Tíminn - 22.08.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.08.1970, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 22. ágúst 1970. Útgefandi: FRAMSÓKNARFUOKKURINN ‘ Pramfcvæmdastjórl: Kiistján Benediktsson RitstJórar: Þórarlnn Þórariinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas ' Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstjómar skrifstofur j Edduhúsinu. símar 18300—18306 Skrifstofur Banikastræti ? — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasiml 19523. Aðrar sfcrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuðl. innanlands — f lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm Edda hí. Ofsatrú á gengis- fellingar öll ríki, sem keppa að því að búa við heilbrigða fjár- stjórn, reyna að halda verðgildi gjaldmiðilsins sem stöð- ugustu. Telji stjórnir þeirra, að ekki verði komizt hjá einhverri breytingu á genginu, reyna þær að hafa hana sem allra minnsta. Gengisbreyting hefur miklar og marg- víslegar raskanir í för með sér og því meiri, sem þær eru stórfeldari. Þetta kemur glöggt fram, ef litið er til reynslu annarra Evrópuþjóða á áratugnum 1960—69, bæði árin meðtal- m. Nokkrar þjóðir þar hafa fellt gengið á þessum tíma, en ekki nema einu sinni, og þá mjög takmarkað, t. d. Bretar um 14%, Frakkar um 11.2% og Danir um 8%: ísland er alger undantekning meðal Evrópuríkja í þess- um efnum. Hér hefur gengið verið fellt fjórum sinnum á þessum tíma, fyrst 1960 um 34% (miðað við núv. gengisskráningu, að viðbættum þáv. yfirfærslugjöldum), þar næst 1961 um 11.2%, þá 1967 um 24.6% og loks 1968 um 32.2%. Þótt gengi íslenzkrar krónu hafi verið fellt áður, eru ekki til nein eldri dæmi um svo gífurlega fellingu krón- trnnar á einum áratug. Sé áratugurinn 1950—59 tekinn til samanburðar, kemur t. d. allt annað í ljós- í ársbyrjun ' 1950 var gengi dollarsins skráð kr. 16.10, en síðar bætt- "'Mst við aðflutningsgjöld, sem lögð voru á vegna útflutn- , ingsuppbóta, og var gengi dollarsins því raunverulega . kr. 25.30, er þessum áratug lauk. Dollarinn hafði þannig hækkað í verði um 55%, miðað við íslenzka krónu, á ► þessum áratug. Á áratugnum 1960—69 hefur hann hins vegar hækkað um 248%, eða úr kr. 25.30 í kr. 88.10. Þessi hamslausa felling krónunnar á áratugnum 1960 . —69 sýnir það óumdeilanlesa, að ríkisstjómin hefur ekki aðeins misst taumhald á dýrtíðinni, heldur hefur hún magnað hana með fleiri og stórfelldari gengisfellingum en hægt er að réttlæta frá nokkru heilbrigðu þjóðhags- legu sjónarmiði. Efnahagsmálaráðherrann og þeir sér- fræðingar, sem hafa ráðið mestu um gerðir hans, hafa f verið haldnir þeirri öfgatrú, að efnahagskerfið mætti lækna og bæta með því að hafa nógu margar og stór- felldar gengisfellingar. Þeir hafa trúað á gengisfelling- arnar sem hagstjórnartæki, svo að notuð séu orð þess þeirra, sem ráðamestur er. Þetta er höfuðskýringin á því, að ríkisstjórnin lætur nú dýrtíðina magnast mótspyrnulaus. Sérfræðingar ■ hennar bíða eftir því að grípa til hins eftirsótta hag- ) stjórnartækis síns í fimmta sinn. Meðan núv. stjórnarsamsteypa helzt, verður ótrautt haldið áfram á braut gengisfellinga. ísland verður áfram fjármálalegt undur vegna stærri og fleiri gengisfellinga en annars staðar eru dæmi um. Oftrú á gengisfellingar verður áfram helzta leiðarljós valdhafanna. Það verður ekki snúið af þessari braut, nema breytt verði um stjórn og stjórnarstefnu. Ánægður ráðherra Það er haft eftir merkum manni. að á einu sviði menntamála standi íslendingar framar frændum sínum á Nútourlöndum: Enginn norrænn menntamálaráðherra er <jns ánægður með ástand skólamála í landi sinu og Gylfi P. Ci&l&san. Þ.