Tíminn - 20.09.1970, Síða 6

Tíminn - 20.09.1970, Síða 6
TIMINN SUNNUDAGUR 20. september 1970 AUGLÝSING frá nienntamálaráðuneytinu um útivistartíma barna og unglinga Athygli er vakin á því, að samkvæmt 44. gr. reglu- gerðar nr. 105/1970, um vemd barna og ungmenna, hefur útivistartími barna og unglinga í þéttbýli um land allt verið samræmdur. 44. gr. reglugerðarinn- ar hljóðar þannig: „í kaupstöðum, kauptúnum og öðm slíku þéttbýli með 400 íbúa og fleiri, mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20, og eftir kl. 2(2 tímabilið 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, aðstandendum sínum eða urfisjónarmönn- um. Unglingar yngri en 15 ára mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 tímabilið 1. september til 1. maí og eftir kl. 23 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmtunum, íþróttasamkomu eða frá annarri viðurkenndri æsku- lýðsstarfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir löglegan útivistartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess, er þjónustu veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin. Ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur að dvöl á almennum dansleikjum eftir kl. 20, öðrum en sérstökum unglingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum aðilum, sem til þess hafa leyfi og háðar eru sérstöku eftirliti. Forstöðumönnum dansleikja er skylt að fylgjast með því að ákvæði þessi séu haldin, að viðlögðum sekt- um og/eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmt- anahalds um lengri eða skemmri tíma. Ungmennum yngri en 18 ára er óheimill aðgangur og dvöl á veitingahúsum, sem hafa leyfi til vínveit- inga, eftir kl. 20, nema í fylga með foreldrum, for- ráðamönnum eða maka. Veitingaleyfishafa er skylt að gæta þess, að ákvæði þetta sé haldið, að viðlögð- um sektum og/eða missi veitingaleyfa sinna um lengri eða skemmri tíma. Þeir sem hafa forsjá eða foreldraráð barna og ung- menna skulu að viðlögðum sektum gæta þess, að ákvæði þessarar greinar séu ekki brotin. Þá má einnig beita sakhæf ungmenni viðurlögum fyrir brot á þess- um ákvæðum. Útdráttur úr ákvæðum þessarar grein- ar skal hanga á áberandi stað í öllum skólum skyldu- náms, almennum veitingahúsum og samkomustöðum í lögsagnarumdæminu og sér viðkomandi barnavernd- arnefnd um það ásamt lögreglu. Bannað er að stúlkur innan 18 ára aldurs starfi á veitingahúsum og skemmtistöðum, þar sem ætla má, að siðferði þeirra sé sérstök hætta búin.“ MenntamálaráðuneytiS, 18. september 1970. Lengið sumarið Tvær skemmtiferðir með m/s Gullfossi til meginlands Evrópu Fyrri ferð: 30. sept. til 19. okt. UPPSELT Seinni ferð: 21. okt. til 9. hóv. Reykjavík, Leith, Amsterdam, Hamborg, Kaupmannahöfn, Leith, Thorshavn. Ferðizt ódýrt - Ferðizt með Gullfossi Allar nánari upplýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS, SÍMI 21460 H.E EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS ÍSLENZKAR WIYNTIR 1971 Verðlistinn ÍSLENZKAR MYNTIR 1971 kominn. — Skráir allar íslenzkar myntir, brauð- og vörupeninga. Einnig skrá ásamt myndum af öllum íslenzkum seðlum til 1957. — Verð kr. 115,00. FRfMERKJAMIÐSTÖDIN, Skólavörðustíg 21 A. Sími 21170.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.