Tíminn - 09.09.1970, Page 14

Tíminn - 09.09.1970, Page 14
14 1 j)■ »"A TÍMINN TT! þœs sem hann á mikinn f.iölda ísl. hestar Framhald affbls. 16. enda hafði harm staðið sig vel í hinni nýafstöðnu keppni. Með al þeirra, sem buðu í Stjarna voru Feldmann sjáifur og Led ermann nokkur frá Norður- Þýzkalandi, en hann er mesti fslandshestaeigandi þar norð- ur frá, og á mjög marga hesta, sem hann hefur keypt hér. auk Úr hefur tapazt frá Bröttugötu að Umferð- armiðstöð s.l. föstudag. Upplýsingar í síma. 1589, Selfossi. annarra hesta. Formaður sambands fslands- hestaeigenda í Þýzkalamdi, fata kaupmaðurinn Matthiasen- keypti Loga frá Kirkjubæ, sem sleginn var á 120 þúsund krón ur, eða 5000 mörk. Þá má geta þess, að þarna seldist Gustur frá Vík, og keypti hann svissneskur arkitekt, og greiddi fyrir hann 5600 mörk, eða 134 þúsund krónur. rúmar. Auk þess seldist Hvellur frá Hvítárbakka á 3700 mörk, eða tæp 89 þúsund. Tveir hestar aðir, Blossi og Gráni vora boðnir upp, en ekki fengust viðunandi boð í þessa hesta, vildu eigendur fá minnst 3800 mörk fyrir Blossa, og 3500 mörk fyrir Gráina, en enginn bauð svo vel. Hins vegar fréttist að uppboðinu loknu, að boð hefðu komið í hestana, sem eigendur gátu sætt sig við, og seldust þeir því einnig þarna á staðn- um. Forsetinn Framhald af bls. 1 hans þeim á flug'^Hinn sem fulltrúar dönsku rikisstjórnar- innar. Við bi'ottförina sendi forset- inn kveðjur til dönsku konungs hjónanna og Emil Jónsson sendi danska utanríkisráðherr- anum, Poul Hartling, kveðjur. Kaffisala Framhald af bls. 3. drætti félagsins gefur við'íka mik- ið í aðra hönd. Félagið selur einn- ig minningarkort, einnig hafa bas- arar og kaffisölur drýgt tekjurnar, en þó ekki sízt góðar gjafir, sem félaginu hafa borizt- Yfirlæknir þjálfunarstöðvarinn- ar er Haukur Kristjánsson, for- stöðukona er Jónína Guiðmunds- dóttir, sjúkraþjá.’fari. Formaður Kvennadeildarinnar er Björg Stefánsdóttir. ÞAKKARÁVÖRP Mtnar innilegustu þakkir til barna, tengdabarna og barnabarna, og annarra ættingja og vina, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum og á annan hátt á 85 ára afmælisdegi mínum 28. ágúst s.l. Ingibjörg Björnsdóttir, Stykkishólmi. Fósturmóðir, tengdamóðir og amma okkar Aðalbjörg Pálsdóttir, Graenumýri 5, Akureyri verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 10. september klukkan 1,30 eftlr hádegi. Sigríður Kristjánsdóttir, Jónas Kristjánsson Ema Árnadóttir, Egill B. Hreinsson og börnin. Útför eiginmanns mfns og föður okkar Steins Guðmundssonar frá Seli, Hólmgarði 39, fer fram frá Háteigskirkju, fimmtudaginn 10. september kl. 13,30. Fyrir mina hönd og barna minna Jóhanna Jónsdóttir. Okkar innilegustu þakklr fyrir vináttu og samúð við andlát og útför Bjarna Snæbjörnssonar læknis. Sérstakar þakkir færum við bæjarstjórn Hafnarfjarðar fyrir auð- sýnda virðingu við hinn látna. Helga Jónasdóttir Jóhanna Tryggvadóttir Jónas Bjarnason Áslaug Magnúsdóttir Snæbjörn Bjarnason Málfríður Bjarnadóttir Jón M. Guðmundsson Alma Thorarensen