Tíminn - 09.09.1970, Blaðsíða 6
*
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 9. september 1970
Greinargerð stjórnar Laxárar kjunar vegna
vatnsmiðlunar Laxárvirkjunar við Mývatn
Vegma þess atburðar er varð
þegar stífla Laxárvirkjunar í
Miiðkvísl var eyðiÆgð og vegna
ýmissa fuUyrðinga Mývetninga
og fleiri urn miðlunarmaimvirki
Laxárvirkjunar við Mývatn, þá
sér stjórn Laxárvirkjunar á-
stæðu til að gera nokkra grein
fyrir þessum málum og sam-
skiptum henoar við landeig-
endur á þessu svæði.
Vegna þeirra miklu rennslis-
truf’ana, sem urðu í Laxá á
vetrum, sérstaklega þó við úr-
rennsli árinnar úr Mývatni, og
þeirra miklu truflana, sem þar
af leiðandi urðu á raforkufram
ieiðslu virkjananna viið Laxá,
þá var eftir ítarlegar athugan-
ir talið nauðsynlegt tL’ úrbóta,
að gera þær stíflur í hinum 3
kvíslum Laxár, sem þar hafa
staðið, sú fyrsta frá árinu 1946
og hinar frá árunum 1960 og
1961.
Þessar framkvæmdix hafa al
gjörlega komið í veg fyrir þær
aivarlegu truflanir, sem þarna
arðu, stundum oft á hverjum
vetri.
FullyrSingar um ólögmæti
þessara framkvæmda.
Stiflan í Syðstukvísl, sem er
f landi Haganes, var gerð árið
1946, og með fullu samþykki
bóndans þar, Stefáns Helgason-
ar, og yfirlýstu hlutleysi hrepps
nefndar Skútustaðahrepps um
byggingu stíflunnar.
Þann 10. ágúst 1953, leyfði
Atvinnumáiiaráðuneytið eftirfar-
andi framkvæmdir:
1. Geirastaðakvíslin verði dýpk
uð og í hana sett stífta með
lokum, sern hleypa má vatn-
inu um, þegar þörf gerist.
2. Reyinist þessi ráðstöfun ekki
nægileg verði „Breiðan"
fyrir ofan kvíslina dýpkuð,
annað hvort alla leið frá
kvíslinni og upp fyrir „Rif-
ið“ eða þá á hluta af þess-
ari leið.
3. Framkvæmd verði dýpkun
og hreinsun við sjálft „Rif-
ið“.
Liður 1 var framkvæmdur og
hófust framkvæmdir árið 1953,
en stöðvuðust þá vegna fjár-
skorts, en hófust síðan aftur
sumarið 1956 og var þeim end-
anlega lokið 1960.
Þann 5. júlí 1960 veitir Land-
búnaðarráðuneyfið leyfi fyrir
eftirfarandi framkvæmdum:
1. Stífla í Miðkvísi’ með sii-
ungastiga.
2. Stíflur í tvo hliðarfarvegi
Syðstu-kvísl'ar.
3. Lagfæring árfarvegs móts
við Getdingaey.
Ráðuneytið gerði þá kröfu að
við mannvirki þessi verði gerð-
ar þær ráðstafanir til trygging-
ar eðlilegri fiskigöngu, sem
veiðiimálastjóri telur fuflnægj-
andi, og var það gert.
Framkvæmdum þessum var
lokið 1961.
Samskipti við bændur.
Bætur til Stefáns Helgasonar
bónda í Haganesi vegna stífl-
unnar í Syðstu-kvísl og Stefáns
Sigurðssooar bónda á Geira-
stöðum vegna stiflunnar í Ge:ra
staðakvísl voru greiddar eftir
mati, og v-arð enginn ágreining-
ur þar um.
Þann 19. júní 1960 skrifar
Kristján Benediktsson, Arnar-
vatni, stjóm Laxárvirkjunar
bréf þar sem hann fer fram á
kr. 10.000,00 í bætur vegna
tjóns, sem hann tefur að orðið
hafi á silungsklaki, en það
stundaði hann um 10 ára tíma-
bil.
Þann 21. júní 1960 skrifa á-
búendur Arnarvatns stjórn Lax-
árvirkjunar bréf þar sem farið
er fram á við Laxárvirkjun að
endurbyggðar verði gamlar brýr
yfir í Geldingaey, þó þannig að
þær verði færar dráttarvé! -íeð
vagni og séu þetta bætur fy 'r
tjón og óþægindi, sem þeir tel...
sig hafa orðið fyrir af völdum
Laxárvirkjunar á undanförnum
14 árum.
Þann 18. júlí 1960, samþykkir
stjórn Laxárvirkjunar eftirfar-
andi: „Stjórnin heimilar fram-
kvæmdastjóra að semja við Arn
arvatnsbændur á þeim grund-
veli að gengið verði að kröfum
þeirra um endurbyggingu
brúnna á Syðstukvísl og um
bætur vegna tjóns á klaki, hvort
tveggja með því skilyhði að
landeigendur torveldi á engan
hátt fyrirhugaðar framkvæmdir
og að hugsanlegt tjón þeirra
vegna fari eftir mati eftirá."
Voru þessar kröfur Amar-
vatnsbænda síðan uppfylltar.
Þann 22. júlí 1960, var haid-
inn í vinnuskái’a Laxárvirkjunar
að Geirastöðum, fundur stjóm-
ar Laxárvirkjunar með landeig-
endum við Mývatnsósa og
hreppsnefnd Skútustaðahrepps.
