Tíminn - 15.09.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.09.1970, Blaðsíða 3
15. september 1570 TIMINN VERÐHÆKKUN- UM MÓTMÆLT Mj&g fjölmennur húsmæðra- fundur, haldkm á Eskifirði mánu- daginn 7. september, samþykkti einróma eftirfaramdi áiyktun: 1. Fiundurinn mótmælir harð- rega þeim hækkunum, sem nýlega hafa orðið á fiski og fandbúnaðar- afurðum, og trúir því ekki að mirliliðakostnaðiurinn á þessum vörum þurfi að vera svo hár sem haran er. Það virðist óeðlilegt, þegar almennar kauphækkanir nerna 15—20%, að þessar sérstöku vörutegundir hækki allt að 70%. Samþykkir fundurinn að neita a)ð kaiupa landbúnaðarafurðir í haust á meira en 20% hærra verði en var á þekn í sumar. Nú þegar er verð á kjötmeti svo hátt, að fj&ldi beimi’a hefur það ekki á borðum nema tvisvar í viku, fólk þarf einmig að draga við sig kaup á smjöri og mjólk, helzt þeir, sem mesta þörf hafa fyrir þessar fæðutegumdir, þ.e. barnm&rgu heimilim. 2. Fumdurinm mótmælir því, að kjöt skuli selt úr landinu á marg- falt fægra verði en það er á hér, og það gert með því móti að ríkis- sjóður, þ.e. íslenzkir skattgireið- endiur, greiði það niður. 3. Fundurinn gerir það að til- lögu sinni, að framvegis fái sæti í verðlagsmefmd fjórar konur, gjarn an ein úr hverjum landsfjórðungi. 4. Að endingu skorar fundurinn á húsmæfður um allt land, að koma saman, og senda frá sér sitt álit á þessum máfum. Konur, stöndum saman til verndar hagsmunum heimilanna. Á fundinn, sem haldinn var í félagsheimilinu Valhöll, mættu um 200 húsmæður, og tóku margar þeimra til máls um þetta efni. Sauðfjárslátrun hafin á Sauðárkróki GÓ—Sauðárkróki, mánudag. Sauðfjárslátrun hófst á Sauð- árkróki í dag. Aætlað er, að slátr- að verði hér 42.000 f jár, h.'á Kaup- félagi Skagfirðinga, en auk þess verður slátrað um 6200 fjár hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Hofs- ósi. Á Sauðárkróki verður slátrað 1500 fjár á dag. Þess má geta, að slátrað vertður hér um 4000 fjár færra en í fyrra haust, en slátur- fjártalan er svipuð nú og hún var í fyrra á Hofsósi. Lestaði 35 þús kassa af freðfiski GS, ísafirði, mánudag. Goðafoss hinn nýi, lestar hér á Isafirði í dag, 35 þúsund kassa af freðfiski. Fiskurinn er frá frysti- húsunum í Súðavík, ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík. Framkvæmdastjórn og þingflokkur á fundi Firamkvæmdastjóm og þing- flokkur Framsóknarmanna komu saman til fundar í flokksherbergi Framsóknarflokksins í Avþingis- húsinu í gær, og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Á fund- inum er rætt ástand og horfur í stjórnmálunum. Fundi fram- kvæmdastjómarinnar og þing- flokksins ver'ður fram haldið í dag bl. 2 í flokksherberginu í Alþingishúsinu. (Tímamynd G.E.) Fjölmenn endurhæfingar ráðstefna nú haldin hér SB—Reykjavík, mánudag. Norræn endurhæfingarráðstefna SKODABÍLL MEÐ SEX MANNS VALT KJ—Reykjavík, mánudag Kiukkan að ganga átta á sunnu- dagskvöldið valt Skodabíll á Vest urlandsvegi skamrnt ofan við Grafarholt, austan við veginn heim að Engi. I bílnum voru hjón me@ fjórum sonum sínum, og voru þau á leið til Reykjavíkur. Ökumaðurinn telur sig hafa ver- ið á um 60 km. hraða, og enda- stakkst bíiTinn hægra megin út af veginum, og hafnaði síðan á hjólunum. Hægri hlið bílsins