Tíminn - 22.08.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.08.1970, Blaðsíða 8
TIMINN LAUGARDAGUK 22. ágftst M Minningar Ijóðræns hjarta Lithaugska skáldið Justinas Martsinkjavitsius í heimsókn hjá lithaugska skáldinu Jústinas Martsinkjavitsjus Það var fyrir tíra ánim a‘ð lesendur kynntust fyrst nafn- inu Jústinas Martsinkjavitsjus og á iþessum áratug hefur þessi ungi, lithaugski rithöfandur ris ið upp úr hinucn fyrsta óráðna árangri til traustrar og skuldhindandi viðurkenningar. Bækur hans hafa borizt langt út fyrir landaenæri ættjarðar- innar, kvæði hans og ljóð hafa hljómað á mörgutn Evróputung um og á tuagucn þjóða Sovét- ríkjanna. Og með viðurkenning unni hefur hann þurft að til- einka sér enn eina bókmennta- greiu — viðtöl, þar sem blaða- menn eru tíðir gestir á heim- ili hans. Það verður að viður- kenna að það er annað en léfct að taka viðtöl við þennan samaarekna, Ijóshærða mann: að baki kurteislegu brosinu og góðlátlegs hlátursins finnur maður andstöðuna gegn því að túlfca verk sín eða boða sið- ferði. Honum virðast nærtæk orðin, setn Tsjekov sagði við blaðamenn, sem vildu taka við hann viðtal: „Lesið bækur mín ae, þar er þetta aHt skrifað." En bækur hans segja að sjálfsögðu tnikið um sfcapanda sinn. Þær sýna hvassa sjóa hans, viðleitni til að segja óheflaðan, nakinn sannleika, smlldarlega orðgófu og tilhneig ingu til margræðs táfcnmáls, þær sýna hvað það er sem hann hrífst af og hefur áhyggj ur af. Þrjú verka hans era sér- staklega kunn — það er skáld- sagaa: „Eikin, sem lhló“ — en í henni er mikið af náttúru- stemmningum innan ramma söguefnis, sem þróast af mikl- ram hraða, og hugleiðingar um markmið og mikilvægi skap- andi starfa listamannsins, og tvö söguljóð „Blóð og aska“ og „Veggurinn", þar sem höf- undur fjallar um ógnþrungin ár baráttunnar gegn fasisman- uan. Jústinas MaTtsiik-'av't"-'’'? getur ekki verið h.utiaus ann- álarítari fortíðarianar — í hjarta hans berjast blóð og aska þjáninga þjóðarinnar, og sárið í hjartastað græx efcki, þótt vígvellirnir séu nú grasi- vaxnir og ný hús standi á þeim stöðum, sem áður voru rjúfc- andi rústir. Það er ekfci aðeins heit samhryggð hans vegna þjáninganna, sem fær hann til að grípa pennann, en djúpstæð sannfæring um það að í nafni nútíðar og framtíðar megi ekki gleyma fortíðinni. f miðju viðtalinu við Mart- sinkjavitsjus spurði ég hann að, hvernig hann hefði orðið skáld? — Maður verður skáld með hverri hók, svaraði hann. Af tak markaðri reynslu minai hef ég fandið greinilega fyrir því. Hver einasta bók er fædd af Sfcáldinu. Reynsla sem maður aflar sér við eitt verk, eT manni ekki til trausts og halds nema til að taka til við næsta T-nrk. Fn revnslan tryggir aldrei árangur... • t'Pffí&Mfígítgr?” " _'v vv ■ A W y? ViS minnismerki um mæSur í Pirtsjupis, en ÞjóSverjar brenndu þorpiS og alla íbúa þess. Þokktasta verk Jústinasar, BlóS og aska, fjallar um þennan harmleik. Er auðvelt að snúa sér frá ljóðaskáldskap til ritstarfa í óbundnu máli og öfugt? — Ég á hægt