Tíminn - 10.10.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.10.1970, Blaðsíða 16
 Lausardagur 10. oletóber 1970. tOTTT Dauði Nassers og Rússar - bEs. 9 48 þúsund fasteignir nú skráðar KJ—Reykjavík, föstudag. Senn líður að því að nýtt fast- eignamat verði lagt fram, en unn ið hefur verið að mati þessu meira og minna frá því á árinu 1963. Alls hafa nú verið skráðar og mefcnar 48 þúsund fasteignir, og þar af eru í Reykjavík einni lí þúsund fasteignir, sem mctnar hafa verið og svo 6500 jarðir. Yfirfasteignamatsnefnd hefur umsjón með verki þessu, en i nefnd þessari eru nú Torfi Ás- geirsson, sem er formaður nefnd- arinnar, dr. Gaukur Jörandsson prófessor og Jón Pálmason fyrr- verandi alþingismaður. Ármann Snævarr prófessor var formaður nefndarinnar þar til hann fór til dvalar erlendis á s.l. ári. Skrif- stofustjóri nefndarinnar er Valdi- mar Óskarsson, en starfslið auk hans er tvær stúlkur os tveir karl menn, en margir sérfræðingar hafa lagt hönd á plóginn við fast- eignamatið, oo skýrsluvélar og tölvur hafa leyst af hendi verk- efni tuga manna Fasteignamatið verður lagt fram í hverju sveit- arfélagi landsins, þar sem fast- eignaeigendur geta kynnt sér mat- ið á fasteignum sfnum. í hverju héraði hafa starfað fasteignamats- nefndir, og þær eða starfsmenn þeirra hafa skoðað hverja einustu fasteign iandsins, metið hlunnindi jarða o.s.frv. Má því búast við að nokkur eftirvænting ríki hjá fasteignaeigendum, að vita raun- verulega hvers virði fasteignir þeirra eru, og bera þær saman við fasteignir nágrannanna. Að því ér Valdimar Óskarsson skrifstofu- Framhald á bls. 14. Seltirningar Skemmtikvöld H-listans ver'ður laugardaginn 10. október í anddyri fþróttahússins. Spiluð verður fram sóknarvist. Dans á eftir. — Húsið verður opnað kl. 20,30. Byrjað að spila stundvíslega kl. 21. Kjördæmis|DÍng Kjördæmisþing Framsóknaríé- laganna í Suðuriandskjördæmi verður haldið að Eyrarvegi 15 á Selfossi, lagardaginn 17. október nk Sauðárkrókur: Starfsemi hafin í Sútunarverksmiðjunni OÓ—•Reykjavík, föstudag. Starfræksla sútunarverksmiðj- unnar á Sauðárkróki hófst í morg- un. Ekki er þó verksmiðjan kom- in í gang af fullum krafti og verð ur þess senn nokkuð að bíða. Er verið að reyna tæki og vélar. Þráinn Þorvaldsson sagði í dag, að verksmiðjan væri enn ekki til- búin, en komin það langt aS hægt væri að vinna með litlum afköst- um, þótt enn eigi eftir að ganga frá ýmsu. Enn eru starfsmenn verk smiðjunnar fáir. Ekki er ákveðið hve margir koma til með að vinna við verksmiðjuna, en Þráinn sagði að margt fólk biði eftir að komast þar í vinnu. Ekki er hægt að segja að svo komnu máli hvenær sútunarverk- smiðjan fer að vinna með fullum afköstum, en það verður ekki fyrr en á næsta ári. Eins og er verður aðaláherzla lögð á loðsútun, og eingöngu á lamsskinnum. Eftir því sem uppsetningu vélanna mið- ar áleiðis verður starfsfólkina fjölgað. Verksmiðjuhúsið hefur verið í byggingu síðan í fyrrasumar og er það 1920 fermetrar að stærð. Greinargerð landeigenda um