Tíminn - 23.09.1970, Page 2

Tíminn - 23.09.1970, Page 2
r TIMINN MIÐVIKUDAGUR 23. sept. 197». „Það gerir sko ekkert tll, þótt hann rigni. Okkur kemur svo vel saman, urvdir regnhlífinni, þó hún sé kannske í minnsta lagi". Þetta unga par var á spássérgöngu elnn daginn í rigningunni og lét veSrið ekkert á sig fá, en þeir sem eidri voru grettu sig margir hverjir og bölvuSu veSrinu f hijóSi. Nú er komið haust og haett við að fari að rigna að minnsta kosti annað slagið. Þá ættu sem flestir að reyna að taka sér þeta unga fólk tii fyrirmyndar og halda sólskinsbrosinu, þrátt fyrir bleytuna. — (Tímamynd — Gunnar). Leikár L.A. að hefjast Aðalfundur Leikfélags Akureyr- ar , sfðari hluti — var haldinn s.l. fimmtudag. Svo sem áður hefur verið frá skýrt, gekk starfsemi félagsins vel á s.l. starfsári. Sýnd voru fimm íslenzk leikrit og urðu sýningar alls 97 — iþar af 26 í leikför ■um Vestur-, Norður- og Austurland. Leikhúsgestir voru um 18 þús. tals ins. Sigmundur Örn Arngrímsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri félagsins áfram og einnig starfar Arnar Jónsson leikari með félaginu, eins og s.l. ár. Er félag- kiu mikill fengur að þessum starfs kröftum, en fleiri þyrftu þó að bætast í hópinn. Á fundinum skýrði fram- kvæmdastjórinn frá vetrarstarf- inu eins og það nú liggur fyrir. Fyrirhugað er að starfsemin verði með svipuðu sniði og s.l. starfsár. Fyrsta verkefnið verða tveir ein- þáttungar „Draugasónatan" eftir Strindherg í þýðingu Einars Braga og „Skemmtiferð á vígvöllinn“ eftir Arrabal, þýðandi er Jökull Jakohsson. „Draugasónatan“ er eitt af síðustu verkum Strind- hergs, sem mörg hafa haft bein og óbein áhrif á skrif ýmissa fram úrstefnuhöfunda, en Arrabal telst einmitt til þeirra. „Skemmtiferð á vígvöllinn“ er gamanleikur með alvarlegum undirtóni og hverjum manni auðskilinn. Frumsýaing mun verða í byrjun október. Leik- stjóri er Sigmundur Örn. Annað verkefnið er gamanleikur Aristó- fanesar um kvenskörunginn • Lysis- trötu og konurnar í Grikklandi, seip neita að ylja ból bænda sinna nema þeir hætti öllum bardögum o« stríðsrekstri. Æfingar hófust Niðurstöður landsfundar bókavarða: Heilsuhæli og sjúkrahús fái bætta bókasafnsjpjómistu Fyrsti landsfundur íslenzkra bókavarða var haldinn dagana 17. — 20. september. Fundinn sátu um 80 fulltrúar víðs vegar að af iandinu. Á fundinum voru flutt 17 fram söguerindi, og voru umræður á LEIÐRÉTTING á frétt um ákvörðun lágmarks- verðs á rækju og hörpudiski þann 19. þ. m. Um lágmarksverð á hörpudiski varð samfcomulag á yfirnefnd, en lágmarksverð á rækju var ákveð ið með atkvæðum oddamanns og fulltrúa kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. eftir öllum erindunum. Fjallað var bæði um almenningsbókasöfn og rannsóknabókasöfn og nýjar skrán ingar og flokkurnarreglur safna, en í upphafi fundarins komu út tvær nýjar bækur uim þau efni, önnur um flokkunarMssS&r fyrir íslenzk bókasöfn, «sssí skránisií arreglur. Eru þasá hWfar unnar á vegum Bókavarðafélags íslands. Þá var vætt um s'öfn skjala og handrita, endurskoðun iaga um al- menningsbókasöfn, launamál. sam skrá og bókaöflun rannsóknarbóka safna, menntun bókavarða og fé- lagsmál þeirra, skólabókasöfn og söfn fyrir vanheila og sjúka, og kynningu safna. Einnig var sýnd kvikmynd um notkun skólabókasafna. Skoður.ar- íerðir