með að svara þessari spurningu, þar sem ég hef ekfci skrifað nema eina skáldsögu. En ég tel að hún hafi verið skrifuð samkvæmt lögmálum ljóðsins. Og þar sem hinn helmingur verka minna, sem elkki eru mikil að vöxtum, er ljóð, þá held ég að það sé ekfci ýkjalangt milli ljóða og Skáldsagna. En aðalatriðið er sá efniviður, sem hrífur manninn. Efnið velur sér sjálft form. Ég hugleiddi efni í leikrit, en úr því varð skáldsaga. Og alveg á næstunni býst ég við að snúa mér að óbundnu máli. Mér finnst að lesendur hafi tneiri áhuga en nokkrir aðrir á skáld- sögum. En meginatriði fyrir mig er að sjálfsögðu ljóðin. Venjulega yrki ég ljóðræn smá ljóð eftir að hafa lokið við sögu ljóðabálk. Gagnrýnendur ljúka lofsorði á þroskaðan hæfileika Mart- sinkjavitsjusar í persónusköp- un. sem kemur bæði fram i söguljóðum hans og smáljóð- um og er sérstaklega áhrifarík- ur, þegar skáldið lýsir heilli ævi í einni eða tveim hending- um. Hin ljóðræna heimsmynd hans er nátengd uppsprettum þjóðlegs kveðskapar og þjóð- sagna. sem hann tileinkaði sér þegar í bernsku. Bernskuárin bjó ég í gamal- dags þorpi, þar sem föðurleg- ur myndugleiki var í hávegum hafður, segir hann. En þetta líf var Ijóð. Hvert tré, hver runni voru umvafin ævintýrum, þjóð sögum, álögum. Öll störf vora unnin í einhvers konar dulræn- um hjúp. Algyðistrú er mjög rík í þjóðareðli okkar — lif- andi tengsl við jörðina og nátt- úruna komu fram í daglegu lífi og listrænni sköpun sveita- fólksins. Blóðtengdir við örlög þjóð- arinnar gefa Ijóðum Martsinkja vitsjusar þegnlegan, félagsleg- an hljóm. Hann hrífst af sígild- um yrkisefnum sfcálda — ást, lífi og dauða og hann fýsir að vita hvaðan er kominn framand leikinu milli manna, honum blæðir í augum samfélagslegur barnaskapur og hann hefur and styggð á hvers konar ósannind- um. óeinlægni og atlögum að mannlegum virðuleika. f ljóð-. um hans skynja Jssendur mann mn á vorum tímum — hina; hugsandi og skapandi marw^ sem einbeitir sér að því, sem hann er kominn til að gera á þessari jörð. Ég legg fyrir sfcáldið hina, venjubundnrj spurningu, hvaðl hann ætli að gera á næstuoni. — f fyrra, segir Martsinkja-, vitsjus, — voru leikrit aðal- atriði fyrir mér, þrjár frum- sýningar á leikritum eftir mig voru í leikhúsum í Lithauga-’ landi. Efniviðurinn í þessum leikritum er sögulegs eðlis, ég. hafði áhuga á hinu gamla vandamáli; sem margir hafa snert: — um gagnkvæm sam- skipti einstaklings og valdsins, listamannsins og samfélagsins. Þessi vaadamál hafa alltaf ver- ið knýjandi og grípandi og mér virðist að það sfcerpi sjónina á framþróun félagslegrar hugs- unar að snúa sér til fyrri tíma. En nú hef ég mestan áhuga, á öðru. Ég rakst eiginlega á, efni, sem ég tel mjög mikil- vægt fyrir bókmenntir okkar. Þessi tími. sem ég ætla uð' skrifa um, er mjög hörmulegur; í sögu þjóðarinnar og fullur af andstæðum. Ég hef í huga stéttarbaráttuna á árunum eftir heimsstyrjöldina, sem óx upp í raunverulegt borgarastríð. stríð, sem krafðist þess að menn tækju ákveðna afstöðu