Tíminn - 23.09.1970, Síða 3

Tíminn - 23.09.1970, Síða 3
8BÐVIKUDAGTJR 23. sept. 1970. TIMINN Forsætisráðherra Búlgaríu kemur í opinbera heimsókn hingað á morgun EJ—Reykjavík, þriðjudag. Todor Zhivkov, forsætisráSherra Búlgaríu og aðalritari kommúnista flokks landsins, kemur í opinbera heimsókn til ísland.s á fimmtudag inn Ikl. 19 og verður hér á landi fram á sunnudag. Á föstudaginn, 25. septemher, mun Zhivkov hitta forseta ís- lands. dr. Kristján Eldjárn, en síðan munu sendinefndir Búlgaríu og íslands, undir forsæti Zhivkovs og Jóhanns Hafsteins, forsætisráð herra, ræðast við. Forseti íslands býður forsætisráðherranum til há degisverðar, en síðdegis á föstu daginn héldur Zhivkov blaða- mannafund. Um kvöldið sitja gest irnir veizlu í boði ríkisstjórnar innar að Hótel Sögu. Á laugardaginn fer Zhivkov í ferð um Þingvelli og að Búrfells virkjun og Heklu. Um kvöldið halda gestirnir samsæti til heið urs íslenzku ríkisstjórninni. Á sunnudaginn fer Zhivkov í skoðunarferð um borgina, og snæð ir hádegisverð í Höfða í boði borgarstjórnar Reykjavíkur, Síð- degis. heldur Zhivkov síðan til Kaupmannahafnar. Framhald á 14. síðu. Æðardúnssængur dralonsængur, gæsadúnssæng- ur, vöggusængur, koddaver, svæflar. — Æðardúnn, hálf- dúnn, fiðurhelt \og dúnhelt léreft. Patonsullargarnið komið 6 grófleikar, litekta, hleypur ekki, yfir 100 litir. — Prjón- ar og hringprjónar í miklu úr- vali. Drengjajakkaföt frá 5—14 ára, terelyne og ull litaúrval, stakir drengjajakk- ar, drengjabuxur frá 3—14 ára. Ungverskar molskinnsbuxur og gráar terelynbuxiir. Matrósaföt, rauð og blá, frá 2—7 ára, ára, drengjaskyrtur hvítar og mislitar frá 150 kr. Terelynebuxnaefni, blátt, grátt, svart. — Pósts«ndum. — Skíðamenn á Akureyri undirbúa mikinn vetur Nýr vegur upp í Hlíðarfjall í byggingu SB—Reykjavík, þriðjudag. Verið er nú að leggja nýjan veg að Skíðahótclinu í Hlíðarf jalli við Akureyri og er vonast til að hann komist f gagnið fyrir veturinn. fvar Sigmundsson hefur verið rá'ð inn framkvæmdastj. Vetraríþrótta miðstöðvarinnar. Tvö skautasvell verða starfrækt á Akureyri í vet- ur. í sumar hófst lagning nýs vegar upp að skíðahótelinu í Hlíð arfjalli, en sá gamli hefur reynzt mörgum erfiður og er yfirleitt ill- fær eða ófær. þégar snjóa fer að leysa. Efsta beygja, sem erfiðust hefur verið, hverfur nú og einnig eitthvað af öðrum krókum á veg- inum. Verður að þessu mikil þót. Vonast er til, að vegurinn verði tilþúinn fyrir veturinn ef tíð helzt góð eitthvað fram eftir hausti. Ekki er enn ákveðið, hvenær Skíðahótelið tekur til starfa, en vonandi verður það um leið og nægur snjór kemur. í síðustu viku var fvar Sig- mundsson ráðinn framkvæmdastj. Vetraríþróttamiðstöðvarinnar og felur það starf í sér bæði starf hótelstj. Skíðahótelsins og stjórn skíðalyftunnar, en áður var sinn maðurinn í hvoru starfi. ívar er nú farinn til Austurríkis, í því skyni að kynna sér rekstur svip aðra staða þar og ennfremur áð athuga um möguleika á tilboðum í tvær togbrautir í Hlíðarfjall. aðra norðan við hótelið, en hina uppi við Stromp. Framtíðardraumur Skíðaráðs