Tíminn - 23.08.1970, Blaðsíða 13
I
fJS T\'TT *■ E * 3 pní DTl H 1 H !
m liöJ 1U tUl oi
ísJenzk knattspyriraEð, sem
taka. þátt í Evrópubikarkeppn-
mni í knattspymu, eru komin
út á háian ís imeð því að semja
við mótherja sfna um að leika
bá@a Ieiki í 1. umferð keppn-
innar á erlendri grund. Það er
hægt að afsaka slíka samninga
í ánstaka trlfellum, t.d. þegar
Valsmenn komust í 2. umferð
keppninnar, en þá var komið
fram á vetur og ógjörlegt að
leika hérlendis. Einnig má
segja, að afsakanlegt sé að
semja um báða leiki erlendis,
ef íslenzku liðin eru sérstaklega
óheppin með mótherja, þ.e.a.s.
ef þeir eru frá fjarlægum lönd
um og ferðakostnaður er óheyri-
lega mikill.
Á sínum tíma var deilt hart
um það, hvort íslenzk knatt-
spyrnulið ættu yfirhöfuð nokk
urt erindi í Evrópubikarkeppni.
Sá, sem þessar línur skrifar, var
einn þeirra, sem mælti með
þátttöku íslenzkra liða, fyrst og
fremst af þeirri ástæðu, að með
þátttöku í Evrópubikarkeppni
gæfist okkur kostur á að sjá
nokkur af beztu knattspyrnu-
liðum heims leika á íslenzkri
grund. Var það ein megin rök-
semdin fyrir þátttöku okkar
manna — og á það bent, a@ án
þátttöku í keppninni, hefðum
við ekki tækifæri á að sjá þessi
frægu lið leika, þar sem þau,
í öðrum tilfellum, krefðust
bárra fjárupphæða fyrir að
leáka, en Evrópubikarkeppnin
er á jafnréttisgrundvelli — og
á þeim vefctvangi verða hinir
stóru að leika við litlu félögin
og njóta engra forréttinda. í
þessu sambandi má minna á
það, að hér hafa leikið mörg
heimsfræg knattspyrnulið. Næg-
ir þar að nefna Liverpool,
Feijenoord og Benfica, sem öll
komu hingað í sambandi við
Evrópubikarkeppni, og eru
heimsóknir þeirra íslenzkum
knattspymuunnendum ógleym-
anlegar.
En nú hefur orðið á stefn-u-
breyting, því miður. Peninga-
sjónarmiðið er nú allsráðandi.
Félögin græða fjárhagslega á
því að leika báða leikina ytra —
og virðast láta sig litlu skipta,
hvort þau fá 10—20 marka
flengingu, aðeins ef þau fá pen-
inga fyrir. Minnir þetta óneitan
lega á þá atvinnugrein kveona,
sem Jengst hefur lifað í manií-
kynssögunni, og er heldur slæm
ur vitnisburður fyrir íslenzka
knattspyrnu, ekki sízt á timum,
sem landsliðið er að rétta úr
kútnum og skapa íslenzkri knatt
spyrnu veglegri sess en verið
hefur. Á þá að láta einstök fé-
lagslið rífa það niður?
Tvö utanbæjarfélög hafa nú
tekið þann kost að semja við
mótherja sína um að leika báða
leikina erlendis, Akureyri og
Akranes. Þar á undan hafa KR
og Valur leikið þennan leik.
Vafalaust óttast þessi félög f jár-
hagslegt tap, leiki þau annan
leikinn heima, og það skal fús-
lega viðurkennt, að eins og sak-
ir standa, þá eru íþrótt/isam-
skipti við útlönd óhagstæð, m.a.
vegna ranglátrar vallarleigu, en
á meðan svo er, verður að taka
áhættuna — eða láta það vera
að taka þátt í Evrópubikar-
keppni. Peningar skipta miklu
máli, en félögin mega ekki
gleyma tryggustu stuðnings-
mönnum sínum, áhorfendunum,
sem gjarnan vilja sjá sterkustu
lið sín í keppni við beztu lið
Evrópu.
Ef til vill er ekki rétt, að
stjórn Knattspyrnusambandsins
skipti sér af þessu máli. Fyrr
eða síðar mun Evrópusamband
knattspyrnumanna setja rautt
ASAHI PENTAX myndavélar auðvelda fleirum að taka beiri myndir.
iH M ASAHi PENTAX
FÓTÓHÚSIÐ BANKASTRÆTI SÍMI 2-15-56
^ ASAHI & PENTAX
Utanmál:
24,6x17,5x17,4 cm.
Þetta er nýi, hvíti 12 volta 53 amp SÖNNAK-
rafgeymirinn I VW, Ope) o.fl nýja þýzka bfla.
Fjölbreytt árval SÖNNAK-rafgejrma ávallt fyrir-
liggjandi.
SMYRILL, Ármúla 7. — Simi 84450.
SERVERZLUN
Til sölu er sérverzkm á góðum stað'
í MIÐBÆNUM
Upplýsingar í síma 16205.
Ijós á þátttöku íslenzkra liða,’
og gæti það orðið afdrifaríkt.
Hins vegar væri það ekki óeðli-
legt, að stjórn Knattspyrnusam-
bandsins setti það sem skilyrði
fyrir þátttöku íslenzkra liða, að
þau iéku annan leikinn heima.
Að öðrum kosti yr@i öðrum lið-
um gefinn kostur á þátttöku.
— alf.
<H>
VELJUM ÍSLENZKT
ÍSLENZKAN IÐNAÐ
VELJUM
punlal
OFNA
Lengið
sumarið
Tvær skemmtiferðir meS m/s Gullfossi
til meginlands Evrópu
Fyrri ferð:
30. sept. til 19. okt.
Seinni ferð:
21. okt. til 9. nóv.
Ferðizt ódýrt - Ferðizt með Gullfossi
Reykjavík, Dublin, Reykjavík, Leith,
Amsterdam, Amsterdam, Hamborg,
Hamborg, Kaupmannahöfn,
Kaupmannahöfn, Leith. Leith, Thorshavn.
Allar nánari upplýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS, SÍMI 21460
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS