Tíminn - 18.08.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.08.1970, Blaðsíða 2
TIMINN ÞRlBJUDAtiUR 18. ágúst 1970. IFIBŒTOffi Í STUTTU MÁLI oo o~ Kanna aðstæður til Njálu-kvikmynda- tökunnar SJ—Reykjaví'k, máraudaig. Hér eru nú staddir tveir starfs menn sænska sjónvarpsins, kvik myndatökumaðiiir pg leikistjóri, til að kanna aðstæðoir til töku sjón- varpsmyndar eftir Njálu. Á fund um norrænu sjónvarpsstöðvanna hefur verið rætt um að allar Norð urlandaþjóðirmar ættu aðild að gerð myndar um Njálu, og að sögn Sveins Eiuarssonar, leikhússítjóra, sem er Svíunum til fulltingis hér, er eins Ifiklegt að svo verði. En sænska sjónvarpið hefiur tekið ákvörðun um að myndin VERÐI gerð, og því eru memninnir tveir himgað kornnir. Þeir hafa hér um viku viðdivöl og ferðast um land íð. í dag fóru þeir til ÞingvaUa, en á morgun, þriðjudag, ferðast þeir um nágrenni Reykjavíkiur. ÁRÉTTING Hoðinu hefur borizt eftirfaraadi árófcöng á viðtaE því, sem birtist í Iblaðinu á sunnudaginn við Othar Hansson, um starfsemi Iceland Products í Bandaríkjunum: ,ýt viðtali okkar, sem birtist í Tímanum í dag, hafa nokkrar tölur skoiazt til og yæri ég þakk- látur. ef þér vilduð birta eftirfar- andi til skýringar: Starfsemi I.P. er tviþætt: Ann- ars vegar innflutningur og sala á ,aieytendapakningum“ svonefnd- um, sem frystihúsin á vegum Sam bamdsins framleiða fyrir Banda- ríkjamarkiað. Hinm megin.þáttur starfseminnar er innflutniagur og úrvinnsla blokka, framleiddra hér heima. Fer á hverjum tíma eftir framleiðslumagni hér heima, hvort fyrirtækið notar allar hlokkirnar, eða selur umfram-magn á opnum markaði. Fyrstu sjö mánuði þessa árs eru sölutölurnar sem hér segir, miðað við sama tíma í fyrra: Neytendapabn- ingar + 75% + 60% Blokkir +215% +180% ! Samtals framleiðsla ifrystihúsa SÍS +99% + 73% Sala framleiðslu verksmiðjunn- ;ar jékst um 73% á árinu 1969, miðað við 1968 og í ár er reiknað með, að við munum auka þessa ,'sðlu um 40%, miðað við árið 1969. Með þökk fyrir birtinguna. Othar Hansen". Rússarnir ekki við leit í gær KJ-Reykjavík, mánudag. Sovézku vélarnar tvær, sem komu til landsins á fimmtudag, hafa nú fengið leyfi til að hafa bækistöð á Keflavíkurflugvelli fram á fimentudaginn 20. ágúst, en áður höfðu vélarnar fengið leyfi til að hafa bækistöð á Kefla víkurflugvelli þangað til í gær, sunaudag. Vélarnar voru ekki við leit í dag, og mátti sjá áhafnir þeirra í einkennisbúningum sínum á götum Reykjavíkur í dag. Útvarpið skýrði frá því um helgina, að sovézku vélarnar hefðu fundið brak, og væri rússn eskt skip á leið til að kanna það. í leit að pening- um en lenti hjá lögreglunni KJ-Reykjavík, mánudag. Sunnudaginn 9. ágúst var brot- izt inn á þrem stöðum I Reykja- vík: Rakarastofuna Skólavörðustíg 10. rakarastofuna Bamkastræti 12, og verzlun H. Toft við Skólavörðu atíg. Þama var 18 ára pilfcur að Héraðsmót í Barðastranda Héraðsmót Framsóknarmanna í Barðastrandarsýslu, verður haldið í Tálknafirði. föstudaginn 21. ágúst og hefst kl. 9 síðdegis. Ræður og ávörp flytja: Stein- grímur Her- mannss., Halldór Kristjánsson og Ólafnr Þ. Þórð- arson. Ómar Ragnarson skemmtir. — Hljómsveilin BG og Ingibjörg Steingrfmur leika íy"1, dansi- HaUdór