Tíminn - 15.09.1970, Page 9

Tíminn - 15.09.1970, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. september 1970 TÍMINN 9 tmi' Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benedíktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Úreltar stefnur Það hefur um alllangt skeið verið sameiginlegur boð- skapur forvígismanna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, að eiginlega væri ekki til nema tvær megin- stefnur, kapitalisminn og kommúnisminn. Flokkar eins og Framsóknarflokkurinn, er aðhyllast hvoruga þessara stefna, séu í rauninni stefnulausir, a.m.k. stefnulitlir." Þeir einir fylgi einhverri stiórnmálastefnu, er annað hvort aðhyllist kapitalismann eða kommúnismann sem meginúrræði. Þessa boðskapar gætir því meira í málflutningi Mbl. og Þjóðviljans, er meira hallar á tvær framangreindar stefnur. Atburðir síðustu ára og þó einkum atburðir síðustu missera, hafa leitt það í ljós, að báðar þessar stefnur eru orðnar úreltar. Þær leysa ekki þau vandamál, sem nú er fengizt við. í Bandaríkjunum, sem hafa verið höfuðland kapítalismans, logar allt í upp- þotum, því að kapítalisminn hefur leitt til hinnar rang- látustu eignaskiptingar og kjmþáttamismunar. í Sovét- ríkjunum, sem eru höfuðland kommúnismans, óttast valdhafarnir ekkert meira en aukið frjálsræði. Þeir ótt- ast að skipulag komúnismans muni hrynja, ef fólkið fær sjálft að ráða. Þess vegna reyna þeir að sporna gegn auknu frelsi í Tékkóslóvakíu, eins og frægt er orðið. Það er þannig orðið eins augljóst og verða má, að kapítalisminn, sem er stefna Sjálfstæðisflokksins, og kommúnisminn, sem er stefna Alþýðubandalagsins, eru úreltar stefnur. Hinar þröngu kreddukenningar kapítal- ismans og kommúnismans leysa ekki þann vanda, sem fengizt er við í þjóðfélögum nútímans. Vandamál nú- tímans verða ekki leyst eftir kokkabókum vissra kreddu- kenninga, heldur verður að gæta meira víðsýnis og frjálslyndis og leita eftir því, sem bezt hentar í hverju einstöku tilfelli. Þjóðfélög nútímans krefjast þess, að stjórnmálamennirnir séu víðsýnir, leitandi og skapandi. Það verða þeir ekki, ef þeir binda sig við þröngar, úr- eltar kreddukenningar. Vandamál nútímans útheimta víðsýna, leitandi og al- hliða umbótastefnu. Framsóknarflokkurinn hefur jafn- an haft það markmið að vera fulltrúi slíkrar stefnu. Þess vegna hefur hann aldrei gerzt játandi þröngra kreddu- kenninga, eins og kapítalismans og kommúnismans. Óvænt hjálp Ingólfur Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason hafa fengið óvænta hjálp í viðleitni þeirra til að réttlæta þá land- búnaðarstefnu, sem fylgt hefur verið síðustu árin. Einn af ritstjórum Þjóðviljans kemur fram á vígvöllinn á sunnudaginn og segir Framsóknarmenn samseka. Um- ræddur ritstjóri, sem jafnframt er þingmaður, hlýtur þó að vita betur. Honum er það vafalaust kunnugt, að Fram- sóknarmenn hafa á undanförnum þingum flutt fjölmörg mál, sem hefðu stuðlað að því að bæta kjör bænda, án hækkunar á afurðaverðinu. Má þar t.d. nefna tillögur um lengingu lána, lækkun vaxta, hækkun ýmissa styrkja, afnám söluskatta á landbúnaðarafurðum o.s.frv. Þetta hefði tryggt neytendum ódýrari landbúnaðarvörur og dregið úr víxlhækkun verðlags og kaupgjalds. Allt þetta veit ritstjóri Þjóðvilians, en af einhverjum duldum ástæðum vill hann hjálpa Ingólfi og Gylfa. MICHAEL WOLFERS, TIMES í LONDON: Átökin milli frönskumælandi og enskumælandi ríkja í Afríku \ 41 ríki eru nú í einingarsamtökum Afríku Myndastytta af Jomo Kenyatta, sem er einn þekktasti rikisleið- toginn í Afríku. LOKIÐ er fyrir skömnra 7. fundi þjóðhöfðingja og ríkis- stjórna í Samtökum einingu Afríku (Organization of Afri- can Unity, OAU), og urðu Frabkar þar fyrir aðkasti í fyrsta skipti. Barátta samtak- anna hefur þegar orðið til þess, að Frakkar hafa látið að því liggja, að til greina geti komið að endurskoða afstöðuna til vopnasölu til Suður-Afríku. Samtök um einingu Afríku- ríkja eru upphaflega stofnuð af hópi Afríkuríkja, þar sem töluð er franska og enska. Enda þótt það sé aðeins fá- mennur hópur menntaðra manna innan hvers ríkis, sem mælir á þessar tungur opinber- lega, raeður það mestu um við- skiptasambönd og fjárhagsað- stoð, og í minna mæli um stjórnmálaáhrif meira að segja, TUN GUMÁLAMUNTJR er viðkvæmt