Tíminn - 15.09.1970, Blaðsíða 10
10
TÍMJNN
ÞRIÐJUDAGUR 15. september 1970
Linden Grierson:
UNGFRÚ SMITH
29
— Hvað mynduim við annars
gera, ef einhver yrði veikur?
spurði frú Smythe.
— Ætli við settum ekki vængi
á ieppann og bæðum dóttur yðar
að fljúga í bæinn. svaraði hann
hvatskeytlega.
— Það hefur líklega farið held
ur betur í taugarnar á yður, Pat,
hió hún.
— Það gerði það, svaraði hann
og leit á hana.
Honum leizt vel á þessa konu,
það var hlýja í augum hennar og
hann ímyndaði sér jafnvel, að
henni geðjaðist að honum og
hefði ekkert á móti því, að hann
kvæntist dóttur hennar. Hann
hugsaði sig um stundarkorn og
komst að þeirri niðurstöðu, að sú
stáðreynd, að Anne átti Gum
Valley var ekki svo mikilvæg leng
ur. Hann var búinn að komast
að því, að þrátt fyrir það, var
hún öðruvísi en annað kvenfólk,
sem hann hafði kynnzt. Hún var
bæði dugleg og þolinmóð og fékk
ekki móðursýkisköst og skap-
vonzka hans virtist heldur ekki
hafa nein áhrif á hana.
Hann brosti með sjálfum sér,
þegar hann mundi, hvernig hún
hafði svarað honum fuUum hálsi.
Hún hafði sínar eigin skoðanir og
það yrði að minnsta kosti sldrei
leiðinlegt lífið með henni.
Frú Smythe hoi'fði á hann rann
sakandi, meðan hann var í þess-
um hugleiðingum og las sitt af
hverju úr andliti hans.'
— Þetta með að hún lærði að
fijúga, var aðeins ný tilraun til
að finna upp á einhverju til að
henni ieiddist ekki, sagði hún.
— Kannski er hún ein af þeim,
sem leiðist allt til lengdar, sagði
þá Pat.
Hún hallaði sér fram á skófl-
una.
— Það held ég ekki. — Þegar
maðurinn minn dó, fannst mér
ég vera óendanlega einmana og
ég fór að flakka um heiminn. Ég
gat ekki þolað að vera lengi í
einu á sama stað. Anne var í
skóla í Sidney og þegar hún
hafði lokið prófi, kom hún til mín
í Queensland, en skömmu seinna
vildi hún eignast eigið heimili og
fyrst hún átti næga peninga og
var fær um að sjá um sig sjálf.
samþykkti ég það. Heimilið var
ekki nóg fyrir hana og hún fór
að vera með þessari klíku, en
samt sem áður hafði hún ekki
eirð í sínum beinum. Ég las rnilli
línanna í bréfum hennar, að hún
væri alls ekki hamingjusöm. Ég
varð ekkert sérlega undrandi, þeg
ar hún skrifaði, að hún hefði
ákveðið að gera eitthvað — af-
ganginn vitið þér.
— En það fyrirgefur ekki, að
hún gleymdi Gum Valley svo ger-
samlega.
— Nei, það var ófyrirv '
en nú er hún búin að
staðnum og fer áreiðanlega eski
héðan aftur. Hún hefur fundið
heimili, og ég skil hana vel. Þetta
liggur í blóðinu, því í báðar ætt-
ir er hún af bændafólki komin.
— Hvers vegna segið þér mér
allt þetta? spurði Pat og roðnaði
svolítið.
—Vitið þér það ekki? svaraði
hón.'»‘«-f. th?l 6il32 08.1S E
Hann hló og þegar Anne leit
út um gluggann rétt í þessu og
sá þau standa þarna saman og
hlæja, hlýnaði henni um hjarta-
ræturnar.
15. kafli.
í fyrsta sinn í marga daga kom
í ljós rauð rönd á vesturhiminn-
inurn þegar nálgaðist sólsetur og
allir á Gum Valley önduðu léttar.
Venjulega er rautt sólsetur fyrir-
boðj hlýs, komandi dags og þessa
birtu fannst þeim þau ekki hafa
séð um heila eilífð. . . Þau vissu
samt. að það myndi halda áfram
að rigna eitthvað, því i veður-
spánni var ger-t ráð fyrir skúrum
og þær voru oft snarpar hér. Fyr-
ir kom, að 10—12 millimetrar
féllu á einni klukkustundu.
