Tíminn - 22.08.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.08.1970, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR ! Akureyrinpr vígja nýjan golfvöll í dag I fcljv—Reykjavík. i í dag er stór dagur hjá golí- ; mönaam á Afeureyri, því þeir i halda upp á 35 ára afniæli Golf- j Hábþs Akureyrar, og vígja nýjan- ] golfvSll ,sem er á jörðinni Jaðri. Ensk | knattspyrna i í vikunni hafa farið fram nokkr- ; ir leikir í 1. deildarkeppninni í \ ífcnattspyrnu í Englandi, og hafa i úrslit orðíð þessi: j 17. ágúst. • Biackpool—Lúverpool 0:0 '! Vest Ham.—Arsenal 0:0 ' 13. ágúst. j Everton—Burnley 1:1 • Hnddersf.Southamton 3:1 . Ipswich—Coventry 0:2 , Nott. For.—West Brom. 3:3 • 19. ágúsfc i CShrystal Pal.—Manch. City 0:1 j Man. Utd.—Chelsea 0:0 ! Stoke—Newcastel 3:0 f Tottenham—Leeds 0:2 -. Wolvechamton—Derby 2:4 ! ....... Handknattleiks- í kennsla fyrir stúlkur ! í Hafnarfirði * Band'knattleiksdei'ld FH, sem að ; nndanförnu hefiux verið að reyna i að lyffca upp affcur kvennahand- j fcnattleiknum í Hafnarfirði, og 1 tekizt vel, héfcdur handknattleiks j námskeið fyrir sfcúlkur 13 ára og i yn-gri, og hefst það í dag á Hörðu völium. i Eru hafnfirzkar stúltour heðnar í um að maeta þar með búning og | strigasfcó fcL 16.00, og vera með f frá byrjitm. Þann 19. ágúst 1935 var Golf- klúbbur Akureyrar stofnaður, og fyrstu stjórn hans skipuðu þeir Gunnar Schram, Svanbjörn Frí- mannsson og Jakob Frímannsson. Fyrsti golfvöllurinn var gerður, þar sem nú er athafnasvæði Slipp- stöðvarinnar h.f., og þar var leik- ið til ársins 1945, en þá keypti klúbburinn land sunnan og ofan Mcnntaskólans, og lét gera þar góðan golfvöll, sem leikið hefur verið á fram til þessa. Þótt þessi völlur hafi þá verið talin-n fast að því uppi í sveit, er han nú orðinn fyrir skipulaginu í Akureyrarbæ, og lót því bærinn jörðina Jaðar, sem er fyrir ofan Akureyri undir golfvöll í stað- inn. Á undanförnum árum hefur ver ið unnið að framkvæmdum á Jað- ars-landinu og golfvellinum, og nú er svo komið, að völlurinn verð ur vígður í dag. Magnús Gúðmundsson fyrrum golfmeistari fslands og nú golf- og skíðakennari í Bandaríkjunum, skipulagði völlinn á sínum tíma. Völlurinn var teifcnaður sem 18 iiolu völlur, og er landrými tryggt undir svo stóran völl. En nú verða aðeins 8 holur teknar í umferð til að byrja með, svo og æfingabraut. Fyrir kylfinga verður þessi völl ur mjög skemmtilegur. Hann er fjölbreyttur í meira lagi og erf- iður viðureignar og síðast en ekki sízt er hann í mjog fÖgru um- hverfi. Búizt er við tnikilli þátttöku kylfinga víðs vegar að af landinu á vígslumótið sem hefst í dag, en þá verða leiknar 18 holur, en kepninni lýkur á morgun og þá leiknar síðari 18 holurnar. Íróttasíða Tímans óskar Akur- eyringum til hamingju með þenn- an nýja völl, og norðlenzkum kylf ingium marga ánægjustundina á honum, á komandi árum. HAUSTPRÚF Haustpróf landsprófs miðskóla fara fram 14.— 23. september, 1970. Námskeið til undirbúnings prófunum verða á Akureyri og í Reykjavík, og hefjast 31. ágúst. Þátttaka tilkynnist Sverri Páls- syni skólastjóra, Akureyri (sími 11957) eða Þórði Jörundssym yfirkennara, Kópavogi (sími 41751) sem fyrst Landsprófsnefnd. Leikir í dag, iatígardagirm 22. ágúst K E F L A V ÍKUR VÖL LOR KL. UÓ-OO Í.B.K. — Víkingur VESTMANNAEYJAOÖLLOR KL. 16.00 Í.B.V. — Í.B.A. WÖTANEFND. TIMINN LAUGARDAGUR 22. ágúst 197«. Danmerkurmeistararnir í handknattleik HG — Þeir koma hingað eftir nokkra daga — en fá engan leik. Enginn vildi leik við dönsku meistarana í handknattleik Eftir nokkra daga kemur hingað til lands eitt þekktasta og bezta handknatlleikslið heims, Danmerk urmcistarar í karlahandknatt|eik innanliúss og utan í mörg undan- farin ár. HG. Ekki verður viðdvölin þó löng, aðeins til að skipta um flugvél, ea síðan halda þeir til Grænlands. HG hafði mifcinn hug á að fá að leika við íslenzk lið í þessari ferð, og höfðu forráðamenn sam- band við undirritaðan meðan á HM-keppninni í Frakklandi stóð, og háðu um að athugaðir yrðu möguleikar á því. Var það gert strax, því þar voru topparnir í íslenzkum handknattleik saman- komnir, en enginn treysti sér til að taka á móti liðinu, og fá því ís- lenzkir handknattleiksmenn að- eins að veifa HG-mönnum í þetta sinn. HG