voru í Landstvoki- og þjöð- Þá er hinu góða laxveiðitjma- bili loki'. og „sá svarti tími“ tek- inn við. Veiðarfærum komið fyrir a góðum stað þar sem þau bíða þar til aftur birtir og haldið verð- ur á ný til veiða í ánum. — Það þarf víst ekki að ræða frekar um metárið í laxveiðinni, svo oft hef- ur þaS verið gert hér í Veiðihorn- inu og á öðrum stöðum. En það er ekki eingöngu hinn mikli laxa- fjöldi, sem þeir er sannir veiði- menn eru gleðjast yfir að veiði- tímanum loknum, heldur einnig hinn aukni skilningur almennings á gildi fiskiræktar. Þetta eru síðustu skrifin í Veiðihornið á þessu sumri, enda ekki ástæða til að halda því leng- ur úti þegar hljótt er orðið yfir laxveiðiánum. Við þökkum öllum þeim sem aðstoðað hafa okkur við' að fá sem gleggstar fréttir frá veiðinni í laxveiðiánum, og svo öðrum sem aðstoðað hafa við að afla Veiðihorninu efni um veiði- skap. — Þegar laxveiðitímabil næsta árs hefst. mun þátturinn einnig hefjast á nýjan leik hér í blaðinu — og við óskum eftir því, að sú góða samvinna sem við höf- um haft við veiðimenn í sumar haldizt einnig næsta sumar. — EB í ágúst og þá æft í vikutíma, en verður svo fram haldið um næstu mánaðamót. Lysiströtu þýddi Kristján Árnason en Atli Heimir Sveinsson valdi tónlistina. Messí- ana Tómasdóttir gerir leiktjöld og búninga. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, sem einr.ig stjórn ar þriðja verkefninu, en það er barnaleikritið „Lína langsokkur“ sem ætlunin er að komist á svið fyrir jól. Brynja setti bæði þessi leikrit á svið í fyrravetur. Lysiströtu fyrir Herranótt og hlaut sú sýning mjög góða dóma, en „Línu langsokk" í Kópavogi, þar sem það var sýnt við geysivinsældir í alan fyrravet ur. Enn hefur ekki að fullu verið gengið frá verkefnum eftir ára- mótin, en gert er ráð fyrir tveim til þrem verkefnum til viðbótar og liklegt má telja að frumflutt verði eitt íslenzkt leikrit. Leiklistarskóli verður starfrækt ur eins og s.l. vetur og verður framhaldsdeild fyrir þá sem sóttu skólann þá og óska að halda áfram. Fer innritun fram bráðlega og verður auglýst. Á s.l. ári tók félagið upp þá ný- breytni að gefa leikhúsgestum kost á áskriftarskírteinum, sem giltu fyrir allar sýningar vetrar- ins og voru seld með 25% af- slætti. Notfærðu margir sér þessi hlunnindi. Slík áskriftarskírteini verað seld með sama hætti í vet- ur. Upplýst var á fundinum að ný ljósatafla yrði sett upp í leikhús- inu í haust. Mikið var rætt um fyrirhugað- ar breytingar á leikhúsinu og þann seinagang og sinnuleysi er virtist ríkja af hálfu bæjarstjórn- ar um þessi mál. Var eftirfarandi tillaga samþykkt og skorað á Leík- húsnefnd að fylgja henni fast eftir: „Aðalfundur Leikfélags Akur- eyrar harmar þann seinagang er ríkir um fyrirhugaðar endurbætur á leikhúsi bæjarins. Telur fund- urinn að á næsta ári verði að ger* hér stórátak og minnir sérstak- lega á breytingar á norðurhluta hússins, sem óverjandi er að leng- ur dragist að framkvæma. Enn- fremur er almennu viðhaldi húss- ins mjög ábótavant, t.d. málning hússins að utan aðkallandi og áklæði á sætum í áhorfendasal þarf endurbóta við, og fleira mætti nefna. Skorar fundurinn á Leikhúsnefnd að fylgja þessuin málum fast eftir.