleiri yrðu stigin i átt til friðar og öryggis í Evrópu, og að samningurinn stuðlaði að friði og einingu þjóðanna. Brezka stjórnin sagði, að sátt- málinn bæri vott um, að allt væri á betri leið í samskiptum austurs og vesturs og hægt væri að lita á hann sem stórt skref í þá átt að leysa mikilvægari vandamál landa í milli. Sáttmálanum var fagnað í Briissel og í aðalstöðvum NATO er sagt að hann cnuni efla stjórn- málastefnu Vestur-Þýzkalands gagnvart Austur-Evrópulöndun- um. í frönskum blöðum og útvarpi er sáttmálinn talinn marka þátta- skil í söguhfti. Innan stjérnarinn- ar var vitnað í orð Maurice Shumans, utanríkisráðherra, er hann sagði fyrir nokkrJm dögum, að viðræðurnar í Moskvu væru ánægjulegur viðburður og von- andi bæru þær tilætlaðan árang- ur. Óánægja stúdenta Framhald af bls. 9 anna við henni er mjög alvar- leg. Meðan heiðvirðir og vel- viljaðir Bandaríkjaménn eru reiðubúnir að beita áhrifum sín um, er þó auðveldara áð fást við hana en afleiðingar hinna efnahagslegu hefndarráðstaf- ana. Styrkveitendur og skatt- greiðehdur verða æ tregari að greiða kostnað við þá háskó'a, sem þeir líta fremur á sem stjórnmálastofnanir en mennta- stofnanir. SINNULEYSI um þennan háska skaðar þá mest. sem áhyggjufullir stúdentar bera fyrir brjósti, eða hina fátæku, sem að sjálfsögðu verða skildir eftir úti í kuldanum, þegar skerðing kemur til. Mjög er vafasamt, að háskól- Um geti tekizt í framkvæmd að knýja bandarísku þ.jóðina til stjórnmálaákvarðana, hversu mikil alúð. seen lögð væri við þá viðleitni. Það væri sannar- lega hörmulegt ef skilnings- leysi háskólanna á, hvað þeir geta ekki gert og eiga ekki að gera, yuði til þess að spilla getu þeirra til að koma því í kring, sem þeir geta gert og eiga að gera í þjónustu menntunarinn- ar og samfélagsins. Söl og lundi Framhald af bls. 1 í kvöld. Á þjóðhátíðina eru all- ir hjartanlega velkomnir, en þeir sem sýna dólgsskap og upp vÖðslusemi eru sendir beinustu leið til síns heima. Ylrækt Framhald af bls. 16 blómjurta til gróðurhúsa, V. A. Halling um kröfur grænmetis til gróðurhúsa og Vilhelm Nielsen um^ nýtízku gróðurhúsabyggingar. Á morgun heldur ráðstefnan áfram og flytja þeir V. A. Hall- ig og A. Klougart erindi um rækt un grænmetis og ræktun blóma. Eftir hádegi verða hópumræður. Fjallað verður um hag og fjár- mögnun íslenzkrar garðyrkju, og stjórnar A. Klougart þeim um- ræðum. Þá verður rætt um skipu lag tilrauna og tilraunastarfsemi á íslandi undir stjórn Ilallig. Að síðustu verður fjallað um hönn- un íslenzkrar garðyrkjustöðva og stjórnar Vilhelm Nielsen þeim umræðum. Millilandaflug Fl Framhald af bls. 3 gærkvöldi, en að vénja hafa mörg aukaflug verið sett upp í tilefni hátíðarinnar. Þjóðhátíðargestir geta nú, eins og nokkur undan- farin ár, fengið keypta farmiða og aðgöngumiða að Þjóðhátíðar- svæðinu og fá um leið afslátt af farinu. Þessi skipan mála hefur átt vinsældum að fagna meðal Þjóðhátíðargesta undanfarin ár, enda sparnaður töluverður séu miðarnir keyptir samtímis í af- greiðslu Flugféalgsins á Reykja víkurflugvelli. Á VÍÐAVANGI Framíjald ai ols 3 vinnuniálum