hefur verið sterkasta hand- knattiéiksíið Danmerkur undan- farin ár, en nú hefur orðið mikil blóðtaka í liðinu, því Jörgen Pet- ersen hefur skipt uen félag, og leikur með Helskigör næsta ár, og þá hefur fyrirliði HG og landsliðs ins. Gert Andersen, tilkynnt að hann sé hættur að leika, og sömu leiðis markvörðurinn Bert Mort- ensen. Þrátt fyrir þetta á HG eft- ir 3 landsliðsmenn, þá Verner Gaard, Carsten Lund og PaEa Nijsen. Til Grænlands fara þó alilr þessir kappar, og jafnvel Jörgen Petersen emnig, en Grænlending- ar óskuðu eindregið eftir því að HG kæmi með sitt sterkasta Ifð. Það er slæmt fyrir íslenzfcan hand knattleik að ekki samdist við IIG um leiki hér á landi, og er ekfci að efa að handknattleiksmenn okkar kiæjar í lófana við tilhugs- unina um að HG-mennirnir séu á landiau. án þess að þeir fSí að leika við þá. Hp. Bréf til íþróttasíðunnar Hvers eiga skautamenn að gjalda? „Heiðruðu íþróttaforystu- menn (stjórnir ÍSÍ og ÍBR ásarnt íþróttafulltrúum ríkis og bæja), ég tel ærna ástæðu til að bréfkorn það, er hér fer á eftir komi fram. Sannanlegt þyHr nú að íþróttir eigi fuflilan rétt á sér í nútíma þjóðfélagi, tii heiilsubótar þegnium þess, á þessari öld lífsþægindanna. En leiðinlegt er til þess að vita, að fþróttirnar eru ekki allar jafaréttháar í augum for- ystumannanna, eða svo virðist vera. í Reykjavík era starfandi 6 íþróttafólög sem hafa knatt- spyrnu á stefnuskrá sinni. í Reykjavík eru 3 knattspyrnu- veliir sem reknir eru af Reykjavíkurborg, og 6 félags- svæði sem hafa frá 1 upp í 3 knattspyrnuvelli hvert. í Reykjavík eru starfandi 7 fé- lög, sem hafa handtonattleik á stefnuskrá sinni. Tvö af þess- um félögum eiga eigið hús- næði undir starfsemina. Hin félögin fá inni í barna- og ungl ingaskólum borgarinnar, enda ieiikfimisalir þessara stofnana hannaðir með hliðsjón af þess- ari starfsemi. Eins er körfu knattieiknum farið. Frjálsar íþróttir hafa nú á seinni árum fengið sæmilegar aðstæðnr. Sundfólk okkar þarf ekki að kvarta, enda sýnir árangur þess hversu góða aðstöðu það hefur. Þessi borg getur státað af tveimur golfvöllum, og ekH er nema tveggja tíma keyrsla í góð skíðalönd. þar sem hver skíðaskálinn stendur við hlið- ina á öðruim, og skíðalyftur fylgja suiniim skálanna til þess að auiba manni leti við að kom- ast upp á brekkubrún. En hvað hefur verið gert fyrir skautaíþróttina? Ekki neitt. Fyrir nærri 80 árum var stofnað hér í Reykjavík íþrótta félag, sem hlaut nafaið Skauta félag Reykjavíkur, og hafði skautaíþróttina á stefnuskrá sinni. Þrátt fyrir erfiðar að- stæður, og það að stundum varð hlé á starfsemi þess, er þetta féiag starfandi enn þann daa í dag. Óhætt er að segja að frá árinu 1938 hafi félagið margreynt að verða sér úti um fastan stað fyrir starfsemi sína, en árangurslaust. Því hefur verið úthlutað svæði, af hálfu borgarinnar, en þegar það hefur ætlað að hefja fram- kvæmdir, hefur svæðið verið tekið af því og ýmsu borið við, af hálfu borgarinnar. Árið 1969 tóku nokkrir athafna- rnenn sig saman um að gera úrbót, en fram að þeim tíma hafði skautafélagið verið með sínar æfingar á Reykjavíkur- tjörn. Hinir áðurnefndn. at- hafnamenn, uadir forystu Þór- is Jónssonar, stofnúðu fyrir.tæfc ið Skautahöllina, sem eins og nafnið bendir til var skauta- hölfl með vólfrystu sve'lli. Þessi skautahöll varð reykvísbu skautafólki til mikillar ánægju, og Skautafélagi Reykjavífcur mikil lyftistöng. í upphafi æfði skautafélagið þarna endurgjalds laust, vegna velvilja Þóris. Seinna var svo sett fast gjald á æfingatíma félagsins, að vísu nokkuð hátt í byrjun, en þegar Þórir og Co. komust að því að félagsmenn greiddu æfinga- gjaid þetta úr eigin vasa, án styrkja frá íþróttahreyfing- unni, lækkuðu þeir gjaidið, þannig að það varð viðunanlegt. Árangur af starfsemi Skauta haliarinnar kom líka fljótlega í ljós. Akureyringar, sem. til þessa höfðu ætíð sigrað með yfurðburðum þegar íshockey-lið þaðan og frá Reykjavík léfca, urðu að sættá sig við tap. síð- ast er liðin mættust. Á undan- förnum árum hefur Baldur Jónsson íþróttavallavörður Reykjavikurborgar sýnt félag- inu mikinn velvilja og aðstoð- að það eins vel og var á hans færi að gera, en hann. ræður Framhald á hls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.