Tíminn - 16.09.1970, Page 9

Tíminn - 16.09.1970, Page 9
AnÐVTKUDAGUR 16. september 1970 TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frairikvæmdastjórj: Kristján Benediiktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas KarJsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Giálason. Ritstjórnar- skrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar sikrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm, E5dda hf. Um Alþýðuflokkinn, k|öt og mjólk Alþýðublaðið finnur sárt til þess, hversu landbúnað- arvörur eru orðnar dýrar fyrir neytendur. Það er sánnarlega góðra gjalda vert að vara við of- háu verðlagi og réttmætt að lýsa ábyrgð á hendur þeim, er dýrtíðinni valda. En Alþýðuflokkurinn er ekki jafn- vígur á öll vopn, frekar en fornmenn. Gunnar var bezt- ur með boga og atgeir, Skarphéðinn með öxina Rimmu- gígi, en Alþýðuflokkurinn helgar sér kjöt og mjólk, önn- ur vopn henta honum síður. Á þremur síðastliðnum árum hafa orðið meiri verð- hækkanir, en nokkru sinni fyrr. Öllum er ljóst að megin- rótin að þeim verðhækkunum eru gengislækkanir ríkis- stiórnar Alþýðuflokks og íhalds. Þegar Alþýðuflokkur- inn grætur yfir háu verði á kjöti og mjólk og ráðleggur fólki að kaupa ekki þessar dýru vörur, er hann að lýsa fyrir þjóðinni viðreisnarþróuninni. Og læknisráðið er að kaupa ekki þessar vörur. Landbúnaðarvörur hafa að sjálfsögðu hækkað í verði eins og aðrar nauðsynjar í flóðinu mikla. Kjöt af sumar- slátruðum dilkum á 200 kr. kílóið er auðvitað lúxus- vara og aðeins stundar fyrirbrigði, rétt eins og laxinn, sem seldur er á 420 kr. kílóið. Þegar Alþýðuflokkurinn ráðleggur fólki að kaupa ekki kjötið, steingleymir hann laxinum, sem er helmingi dýrari. Svona er að vera ein- hæfur í vopnaburðinum. Grundvallarverð mjólkur breytist aðeins einu sinni á ári, þ. e. að haustinu. Aðrar vörur hækka á öllum tím- um árs og stundum mikið. Eigi að bera saman verðhækk- anir á ýmsum vörutegundum, verður að taka fyrir eitt- hvert ákveðið tímabil í þeim samanburði. Á þremur síðastl. árum hefur mjólk hæbkað frá hausti 1967 til hausts 1970 um 107%. En fleiri vörur hafa drjúgum hækkað á þessum árum. T.d. hveiti um 103%, smjörlíki um 104%, soðningin, ýsa slægð og hausuð, um 107%, kaffið um 126%, strásykur um 142% og hafra- mjöl um 252%. En Alþýðuflokkurinn hefur ekkert haft að athuga við vferðhækkanir á þessum vörum. Honum datt ekki einu sinni í hug að segja frá þeim í Alþýðu- blaðinu. Því síður að hann færi að ráðleggja fólki að 'hætta að kaupa vörurnar. Vilji Alþýðublaðið að nokkur maður taki mark á skrif- um þess, dugar það ekki til, að það kenni fólki að kaupa ekki kiöt og mjólk. Nú verður blaðið að ráðleggja fólkinu að hætta að baka úr hveiti, hætta að nota smjörlíki, hætta við soðninguna, hætta að drekka kaffi, hætta að nota sykur og umfram allt að leggja sér ekki hafragraut til munns. Geri Alþýðublaðið þetta ekki og láti sér í léttu rúmi leggja verðhækkanir á öllum öðrum vörum en kjöti og mjólk, má Alþýðuflokkurinn vænta þess að hann haldi þeirri ,,virðingu“ áfram, er hann ávann sér í kosning- unum í höfuðstaðnum í vor. ölvun við akstur í ræðu, sem lögreglustjórinn í Reykjavík flutti nýlega á landsþingi Slysavarnarfélags íslands, upplýsti hann m. a. að ölvun við akstur færi mjög vaxandi og ykist slysa- hættan í samræmi við það. Árið 1964 var ekki nema 2.5% umferðarslysa talin stafa af ölvun. en á síðastliðnu ári var sú tala kominn upp í 4.6% eða hefur nær tvö- laldazt á þessu tímabili. Vaxandi ölvun við akstur er svo mikið vandamál, að það má ekki taka neinum vettlingatökum. VADIM ADATOVSKI, APN: Þjððirnar ver ja 200 milljörðum dollara til vígbúnaðar árlega Afmælisþing S.Þ. verður að ræða vígbúnaðarmálin sérstaklega f haxist verður þess sér- sérstaklega minnzt á alls- herjarþingi S. Þ., að 25 ár ern liðin frá stofnun sam- takanna. í tilefni af því munu ýmsir af forustu- mönnum þjóðanna heim- sækja þingið og flytja þar ræður. Þá má búast við því að afmælið muni setja verulegan svip á málflutn- ing hinna ýmsu ríkja. í eftirfarandi grein gerir Adatovskij grein fyrir því, hvemig Rússar hyggjast haga málflutningi sínum. Á 25. allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, sem hefst um miðjan mánuðinn, verður þess minnzt, að 25 ár eru liðin frá stofnun þeirra. Fyrsta alLsherjarþingið var haldið í London. 