og fjármálum, sem hefur verið kjarni „við- reisnarinnar“ liafi orðið íslend- ingum til mikils tjóns. f þessum ofangreindum leið urum Alþý'ðublaðsins og Morg unblaðsins er þó fyrst og fremst rætt um hraðfrysti- iðnaðinn og skipulagsleysið þar, en þar liefur handahófið og fyrirliyiggjuleysið í lána- málum ráðið mestu um ferðina. Alþýðublaðið verður ekki skil- ið öðru vísi en að það hafi áhuga á skipulagi og sé á móti handahófinu. Það virðist gleyma því, að ráðherrar Al- þýðuflokksins hafa farið með málefni sjávarútvegsins og hraðfrystiiðnaðarins samfellt síðan á árinu 1958 og æðsti yfirmaður bankakerfisins síðan 1960 hefur vcrið Gylfi Þ. Gísla son, niiverandi formaður Al- þýðuflokksins. Þetta er því sjálfshirting og engin ástæða fyrir Alþv'ðuflokkinn að vera að deila á Sjálfstæðisflokkinn fyrir þetta, því að Gylfi Þ. Gíslason liefur lýst því yfir í stjórnmálagrein í Alþýðublað inu að við nána athugun hafi komið í Ijós, að stcfna stjórn- arflokkanna væri hin sama í einu og öllu í atvinnu- og efna hagsmálum. Þar bæri ekkert á milli. Þessir ieiðarar eru því játn ingar af beggja hálfu um það, að það sé nú komi'ð áþreifan- lega á daginn, að þessi stefna hafi verið alröng og til stór- Ijóns fyrir þjóðarbúið. — TK Þrítugasti árgangur „Frjálsrar verzlunar" fjölbreyttara efni, aukin útbreiðsla A þessu ári er gefina út þrítug- asti árgangur tímaritsins „Frjáls Verziun" en það hóf göngu sína árið 1939 og hefur komið út nær óslitið síðan. Síðustu árin hefur „Frjáls Verzlun" fjallað almennt um efnahags- viðskipta- og atvinnu mál, bæði með flutningi frétta og í viðtö.'um og greinum, og er eina íslenzka tímaritið sinnar tegund- ar. Á fyrri hluta þessa árs var unnið að ýmsum endurbótum á útgáfu blaðsins, efni þess 'sett í ákveðnar skorður, sem þó eru rúm ar, og útbreiðsla þess stóraukin. Er enn unnið að endurbótum þess- um, með það fyrir augum, að efla blaðið verulega í náinni framtíð, enda er þa@ mat útgefenda, að sérstök þörf sé fyrir öflugt tima- rit hér á landi, sem hafi þetta verksvið. Eins og fyrr greinir, hefur, efni blaðsins verið settar ákveðnar en þó rúmar skorður. Þannig eru í hverju tölublaði „Frjáisrar Verzí- unar“ fastir þættir og margvísleg- ar fréttir um efnahags- viðskipta- og atvinnumál, inalend og erlend, en um leið eru einstökum þáttum verzlunar og þjóðlífs gerð ítarleg skil. Fyrir skömmu kom út 6. tbl. „Frjáisrar Verzlunar", þ.á. Af efni þess tbl., auk fastra þátta og frétta, má nefna viðtal við Stefán Hilmarsson bankastjóra, „Offjölg- un banka og glórulaus sjóðastarf- semi í landinu”, átta pistla, viðtöl og greinar um sjávarútveg og fisk- iðaað, svo og upplýsingar um þrenn innkaupasamtök matvöru- verzlana, Birgðastöð SÍS, Matkaup' og IMA: Þetta tbl. er 72 bis. að stærð. Útgefandi „Frjálsrar Verzlunar" er Frjálst Framtak hf. Ritstjóri blaðsins frá síðustu áramótum er Herbert Guðmundsson, sem áður var ritstjóri „íslendings-ísafoldar" á Akureyri. Framkvæmdastjóri er Jóhann Briem, sem var ritstjórl „Frjálsrar Verzlunar" 1967—1970. - PÓSTSENDUM

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.