Bjarni Bjarnason Kristjana Bjarnadóttir Björn Tryggvason. Hjartans þakkir tll allra er sýndu okkur samúð, við andlát og út- för Guðrúnar Jóhannesdóttur Svanborg Jóhannesdóttir Þuríður Jóhannesdóttir Oaði Jóhannesson Lilja Kristjánsdóttir og dætur Okkar hjartanlegustu og beztu þakkir færum við öllum þeim mörgu sem á hinn margvíslegasta hátt hjálpuðu og llðsinntu mlnni ástkæru dóttur, systur, mákonu og frænku Elísabetu Sigríði Erlu Helgadóttur í hennar langvinnu og miklu veikindum, bæði utanlands og innan, og sérstakar þakkir færum við starfsliði Kópavogshælisins og Hvítasunnusöfnuðinum fyrir þeirra miklu hjálp. Guð geymi ykkur öll. Unnur Elíasar Kristján Jóhannsson Sigurlaug Jónsdóttir og frændfólk. Landsþing Framhald af bls. 16. an vísað til viðkomandi nefnda. Það sem einkum verður og hcf- ur verið fjallað um á þinginu, er: a) Sameining tveggja eða fleiri sveitarfélaga í eitt sveitarfélag. b) Endurskoðun á verkcfnaskipt ingu ríkisins og sveitarfélaganna. c) Hlutdeild fasteignaskatta í tekjuöflun sveitarfélaga. Fyrir hádegi á morgun, miðviku dag, mun Gylfi Þ. Gíslason mennta málaráðherra svara fyrirspurnum þingfulltrúa uim skólamál, en eftir hádegisverðarhlé mun Gaukur Jörundsson prófessor flytja erindi um framkvæmd eignarnáms. Að því loknu verður kynningarfundur bæjarstjóra, sveitarstjóra og odd- vita um sameiginleg áhugamál. Heyþurrkun Framhald af bls. 3 Segja má að tilráunir þessar séu enn á byrjunarstigi, en ár- angur sá sem náðst hefur undan- farna daga lofar mjög góðu um að hér sé búið að finna" upp að- ferð til heyþurrkunar, sem ætti að geta komið íslenzkum landbún aði að góðu gagnj. því varla þarf að .minna nokkurn mann á hve afkoma bænda er háð tíðarfari yfir sláttinn. Benedikt ■ telur að kostnaður við að koma upp þurrkhúsi með tilheyrandi tækjum sé ekki meiri en sem svarar verði einnar drátt- arvélar. Auk þess sem heyþurrk- unarhús ætti að gera bændum kleift að slá og þui-rka hvenær sem þei-m hentar, og þurfa ekki að fara eftir duttlungum veður- farsins. Þá má telja fullvíst, að næringargildi heys, sem sett er í hús og þurrkað á stuttum tima, beint af ljánum, missi mun minna næringargildi, en hey sem liggur svo og svo lengi óþurrkað eftir að það er slegið. Dr. Gunnar Framhald ai bls. 1 ins með símskeyti, og voru á hann boðaðir löglærðir menn, sem vitað var að væru flokksbundnir Sjálfstæðismenn eða yfirlýstir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins og eins menn, sem ekki var vitað til að styddu aðra stjórn- málaflokka. Munu hafa verið í þeim hópi fyrst og fremst hæsta- réttarlögmenn, héraðsdómslög- menn, borgardómarar, sakadóm- arar og dómarafulltrúar. en einn- ig ýmsir aðrir löglærðir embætt- ismenn hjá borg og ríki. Fundurinn hófst um sexleytið í gær með ræðu, sem einn fundar- boðenda, Bjarni Beinteinsson, hélt. Fundarmcnn, sem blaðið náði tali af í dag, sögðu að Bjarni hefði í upphafi talið upp ýmsa þá MIÐVIKUDAGUR 9. september 1970 kosti, sem dómsmálaráðherra yrði að prýða. Síðan hafi hann varpað fram