Tíminn - 09.09.1970, Side 7

Tíminn - 09.09.1970, Side 7
SHÐVIKUDAGUR 9. september 197«. TIMINN virkjanna við Mývatnsósa, hef- ir Laxárvirkjun u'msvifa'aust greitt og það er fyrst með bréfi dajgs. 31. 7. 1970 sem nýjar kröfur landeigenda eru sendiar Laxárvirkjun og getur enginn aetlast -til þess að milljónakröf ur séu samsbundis afgreiddar enda einnig til athug-unar hjá himum dómkvöddu matsmönn- um. Al-drei hefir v-erið eftir því leitað að þessi m-annvirki, eða hl-uti þeirra yrði fjarlaegður og það hafa he.’dur ekki borizt til- mæli til stjórnar Laxárvirkjun- ar um viðræður til þ«ss að fiinna lausn á þeim erfiðleikum á göngu urriða miili vatns og ár, se-m bændur telja að skapazt hafi vegna þessara fram- kvæmda. Þa-ð má hinsvegar skýra f-rá þvi, að framkvæmda stjóri Laxárvirkj-unar fór, nokkru eftir að han-n tók við starfi, austur aið Mývatni og kynnti sér, ásamt eftirlits- mönnum Laxárvirkjun-ar með þessum mannvirkjum, þeim Finnþoga Stefánssyni, þá bónda á Geirastöðum og ívari Stefáms- syni, bónda í Haga-nesi, þessar framkvæmdir og áhrif þeirra á fiskigengd milíi vatns og ár. I>ar sem veiðimálastjóri va-r þá væntanlegur sköm-mu síðar til Mývatns þá varð að sam- komulagi að áðurnefndir bænd- ur ræddu þessi mál við ha-nn og óskuð-u tillagn-a til úrbóta, en um fleiri ’eiðir virðist þarm-a vera að ræða, og var það gert. Því miður komu ekki tillög- ur frá veiði-málastjóra tii úr- bóta, en eins og tekið var fram við áðurnefnda bæ-ndur, þá var því lýst yfir að ekki mumdi stamd-a á Laxárvirbjun að fram- kvæm-a þær aðgerðir, sem tald- ar væru, af sérfræðingi u-m þessi mál, I-íklegastar ti3 árang- nrs. 0m vatnshæð Mývatns. Allmikið hefur verið rætt og ritað um vatnsstöðu Mý- vatns. og hafa ýmsir haldið því fram að bún sé n-ú önnur en var áður en framkvæmdir þess ar hófust, og nú í Morgunblað inu þann 28. ágúst 1970, er -grein eftir Kristján Þórhalls- son, Vogum, þar sem háu vatns borði er kennt nm litla silungs- veiði, þverrandi fuglalif o.fl. — Veg-na þessara skrifa vill stjórn Laxárvirkjunar gera grein fyr- ir þessu atriði: Fljótt eftir að stíflan í Syðstu-kvísl var gerð fór að hera á óánægju bænda með háa vatnsstöðu, sérstaklega voru það þeir bændur er bjuggu norðan og austan við vatnið, og með bréfi dags. 31. sept. 1952 er kvartað yfir of hárri vatnsstöðu og farið frarn á að vatnið verði lækkað í 47 cm. á mælikvarða þei-m sem við vatnið er. Á fundum Laxárvirkjunar- stjómar, bæði 1952 oð 1953 er bókað að Mývetningar geti sjálfir ráðið vatnsstöðunni og vatnsrennsli, að því tilskyldu. að vélar virkjunarinar fái nægj anlegt vatn og komizt verði hjá að gera Mývetningum búsifjar. Stjón Laxárvir-kjunar benti eðlilega á ,að hún hefði engan áhuga á að ákveða eitt eða neitt um vatnsborðshæð Mý- vatns. Það ættu Mývetningar sjálfir að gera, en enn mun þeim hafa gengið illa að ná samkomulagi þar