10. janúar 1946 og síðan hefur fjöldi með- lima meira en tvöfaldazt — úr 51 í 126. Ég geri ráð fyrir, að þessi mikla aukning beri vott um róttækar breytingar, sem hafa átt sér stað í heiminum með tilkoonu fjölmargra ungra sjálf stæðra ríkja í Afríku. Asíu og rómönsku Ameríku. Þvi miður eru Sameinuðu þjóðirn ar ekki enn allsherjarsamtök í raun og sannleika, þar sem nokkur þéttbýl lönd og háþró uð iðnaðarríki eiga ekki aðild að samtöikunum. Sama er að segja um lönd, sem berjast fyr- ir sjálfstæði sínu. En ástæðurn ar fyrir þessu eru kunnari en frá þurfi að segja. ÆMÆLISÞING-IÐ, sem j hönd fer, er ákjósanlegt til- efni til þess að líta yfir farinn veg, en engu síður til þess að leysa ýmis ennþá mikilvægari verkefni. Efst á baugi er þá auðvitað að koma á varanleg um friði á hnettinum. Þrátt fyrir stöðugar friðar umleitanir Sameinuðu þjóðanna oig annarra friðarafla í heimin um er alltaf öðru hvoru að sjóða upp úr víðsvegar í heim- inum. Arás Bandaríkjanna og leppríkja þeirra á víetnömsku þjóðina og aðrar þjóðir Indó- kina er ekki eingöngu freklegt brot á alþjóðalögum og sátt- mála SÞ, heldur einnig bein ögrun við Sameinuðu þjóðirn- ar. Þetta mál verður sjálfsagt rætt á þessu þingi. Það var líka ábyrgðarlaus ögrun við Sameinuðu þjóð- irnar, er ísrael neitaði að fram fylgja samþykkt Öryggisráðsins frá 22. nóv. 1967. sem hafði þann tilgang að auðvelda póli- tíska lausn í Austurlöndum nær. Stuðningur Bandaríkja- manna_ við óskammfeilna af- stöðu ísraels getur hæglega orð ið til þess að átökin breiðist út til annarra landssvæða. Stefna þessara tveggja ríkja verður án efa fordæmd á 25. allsheriarþingi Sþ, sérstaklega f ljósi síðustu atburða eftir að samningaumræðum hefur ver- ið frestað. Á 24. allsherjarþinginu lögðu Sovétríkin fram ýtarlega stefnu sfcrá, sem miðar að því að draga úr viðsjám í heiminum. Eftir þetta lögðu 46 önnur ríki fram sérstakar skýrslur, þar sem þau skýrðu hug sinn til þessara mála, sem verður á dagskrá næsta þings. Nú verður ekki hjá því komizt að 25. allsherj arþing Sameinuðu þjóðanna taki ákvarðanir, sem hægt er að byggja á, varðandi frið í heiminum. Vígbúnaðarkapphlaupið í heiminum gleypir gífurlega f jár muni, veldur verðbólgu, hærri sköttum og hrakandi lífskjör- um í mörgum löndum. Á 20 ára tímabili frá 1948—1968 þre földuðust árleg útgjöld til víg búnaðar í heiminum. Þau hafa nú náð svimandi upphæð — 200 milljarðar dollara. Fyrir utan þá efnahagsörðugleika, er vígbúnaðarkapphlaupið veldur, er það líka bein ógnun við sjálfa tilveru mannkynsins. ÞJÓÐIR heimsins hafa rétt á því að mega búast við. að 25. allsherjarþing SÞ skili raun hæfum árangri í meðferð þessa brennandi vandamáls, sem snertir alla jarðarbúa. Sovétríkin beriast mark- visst gegn áframhaldandi víg- búnaðarkapphlaupi. Jákvæðar tillögur Sovétrík.ianna í bessa átt hafa verið lagðar fram til athugunar í Genf. á allsherjar þingi SÞ og í Öryggisráðinu. Á undanförnum árum hefur tekizt að ná jákvæðun: samning um vegna samstarfs bæði inn an S'Þ og utan, sem byggist á heilbrigðri skynsemi. Það næg ir að minna á sáttmálann um bann við tilraunum með kjarna vopn, samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna og samninginn um bann við flutn ingi kjarnavopna út í geiminn. Fyrir nokkrum dögum var samþykkt í Genf sameiginleg tillaga Sovétríkjanna og Banda ríkjanna um bann við tilraun um með kjarnavopn og önnur eyðingarvopn á hafsbotni. Þessi samningsdrög verða nú lögð fyr ir 25. allsherjarþingið. Þessar staðreyndir sýna, að ef viljinn er fyrir hendi, er hægt að leysa vandamálin. Hin flóknu vanda mál afvopnunar er hægt að leysa, ef öll ríki. að k.iarnorku veldunum meðtöldum, eru jafn ákveðin og Sovétríkin í að stöðva vígbúnaðarkapphiaupið. 25. allsheriarþing Sameinuðu þjóðanna getur orðið sögulegt þing, ef það tekur árangursrík ar ákvarðanir í þessu máli. Það væri líka án efc til að auka áhrif og virðingu Sam- einuðu þjóðanna APN.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.