þeirri spurningu, hvort fund armenn gætu þá á stundinni nefnt einhvern þann úr þingliði Sjálf- stæðisflokksins, sem hefði til að bera alla þá kosti, sem hann hafði áður nefnt. Varð þá að sögn löng og vandræðaleg þögn í salnum, og ekkert svar barst við spurn- ingunni. Mun Bjarni þá hafa ítrekað við fundarmenn, að nefna einhvern þann Sjálfstæðismann, sem til greina kæmi, en aftur varð löng þögn og sagði enginn orð. Eftir nokkra stund mun Bjarni síðan hafa sagt, að vafalaust hefðu fundarmenn allir eitt nafn í huga utan þingliðs Sjálfstæðisflokksins, nafn manns, sem uppfyllti öll þau skilyrði, sem hann liefði áður nefnt. Þessi maður væri Gunnar Thoroddsen. Lýsti Bjarni því sem sinni skoð un, að þetta væri eini maðurinn í forystuliði Sjáifstæðisflokksins sem væri þeim kostum gæddur. sem dómsmálaráðherra yrðu að prýða. Myndi þar á fundinum hefj ast undirskriftasöfnun, og væru allir hvattir til þess að skrifa und ir áskorun til Jóhanns Hafsteins, forsætisráðherra, þess efnis, að hann gerði Gunnar Thoroddsen að dómsmálaráðherra í ráðuneyti sinu. Við þessi orð gengu allmargir fundarmanna úr salnum, að sögn sumra um þriðjungur, en þeir, sem eftir voru, skrifuðu nöfn sín á áskorunarskjalið. Var síðan haldið áfram að safna lögfræði- ingum hliðhollum Sjálfstæðis- flokknum á áskorunina, og í dag höfðu um 60 skrifað undir hana. Að því er blaðið veit bezt. var áskorunin síðan afhent Jóhanni Hafstein síðdegis í dag. Banaslys Framhald af bls. 1 um er hann fór veltornar og hlutu þær minni háttar meiðsli, nema að ein þeirra viðbeinsbrotnaði. Ein stúlknanna fór heiim aðAuðs haug til að ná í hjálp. Voru Gís.’i og stúlkurnar öll flutt til Patreks- fjarðar og annaðist lögireglan þar rannsókn slyssins. Á .'augardagsmoi'gun varð annað sly.s á svipuðum slóðum. Þá var bll ekið á talsverðum hraða á brúarhandrið á Vatnsdalsá, sem rennur í Vatnsfjörð. Var sá bíll frá Akranesi- í bíinum voru þrír farþegar og ökumaður. Ung stúlka frá Siglufirði skarst illa í andliti er bíllinn lenti á brúarhandriðinu. Liggur hún á sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Hitt fólkið sem í bíln um var slapp ómeitt. Bíllinn skemmdist mikið. Daginin þar áður vaiið enn eitt slys skammt frá Vatnsda.’sá. Þaj* valt út af veginum og skemmd- ist mikið, en engan sem í þeim bíl var sakaði. Vegurinn á þessum slóðum er yfirleitt góður en á honum eru sums staðar eins og svo víða beygj- ur og hindranir og mun ástæða fyrir þessum tíðu slysum þama vera sú að ökumenn eru ókunnug- ir aðstæðum og gæta sín ekki sem skyldi þegar óvæntar hindra.nir birtast al.’t í einu. íþróttir Framhald af bls. 13 aðlr og þeir hafa verið í sínum fyrri leikjum í sumar. en í þetta sinn tókst þeim ekki að sigra með einu marki eins og í helmingnum af leikjunum í 1. deild til þessa. Vörnin er máttarstólpi liðsins, og þar eru beztu mennirnir, einnig í þessum leik. Frá miðjumönnunum kom lítið af viti, og framlínumennirnir voru eins og einmana skip, sem stíma áfram hvert í sínu lagi og án nokk- urrar samvinnu. Dómari