og framendinn fóm mj&g illa, en ökumaður og farþegar sluppu furðanlega við meiðsli. Konan skarst á hálsi, og einnig slasaðist einn drengurinn, og voru þau f.'utt á Borgarspítalann, en fengu að fara heim til sín að lokinni aðgerð á Slysadeildinni. PÓSTHÚS OPNAÐ I VESTURBÆNUM OÓ—Reykjavík, föstudag. Nýtt pósthús verður að öllum iikindum opnað í Reykjavik í næstu viku. Er verið að vinna að innréttingum og er húsnæðið að verða fullgert. Verður þetta nýja pósthús að Nesvegi 16 og er fyrsta pósthúsið sem opnað er í Vestur- bænum. Umdæmi þess nýja pósthúss verður allt svæðið sunnan Hring- brautar og vestan Suðurgötu Matthías Guðmundsson, póst- meistari, sagði í dag, að ætlunin væri að opna fleiri pósthús í Reykjavik. Verður það næsta í Háaieitishverfi. Siðar verður sett á stofn pósthús í Breiðholtshverfi. En þau pósthús verða tæpast opn- uð á þessu ári. Húsnæði pósthússins að Nesvegi er um 100 fermetrar að stærð. Þar verða leigð 100 pósthólf og er þeg- ar búið að panta mörg þeirra. Enn er ekki ákveðið hver verður útibús stjóri þarna. hófst á Hótel Loftleiðum í gær, Forseti ráðstefnunnar, Oddur Ólafsson flutti setningarræðuna, síðan talaði tiýggíngaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson. þá borg- arstjóri Geir Hallgrímsson og loks forseti Norrænu endurhæfingar- samtakanna, A. Langernskjöld. Alls taka á fjórða hundrað manns þátt í ráðstefnunni. Að lokinnj setningarathöfninni í gær hófust umræður um þróun endurhæfingar á Norðurlöndum síðan 1966. Af íslands hálfu tal- aði Guðmundur Löve, framkvæmda ■stjóri. Dagskránni í gær lauk svo með hópumræðum. Aðalmálið á ráðstefnunni í dag var skaðlegar afleiðingar stöðnunar eða tafa á endurhæfingu. Var rætt um það RANNSÚKN LOKID NYRÐRA KJ—Reykjavík, mánudag. Lokið er nú nyrðra að sinni rannsókn í Miðkvíslarmálinu, og er setudómarinn Steingrímur Gautur Kristjánsson, fulltrúi bæj- arfógetans í Hafnarfirði, kominn suður. Hálfur mánuður er nú síið an rannsóknin hófst, og beindist hún í fyrstu að dynamitinu sem notað var við sprenginguna, en síð an fór mikill tími í að rannsaka gamlar dinamitbirgðir, sem fund- ust bæði í Mývatnssveit og við Laxárvirkjun, og e'-u taldar eign Laxárvirkjunar. Málsskjöl munu síðan senn verða send saksóknara til ákvörð- unar, en jafnframt vinna skipaðir sáttasemjarar að sáttaumleitunum í þessu umfangsmikla I.axármáli, fram að hádegi, en síðan fóra iráð- stefnumenn upp að Reykjalundi, þar var snæddur hádegisverður, staðurinn skoðaður og þar var einn ig rættum það fyrirkomulag að blanda’ saman sjúklingum í end- urhæfingu, eins og einmitt hefur verið gert á Reykjalundi. Á morg un verður rætt um umferðamál öryrkja og ráðstefnunni lýkur um kl. 17. Á miðvikudaginn gefst ráðstefnugestum kostur á að fara austur að Gullfossi oig Geysi. Hash-mál Framhald al bls. 1 vegna þess, að í þeim löndum sé um að ræða mikið af því, er hann nefndi hippalýða og stórar „pop-grúbbur“ er smita frá sér. Það ríkir annar and blær meðal _ ungs fólks hér á landi, sagði Bjarki Elíasson. Kristihn Ólafsson er einn þeirra manna er sæti á í nefnd inni er skipuð var í vetur af hálfu þess opinbera. til að rannsaka þessi mál hér á landi. Sagði Kristinn að væntanlega myndi nefndin skil skýrslu fyr ir ráðuneyti, nú um