mái. Af honum leið- ir til dæmis, að sumir ensku- mælandi leiðtogar Afríkjuríkja, sem gagnrýna Breta hvað mest, kunna sínu betur við sig á fund um forsætisráðherra Samveld- islandanna en á ráðstefnu OAU. Rígur milli enskumælaudi og frönskumælandi manna í Afríku er hvergi nærri úr sög- unni, þó að yfirráðum stórveld- anna sé lokið. í fyrra var til dæmis ráðgert, að Ghanamað- urinn Robert Gardiner léti af störfum hjá Sameinuðu þjóð- unum sem framkvæmdastjóri Efnahagsnefndar Afríkuríkja og hyrfi tii síns heimalands. Þá tólk sig til álitlegur hópur frönskumælandi utanríkisráð- herra og sendiherra Afríku- ríkja og gekk á fund U Thants, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og bar fram ein- dregna ósk um, að eftirmaður Gardiners, — hver svo sem hanm yrði, — yrði þegn frönsku mælandi ríkis í Afríku. Samtök um einingu Afríku reyna að beita sér fyrir sameig- inlegri stefnu samtakanna hjá Sameinðu þjóðunum. Innan samtakanna verður þó oft alvar legur árekstur milli enskumæl- andi og frönskumælandi ríkja. og segja má, að um varanlegan ágreining sé að ræða þar á milli. FRANSKA er hin opinbera tunga i tuttugu ríkjum innan samtakanna. en enska í sextán ríkjum. Cameroon og Mauri- tius eru talin þar með, en líta má svo á, að þar séu báðar tungur viðurkenndar. Þá eru einnig innan samtakanna sjö ríki, þar sem arabiska er hið opinbera mál. í þeim hópi er Alsír og Mauritania talin, en þar eru franska og arabiska notaðar opinberlega jöfnum höndum. Frönskumælandi ríkin njóta sérréttinda við atkvæðagreiðsl- ur. en hins má geta, að sneitt er hjá beinum atkvæðagreiðsl- um innan samtakanna og jafn- an reynt að ná samstöðu um ályktanir, eða að hjáseta sé látin nægja í stað mótatkvæða. Samtökin gengu frá ályktun í ár, þar sem vopnasala Breta, Frakka og Vestur-Þjóðverja til Suður-Afríku var fordæmd, en við samþykkt þeirrar ályktunar greiddu fulltrúar ríkjanna Mal- awi. Fílabeinsstrandar, Dahom- ey, Rwanda, Nigeríu, Gabon, Lesotho og Malagasy ekki at- kvæði. FRAKKAR stofnuðu á sinní tíð nýlendur á hrjóstugum svæðum og eyðimörkum, og féllust einnig á slit ríkiasam- banda. Þarna er að finna orsak ir mismunar í atkvæðagreiðslu, sem gildir innan samtakanna. Þegar íbúatalan er athuguð verður annað uppi á teningn- um. 66 milljónir manna búa 1 ríkjum, þar sem franska er hið opinbera mál, en hvorki enska né arabiska. 67 milljónir manna búa í ríkjum, þar sem arabiska er opinbert mál en ekki franska. Íbúar ríkjanna sem nota ensku sem opinbert mál en ekki ‘rönsku, eru 119 milljónir. íbúar í Nigeríu einni eru nálega eins margir og íbú- ar allra frönskumælandi ríkj- anna. Frakkar hafa enn veruleg áhrif i Afrrku, meðai annars við framkvæmd samni'iga um þjálfun hers. Þeir hafa til dæm is gert samninga við ríkjai.di stjórnir i Chad og Gabon um að styðja þær hernaðarle0a. Þá láta þeir Afríkt-íKjunum einnig i té aiiríflega fjárbdgs- aðstoð og jafna til dæu.is balla á fjárlögum í Chad og Senegal. Sex þeirra átta ríkja, em sátu hjá við atkvæðagreiðslu um vopnasölu til Suður-Afríku, voru frönskumælandi, en eitt þeirra, Rwanda, er frönsku- mælandi vegna stjórnar Belgíu- manna fyrrum. Fimm ríkjanna hafa gert hernaðarsamninga við Frakka og sum þeirra njóta fjárhagsaðstoðar þeLrra. SAMTÖKIIN um einingu Afríku voru stofnuð 25. maí 1963 og þá gerðust 30 sjálfstæð Afríkuríki aðilar að samtökun- um. Framkvæmdasstjórnin sit ur í Addis Abaha, en hún er eins konar höfuðborg stjórnmái anna í Afríku og Halle Selas- sie keisari Ethiopíu æðsti stjórnmálamaður álfunnar. Nú eru 41 ríki aðilar aðsamtökun- um og eru þau bæði á megin- landinu og nærligs'jandi eyjum. Ben frelsishreyfingar i sunnan verðri álfunni verulegan árang- ur gætu aðildarríkin orðið 50 þegar stundir liða. Fjórtán þjóðhöfðingjar satu ráðstefnu samtakanna í þetta sinn, og þrír forsætisráðherrar, en önnur riki sendu ráðherra- nefndir. Sumir leiðtogar Afríkuríkjanna eru tregir til ferðalaga, en aðrir vilja ekki leggja í þá áhættu að fela öðrum mönnum völd meðan þeir gegna stjórnmálastört'um erlendis SAMTÖK um einingu Afríku hafa myndað vmsar sérstofnao- ir ínnan samtakanna Líkt og Sameinuðu þjóðirnar Meða: sér greina þessara stofnana má nefna jurtavernd. dýraiækmng- Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.