um. Þann 14. marz 1954, skrifar Sigf-ús Hallgrímsson, Vogum, Sig-urjóni Rist bréf þar sem han kvartar um háa vatnsstöðu og óskar umsagnar hans. Þessu bréfi svaraði Raforkumálaskrif stofan og sendi stjórn Laxár- virkj-unar afrit af því svari, ásamt bréfi Sigfúsar. Á fundi stjórnar Laxárvirkj unar dags. 30. marz 1954 var gerö svofelld bókun: „Ástæðan fyrir umkvörtun- um þeim, sem fram hafa komið virðist stafa af ósamkomulagi milli Mývetninga um hvernig haga skuli vatnshæð Mývatns, en stjórn Laxárvirkjun-ar vill ekki blanda sér í þær deilur. Geti Mýv-etni-ngar komið því svo fyrir að til vertði ákveði-nn aðili sem hafi vald ti-1 að segja fyrir u-m hver vatnshæðiin skuli vera, þá er virkjunarstjóra fús til þess að leggja fyrir eftirfits- rnann virkjunarinn-ar að hag-a vatnshæðinni eftir fyrirmælum þessa aðila á umræddum tím-um árs, en meðan enginm slíkur að- ili er til gebur stjórnin ekki ann að en lagt fyrir eftirlitsmanninn, eins og hún þegar hefir gert, að hald-a vatnshæðinni sem fíkastri því, sem hún hafði verið áður, á v-iðkomandi árstímum." Þann 1. ágúst 1954 skrifa ábúendur við Mývatn stjórn Laxárvirkjunar bréf, þar sem skýrt er frá því að nefnd sú, sem þeir kusu til þess að kanna hver hin raunverulega vatnshæð Mývatns hefði verið áður en stíflan í Syðstukvísl var gerð, hefði komizt að þeirri niðurstöðu að hin náttúrlega staða Mývatns hefði verið 40 —45 cm. á mælikvarðanum, þó nær 40 cm., og þann 11. ágúst 1954 er á fundi stjórnar Laxár- virkjunar rædd niðurstaða þeirrar nefndar er Mývetningar kusu til þess að komast að raun um náttúrlega vatnsstöðu Mývatns. Stjórn Laxárvirkjunar sam- þykkxr eftirfarandi: „Þar sem Mývetningar hafa nú -kosið nefnd til þess, meðal annars að „kveða nánar á um vatnsstöðuna", samþykkir stjórn Laxárvkkjunarinnar að fela eftirlitsmanni virkjunar- innar við Mývatn að haga vatns hæð í Mývatni í sa-mráði við nefnd þessa á tímabilinu frá 1. maí til 1. okt., enda beri þá nefndin ábyrgð á vatnshæðinni gagnvart Mývetnin-gum. Sam- þykkt að senda Stefáni Helga- syni í Haganesi afrit af f-undar- samþykkt þessari". Frá þessuir tíma er fullt samráð haft við ábúendur við Mývatn um vatnshæðina og munnlegt samþykki þeirra fyrir því að fara mætti upp í 60 cm. á mælikvarðanum í byrjun vetrar og jafnvel hækka frek- ar eftir að vatnið væri orðið ísilagt. Þó voru ekki allir sam- mála um þetta. Vatnssveiflur hafa verið mjög litlar síðan miðlunarmannvirkin tóku til stai'fa og munu vatnsborðs- breytingar ekki að jafnaði hafa verið meiri en um 20 cm. Þann 26.4. 