Tilefni fundarins var að leita
samkomulags um framkvæmdir
þær sem þá stóðu yfir og fyrir-
hugaðar voru til að tryggja
stöðugt rennsli Laxár. Þar gerði
Eysteimn Eigurðsson þá kröfu
að gengið yrði frá bótakröfum
Arnarvatnsbænda og fram-
kvæmdum við endurbyggingu
brunna á Syðstukvísl lokið áður
en samið yrði um áframhaid-
andi framkvæmdir við Miðkvísl,
eða þær gerðar.
Vegna þessa var því lýst yfir
af hálfu stjórnar Laxárvirkjun-
ar að ekki verði frekar aðhafzt
við stíflun Miðkvíslar fyrr en
brýrnar á Syðstukvís!- hafi ver-
ið endurbyggðar og unnt verði
að hleypa vatni í Geirastaða-
kvísl.
Eftir kröfu landeigenda var
samkomulag um það miili
þeirra og stjórnar Laxárvirkj-
unar, að lögskipaðir matsmenn
verði til staðar, þegar alð þvi
komi að Miðvísl verði stífluð,
ti! athugunar á silungsgengd.
Á fundinum gerði ennfremur
Jón Gauti Pétunsson, oddviti,
grein fyrir kröfum hreppsnefnd
ar og landeigenda, en stjórn
Laxárvirkjunar lýsti því yfir,
að hún myndi taka kröfumar
til athugunar, en frestaði að
taka afstöðu tí! þeirra.
Stjórn Laxárvirkjunar sendi
síiðan kröfurnar til umsagnar
raforkumá.'astjóra, og að feng-
inni umsögn hans var samþykkt
á fundi 30. ágúst 1960 að hafna
kröfunum sem heild, en skylt
er að taka fram, að þá þegar
hafði stjórn Laxárvirkjunar
orðið við kröfum Arnarvatns-
bænda um bætúr og einnig
hafði Stefán Sigurðsson á Geirar
stöðum fengið sínum kröfum
framgengt, eins og áður segir.
Stjóm Laxárvirkjunar var
þeirrar skoðunar, að tjónbætur
umfram það, sem þá þegar
hafði verið samið um vegna
framkvæmda vdð Mývatn,
skyldu ákvarðaðar af dómkvödd
um matsmönnum.
Tveir menn voru dómkvaddir
af sýslumanninum á Húsavík ti!
þess að meta hvert tjón hefði
orðið vegna þessara fram-
kvæmda Laxárvirkjwnar og
voru það þeir Ami Jónsson,
núv. landnámsstjóri og Bjart-
mar Guðmundsson, alþm.
Var hér fyrst og fremst um
hugsanlega rýrnun á silungs-
veiði að ræða. Samkvæmt upp-
lýsingum annars ofanritaðra
matsmanna var tvívegis óskað
eftir uppi’ýsingum frá ábúend-
um á þessu svæði um tjón það,
sem þeir töldu að þeir hefðu
orðið fyrir, en i bæði skiptin
óskuðu þeir eftir frestun á mál-
inu. Gerðist síðan ekkert í mál-
inu fyrr en bréf dags. 18. maí
1970, berst frá Eysteini Sigurðs
syni, formanni nýstofnaðs Veiði-
félags Laxár og Krákár, þar
sem farið er fram á að Laxár-
virkjun leggi til silungaseyði,
sem bætur fyrir tjón það á
veiði, sem félagið taldi að hefði
orðið.
Ennfremur var farið fram á
að Laxárvirkjun kostaði gerð
laxastiga meðfram virkjun-
um þeim sem nú eru, og gerðar
verði, í Laxá við Brúar. Var
jafnframt spurzt fyrir um það
í bréfinu hvort stjórn Laxár-
virkjunar væri til viðræðu um
þessi atriði.
Stjórn Laxárvirkjunar svar-
aði með bréfi 11. júní 1970 og
tL’kynnti að hún væri fús til
viðræðna við veiðifélagið.
Þessi bréfaskipti háfa nýver-
ið verið birt í blöðum, og v ða
því ekki rakin hér, en af þeim
má Ijóst vera, að það hefur
ekki staðið á Laxárvirkju-ar-
stjórn að semja um þessi mál.
Og þótt matsmenn hafi ekki skil
að áliti í öllum tilfeRum, er
ekki við Laxárvirkjunarstjórn
að sakast þess vegna, heldui
bændur sjálfa og verði aganna
En allar bætur. sem ssmió
hefur verið um eða matsmenr
hafa úrskurðað vegna mann-
Barna- og unglingaskólinn
á Vatnsleysuströnd
verður settur við helgiathöfn í Kálfatiarnarkirkju,
sunnudaginn 13. sept. kl. 2 síðdegis.
Skólastjóri.
Tilboð óskast ■
Volvo Amazon, árgerð 1966, í núverandi ástandi
eftir árekstur.
Bifreiðin verður til sýnis í bifreiðaverkstæðinu
Armi, Skeifunni 5, Reykjavík, í dag og á morgun.
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Tjóna-
deild, Ármúla 3, Reykjavík, fyrir kl. 12 á hádegi
föstudaginn 11. september 1970.
Leiguhúsnæði
óskast
600—800 fermetra húsnæði á jarðhæð óskast
til leigu. Má vera óupphitað. Leigutími frá miðj-
um september n.k. 1 4—5 mánuði
Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir næstk.
föstudag, merkt: „1099“.
Trésmiðir
óskast nú þegar- Uppmælingavinna. Löng vinna.
BREIÐHOLT,
Lágmúla 9, Reykjavík.
Sími 81550.
Verkamenn
óskast nú þegar. — Löng vinna.
BREIÐHOLT,
Lágmúla 9, Reykjavík.
Sími 81550.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast um sölu á stálmöstrum fyrir flóð-
lýsingu á íþróttavelli.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
13. okt. n.k. kl. 11,00 f.h.
innkaupastofnun reykiavíkukborgar