Tíminn - 22.08.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.08.1970, Blaðsíða 3
c/**r IíAUGARÐAGUR 22. ágúst 1970. TIMINN Sjostangaveiðimót á Dalvík í dag SB—Reykjavík, fostudag. AlþjóOlegt sjóstangaveiðimót verður haldið á Eyjafirði á morg- un, laugardag. Sjóstangaveiðifélag Akureyrar gengst fyrir mótinu, en róið verður frá Dalvík. Engir út- lendingar munu taka þátt í mót- inu að þessu sinni. Þátttakendur í sjóstangaveiði- mótinu verða 50—60 víðs vegar að af landinu og róa þeir á 10—12 bátum. Bátarnir eru frá Dalvík, Akureyri og Hr’ísey. Lagt verður af stað kl. 8 í fyrramálið og komið að aft- ur kl. 5. Tryggvi Jónsson á Dal- vik mun annast alla fyrirgreiðslu þar og vigta og mæla aflann. Veitt verða verðlaun að venju fyrir mestan afla, stærsta fiskinn og fisktegundir. Úrslit mótsins verða tilEkynnt og verðllaun veitt í hófi sem haldið verður annað kvöld á Akureyri. {■ Mikiö byggt á Dalvík HD—Dalvík, föstudag. Mikið er nú byggt á Dalvík og atvinna góð við það. Byrjað var á 18 íbúðum í sumar. Ennfrem- nr er nú .hafin bygging fyrsta raðhússins í þorpinu. Afli hefur verið heldar treg- ur undanfarið. Annar togbáturinn er í klössun. en hinn, Björgúlfur, landaði í gær. Beytingsafli er á hamdfæri, þegar gefur á sjó. TJonið er af fullum krafti í hita- veitunni og er útlit fyrir að hún standist þá ætlun, að vera komin ^ í flest hús á Dalvík fyrir haustið. Nú er hún komin í rúmlega 100 v bús. Frekari borun er fyrirhuguð f í Hamarslandi eftir heitu vatni. i Bálkeðja til að minnast náttúruvernd- arársins 1970 i SJ—Reykjavík, föstudag. 1970 er náttúruverndarár í Evrópu og 6. september næstkom- ! andi halda frændþjóðir obkar, ■ Danir, Norðmenn, Svíar og Finn- tar, hátíðlegan náttúruverndardag. Þann dag verða kveikt bál víðs vegar í löndunum f jórum, alflt norð ! an frá Hammerfest til syðsta hluta Jótlands. 1 Danmörku verða eld- ar á 112 stöðum og í Osló verður haldin sérstök hátíð þar sem full- trúar allra þjóðanna koma saman - hver með sinn náttúruverndar- eld kl. 9 um kvöldið. Fólk er hvatt til að fara á friðuð svæði þennan dag og skoða þau, og er Dönum sérstaklega bent á 125 1 svæði. sem eru glöggt dæmi þess hvers vegna friðun og náttúru- vernd er nauðsynleg. Hér á landi verður svo vitað sé ekkert sérstakt um að vera þann 6. september. Landvernd, land- græðslu- og náttúruverndarsamtök íslands, eru nú hins vegar að und- irbúa allviðamikið vetrarstarf, sem skýrt verður frá síðar. í september verður efnt til fræsöfn unarferða. Þá hafa samtökin lok- ið við að gera samantekt á land- græðsluferðum áhugamanna hér- lendis í sumar. Leiddi hún í Ijós að dreift hefur verið 250 tonnum Framhald á bls. 14. Gamla Búnaðarbankahúsið á Akureyri flutt burtu SB—Reykjavík, föstudag. Gamla Búnaðarbankahúsið á Ak ureyri, sem stóð vi'ð Strandgötu 1, var í gærkvöldi flutt á miklum vagni út fyrir Lónsbrú, þar sem eigandi þess, Gísli Eiríksson var tilbúinn með steyptar umdirstöður undir það. Flutningurinn tók fimm klukkustundir og gekk vel, en umferð var stöðvuð á meðan og taka þurfti niður rafmagnslínur. Meðan húsið stóð á sínum gamla stað, gegnt Nýja bíói, var það tvær hæðir og ris, en neðsta hæðin var steypt, svo hén var skilin eftir. Lagt var af stað um kl. 8 í gær- kvöldi og ekið niður Strandgötu, norður Hjalteyrargötu, upp Tryggvabraut, yfir Glerárbrúna og síðan sem bein leið liggur út fyr- ir Lónsbrúna, að Berghóli, þar sem Gísli býr nú, en hann er kunnur athafnamaður. sem lengi bjó í Árnesi í Glerárhverfi. Húsið var