Akureyrar er að fá lyftu upp á brún Hlíðarfjalls og mun ívar hafa augu og eyru opin í ferðalag inu, ef möguleikar væru á að láta þann draum rætast bráðlega. í vetur heldur Skautafélag Akur eyrar opnu skautasvelli á Krók- eyri, og bærinn sér um skauta- svell á íþróttavellinum. Þessir að- ilar munu hjálpast að eftir þörf um. Talsvert stendur til 1 vetrar- íþróttum á Akureyri í vetur. Þar verður Skíðamót íslands haldið og auk þess að minnsta kosti tvö stórmót með þátttöku erlendra skíðamanna. Kennarar læra að kenna Kennaranámskeið á vegum fræðslumálaskrifstofunnar EB—Reykjavík, þriðjudag. Mikil þátttaka var á námskeið- um fyrir keunara á barna- og gagnfræðaskólastiginu, sem fræðslumálaskrifstofan stóð ein fyr ir í suniar eða í samvinnu við aðra aðiia. f dag var efnt til blaða- mannafundar, þar sem skýrt var frá þessari starfsemi. Fræðslu- málaskrifstofan stóð í sumar fyr- Keðjubréf Vesturgötu. Sími 13570. Framhald at bls 16. Einar Ingimundarson, bæjar- fógeti í Hafnarfirði, sagði Tíman um í dag að þar stæði enn yfir rannsókn á peningakeðjubréfunum sem seld voru í eyðibýlinu Stekki í síðustu viku. Þrír menn standa á bak við þau keðjubréf, en einn þeirra er veikur og er því aðeins hægt að yfirheyra tvo. Tveir for svarsmannanna eru úr Reykja- vík og einn úr Hafnarfirði. Er bú- ið að taka skýrslur af þeim mönn um sem frískir eru. Enn er ekki komið í Ijós hve mikla peninga þeir hafa haft upp úr starfsem inni né hve miklu var velt í keðju bréfunum sem kölluð voru V-44. Svo virðist sem fareldurinn hafi gengið algjörlega yfir ef marka má hve lítið er að gera í ávísanadeildum pósthúsanna mið- að við það sem var þegar starf semin var í blóma. Rannsóknarlögreglan í Reykja- vík vinnur einnig að rannsóknum á keðjubréfum, en nær eingöngu þeim sem upphaflega koma frá Svíþjóð og kennd eru við fyrirtæk ið Investo í Malmö. Niðurstöður beirra rannsókna, sem nú er verið að gera í keðju brófamálum verða allar sendar saksóknara ríkisins, sem ákveður hvað gert verður £ málunum, en öruggt má telja að dómur falli í keðjubréfamálum til að fá úr því skorið hvort þessi starfsemi er lögleg eða ekki. Innbrot í Hveragerði SB—Reykjavík, þriðjudag. Brotizt var inn í Pokagerðina í Hveragerði í nótt. Ekki var neins saknað { fljótu bragði, en þarna var öllu ruslað til og hlutir skemmdir. Lögreglan á Selfossi hefur málið til athugunar og sagði í dag, að þarna hefðu að- komumenn verið að verki. ir námskei'ðuin í 5 kennsluefnum. Voru haldin sjö eðlisfræðinám- skeið, fjögur stærðfræðinámskeið, eitt námskeið í dönsku, og enn- freniur í lfffræði og þrjú hann- yrðanámskeið. >á voru námskeið á vegum Skólarannsókna, þar sem endur- skoðunvnámíftfiUtö.i og prófagerð voru tekin fyrir, Þetta námskeið vaj; fyrir hóp manna, sem .fengizt h'áfar'-við samningtl kennslubóka, endurskoðun námsefnis og prófa- gerð, og svo þá er á næstunni taka þátt í verkefnum á þessu sviði. — Aðrir aðilar, sem staðið hafa fyr- ir kennaranámskeiðum eru kenn arafélög, kennaraskólar og Reykja víkurborg, sem hefur skipulagt umfangsmestu námskeiðin, eins og námskeið