—Það skiptir engu máli með
svolitla rigningu í viðbót, hugs-
aði Pat með sér og leit á túnið,
þar sem djúp hjólför sáust eftir
dráttarvé'lina og bílinn í léðjunni.
— Við erum einangruð hvort sem
er.
Það var undar.leg tilfinning að
hafa ekkert samband við umheim
inn. J-afnvel síminn var bilaður
og það var ekki vandi að vita
hvex's vegna. Staurarnir voru ekki
sérlega traustir, og á löngum
köflum voru línurnar fallnar nið-
ur á trén. Nóg var, að eitt þess-
ara trjáa félli og þá var sam-
bandið rofið. Nú þýddi ekkei't að
reyna að ná neins konar sam-
bandi við umheiminn, það var að-
eins litla flugvélin frá næstu stöð,
sem flaug annað slagið yfir til
að athuga um neyðai'mei'ki. Það
gagnaði held-ur ■.-ekkert, þótt um
sjú'kdómstilfelli,' eða slys <-yrði' að
ræða. Pat • gat ómögulega ímynd-
að sér feitlagna lækninn í Murra
Creek stökkva hér út í fallhlíf og
lenda á hlaðinu. Maynard vax’ð að
gera svo vel að lækna sig sjálfur
af kvefinu og ef ungfrú Hains-
worth héldi áfram að vera móð-
ursjúk. var eina ráðið að hella í
hana brómi, þar til vegirnir yrðu
færir að nýju.
Það var enginn bátur á Gum
Valley, því sá gamli, sem alltaf
hafði verið við ána, var rotnaður
niður fyrir iöngu og leifar hans
voi'U nú undir nokkrum metrum
vatns. Engin leiö var að komast
burtu og ef áin yxi enn nxeir,
yrði verulega óþægilegt að búa á
Gum Valley. Aðeins var einn ljós
punktur í þessu öllu, hugsaði Pat,
meðan hann tróð sér í pípu. Því
meii'a sem vatnið yxi, því meira
rynni það yfir, en hækkaði ekki
svo mjög. Hann ákvað að ríða um
akrana morguninn eftir og at-
huga ástandið og sjá, hvernig
skepnurnar hefðu það. Ef þetta
yrði miklu verra. yrði að koma
fóðri út til dýranna, sem höfðu
safnazt saman uppi í hæðai'dragi.
Það yrði erfitt að fá Peter og
Rusty til áð gera það.
Sólin settist og rauð röndin
hvái'f. Það dimmdi fljótt úr því.
Þegar dimmt var orðið, var eins
og árniðurinn yrði háværari —
það var miklu verra, að geta ekki
séð ána, þegar hún var svona.
Pat heyrði brakið, þegar eitt tré
til viðbótar féll og vissi, að þann-
ig héldi áfram, þar vatnið í ánni
væri 'komið í eðlilega hæð aftur.
Trén meðfram ánni voru ekki svo
föst á rótinni.
Hann heyrði glamra í hnífapöi'-
um í eldhúsinu og datt snög-gvast
í hug að fara fram og tala við
Anne, en svo hætti hann við það.
Hann vonaði, áð þegar hann væri
búinn að hvíla sig, gæti hann séð
vandamálið í réttu Ijósi. Hann
vissi, að hann elskaði hana enn,
og myndi alltaf gera, hvað svo
sem hún hefði áður gert og upp
á hver.ju hún kynni að taka í
frámtíðinni. Það að hún skyldi
leika tyeim skjöldum, urðu hon-
um sár‘ vönbrigði, og þar að auki
höfðu lögfræðingai'nir komið svo
fljótt, að hann hafði ekki haft
tíma til að undirbúa neina vörn.
I rauninni gat hann efcki varið,
að hann hafði falsað bókhaldið og
líklega varð hann að svara til
saka fyrir það. Hnn velti fyrir
sér, hvort viðurlög við slíku vær-u
ströng. Hann hafði svo sem kom-
izt í hann krappan fynr, en þetfa
var í fyrsta sinn, sem hann lenti
í kasti við lögin.
En það var greinilegt, að Anne
hafði heldur ekki búizt við, áð sjá
Maynard strax. því hún fór að
gráta og hljóp inn, þegar þeir
komu. Pat hafði ekki séð hana
gráta fyrr og nú hikaði hann neð-
an við timppurnar.
Ef til vi-11 hafði hún sagt satt,
þegar hún sagðist vera komin
hingað vegna þess, áð hún var
þreytt á borgarlífinu. Kannski
hafði hann dæmt hana of hart.