Þ. TIMINN ð THOMAS LASK, NEW YORK TIMES: Bæði Nasser og Israelsstjórn hafa sýnt ósáttfýsi í verki Athyglisverð bók um þjóðarvakningu Araba á árunum 1914—1970 MANNKYNSSAGAN getur verið huggandi, eða lestur hean ar að minnsta kosti. Hið nýja ritverk Johns Kitnches um at- burði í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar fram á þennan dag færir daglegar fregnir af blóðsútheilingum á þessu svæði fjær okkur. Að lestri loknum koma þær okkur minna við en áður og með öðr- um hætti. Titil! bókarinnar er The Second Arab Awaking. The Middle East 1914—1970. Forsíðufréttin, sem virðist lýsa átakanlegu óláni (og kann að gera þrð) missir nokkuð af sárindum sínum og raðast á sinn stað í harmsögu þjóðanna á þessu svæði. Bók Kimches er skuggalegur lestur, en hún eykur skilning okkar, og áhrif hennar stuði'a að bjartsýni, eins og skilningurinn gerir andann frjálsan. BÓKIN er ekki barát.tusaga Araba og ísraelsmanna, enda þótt sú deiia komi verulega við sögu í síðari hlutá hennar, eins og hún raunar hlýtur að gera.. Kimche er brezkur blaðamaður, ritstjóri tímaritsins The New Middle East, og snýr sér því einkum að helztu Arabaríkjun- um og Evrópuveldunum, sem þau voru — og eru — á ýmsan hátt ánetjuð. Kimche heldur fram, að yfir- standandi erjur eigi rætur að rekja tL' þeirra stjórnmálaráð- stafana, sem gerðar voru í lönd unum fyrir botni Miðjarðarhafs- ins að fyrri heimsstyrjöldinni lokinni. Þegar Ottoman-veldið leystist upp, sáu Bretar sér leik á borði að taka við yfirráðum þar, sem Tyrkir höfðu áður ríkt. Bretar héldu fram, að ör- yggi þeirra eitt væri ekki í húfi, heldur þyrftu þjóðir þessara landa á húsbóndavaldi að halda, og Bretar væru einmitt gæddir hinum réttu hæfii'eikum til að taka slikt hlutverk að sér. CIJRZON lávarður átti sæti í ríkisstjórn Bretiands um þetta leyti og skrifaði þá meðal ann- ars: „Ég held fram, án þess að ég vilji gera lítið úr Banda- rikjamönnum eða nokkrum öðr um, að ef við viljum láta stjórna vanþróuðum þjóðúm með rétt- læti, þá ferst okkur Bretum það yfirfeitt betur úr hendi en öllum öðrum. Það er sannfær ing mín, aið björgun hinna myrku heimshorna veiti á því, að þau séu undir brezkri stjórn“. Bretar áttu auðvitað að ákveða. hvaða þjóðir væru aft- ur úr. og áttu að stjórna þeim, hvort sem þeim iíkaði betur eða verr sjálfum. Þeir komu ekki auga á, að nítjánda öldin var liðin, eins og Woodrow Wilson minnti á, þjóðirnar hvar vetna vildu láta stjórna sér með eigin hag fyrir augum, og voru sannfærðar um, að þeim færist þetta betur sjálfum en nokkr- um öðrum, sem ætlaði að gera það fyrir þær. Bretar voru vissufega ekki GOLDA MEIR einir á báti þarna. Frakkar litu svo á tveimur áratugum síðar, að þeir gætu farið aftur til Indókína og tekið þar til, sem fyrr var frá horfið, eftir a@ þeir höfðu ekki reynzt færir um ,9$ vern$a. ,!andið. líin. „myrku heimshorn“, sem Curzon vék að, voru í raun og veru hugar- fóstur hans sjálfs. BRETAR virtust