Tíminn - 22.08.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.08.1970, Blaðsíða 14
r ' 14 TtMJ'NN iepiiii Búnaðarféi. SsEands 1 Á vegum Búnaðarfélags íslands !og í samvinnu við Harðærisnefnd I verður freistað að beita sér fyrir ! heymiðlun. Bændur og aðrir, sem fhafa hey aflögu eru hvattir til J-þess að snúa sér til Búnaðarfélags JlsHands og tilkynna hversu mikið íhey þeir geta látið af hendi. | Ennfremur eru þeir sem ætla jiað kaupa hey beðnir að tilkynna tþað sem fyrst til stjórnar viðkom candi búnaðarfélags eða héraðs- ráðunautar. Það eru því eindregin tilmæli Búnaðarfélags íslands og Harð- ærisnefndar til bænda um allt land að hafi þeir nokkra mögu- leika á að láta hey af hendi, að bregðast fljótt við og láta hey til þeirra sem fyrirsjáanlega þurfa að skerða bústofn sinn verulega ef þeir fá ek'ki hey fyrir haustið. Heymiðlun er þjóðarnauðsyn eins og sakir standa nú. I: A VIÐAVANGI (Framhald af bls. 3. ! forystuliðs okkar flokks sé ein- I dreginn vilji til þess að efna i til kosninga nú í haust. Og ! eftir þeim upplýsingum, sem | beztra hefur verið unnt að afla um vilja Alþýðuflokksins í ! þessu efni, er ekki annað vit- | að en að róðamenn þar séu ; sama sinnis. Ekki er heldur til þess vitað. að stjórnarandstöðu > flokkarnir hafi í raun og veru > nokkuð á móti haustkosning- um eða telji þær óeðlilegar, eins og málum er komið, þó að vel megi vera, að þeir af venju legum loddaraskap reyni að gert eitthvað veður út af slíkri ákvörðun. Verður þannig ekki betur séð en, að auk þess sem nægar málefnaástæður eru til þess að cfna nú til kosninga, séu allar pólitískar aðstæður til þess einnig fyrir hendi, sem er hvort tveggja andstætt því, sem ver- ið hefur, þegar stjórnarand- stæðingar hafa á undanförnu um árum veri'ð að rjúka upp og heimta þingrof og kosning- ar.“ — TK Auglýsing frá lánasjóði íslenzkra námsmanna Auglýstir eru til umsóknar lán og styrkir úr lána- sjóði íslenzkra námsmanna, skv. lögum nr. 7, 31- marz 1967, um námslán og námsstyrki. Umsóknareyðublöð eru afhent í skrifstofu stúd- entaráðs og S.Í.N.E. í Háskóla íslands, hjá lána- sjóði íslenzkra námsmanna, Hverfisgötu 21, Reykjavík og í sendiráðum íslands erlendis. Námsmenn erlendis geta fengið hluta námsláns afgreiddan í upphafi skólaárs, ef þeir óska þess í umsókn og senda sjóðnum hana fyrir 1. nóv. n.k. Umsóknir um almenn námslán skulu hafa borizt sjóðnum fyrir 1. nóv. n.k., nema umsækjandi hefji nám síðar. ÚTHLUTUN UPPHAFSLÁNA (ekki námslána, eins og misritaðist í auglýsingu í blaðinu í gær) fer fram eftir að fullgildar umsóknir hafa borizt, en námslánum almennt verður úthlutað í janúar og febr. n-k. Lánasjóður íslenzkra námsmanna. TÖNLISTARSKOLANN A DALVÍK vantar kennara á vetri komanda. Upplýsingar gef- ur skólastjórinn Gestur Hjörleifsson, sími 61293. í sumarleyfið Spennubreytar í bíla fyrir rakvélar. Breyta 6, 12 og 24 voltum í 220 volt. S M Y R I L L, Ármúla 7, sími 84450 Niarchos ákærður fyrir að íiafa myrt konn sína NTB—Aþenu, föstudag. Gríski skipakóngurinn Stavros Niarchos var í dag ákærður fyrir morð á konu sinni, Eugenie, en hún lézt á einkaeyju Niarehosar, Spetsopoula, 4. maí síðastliðinn. Kom þetta fram í yfirlýsiiigu frá ákæruvaldinu í Aþenu í dag. Niarchos verður leiddur fyrir rétt, sem á að ákvarða hvort nægi- legar sannanir liggi fyrir í málinu. Frú Niarchos lézt vegna of stðrs skammts af svefnlyfjum, að sögn áreiðanlegra heimilda. Merki eftir högg á líkama hennar voru ekki nógu skýr t'l að hægt væri talið a@ setja þau í samband við dauða hennar. Var af ödum talið, að mál þetta væri úr sögunni og allir hreinsaðir af grun um morð. Engar haustkosningar Framhald af bls. 1 þung áföll, treysta eðlilegan rekstrargrundvöll atvinnuveganna og skila launþegum raunhæfum kjarabótum.