Ólafur W(j Míinnífí [DiPHflJÖ] 1 E.i.M Inilfflíli verki í leit að peningum, en þrátt fyrir mikla leit mun hann lítið hafa haft upp úr krafsinu, annað en að lenda í höndum lögreglunnar, þar sem hann játaði við yfirheyrslu rannsóknarlögreglunmar á laugar- daginn. Niðursuðuvör- um og Hondu stolið KJ-Reykjavík, mánudag. Um miðjan dag á sunnudag var brotizt inn í geymslur £ Ibúð- arhúsum við Leifsgötu og Eiríks- göfca. Hengilásar vora spenntir upp, og stolið úr geymslunum niðursuðuvörum. Þá var am helgina stolið rauða Honda vél- hjóli, þar sem það stóð fyrir atan Gamla bíó. Hjólið er nr. R-948, og var það ólæst, þar eð læsingin var bilað. Ef einhverjir kynnu að hafa orðið varir við hjólið, eru þeir beðnir að láta rannsótoar- lögregluna vita. Framboðsfrestur Framhald af bls. 16 siem kjörskrár fyrir skoða-nakönn unina. í uppstillingarnefnd: Sfcefán Jónsson, Melhaga 1, sími 11448, Jón Abraham Ólafsson, Háaleitis braut 17, sími 35800, Einar Ey- steinsson, Efstasu-ndi 61, siimi 37668, Jónatan Þónmundsson, Bræðraborgarstíg 15, sími 17842 Og 18460 ,Sveinn Herjólfsson, Nóa túni 25, sími 14602, Elías Jónsson, Rofabæ 31, sími 18300 og 82354 og Þóra Þorleifsdóttir, Fellsmúla 8, sími 82949.“ íþröttir Framhald af bls. 13. og kastaði inn í vítateig Vlkings. Þar gekk knötturinn manna á mi."i, en endaði Icjks á Hreini Eíiðasyni, sem skoraði af stuttu færi. Hreinn var aftur á ferðinni 10 mín. síðar, en þá sló hann knött- inn til Kristins Jörundssonar, sem skoraði auðveldlega. Siðasta markið kom rétt fyrir leikslok, en það gerði Einar Árna- son, eftir góðan samleik, og var það eina hreina mark Fram í þess- um leik, sem var þokkalegur, þar tfl að Framarar komust í 3:1, en þá hljóp í skapið á Víkingum og Jéku þeir ruddalega það sem eftir var. Voru tveir þeirra bókaðir af lé- legum dómara þessa leiks, Val Benediktssyni. Óheppnir með veður Veiðihópurinn sem kom Úr Mið Jfjarðará um helgina veiddi 55 ílaxa í ánni, og er það heldur 'lakari veiði en hjá þeim hópum, isem áður hafa verið við ána frá ibyrjun þessa mánaðar. Er bezta veiðin í Vesturá. og ■einnig í Núpsá, að minnsta kosti fékk einn úr hópnum sjö laxa .þar á síðustrj klukkutímunum sem hópurinn var við ána. Laxinn sem nú fæst úr ánni er 3—5 punda og veiðist nokkurn veginn jafnt á maðk og flugu. Ef til vúl var orsök þessa lakari árangurs sú, hve hópurinn var óheppinn með veður, því að ljóst er, að verulegt magn er af laxi í Vesturánni. Þá skruppu nokkrir veiðimanna nið- ur að svokölluðum Almenningi og veiddu bleikju. Veiddu þeir sæmilega og allt upp í 5 punda bleikjur. En til uppörvunar fyrir næstu hópa sem fara til veiða í ánni, má geta þess, að fyrrgreind ur veiðihópur veiddi mest síðasta daginn. Veiða einkum á flugu, Síðastl. miðvikudag og fimmtu- dag voru þeir Jón Egilsson og félagar að veiða í Iða og fengu 66 fiska á 3 stangir. Féfck Jón 44 laxa á sína stöng og veiddi þar af sjálfur 25 stykki. Voru fiskarn ir allt upp í 20 punda og var sá stærsti, veiddur á Hight hogg flugu. en mikill hluti veiðinnar fékkst á flugu. Voru þeir félagar mjög ánægð ir með veiðitúrinn og álitu þetta metveiði sumarsin-s. — EB. PRÚFKJÖR HJÁ VINSTRI MÖNNUM FYRIR NORÐAN