í þessum leik var Einar Hjartarson ,og var hann leiðinlega smámunasamur við upptínslu á smábrotum, en lót mörg þau stóru vera. Bandaríkjamenn Framhald af bls. 9 Vietnama, „sem hafa sett traust sitt o'kkur hljóti að láta lífið fyrir þá röngu ályktun“, þ.e. að þeir verði teknir af lífi, ef kommúnistar ná völdum. — Heimildir hans í þessu efni eru skýrsla Rand Corporation og ummæli Douglas Pike, sem hann segir „fróðasta mann þjóð arinnar um Vietnam" en er einn ig forustumaður í USIA (Uni- ted States Information Agen- cy). Annars segir einnig í skýrslunni frá Rand Corpera- tion, sem varaforsetinn vitnar í, að ný samsteypustjórn eða jafnvel hrein kommúnistastjórn í Vietnam hlyti af góðum og gildum ástæðum að reyna að draga úr stjórnmálahefndum eins og unnt væri. TÆPAST er þörf á að svara þeim ásökunum varaforsetans, að frumvarpið feli í sér ein- angrunarstefnu. Við 'sækjumst hvorki eftir afneitun þjóðlegra skuldbindinga Bandaríkja- manna né að þeir dragi sig inn í skelina. Við þörfnumst þess ■ einmitt umfram allt að banda- rísku valdi sé beitt af mann- legri gát til aðstoðar fólki í leit þess að stjórnmálastofnun- um, sem það sjálft aðhyllist í stað þess að sóa því, og auka og vernda mannlífið og bæta öryggi heimsins í stað þess að stofna því í hættu. f Vietnam er ekki fyrst og fremst um að ræða annað hvort sigur eða ósigur. Viet- namar einir geta borið sigur nú býtum í styrjöldinni og þeir einir geta beðið ósigur. Við getuim ekki látið þeim í té eða lagt á þá neitt, sem þeir girn- ast ekki og vilja ekki gera fyrir sjálfa sig. Þetta hefur reynslan í Vietnam leitt í ljós, svo hörmulegt sem það er, og varaforsetinn blekkir banda- rískan almenning með því að heita því, sem ekki er unnt að standa við. 26. apríl 1967 komst ég svo að orði í ræðu: „Hvers konar menn standa við stjórnvöl okk ar, ef þeir þröngva almenningi til fylgis við stefnu sína að við lögðum hótunum um drottin- svik?“ Afstaða mín er enn óbreytt, helgast ekki af flokks- fylgi og er hin sama til rikis- stjórnar Johnsons og Nixons. Ég leyfi mér hér með að beina spurningunni hér að framan til varaforsetans. SAGAN sýnir, að kúgunin verður hvað mest þegar þeim, sem misbeita stjórnmálavaldi sínu, tekst að þagga niður í opinberum rökræðum. Þetta hefur ekki einvörðungu verið hlutverk lýðskrumara eða ein- ræðisherra, hvorki til hægri né vinstri. Þýzkaland nazismans, McCarthy-isminn, Ungverjaland og Tékkóslóvakía eru áþreifan- leg dæmi um fólk, sem hefur verið ógnað til þagnar í ótta. Þeim, sem hrópa „einangr- unarsinnar", „friðarsinnar“, „blindir, óþolinmóðlr stjórn- málamenn“ eða aðrar slíkar ásakanir má ekki með nokkru móti líðast að kveða niður óheftar, skynsamlegar rökræð- ur um mikilvæg mál, hvorki hér í þinginu né meðal almenn ings víðs vegar um land. Lífsháttum okkar Bandaríkja manna stafar raunveruleg ógn af því, sem hrærist meðal okk ar hér heima fyrir, en ekki af neinu austur í Indó-Kína í 10 þúsund mílna fjarlægð.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.