Hann hrukkaði ennið, íhugull á
svip. Auðvitað hafði hann hlaup-
ið á sig, því þótt hann hefði frá
byi-jun reynt að gera henni lífið
leitt, hafði hún ekki látið það á
sig fá og haldið út. Nú var svo
komið, að hún var löngu búin að
ná valdi á starfi sínu, bjó til
prýðis mat og hann var tilbúinn
á réttum tíma. Þegar hann sagði
vinnumönnunum, að Anne væri
eigandinn, settu þeir allir upp
óánægjusvip og sögðu. að ií'klega
hættu þeir þá að fá almennileg-
an mat, ef enn ætti að fara áð
Furuhúsgögn á
framleiðsluverði
Sel sófasett, sófaborS, horn
skápa o.fl. — Komið og
skoðið.
Húsgagnavinnustofa
Braga Eggertssonar,
Dunhaga 18. Sími 15271
til klukkan 7.
er þriðjudagur 15. sept.
— Nikomedes
Tungl í hásuðri kl. 0.59.
Árdegisháflæði í Rvík kl. 6.02.
HEILSUGÆZLA
Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir.
Sjúkrabifreið . Hafnarfirði.
sími 51336.
fyrir Reykjavík og Kópavog
síin' 11100.
Slysavarðstcfan t Borgarspít- mum
er opin alian sólarhringinn Að
eins mótt a slasaðra. Súui
81212.
Kópavogs-Apótek og Keflavíkur
Apótek ern opin virka daga kl
9—19 laugardaga kl. 9—14. heiga
daga kl 13—15.
Almennar upplýstngar um lækna
bjónustu 1 borginnl eru gefnar >
símsvara Læknafélags Reykjavfk
ur, sími 18888.
Fæðjngarheimili'f 1 KópavoSi.
Hlíðarvegi A0. simi 42644
Apótek Hafnarfjarðar er opið alia
virka daga frá ki 9—7 á laugar
dögum kl. 9—2 og a sunnudögum
og öðrum helgidögum er opið frá
ki. 2—4.
Tannlæknavakt er 1 Heilsvemd-
arstöðinni (bar sem oi
an var) og er opitt laugardaga og
sunnudaga kl. 5—6 e. h. Simi
22411
Nætur- og helgidagavarzla vik-
una 12.—18. sept. er í Reykjavík-
ur Apóteki og Borgar Apóteki.
Nætur og helgidagsvörzhx
lækna í Kefíavík annast 13- sept.
Guðjón Kle-menzson en 14. sept.
Kjartan Ólafsson.
SIGLINGAR
Skipadeild S.Í.S.:
A-rnarfel! væntanlegt til Kungs-
havn 18. þ.m. fer þaðan til Svend-
þorgar. Jökulfek' er í Rvík. Dísar-
fell er á Hornafirði, Litlafell er í
oiíuflutningum á Austfjörðum.
Helgafefl er á Akureyri. Stapafell
er í olíuílutningum á Faxaflóa.
Mælifell er í Archangel. Falcon
Reefer er í Keflavík.
Skipaútgerð ríkisius:
Hek.'a er á Akureyri. Herjólfur
fer frá Vestmannaeyjum kl. 21.00
í kvöld til Rvíkur. Herðubreið ar
á Vestfjarðahöfinum á suður leið.
FLUGÁÆTLANIR
Loftleiðir h.f.:
Eiríkur rauði er væntanlegur frá
NY kl. 0730. Fer til Luxemborgar
kl. 0815. Er væntanlegur til baka
frá Luxemborg kl. 1630. Fer th'
NY kl. 1715
Snorrí Þorfinnsson er væntanleg-
ur frá NY kl. 0900. Fer til Luxern-
borgar kl. 0945. Er væntanlegur
til baka frá Luxemborg kl. 1800.
Fer til NY kf. 1900.
Leifur Eiríksson er væntanlegur
frá NY kl. 0830. Fer tíl Glasgow
og I^ondon kl. 0930. Er vænlan-
iegur til baka kl. 0030. Fer til
NY k:. 0130.
Flugfélag íslands h.f.:
Millilandaflug.
Gullfaxi fór til Lundúna k.’. 08:00
i moi'gun og er væntanlegur af-tur
til Keflavíkur kl. 14:15 í dag.
Vélin fer til Kaupmannahafnar og
Oslo k:. 15:15 í dag og er væntan-
leg aftur til Keflavíkur kl. 23:05
í kvöld.
Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup-
mannahafnar k:. 08:30 í fyrramál-
ið.