fyrir kennara 6 ára barna, stærðfræðinámskeið og námskeið fyrir handavinnukenn- ara í samráði við Félag ísl. smíða- kennara. Skólarannsóknir stefna nú að því, að gerð verði úttekt og fram kvæmd endarskoðun á öllu náms- efni barna- og gagnfræðaskóla á árunum fram til 1980. Hafa sér- stakar áætlanir verið gerðar um fimm kennslufög, þ.e. eðlis- og efnafræði, líffræði, stærðfræði, dönsiku, sögu og samfélags- fræði. Verða aðgerðir Skólarann- sókna á þessu sviði næsta vetur og í framtíðinni, miðaðar við að framkvæma áætlanirnar og aðrar, sem enn eru ekki fullfrágengnar. Þannig vænta Skólarannsóknir þess, að muni myndast ný náms- skrá og kennsluhandbækur, i öll- um námsgreinum skyndunáms- skóla framtíðarinnar. Merkur atburður Mikilvægur atburður hefur átt sér stað. Fyrsti nemandinn, sem lokið hefur raungreina- deildarprófi í Tækniskóla ís- lands, eftir tveggja óra nám þar, hefur fengið inngöngu í verkfræðideild Háskóla fs- lands. Þetta er atburður, sem vonandi á eftir að endurtaka sig oft og þar með valda þátta- skilum í íslenzkum menntamál um. Einn helzti gallinn á okkar skólakerfi hefur verið sá, hve einhæfar námsleiðir hafa verið að háskólanámi, og hve lítið innbyrðis samband hefur verið milli þeirra námsleiða í ís- lenzku skólakerfi, sem um hef ur verið að velja. Fyrir tveimur árum var af- burðanemenda, sem lokið hafði prófi úr raungreinadeild Tækni skólans synjað um skóavist í Háskóla íslands. íhaldssemi Nú þótti forráðamönnum Há skólans hins vegar ekki stætt á því að synja umræddum af- burðanemenda, sem lokið hafði raungreinaprófi frá Tækniskól anum, um skólavist í verkfræði deild. Það virðist þó hafa verið gert eftir krókaleiðum og sem alger undantekning og lögð á það áherzla, að þessi undan- þága skapaði ekki neitt for- dæmi og ýmis skilyrði sett, um ræddur nemandi verður óreglu legur nemandi, a.m.k. til að byrja með, og þarf að ljúka prófi í ákveðnum greinum. Af þessu er Ijóst, að háskól inn er mjög tregur til að rýmka rétt manna til inngöngu í háskólann. Hér verður því að koma til lagabreyting, skýr lagaákvæði um réttindi manna til að setjast í háskólann og sýnast mönnum tillögur Stúd- entaráðs um þau efni skynsam legar. Þessa lagabreytingu má ekki draga, og taka verður af öll tvímæli um rétt nemenda er ljúka raungreinaprófi frá Tækniskólanum, til náms við verkfræðideild háskólans, upp- fylli þeir sambærileg lágmarks skilyrði og þau sem sett eru stúdentum frá menntaskólum. Óvenjulega almennt traust f skoðanakönnun þeirri, sem fram fór um síðustu helgi með- al félagsbundinna Framsóknar- manna í Reykjavík um skipan framboðslista flokksins við næstu alþingiskosningar, hlutu þingmenn flokksins í Reykja- vík mikið og almennt traust. Einar Ágústsson var kosinn á 97,4% gildra atkvæðaseðla og Þórarinn Þórarinsson á 91,1% gildra seðla. Þetta er óvenju- lega almennur stuðningur og sýnir svo vel sem frekast er unnt hve mlklð traiist Fraw- sóknarmenn í Reykjavík hafa á þingtnönnum sínum, þeim Þórarni Þórarinssynl og Einari Ágústssyni. — TK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.