fara sköru- lega af stað, þegar þeir komu sér fyrir í Egyptalandi, tóku að sér umboðsstjórn Palestínu og íraks og sniðu álitlega sneið af tyrkneska keisaradæminu horfna til þess að mynda Trans- jordaniu- Þeir beittu fé, nær- veru hersveita sinna og stjórn- málasnii'li til þess að festa sig í sessi. Hinu verður þó ekki haggað, að þessar ráðstafanir hlutu að mistakast og stefnan var vonlaus. Verst af öllu var, að fjörutíu ár liðu áður en spilaborgin hrundi. Höfundurinn leiðir að því rök í frásögn sinni, að skipa- skuirðurinn, sem flestir hafi haldið hyrningarstein Egypta- lands, hafi aldrei verið mikil- vægur í raun og veru. Egypta- land hafi sjálft skipt megin- máli, það sé og hafi verið mið- punktur landsvæðis, sem teygi arma sína ti! Afríku, Rússlands, Vestur-Evrópu og Indlandshafs, en vísi þó fyrst og fremst í austur. KIMCHE segir frá því í bók sinni, að Bretar hafi ekki að- eins átt í höggi við ákafa þjóð- ernisstefnu þarna eystra, held- ur hafi aðfarir opinberra starfs- manna, sem hún sendi á vett- vang, einnig valdið erfiðleikum. Þetta hafi að vísu verið óvenju- Tega snjallir menn og færir í starfi, en hafi orðið um of tengd ir málstað Araba. Þeir hafi lagt sig fram um að útskýra afstöðu Araba fyrir Bretum, en látið undir höfuð leggjast að skýra afstöðu Breta fyrir Aröbum. Þegar að því kom í síðari heims styrjöldinni uð út’it var á að Bretar biðu lægri hlut, sneru ma.igir Araöar sér til Þjóðverja og reyndu, mað tðstoð Franz von Papen í Ankaia, að ganga NASSER í bandalag við Þýzkaland Hitl- ers. Beint virðist riggja við að spyrja, hvernig hafi á því stað- ið, a@ Bretar hölluðust í upp- hafi eins mikið á sveif með Zíonistum og raun ber vitni, jafn hrifnir og margir af ráð- gjöfum þeirra í málefnum land- anna fyrir botni Miðjarðarhafs- ins voru af Aröbum. Svarið er ákaf’.ega einfalt. Bretum virt- ist þörf á vígi Zíonista í þess- um heimshluta ef eitthvað óvænt kynni að gerast í Egypta landi. Síðar kom að þvi, að þarfir Breta breyttust í þessu efni, og þá ur@u heitin, sem Gyðingum í Palestínu höfðu ver ið gefin, til trafala og byrði. SÁ KAFLI bókar Kimche, sem fjalfar um Súez og Sínaí, snýst fyrst og fremst um Nasser eins og vera ber. Höfundurinn lýsir mæta vel skilningi egypzka leiðtogans á einingu Araba og síbreytilegum viðhorf um hans í félagsmálum og efna- hagsmálum. Hugsjón Nassers um einingu allra múhameðstrúarmanna frá Indónesíu til Ati'antshafs er blátt áfram áfeng í mikilleik sínum. Ef unnt væri að gera þessar þjóðir að sameinuðu stjórnmálaafli, væri þar um að ræ@a tæki, s«m hvtr sem væri gæti verið full sæmdur af Samt sem áður vaida innbyrðis af- brýðissemi og erjur pví, að slík eining getur aldrei orðið að veruleika. Höfundur he.'dur einnig fram, að Nasser hafi aldrei í raan og veru óskað eftir friði við ísrael eða trúað á, að úr honum gæti orðið. Nasser hafi haft hægt um sig nokkur ár eftir að hann komst til valda. en það hafi ein ungis stafað af því, að hann hafi talið sig valtan í sessi og ógn vofa yfir sér heima fyrir. Hann hafi viljað fást við óvini sína innanlands áður en hann sneri sér að erlendum óvinum. I'IMCHE dæmir Nasser hart, en hann er ekki síður harður í dómum um Israel Hanr gagn- rýnir hið nýja ríki hvað eftir Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.