Tíminn - 18.08.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.08.1970, Blaðsíða 5
TIMINN 18. ágúst 1970. 5 MEÐ MORGUM KAFFIMy Konan var að koma úr búð- inni og fann mi'kla reykjarlykt úr eldhúsinu. — Hvað þá Pétur? hrópaði hún. — Þú lofaðir að hafa auga me'ð steikinni. — Þá, en eftir kortér var reykurinn orðinn svo mikill, að ég sá alls ekki steikina lenguir. — Hvernig á ég að vita það? Þetta er í fyrsta sinn, sem ég fer til tannlæknis. Það versta við ungu kyn- slóðma er, að svo mörg okkar tfflieyra henni ekki lengur. 'Eveir ferðalangar hittust í frumskóginum. — Ég er hér, vegna þess, að mig langar til að sjá nátt- úruna, hitta hina innfæddu og vlkka sjóndeildarhring tninn. — Einmitt, ég er hérna vegna þess, að dóttir mín fór að læra að syngja. Hvað hefurðu lært í skól- anum í dag, Óli minn? — Ég lærði að segja „gjör- ið svo vel“ og „þökk fyrir á ensku“. — Jæja, það er ágætt, það er að minnsta kosti meira en þú getur á íslenzku. DENNI DÆMALAUSI m — Takið meðalið, seni ég gaf yður og farið svo ekki út í 15 ár! — Er það peninganna minna, eða mín sjálfrar vegna, sem þú vilt endilega kvænast mér? Hann horfði um stund í augu hennar, en svaraði svo: — Það er mín sjálfs vegna, ungfrú. — Eins og þér sjáið, þurfum við ckki stiga til svona smá- ræðis. Snúið aðeins til vinstri. Ekið var yfir veslings vasa- þjófinn og þilstjórinn var svo tillitslaus, að hann lét fórnar- lambjð lig'gja, og ók burt. — Náðuð þér númerinu hans? spurði lögi’egluþjónn, sem kom aðvífandi. — Nei, en hér, er veskið hans, stundi vasaþjófurinn upp. — Væ, mamma, þú ert falleg í dag! — Þctta cr kallað að ,,mýk)a uppM. Georges Pompidou, franski forseti, virðist ekki eins hræddur um líf sitt og fyrir- rennarinn Charles de Gaulle. Aðeins 10 lífverðir muau vera á vappi kringum hann á næst- unni, er hann kreppur í frí suður að Miðjarðarhafi, en þar ætla þau hjónin að sóla sig í nokkra daga. De Gaulle var vanur að hafa aldrei færri en 20 lífverði kringum sig, en hann var líka einkar eftirsótt S'kotmark alls konar æsiciga- manna — einkum meðan á Al- } sír-deilunni stóð og OAS óð uppi. ★ Sætasta stúlka í heimi er um þessar mundir í Lima í Peru. Hún vinnur í goisdrykkjaverk- smiðju og varð nýlega fyrir því óhappi að detta niður í ker með sterkum ananassafa. Stúlkutetr- ið hefur farið marginnis í bað síðan og skrúbbað sig rækilega með sápu. En allt kemur fyrir ekki. Það má enn finna ananas- lyktina af henni langar leiðir. ★ Arthur Hill undi vel sínutn hag, sem aldursforseti á elli- heimili í Chelmsford, Englandi. Hann var orðinn 94 ára, og þar sem hann hafði aldrei verið við kvenmann kenndur, gerði hann svo sannarlega ekki ráð fyrir að lenda í neinum ástar- ævintýrum á tíræðisaldrinum. En engin veit sína ævina fyrr en öll er. Fyrir nokkrum mánuðum fluttist nefnilega fríð og fönguleg ekija, Alice Brothers, í herbergið á móti Arthurs, og þá var e'kki að sök um að spyrja. Sá gamli varð yfir sio ástfanginn, og hafði ekki ró í sínu'm beinum, fyrr en hann hafði stunið upp bón- orðinu og fengið já. XJm daginn fóru þau svo ásamt fríðu föruneyti til bæj- arstjórans og létu splæsa -sig saman. Og mörgum viðstödd- um vöknaði um augun við að horfa á nýgiftu hjónin, rjóð og feimin. taka á móti ham- ingjuóskum sambýlisfólks og