SB—Reykjavík, mánudag. Prófkjör hjá Samtökum vi-nstri manna í Norðurlandskjördæmi eystra um 5 efstu sæti framboðs lista flokksins við næstu Alþingis kosningar, hófst í gær og stend ur til 30. þ. m. Rétt til þátttöku hafa allir, sem kjörgögn verða send til og aðrir, sem gefa sig fram á skrifstofum Samtakanna. E-ngar skuldbindingar fylgja þátt töku í próflkjörinu. Á kjörseðlinum eru nöfn manna víðsvegar úr kjördæminu og fara þau hér á eftir: Benóný Arnórs son, bóndi, Hömrum, Reykjadal, Bergljót Frímanm, verkakona, Ak- ureyri, Björn Jónsson, formaður Einingar, Akureyri, Eysteinn Sig urðsson, bóndi, Arnarvatni, Mý- vatnssveit, Freyr Bjarnason, múr- ari, Húsavík, Heimir Kristinsson kennari, Dalvík, Hilmar Ágústs Með lifandi fisk á dekki KJ-Reykjavík, mánudag. Seint í gærkvöldi kom varðskip- ið Ægir að brezka togaranutn William Wilberforce GY-140, allt að tveim mílum fyrir innan fisk- veiðitakmörkin SV af Hvalbak. Varðskipið gaf togaranum stöðv- unarmerki, og þegar hann stöðv- aði, var hann á „línunni". Varð- skipsmenn fóru um horð, og sáu lifandi fisk á þilfarinu, en veiðar færi voru innanborðs, og £ ólagi. Fór varðskipið með togarann til Eskifjarðar. þar sem fjallað verð ur um mál skiþstjórans. Skipherra á Ægi er Gunnar Ólafssön. son, sjámflður, Raufarhöfn, Hjalti Haraldsson, oddviti, Ytra-Garðs- horni, Svarf., Hrafn Ragnarsson, skipstjóri, Ólafsfirði, Hörður Adólfsson, frfev.stj. Skálpagerði, Eyf., Jóh-ann Hermannsson, bæjar fulltrúi, Húsavík, Jón Helgason. varaformaður Sjómannafél. Afeur ■ eyrar, Kári Arnórsson, skólastjóri Húsavík, Kristófer Vilh-jálmsson, afgreiðslustjóri, Akureyri, Trygigvi' Stefánsson, bóndi, Hallgilsstöðum, Fnjósfeadal. Sverrir Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskveiðisjóðs OÓ—Reykjavík, mánudag. Stjóm Fisfeveiðisjóðs ákvað á síðasta fundi sínum að sfeipa Sverri Júlíusson framfevæmdastj. sjóðsins. Var skýrt frá þessu í, Morgunblaðiniu s. 1. föstudag og jafnframt fcekið fram að Sverrir mundi láta af starfi sínu sem framkvæmdastjóri Landssambands ísl. útvegsmanna. Engin tilkynning hefur verið gefin út vegna þeirrar ákvörðun ar að skipa Sverri framfevæmda stjóra Fisfeveiðisjóðs og sagði hann Tímanum, að hann segði náttúrlega efekert um hvort h-ann mundi láta af störfum sem fram ifevæmdastjóri LÍÚ fyrr en á aðal fundi samtakanna í nóvemhermán uði n. k. Núverandi framkvæmdastjóri Fistoveiðisjóðs, Elías Halldórsson, lætur af störfum 1. des., n. k. fyr-. ir aldurs sakir. Jm Ungfrú SuSur-Þingeyjarsýsla Ungfrú Eyjafjarðarsýsla 2 FEGURÐARDRO TTNINGAR FB—Rcykjavík, mánudag. Tvær fegurðardrottningar voru kjörnar um helgina. Voru það ung- frú Eyjafjarðarsýsla og ungfrú S- Þingeyjarsýsla. Ungfrú Suður- Þingcyjarsýsla var kjörin Mary Anna Guðmundsdóttir, 19 ára frá Kvíslarholti á Tjörnesi, dóttir Guðmundar Halldórssonar og Önnu Sigurðardóttur. Mál fegurð ardrottningarinnar eru 91-58-91 og hún er 168 cm á hæð. Ungfrú Eyjafjarðarsýsla varð Þórunn Þórð ardóttir, 19 ára Siglfirðingur. Hún er dóttir Þórðar Þórðarsonar framkvæmdastjóra og Margrétar Árnadóttur, Laugavegi 35 á Siglu firði. Þórunn er 177 cm á hæð Qjfc málin eru96-64-97.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.