flutt á vagni frá Flutningafyrirtæki Gunnars Guð- mundssonar í Reykjavík og drátt- arbífll frá sama fyrirtæki dró vagn inn. Lögreglan á Akoreyri fylgd- ist með öHu og stöðvaði umferð- ina á meðan. Rafveitan var Ifka með í ráðum, því tvær háspennu- Iínur norðan við Glerárhverfið voru fyrir og varð að taka þær niður. Rafmagnið fór því af í Glerárhverfi om tíma. Það sem eftir stendur af húsinu í bænum, verður jafnað við jörðu og síðan verður Glerárgatan breikkrað þarna yfir. Búnaðar- bankahúsið var fyrir löngu orð- ið Þrándur í Götu skipulags Akur eyrarbæjar, og átti að vera búið að fjarlægja það fyrir rúmu ári, en ýmsar tafir orðið á framkvæmd- um. Undirbúningur að flutningi hússins hefur staðið síðan snemma í sumar. Myndin er tekin fyrr í vikunni, þegar veriS var aS losa gamla BúnaSarbankahúsiS af grunninum. (Tímam. GPK) Er oLían undir Norðursjó jafn mikil og í NorhurhLíð í ALaska? Undanfarna mánuði hefur ver ið tiflkynnt um marga olíufundi í Nonðursjó. Bandaríska blaðið „Fortune" birtir athyglisverða grein um olíuleitina á þessnm sróðum og hvað hún hefur leitt í ljós, í ágústhefti sínu, og fara hér á eftir nokkur meginatriði þeirrar greinar. Að undanfömu hefur verið til kynnt um olíufund á þremur stöðum í Norðursjó, og er langt á milli þeirra. Rúmlega eitt hundrað fyrirtæki hafa fengið leyfi til þess að leita enn frekar að olíu á þessum slóiðum, annað hvort ein sér eða í fé’agi, og telja má víst, að alitnokkwr þeirra muni gera einhverja leit. Olíusérfræðingar eru . „’ög bjartsýnir um, að geysimiklar olíulindir séu undir Norðursjó, og sumir þeirra telja jafnvel að þær kunni að jafnast á við olíulindirnar mik.'u í Norður- hlíð í Alaska. Ef Þessar vonir reynast á rökum reistar, ætti framleiðsla úr Norðursjj að geta fullnægt að verulegu leyti olíuþörfum Evrópu, sem eru um FUF í Hafnarfirði FUF í Hafnarfirði heldur fund mánudaginn 24. ágúst n. k. að Strandgötu 33, uppi. Fundarefni: Kiör fulltrúa á þing SUF. — Stjórnin. 4.5 milljarðar tunna — og þar með breyta verulega núvera.-di hlutföllum varðandi olíudreif ingu í heiminum. Olíufundirnir í Norðursjó munu vissulega hafa slæm áhrif á afkomu ým- issa bandarískra og evrópskra fyrirtækja. Og útlit er fyrir að þeir verði óvænt gróðalind fyrir Noreg. Þetta er í annað sinn sem mikil a.'da áhuga hefur risið vegna borana í Norðursjó. Um miðjan síðastliðinn áratug voru miklar vonir bundnar við jarð- gas á þessu svæði, en þær von- ir urðu síðar að vonbrigðum fyr ir þær þjóðir, sem eiga lar.d að Norðursjó — Bretland, Dan- mörku, Þýzkaland, Holland og Noreg. Þegar mest var rætt um Norðursjávargasið, var af mörg um talilð að -nest af gaslnu, og mikilar olíulindir, væru á norska svæðinu. Phi.’lips Petroleum fyr irtækið fékk þá leyfi til að gera olíuboranir árið 1965. í apríl síðastliðnum tilkynnti fyrirtækið síðan, að um þýðingarmikinn olíufund væri að ræða á Ekofisk svæðinu, sem er næstum því í miðjum Norðursjó. Svæðið er um 185 mílur suðvestur af Nor- egi, en samt innan þess hluta Norðursjávar sem fallið hefur í hlut Noregs samkvæmt al- þjóðalegum samningum. Snemma í júní tilkynnti fyr- irtækið síðan, að Ekofisk-svæð- i® væri „geysistór olíulind". Hversu stór kemur í ljós í haust, þegar borað verður á f jórum nýjum stöðum á Ekofisk svœðinu. Hin-gað til hefur Phill ips aðeins gefið upp, að þarna sé a.m.k. einn milljarður tunna af vinnanlegri olíu. En ta.'s- maður Petrofina — fyrirtækis ins í Belgíu, sem er 30% félagi í Phillips, segir, að olíumagnið — þótt ekki sé hægt