mánáða- mótin. Aðeins eitt hash-mál hefur áður komið upp í sumar hjá Reykjavíkurlögreglunni, ef reykelsismálið fyrrgreinda, er undanski’lið. Var sagt frá því í dagblöðunum fyrir skömmu, og því ekki ástæða til að rekja það hér frekar. Þess skal að lokum getið, að í sambandi við smygl á hashi inn í landið í sendibréfum, sagði póstmeistari Tímanum í dag, að til þessa hafi ekki orð- ið vart við hash eða önnur slík efni í bréfum er koma erlend- is frá og fara í gegnum póstaf- greiðsluna. Hins vegar kvað póstmeistari vel líklegt að hashi hafi verið smyglað á þann hátt inn í landið, þar sem eðlilegt væri og auðvelt að koma efn- unum fyrir í bréfum, án þess að vart yrði við slík, er bréfin fara í gegnum afgreiðsluna. ,Viðreisn", sem segir sex Alþýðublaðið Iýsir í gær eftirminnilega og rettilega í for ustugrein áhrifum tíu ára „við reisnar" á kjör almennings í landinu og áhrifum þeirrar „landbúnaðarstefnu“, sem um fram allt kappkostar að láta allar hækkanir framleiðslu- kostnaðar koma fram í neyzlu verði varanna, en forðast eins og heitan eld að draga úr framleiðslukostnaði og veita stuðning á framleiðslustigi. Alþýðublaðið segir m.a.: tií ár greiða íslenzkir skatt- borgarar í meðgjöf með út- fluttum landbúnaðarvörum upphæð, sem nemur andvirði rúmlega tveggja skuttogara af stærstu gerð. Eftir öllum sól- armerkjum að dæma verða bændur svo einnig til viðbót- ar að taka á sig sérstaka fjár- hagsbyrði vegna þess, að þ«nn an útflutning þarf enn að auka vegna samdráttar í inn- anlandsneyzlu. Það kostar því íslenzka neytendur f ár and- virði tveggja skuttogara að hafa ekki efni á að borða sjálfir þær landbúnaðarvörur, sem framleiddar eru á fslandi. Það kostar bændur líka stórar upphæðir að geta ekki selt framleiðslu sína á innanlands- markaði vegna þess, að neyt- endur geta ekki keypt“. Þetta er „viðreisn“ sem seg- ir sex. Hvar liggur hund- urinn grafinn? Þessi orð Alþýðublaðsins eru alveg rétt, svo langt sem þau ná. Hins vegar lætur Alþýðu- blaðið undir höfuð leggjast að leita þess, hvar hundurinn er grafinn. Hverjar eru orsakir þessarar þróunar? Hvers vegna eru landbúnaðarv. hér svona dýrar? Fá bændur tvöfalt kaup? Hvers vegna dregst inn anlnndsneyzlan saman? Hvers vegna geta neytendur ekki keypt? Ef Alþýðublaðið svar- aði þessum spurningum heiðar lega, gæti verið, að það fyndi hund sinn. Allir landsmenn vita, að bændur fá aðeins samræmis- hækkanir á kaupi sínu á eftir öðrum, og þó sjaldnast að fullu. Þeir fr því ekki óeðlilega mikið í sinn vasa af búvöru- verðinu. Þeir hafa auk þess orðið að taka á sig um 700 millj. kr. skakkaföU af kali á þremur síðustu árum. Fram- leiðsla búvöru í landinu er engan veginn meiri en telja má eðlilega innanlandsneyzlu með smáútflutningi kjöts til trygg- ingar nægri framleiðslu fyrir inanlandsmarkað í rýrum árum. Vandinn er minnkandi innan landsneyzla og minni en eðli- legt er „vegna þess að neyt- endur geta ekki keypt“, eins og Alþýðublaðið segir. Og hvers vegna geta þeir ekki keypt? Verð varanna hefur hækkað of mikið vegna þeirrar „landbúnaðarstefnu“ ríkis- stjórnarinnar, sem Gylfi hefur haldið lífinu i, að reyna ekki að lækka framleiðslukostnað- inn. styðja ekki landbúnaðinn Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.