“ Gylfi: Bíoum eftir niðurstöðu viðræðna Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðuflokksins, sagði: „Ríkis- stjórnin sneri sér nýlega til heild- arsamtaka launþega og vinnuveit enda og óskaði viðræðna við þessa aðila uin rannsókn þeirra vanda- mála, sem víxlhækkanir á kaupi og verðlagi hafa í för með sér, Óg undirbúniiig óg aðfei'ðir við samiiíngagerð í kaupgjaldsmálum, ásamt tillögugerö er verða megi til varanlegra umbóta í ]iessum efnum. Báðir aðilar urðu við þessum tilmælum og eru þessar viðræð ur nýhafnar. Með hliðsjón af þessu hefur miðstjórn Alþýðuflokksins í dag ályktað, að ekki sé tímabært að rjúfa nú þing og efna til haust- kosninga, heldur sé rétt að kanna til hlítar, livort samstaða geti orðið milli aðila vinnumarkaðs- ins og ríkisstjórnarinnar um lausn þeirra vandamála sem viðræðurn- ar eiga að fjalla um.“ Kratar hræddir við kjósendur Þegar Alþýðuflokksmenn fóru að kanna stöðu sína nú síðustu vikur, „þegar eindreginn vilji for ystuliðs" Sjálfstæðisflokksins til að láta kjósa í haust kom í Ijós, komust þeir að þeirri niðurstöðu, oð álit þeirra stæði senniiega mjög lágt meðal kjósenda um þessar mundir. Þeir urðu hræddir og töldu, að frestur væri á ilLu bezt- ur — og það ætti eftir að veita mörgum krötum ný embætti í vetur og vor. Þeim tókst með neitun sinni að beygja Sjálfstæð- isflokkinn. Enn er ekki vitað, hvaða verði það hefur verið keypt, en hitt er víst, að Alþýðuflokkur- íhq er fallinn frá öllum þeim skil yrðum, sem hann vildi í vi.' og sumar setja fyrir áframhaldandi stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn. Kosningavindurinn er heldur betur úr þeim. Á meðan hefur verðbólgan verið eini valdhafinn í landinu Á meðan þessar þingrofsbugleið- ingar hafa verið í ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum vikum og mánuðum saman hefur verðbólgan farið sínu fram og í rauninni ver- ið eini valdhafinn í þessu landi Ailt hefur farið í kosninígaspekúla sjónir fram og aftur en ríkis- stjórnin engar ráðstafanir gert til að koma í veg fyrir að allri kaup hækkuninni yrði velt yfir í verð- lagið. Dýrtíðin hefur ætt yfir land ið og margar holskeflur virðast eiga eftir að rísa. Svo nú eftir mikil heilabrot hjá krötum kemst miðstjórn Al- þýðuflokksins að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki tímabært að láta kjósa vegna þess að verkalýðsfor- ingjar og vinnuveitendur hafi fall izt á viðræður við ríkisstjórnina um „rannsókn" á víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags. Það er verðug kóróna á sumarstarf ríkis- stjórnarinnar. Sjálfstæðismenn æfareiSir Það var ljóst þegar í dag, að miklar deilur munu nú hefjas-t í Sjálfstæðisflokknum vegna þess- arar niðurstöðu. Voru æfareiðir Sjálfstæðismenn víða komnir á kreik í gærkvöldi og beindist reiði þeirra fyrst og fremst að Jóhanni Hafstein og fannst þeim, sem leið- toginn hefði brugðizt við fyrstu raun. Deilur um nýjan forystu- mann Sjálfstæðisflokksins hafði mjög lægt í Sjálfstæðisflokknum og voru ótrúlegustu menn farnir að sætta sig við forystu Jóhanns Hafsteins með tilliti til kosninga nú þegar í haust. Þessi endalok þingrofsþáttarins í kosningarevíu stjórnarflokkanna eiga því eftir áð verða upphaf að harmleik Jó- hanns Hafsteins í Sjálfstæðis- flokknum. íþróttir Framhald af bls. 12 ekki við veðrið frekar en aðrir. Eins og ég gat um áðar, þá verkaði til'koma Skautahallar- innar eins og vitamínssprauta á starfsemi Skautafélagsins. Meira að segja ÍSÍ tók við sér og stofnaði skautanefnd innan sinna vébanda, en þeim hefur láðst að geta þess, að hún væri starfandi, þegar þeir veittu upplýsingar um starfsemi sína í tilefni af hátíðahöldum sínum nú í sumar. Oft hafa Qefndir verið stofnaðar til þess að vinna að vissum verkefnum, en reynast svo bara vera nafnið eitt. En að stofna nefnd, og geta þess ekki einu sinni, að hún sé starfandi, hvað þá að hiðja um skýrslu frá henni, sem aldrei hefur verið gert, er Ijót blekking. Þó voru þau tvö félög, sem fulltrúa eiga í nefnd þessari, nógu góð til að keppa fyrir hönd ÍSÍ á