1969 skrifar for- maður Veiðifélags Mývatns, Dagbjartur Sigurðsson, Álfta- gerði, eftirfarandi bréf: Hr. rafveitustjóri! Til skam-ms tíma hef-ur hér ekki verið -neinn sameiginleg- ur málsvari fyrir alla iandeig- endur við Mývatn. Nú hefur verið ráðin bót á þessu. f Veiði félagi Mývatns eru allir þeir sem land eiga að Mývatni. Stjórn Veiðifélagsins hefur ver ið falið að gæta hagsmuna félagsmanna viðvíkjandi yfir- borðsvatnshæð Mývatns. Óeðli- leg vatnsstaða í Mý\Tatni getur haft alvarlegan skaða í för með sér, bæði hækkun og lækkun, sérstaklega lækkun. Vatnsstaðan var svo lág á s.l. vetri að slfkt má ekki koma fyrir aftur. Við höfum eins og aðrir raf-magnsnotendur á orkusvæði Laxárvirkjunar á- huga á þvi að sem minnstar truflanir verði á orkuframleiðsl unni, og álít ég' því rétt að raf- veitustjórn Akureyrar geri samning við stjórn Veiðifélags Mývatns um yfirborðshæð Mý- vatns á hverium tíma. Vil ég því biðja yður að koma þessu áliti mínu til réttra aðila. Virðingarfyllst, Dagbjartur Sigurðsson. Þetta vor fór vatnsstaðan niður í tæpa 47 cm., sem þá var töluvert fyrir ofan það sem áður var talið að hefði verið meðalvatnsstaðan. Viðræður fóru fram milli fulltrúa Laxárvirkjunar og stjórnar Veiðifélags Mývetn- inga sumarið 1969, án þess að endanleg niðurstaða um vatns- stöðuna fengist, enda var stjórn Veiðifélagsins ekki reiðubúin að nefna neinar endanlegar töl ur um efri eða neðri rnörk vatnsins. Af þessu má sjá að það hef- ur verið mjög erfitt að gera svo öllum líki í þessu máli, þar sem ábúendur við Mývatn hafa haft svo ólí-kar skoðanir á því hver vatnsstaðan skuli vera. Það er hins vegar staðreynd, sem sózt af þeim mælingum, sem gerðar hafa verið, að vatns staðan hefur veri‘3 miklum mun stöðugri síðan miðlunar- ma-nnvirkin tók til starfa, held ur en áður var. 7 Stjórn Laxárvirkjunar hefur eins og að frama-n segir, ætíð viljað haga aðgerðum sínum í samræmi við ós-kir Mývetninga og er nú, er þetta er ritað, beðið eftir nánari óskum stjórn ar Veiðifélag-s Mývatns, sem nú er sá aðili, sem semja á við. Það er því furðulegt þcgar Kxústján Þórhallsson, Vogum, vill fcenna Laxárvirkjun um lélega veiði, átuskort, minnk- andi fuglalíf, kulda í vatninu o.fl. og teiur ha.nn að allt þetta stafi af of hánú vatnsstöðu. Þar virðast fullyrðingar sett ar fram alveg að óathuguðu máli, og væri fróðlegt að vita álit 'stj-órnar Veiðifélags Mý- vatns í því sambandi: Hver viil hún að vatnsborðsstaðan sé? Hvernig getur átuskortur í Mý vatni verið Laxárvirkjunar- stjórn að kenna? Hefur Laxár- virkjunarstjórn svæft mýið? Stóð Laxárvirkjunarstjórn fyr- ir kuldanum í vor og sumar? Var það hennar sök, að ekki komu ungar úr eggjucn fugla? Er kannski allt illt frá Laxár- vir-kjunarstjórn komið? En hver á vatnsborðshaað Mý vatns að vera? Það eru Mývetn ingar sjálfir sem eiga að svara því, og stjórn Laxárvirkjunar er, og hefur alltaf verið, reiðu- búi-n að taka fyllsta tiilit til óska þeirra í því efni. Akureyri í sept. 1970. Stjórn Laxárvirkjunar. VELJUM fSLENZKT <H> fSLENZKAN IDNAÐ * Við velium rwM það borgar sig IIISPvlíKS iijlítíllpyi;-:ii-i: Í ■ ' niMal OFNAR H/F. Síðumúla 27 . Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.