til örlaga þjóðarinnar, til ör'- laga Lithaugalands. Þessi ár hafa sett gríðarlegt mark á, minningar minar frá unglings- árunum. Þetta verður að líkindum ballaða, þetta óvenjulega form; í ljóðlist nú á tímum. En þetta: form veitir samt mögul. á því að klæða það sem ég ber fyrir brjósti í ævintýralegan og1 rómantískan búning og jafn- framt gefur það möguleika til að sýna bæði fólk og viðburði; á breiðum og d.iúpum grund- velli. Alexander Avdéénko. APN SKÐSDOa ©■ LESANDIMN Lögreglumenn komu eigi til sögu hér á landi fyrr en kaup- staðir höfðu verið stofnaðir og gerðir að lögsagnarumdæmum. Þegar Reykjavik var gerð að lögsagnarumdæmi árið 1£C3, voru Skipaðir þar tveir lögreglu menn. Sérstakir næturverðir höfðu þá starfafð þar a. m. k. frá árinu 1791, og hélzt sú skip- an allt tif ársins 1918, að lög- reglumenn tóku við næturvörzl- unni. Akureyri var fyrsti stað- urinn utan Reykjavíkur, sem fékk lögregluþjón og mun það hafa vt-rið árið 1892. Sveitarstjórnir eða sýslu- nefndir skipa lögregluþjóna að tcngnum tillögum lögregfu- stjóra, en hann getur veitt þeim ’ausn frá störfum án samþykkis þessara aðila. Ríkisstjórninni er heimilt, að fengnum tillögum sveitar- stjórnar eða sýslunefndar, a'ð ákveða, að í sveitar- eða sýslu- félagi (bæ, kauptúni), þar sem eru 500 íbúar eða fleiri, sku.'i vera allt að einum starfandi lögregluþjóni ó hverja 500 íbúa. Viðkomandi sveitar- eða sýslusjóður greiðir lögreglu- þjónum laun, en ríkissjóður endurgreiðir síðan helming kostnaðar við lögreglu og .‘ög- gæzlu, nema í Reykjavík, þar sem endurgreiðslan nemur að- eins tveim fimmtu hlutum. Ástæðan fyrir því er sú, að i Reykjavík er deild ríkislög- reglu, sem ríkissjóður greiCir allan kostnað af. Ríkislögreglu menn skuúi ásamt öðrum lög- reglumönnum annast sakamála- rannsóknir, hafa eftirlit með útlendingum, annast umferðar- eftirlit á þjóðvegum og halda uppi almennri löggæzlu og reglu. Hver. sem skipaður er lög- reglumaður, ska; hafa lokið prófi er sýni. að hann sé þeim kostum búinn og hafi þá kunn- áttu, sem nauðsynleg er til starfans. Allir lögreglumenn skulu vinna heit að því, að þeir muni rækja starfið af kostgæfni og vinna að því af fremsta megni að halda uppi stjórnar- skránni og öðrum landslögum. Störf lögreghimanna eru mjög margbreytileg og verða ekki gerð viðhlitandi skil á þess um vettvangi. Hlutverk þeirra er í stuttu máli að halda uppi lögum og reglu, greiða götu manna, þar sem það á við, stemma stigu við ólögmætri hegðun, vinna að uppljóstrun brota, sem framin eru og vera rannsóknardómurum til aðstoð ar í hvívetna. Lögregi'umönnum ber að kynna sér löggjöf og reglur. sem þeir eru sérstaklega settir til að halda uppi, svo sem refsilöggjöf, umferðarlög- gjöf, áfengislöggjöf, lögreglu- samþykktir o. s. frv. Það sem sagt hefur verið í síðustu tveim þáttum, verður að nægja um embæfcti lögreglu stjóra. í næsta þætti verður vikið að starfi og verksviði sak- sóknara ríkisins. Björn Þ. Guðmtmdsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.