starfsfólks elliheimilisins. Og nú njóta þau hveiti- brauðsdaganna í hjónaíbúð, sem útbúin var fyrir þau á elli heimilinu. stolt yfir að vera elzta nýgifta parið í öllum heiminum! Myndin var tekin fyrir utan skrifstofu bæjarstjórans að af- lokinni athöfninni. og sýnir brúðhjónin undir hrísgrjóna dembu, að góðum og gömlum sið. ★ Karólína litla horfir hálf- raunamædd á bangsann stóra, því þótt hún sé bara fimmtán mánaða, gerir hún sér Ljósa grein fyrir því, að það er úti- lokað að taka með sér í rúmi'ð ★ Því virðast ekki vera nein takmbrk sett, hvað lögregla sumra landa getur boðið þegn- um sínum: Núna er franska löggan að vinna að undirbún- ingi þess að geta skyldað alla ökumenn af frönsku þjóðerni til að hafa blöðru í bílnum sín- um, svo lögreglumanni, sem stöðvar bíl úti á vegum, verði auðvelt að rannsaka hvort við- komandi ökumaður sé drukk- inn! Apparat þetta, sem i öllum bílum á að vera, samanstendur af blöðru sem ökumaðurinn á að blása í og sekk með ein- hverjum efnum í sem breyta lit blöðrunnar ef andi ökumanns- ins inniheldur meira en lög- legt áfengismagn. Framleið- endur þessara hvimleiðu tóla vinna nú nætur og daga svo hægt verði að fullnægja eftir- spurninni þegar að því kemur. Og svo þegar löggan hefur skyldað alla til að vera með ,,brennivínsblöndu“, þýðir sko ekkert að segjast hafa gleymt henni heima, þfegar illilegur karl á mótorhjóli segir manni veskú að blása. Við slíkri „gleymsku" liggja nefnilega sektir — rétt eins og við því að gleyma öskuskýrteininu heima. ★ Tveir amerískir læknar hafa nýlega birt niðurstöður rann- sókna sinna á því, hver áhrif sígarettureykur hefur á börn sem ekki reykja, en verða að anda að sér reykmettuðu and rúmslofti vegna þess að for- erdrarnir reykja eða aðrir á heimilinu. í Ijós kom. að reykui, sem safnast saman ' :ua loftræstum herbergjum, hefur greinilega örvandi áhrif bæði á hiartslátt og blóðþrýsting barna. Þetta er bangsa, sem er þrír metrar á hæð og um fimmtíu kíló Bangsinn var he.'dur alls ekki til sölu, hann var bara að spóka sig þarna á gangstéttinni til að minna vegfarendur á helj amiikla leikfangasýninga. ★ að visu ekki annað en það, sem álilið var fyrir en staðfesting á því getur þó ef til vill orðið ti? að draga úr reykingum full- orðinna, eða að minnsta kosti ræna foreldra lélegri afsökun. Nú vitum vi'ð sem sagt, að reykurinn skaðar börnin. Að vísu ekki í sama mæli og ef þau væru látin reykja sjálf, en samt sem áður nóg til þess, að ekki ætti að leggja slíkt á þau að óþörfu. ★ Tízku-kóngurinn Pierre Card- í in þurfti ný.'ega að liggja á » sjúkrahúsi í nokkra daga. Það í sem mest fór i taugarnar á hon- j um á þeirri ágætu stofnun ! var púkalegur klæðnaður ujúkr 1 unarkvennanna, og því settist j hann niður strax os hann kom I heim og teixi.aði nokkra bún- j inga;, sem hann áleit ,«ð gætu » glatt augu hrjáðra kynbræðra 1 hans. Og á meðfylgjandi mynd j sjáum við svo áran^urinn. Yfirhjúkrunarkonur og deild ( arhjúkrunarkonur koma að vísu j til með að halda virðuleika- blænum í búningunum til 1 vinstri á myndinni, en hjúkr- j unarnemana ti! haegri myndum t við ekki te.'ja beinlínis hcppi- 1 lega klædda lil að mæla hjart- ' slátt og hitastig sjúklinga af j sterkara kyninu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.