a® ná því Öllfu upp — sé 2.5 milljarðar tunna. Annar olíufundur átti sér stað í maí-mánuði á yfirráðasvæði Hollendinga, um tvö hundruð mílur frá Ekofisk-svæðinu. Og í júlí var tilkynnt, að verulegt olíumagn hefði fundizt á norska svæðinu, um 150 mílur norður af Ekofisk-svæðinu. En þa® verður hvorki auðvelt né ódýrt að ná þessari olíu í land. Norðursjór er mjög erf- iður, þar gerir skyndilega ofsa- veður sem stendur í margar vikur. Einnig er djúpt niður á botn. Mjög dýrt verður að koma olíunni í olíuhreinsunarstöðvar á Tandi. Þannig mun Phillips þurfa lengstu neðansjávar- leiðslu, sem um getur í heim- inum. Mun það kosta hundruð milljóna dollara a® hefja vinnslu olíu á Ekofisk-svæðinu. Um þessar mundir eru greidd ir tveir dollarar fyrir tunnu af óunninni olíu, og þar sem brennisteinsinniha.'d Norðursjáv Framhald á bls. 14. Upprifjun fyrir Sjálfstæðismenn Eftár tilkyimingu stjómar- flokkanna um afdrif hins „ein- dregna vilja forystuliðs“ Sjálf- stæðisflokksins er ekki úr vegi að rifja lítillega upp hina eiginlegu tilkynningu til Sjálfstæðismanna um að al- þingiskosningar skyldu fara fram í haust, eins og hún birt- ist í Morgunblaðinu 12. ágúst. Þar er greint frá ræðu for- manns Fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík og eft- irfarandi haft eftir honum: Afstaða Alþýðu- flokksins „Það hefur um nokkurt skeið legið í loftinu, að svo kynni að fara að Alþingi yrði rofið og efnt yrði til nýrra kosninga I haust og þá væntanlega um eða upp úr miðjum októbermánuði. Og sú er að sjálfsögðu ástæðan til þess, að við höfum nú þegar hafið undirbúning að alþingis- framboði, að við höfum viljað vera viðbúin kosningaboðun. Við munum það sjálfsagt öll, að þegar eftir borgarstjórnar- kosningarnar í vor, komu fram háværar kröfur um það innan Alþýðuflokksins, að flokkurinn sliti sjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn, sem þýddi þá að sjálfsögðu þingrof og nýj- ar kosningar. Síðan hefur það legið fyrir, að óskaði Alþýðuflokkuriim eft- ir því, að binda endi á stjórn- arsamstarfið við okkur og ganga til kosninga, þá mundum við ekki setja okkur upp á móti því, en samkvæmt upphaflegu sam- komulagi flokkanna þarf sam- mæli þeirra beggja til þingrofs fyrir lok kjörtímabilsins." Hinn eindregni vilji „Eftir því sem á sumarið hef- ur liðið, hefur minna borið á þeim mönnum innan Alþýðu- flokksins. sem kröfðust stjórn- arslita vegna kosningaúrslitanna en jafnframt hefur þeirri skoð- un vaxið fylgi innan beggja stjórnarflokkanna, að það væri af mörgum ástæðum eðlilegt að Iáta kjósa til Alþingis nú í haust en ekki að vori, m.a. vegna þess, að ekki sé líklegt, að mála leitan ríkisstjómarinnar til samtaka verkalýðs og vinnu- veitenda um könnun leiða til þess að tryggja kjarabætur af kauphækkunum í vor og til um- bóta á starfsaðferðum við undir- búning og gerð kjarasamninga, fái málefnalega meðferð hjá þessum samtökum, fyrr en að loknum þingkosningum hvenær sem þær yrðu, en höfuðnauð- syn er, að þessi mál verði sem fyrst tekin föstum tökum. Jóhann Hafstein forsætisráð- herra svaraði spurningu frétta- manns ríkisútvarpsins um haust kosningar. í fréttaauka í gær- kvöldi, eitthvað á þá ieið. að hann vildi ekki útiloka þann möguleika, að kosningar til Al- þingis yrðu í haust.“ „Og auðvitað get ég ekki ger ið nákvæmara svar við þessiri spurningu. En ég hygg, að ekki sé neinn trúnaður brotinn, þótt skýrt sé frá því hér, að innan Framtiald á bls 14. ■J" ■■ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.