Tíminn - 10.10.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.10.1970, Blaðsíða 5
SJUK5ARDAGUR 10. október 1970. MEÐ MORGUN KAFFIWU I Grikklandi hefur veri'ð efnt til samkeppni um beztu skrýtluna um stjórnmálamenn- ina. Verðlaunin eru 20 ára fangeisi. Rau'ður val'ðliði barði að dyrum í brezka sendiráðinu1 í Peking, þegar ólætin þar eystra stóðu sem hæst fyrir fáum ár- um. Lúga á hurðinni opnaðist. — Menningarbyltingin er hér' hrópaði varðliðinn. — Gjörið svo ve,’, að skilja hana eftir við bakdyrnar, var svarað. Það var á hinum lagaiausu dögum í Chicago í fyrndinni. Þá hafði einn bófaflokkur náð taki á foringja annars og dælt í hann svo miklu blýi, að í stað þess að grafa hann, ákváðu þeir að senda hann í bræðslu. — Ekki svona sultaxiegur, Jón. Þetta er maturinn hunds- ins. , Kátur ungur maður í Búda- pest var handtekinn fyrir að hafa kallað Janos Kadar fífl á opinberum skemmtistað. Hann var dæmdur i 15 ára fangelsi og mótmælti kröftug- lega. — Refsingin fyrir þess hátt ar er í mesta lagi 6 mánuðir. — Þú ert ekki dæmdur fyr ir að móðga félaga Kadar, held ur fyrir að hafa ljóstrað upp ríkisi'eyndarmáli. — Fyrst þú ert svona flink- ur, þá keyröu sjálfur. — Eruð þið að fara strax, spurði gestgjafinn undrandi. — Já, við verðum að fara, svaraði frúin. —' Maðurinn minn er farinn að brjóta rúður með hnotubrjótnum. Brezkur sjóliði var eitt kvöld á gangi um hinar þröngu götur Soho, þegar yndisleg, súkku- laðibrún dama stakk handleggn um undir arm hans og sagði: — Halló, gamli vinur! Lang ar þig ekki til að fylgja mér hsim? Sjói’iðinn stai ði á hana ,um stund en sagði svo: — Ertu gaiin, alla leiðina til Afríku? , I næstu viku mun varafor- seti Bandaríkjanna fara til Asíu til að heiinsæk.ja öll þau ríki, sem eru vinveitt Banda- rikjunum. Hann er væntanleg ur heim aftur síðari h.'uta dags ins. — Ungfrú Hulda, hvað þarf að gefa yður til að öðlast koss af vörum yðar? — Klóróform! DENNI DÆMALAUS! — Viltu ekki láta okkur uin það, livar við sprautum? TIMINN 5 Júgóslavneskur áhugamaður um rannsóknir hella hefur sett heimsmet með því að dvelja fjögur hundruð sextíu og þrjá sólarhringa djúpt ni'ðri í Sam- ar-hellinum í Serbíu. Maðurinn, sem heitir Milutin Veljkovic og er þrjátíu og fimm ára gamal.’ notaði tímann til að gera ýms- ar vísindalegar tilrau .i . eink- um á sviði læknavísindanna, og bíða sérfræðingar nú spenntir eftir niðurstöðum af þeim. Einnig hélt hann mjög ítarlega dagbók allan tímann, sem hann dva.'dist í einangruninni. Veljkovic var þó ekki aleinn í hellinum, því að hjá honum var hundurinn hans, ásamt ketti, nokkrpm hænum og önd um. Það er óskaplegt álag á mann skepnuna, bæði andlega og Sk- amlega, að vera ein langtímum saman. og ekki er það beinlínis uppörvandi að vera einangrað- ur frá ljósi og yl, langt undir yfirborði jarðar. Úthald Velj- kovic verður því að te.'jast stór- kostlegt afrek. Meðfylgjandi mynd var tek- in í Samar-hellinum, daginn sem Veljkovic slapp úr prísundinni. ,,Hverfum aftur til náttúrunn- ar“, sagði Rousseau eitt sinn við Fransmenn, og svo virðist, sem boðskapur hans sé enn í / fu.’lu gildi. A. m. k. hefur verið ákveðið að koma á fót kúabúi inni i miðri Parícarborg. Á kúa- búi þessu eiga menn síðan að geta fengið keypta spenvolga nýmjé . Fyrirhuga er að kýrn r og mjaltafólkið verði I'Hum þeim, sem framhjá kuabúinu fara, sýnilegt, og þarf ekki ann- að en biðja um glas af nýmjólk, og þá sezt mja.’tastúlka undir eina kúna og hreytir úr henni i glas. Kúabú þetta á að gera eftir fyrirmynd annars slíks, er var í. útiaðri Bois de Boulogne. " að' bú hafði einnig veitingahús á sínum snærum. hvar men.. c í fengið flesta hugsanlega rétti. ★ Ensk tunga virðist stöðugt sækja á í hinum vestræna tungumálaheimi. Það eru ekki einungis Ska - línavar, sem bæta æ fleiri enskum orðum v'* r’ag legan orðaforða sinn, og sleppa jafnframt tilsvarandi orðu.n úr eigin tungumáli — nú eru Frakkar farnir að kvarta há- stöfum yfir á " n enskunnar, enda löngum haft horn í síðu nágrannans handan við Eitna- sundið. í nýútkominni orðabók Petit Larousse, þ.e. bókinni sem gild- ir fyrir 1970, er að finna fjögur ensk orð. sem bókin álítur orð- in svo a.'geng í Frakklandi, að kalla megi þau frönsk. Þau orð eru: BABYSITTER, FACTOR- ING, CHARTER og BEATNIK. ★ Fyrirsætur, sem í starfi sínu verða að hugsa mikið um útlit- ið og verja mörgum klukku- stundum daglega í að má.'a sig og snurfusa, eru yfirleitt ó- þekkjanlegar, þegar þær eru ’ amnar i sínar eigin flíkur og lausar við stríðsmálninguna. Þær slappa nefnilega algjör.'ega af í frístundum. og ef það ar eitthvað. sem þær vilja losna við að hafa áhyggjur af, þá eru það föt o° andlitsmálning. Þannig er þessu að minnsta kosti farið með dönsku fyrir- sætuna Marianne Tholsted. Mestan part sumarsins varð hún að láta sér ,'ynda að klæð- ast pelsum í vinnutjmanum. en hún tók þátt í mörgum loð- (skinnasýningum um borð í amerískum lúxusfleytum, sem lögðu ð landi við' Löngulínu. Einn daginn var Marianne n-!' 5 um a'ðgang að einu skip- anna. Ástæðan var sú- að hún þótti grunsamlega i.'la til fara, Það var ausandi rigning þenn- an dag, og biessuð stúlkan klæddi sig þess vegna í galla- buxur, regnjakka og gúmmí- stígvél. ; Það tók .iana því lahgan tíma að sannfæra mannskapinn um, að hún væri ein hinna glæsi- .'egu stúlkna, sem ættu að sprenga þarna um í rándýrum pelsum í þeim tilgangi að freista auðugra ainerískra kvenna. Okkur finnst raunar Mari- anne líta ágætlega út í hvers- dagsklæðunum, en trúlega er hún ennþá glæsilegri í þrjú hundruð þúsund króna pels. ISPEGU TOMA /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.