“ fFréttatiikynning frá stjórn L.A.). Djúpivogur: Snjórinn hjálpsam- ur við smölun ÞP—þriðjudag. Undanfarið hefur snjóað nokk uð í fjöll hér fyrir austan, og hef ur það hjálpað bændum hér vel við smölun, en sauðfjárslátrunin hér á Djúpavogi hófst í gær. — Undanfarið hefur verið allmikil vinna hér, við pökkun á saltfiski til útflutnings, einkum til Grikk lands og Spánar. Þá er búið að salta hér í sumar um eitt þúsund ■ tunnur af síld. og eru það Gissur hvíti frá Hornafirði og Ljósfari sem lagt hafa upp síldina. f dag var opnuð ný verzlun hér á Djúpavogi. Nefnist hún Búland, og eigandi er Kristrún Óskarsdótt ir frá Hornafirði. skjalasafnið, bæjar og héraðsbóka safnið í Hafnarfirði og bókasafn Norræna hússins. f niðurstöðum fundarins er m. a. lýst yfir nauðsyn á að bæta starfshætti safna, stuðla að auk- inni mennfun bókavarða og vinna að meifi kynnum og samstarfi '/rók&wr'ða um land allt. Brýn þörf er talin á bættri þjónustu bóka safna á sjúkrahúsum og heilsuhæl um og lögð áherzla á mikið og vax ;«ndi hlutverk skólabókasafna. Tal ið er æskilegt, að Bókavarðafélag ið semji kauptaxta fyrir bókaverði í almenningsbókasöfnum um land allt til samræmingar í launamál- um. Loks er lagt til, að landsfundir verði haldnir á tveggja ára fresti. Heyrnleysingjaskólinn: Kennsla hefst. bráð- lega í nýbyggingunni Aðalfundur Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufa, var haldinn dagana 19. og 20. sept. síðast’. í Norræna húsinu. Fundinn sóttu foreldrar heyrnardaufra barna víðs veg- ar að af landinu, auk þess nokkrir kennarar og skóla- stjóri Heyrnleysingjaskólans. Þorsteinn Sigurðsson, sér- kennslufulltrúi Reykjavíkur- borgar, flutti erindi um skipu- lag sérkennslu og svaraði fyr- irspurnum. Branduir Jónsson, skói’astjóri, sagði frá þingi um kennslu og uppeldismái heyrn ardaufra, sem haldið var í Stokkhólmi á s.l. sumri. Enn- fremur svaraði hann fyrirspurn um um skólastarfið á komandi vetri. Umræðuhópar störfuðu á fundinum og skiiuðu ályktun- um um félagið, Heyrnleysingja skólann og stöðu hins heyrnar- daufa í þjóðfélaginu. Á sunnudagsmorguninn skoð uðu fundarmenn nýbyggingu Heyrnleysingjaskólans í Öskju hlíð, en þar mun væntanlega hefjast kennsla á næstunni. Stjórn félagsins skipa nú þessir menn: Siguríður Jóelsson, kennari, formaður; Jóhann G. Bergþórs son, verkfræðingur, ritari; Ás- geir Axelsson, vélvirki, gjald- keri; Vi.'hjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri, varaform., Hákon Tryggvason, cand. mag. með- stjórnandi. — í varastj. eru: Davíð Davíðsson, sundlaugar- vörður, Páll Guðbjörnsson, raf- virkjameistari, Sigurbjörn Þór. arinsson, verkstjóri. Dagur verðlaunaður Stjórn Minningarsjóðs Ara Jósefssonar. skálds,' úthlutaði ný- verið í þriðja sinn úr sjóðnum. Til gangur sjóðsins er, eins og segir í skipulagsskrá, að veita verðlaun ungum skáldum eða listamönnum. Að þessu sinni hlaut Dagur Sig- urðarson kr. 30.000.00. Dagur er listamaður af kynslóð Ara Jósefssonar. Eftir hann hafa komið út þessar bækur: Hluta- bréf í sólarlaginu (1958), Milljóna ævintýrið (1960) Hundabærinn eða viðreisn efnahagslífsins (1963) og Níðstöng hin meiri (1965), en auk þess er hann afkastamikill myndlistarmaður, svo sem kunn- ugt er. Áður hafa hlotið verðlaun úr sjóðnum þeir Þorsteinn frá Hamri, Guðbergur Bergsson og Vésteinn Lúðvíksson. I (

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.