Fokker Friendship vél félagsins
er væn-tanleg til Rvíkur kl. 17:10
í kvöld frá Bergen og Kaupmanna-
höfn. Vélin fer til Vaga Bergen
og Kaupmannahafnar kJ. 12::00 á
morgun.
Innanlandsflug.
I dag er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar (3 ferðir) ti! Vestmanna-
eyja (2 ferðir) til Isafjarðar,
Hornafjai'ðar, Egilsstaða og Húsa-
víkur.
A mo-rgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar (3 ferðir) ti: Vest-
man-naeyja (2 fei-ðir) til ísafjarð-
ar, Sauðárkróks, Egilsstaða og
Patreksfjarðar.
FÉLAGSLÍF
Frá Bridgeféiagi Kópavogs.
Vetrarstarf félagsins hefst mið-
vikudaginn 16. sept kl 8 e.h.
Spiiað verður eins og undanfarin
ár í Félagsheimili Kópavogs
Fyrstu 3 kvöidin verður spiluð
tvímenningskeppni og eru Kópa-
vogsbúar hvattir til að fjölmenna
Þátttaka dlkynnist Kára Jónassyni
í Pósthúsinu.
ORÐSENPING
Sýnikenmslumámskeið. í mat-
í'eiðslu grænmetis og fl. á vegum
Náttúrulækningafélags Reykja-
víkur, vei’ður haldið í Mýrarhúsa-
skóla á Seltjarnarnesj dagana 21.
og 22. sept. n.k. kl. 20, þátttöku-
gjald er kr, 450,00. Áski’iftan'istar
liggja frammi í N.L.F. búðinni,
Týsgötu 8, sírni 10262. Stjórn
N.F.L.R.
Minningarspjöld Irukknaðra frá
óiaísvíh fást á efíirtóidum stöð
um l'öskubúðinm Skólavörður'a
BókabV’ðinm Vedu Digranesvegt
Rópavogi BókabCðinni Alfheimum
ts <)■' a Olafsfirði.
Minningarspjöld minningarsjóðs
Dr Victors Urbancic tás: . Bóka
verzlun Isafoldar. Austurstræit.
aðalskrifstofu Landsbankans. Bóka
verzlun Snæbjarnar.
Mlnnlngarspjöld Kvenfélagsins
Hvítabandið fást hjá:
Arndísi Þorvaldsdóttur. Vesturaötu
10 (umb Happdr Uáskólans)
Helgu Þorgilsdí‘tur Víðime) 37
lórunm Guðnadóttur ''-tkkvavogi
27. Þuríð) Þorvaldsdóttur Oldu
götu 55. Skartgripaverzlun Jóns
Sigmundssonar Lausavegi 8.
-,-ji ,ji hevru
ardaufuni börnum fást á eftirtöid
uni stöðum:
Dnmui M^djca.
Verzl Egill Jacobse^,
Hárarei? lustofu irba jar
H .vrnleysmg.iaskólanum.
Heyrnarhiálp Ináólfsstræti 16
Mínningarspjöld
Mít-ni Mariu Jónsdó'.ur
Ougfr fást á eftirtö'.du-j stöðum
Verz) Okulus Austurstræti 7 Rvík
Verzl. Lýsina Hv»rf’sgötu 64. Rvit
Snyrtistofunni Valhöll, Laugav ’ö
og hjá Maríu '^'•■fsdóttur. Dverga
steim, Reyðarfirði-
Kvenfélag Ásprestakalls.
Fótasnyrting fyrir aldrað fólk í
sókninni hefst að nýju n.k. mið-
vikudag 2. sept. og verður áfram i
vetur á miðvikudögum i Asheim-
ilinu Ttólsvegi 17. Vinsamlega pant-
ið tíma í síma 33613.
Minningarspjöld Kvenfélags
Laugarncssóknar fást í Bókaverzl-
uninni Hrisatexgi 19, sími 37560 og
hjá Sigríði Hofteigi 19, síml 3C544,
Astu, Goðheimum 22 simi 32060 og
hjá Guðmiundu Grænuhlið 3. símx
32573.
ÁRNAÐ HEILLA
Guði'íður Jónsdóttir húsfreyja
á Víðimel 42, kona Jóns Ivarsson-
ar fyrrum kaupfélagsstjóra á
Höfn í Hornafii'ði varð £0 án<
11. þ.m. Hún hcfk’ lengi starfað
í Félagi framsóknai'kvenna hér í
borginni.
/