vetrarhátíða- móti þess á Aknreyri s.L vet- ur. Hvað stjórnar svona gerð- um? ÍBR hélt þing í maí s.l. og var farið mörgum fögrum orðum um skautafþróttina á því þingi. Meðal annars voru samþykktar þar tijlögur þess efnis, að stjórn ÍBR færi þess á leit við borgarstjórn Reykja- víkur, að Reykjavíkurborg kæmi upp svellum á borgar- svæðinu, og kæmi upp vél- frystu sveili. Skautafélagsmenn voru virkilega hrifnir af álykt un þingsins, og hé]du nú að björninn væri unninn. Það kom einnig fram á þessu þiugi, að Þórir Jónsson o? félagar myndu ekki halda Skautahöll- inni áfram nú í haust, þar sem nota þyrfti húsnæðið sem hún var starfrækt í, undir annað. Þórir bauðst t.il þess að selja borginni tæki þau sem hann hafði notað til svellagerðarinn ar svo starfsemi þessi gæti haldið áfram. Þórir tók pað fram að taprekstur hefði ekki verið á rekstri Skautahallarinn- ar. Ég, sem meðlimur | Skautafélags Reykjavíkur hef ekkert heyrt um þessi mál, hvorkí fré stjón félagsiní né * * r - • ' . EÆUGARDAGUR 22. ágúst 197A } öðrum. Það væri fróðlegt að fá svar við eftirfarandi spurn-1 ingum frá viðkomandi íþrótta- i forystumönnum. 1. Hefur skautanefnd ÍSÍ ver ; ið lögð niður, og ef svo er, | hver er ástæðan? 2. Hefur stjórn ÍBR snúið ; sér til Borgarstjórnar Reykja-! víkur, eins og henni var falið I að gera af þingfulltrúum á j ÍBR þingi, ef svo er, hver var I niðurstaðan? I Ég vona að íþróttasíður dag- j blaðanna Ijái pláss undir svör- J in, ef þau koma. Virðingarfyllst, I Sveinn Kristdórsson.“ I i Olía | Framhald af bls. 3 arolíunnar er mjög lítið, gæti i hún orðið mjög eftirsótt. En ! jafnvel þótt verðið verði aðeins ! 2 do'.larar á tunnuna, er áætlað ! að hugsanlegur ágóði venði um ! 70 eent á tunnu eftir að norska ; í'íkið hefur fengið sinn hluta. • Ef olíumagnið á Ekofisk-svæð- ; inu er um 7.5 milljarðar tunna, i og hægt verður að ná upp til j vinns.'u einum þriðja af því: magni, þá má áætla, að Phillips-! samsteypan fái um .1.75 millj-' anða dollara í ágóða á 10 árum. i _ Ekki er útlit fyrir, að olían : á norska svæðinu verði flutt ti! - vinnslu í Noregi. Á því eru mik! i ir fjárhagslegir og tæknilegir í vankantar. Er þess vegna senni ; legast, að olíuleiðslan frá Eko- j fisk verði jögð þangað sem við ! skiptavinirnir eru hvort sem i er, þ.e. til Englands og Vestur- i Þýzkalands. ; Noregur mun hins vegar; græða mikið fjárhagslega á oá- unni. Ríkisstjórnin fær 10% af ! verðmæti ounninnar oIíu, og ’ auk þess 45.25% af nettóágóð-; anum. Og í samning-.’m við sum ! fyrirtæki hefur ríkisstjórnin j bætt við sérstökum skatti, eða : möguleikum á helmingaskipt- > um. Norðmenn vilja einnig taka ! meiri þátt í olíuleit og vinnslu ■ í framtíðinni. Olíutekjurnar verða allavega , þýðingarmiklar fyrir ríkl, I sem hefur aðeins fjórar mi.ljón! ir íbúa og 9 milljarða doliara í þ jóðarf raml eiðslu. Bálkeðja Framhald af bls. 3 af fræi og áburði í öllum sýslum ! landsins, nema Vestar-Húnavatns-, sýslu, en þar er ekki vitað til að ; dreifing hafi farið fram, en sýsl-' an varð mjög fyrir barðinu á ösku ; fallinu, eins og menn vita. Þá stendur til að hér verði ráð-; stefna vísindamanna um niengun; í nóvembermánuði. IVIið-Austurlönd Framhald af bls. 9 annað fyrir að hafa vanrækt að eiga frumkvæði að friðarsamn- ingum og láta ónotuð tækifæri, sem ekki komi nema aðeins einu sinni. í því sambandi nefn ir hann það tækifæri, sem bauðst strax að sex daga stríð- inu mknu. Þó furðuægt megi virðast. er Kimche ekki svartsynn á friðar- mögulí.ika í löcdunum fyrir 'jtni M>ð'arðarhafs.'ns Hann hyggur. að unga fó!k;ð taki fram fyrir hendur h;>'na eldn Hann fullyrðir.. að unga fólki* sé higar faii? að draga í-amlar ályktanir í efa og snúasi til andstöðu vi“c gamlar stríðseggj anir. Hinir ungu semj, sinn ei? in frið og móti sinn eigin neim. Þar er komið að n>.’i. rem höf- undur nefnir „aðra vakningu Araba“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.