stíflusprenginguna: „Var landhreinsun" KJ—Reykjavík, föstudag. Tímanum barst í dag svar frá stjóm Félags landeigenda á Lax- ár- og Mývatnssvæðinu, við grein- argerð stjómar Laxárvirkjunar vegna vatnsmiðlunar Laxárvirkj- unar við Mývatn. Eru í svari þessu rakin þau mótmæli sem Mývetn- ingar hafa haft uppi gegn stíflu- gerð við Mývatnsósa, og rætt um atburðinn 25. ágúst er Miðkvíslar- stíflan var sprengd upp, og segir í lok svarsins: „Þess vegna telj- um vér fjarlægingu hinnar gagns- lausu stíflu úr Miðkvísl vera landhreinsun, og skiptir þar ekki máli, hvort hún var fjarlægð með skóflu, dýnamiti eða öðrum not- hæfum verkfærum.“ í svari landeigenda er eitt og annað dregið fram í dagsljósið, í máli þessu, sem almenningi hefur ekki áður verið kunnugt, og ketn- ur í ljós að almennur sveitarfund- ur var fyrst haldinn um mál þetta Fratnhald á bls. 14. Tvö sklp Elmskipafélags íslands, sem voru f Reykjavíkurhöfn f gær. Stöðvast þau í nótt? (Tímamynd Gunnar) Ganga yfirmenn á kaup- skipunum á land í nótt? EJ—Reykjavík, föstudag. Ekki lcit í dag út fyrir, að samkomulag tækist fyrir mið- nætti annað kvöld í deilu yfir- manna á kaupskipaflotanum og útgerðarfélaganna, en verði svo ekki, þá ganga yfirmenn á flestura skipunum — aðrir en skipstjórar — í land og er þess þá skammt að bíða að mest- allur flotinn stöðvist. Sátta- fundir hafa verið haldnir und- anfarið, og einnig í dag, en lít- ið sem ekkert miðað í sam- komulagsátt, eftir því sem bezt er vitað. Uppsagnir yfirtnacina — þ.e. stýrimanna, vélstjóra, loft- skeytamanna og bryta — á kaupskipunum taka gildi frá og með miðnætti aðfaranótt sunnudagsins, og verður sátta- fundum haldið áfram alveg fram að þeim tíma a.m.k., þótt ekki hafi í dag þótt útlit fyrir samkomulag. Farskipin munu síðan stöðv- ast eitt af öðru, ef ekki næst samkomulag, því ekkert útlit er fyrir að aðrir yfirmenn með réttindi fáist í stað þeirra sem hætta. Er Ijóst, að í næstu viku munu 10—11 skip stöðvast, þar af flest hjá Eimskipafclagi ís- lands, eða 5, en þrjú skip frá Skipaútgerð ríkisins — Hekla, Herðubreið og Herjólfur — og 2 hjá Sámbandi ísl. samvinnu- félaga. Þá mun Dagstjarnan einnig stöðvast. Talið er, að aðeins tvö af þeim 37 skipum, sem eru í ís- lenaka kaupskipaflotanum, muni geta siglt áfram óhindrað ef ekki semst á næstunni. Þau tvö eru Hofsjökull og Stapa- fell, en flestir yfirmanna á þeim tveimur skipum hafa ekki sagt upp störfum sínum. Þeir, sem taka þátt í samu- ingaviðræðunum, eru annars vegar fulltrúar félaga yfir- manna en hins vegar fulltrúar Vinnuveite-ndasambandsins og Vinnumálasambands samvinnu- félaganna. Uthafi neitað um fyrirgreiðslu til kaupa á tveim skuttogurum OÓ—Reykjavik, föstudag. Ríkisstjórnin hefur synjað stj. Úthafs h. f. um fyrirgreiðslu til kaupa á tveim spænskum skuttog urum, og segir í greinargerð sem stjórnin sendi frá sér, að aS synjunin virðist aðallega byggð á umsögnum skuttogaranefndar. Togarar þeir sem hér um ræðir eru 1000 lestir að stærð og hleypt af stokkunum 1967 og 1968. Verð þeirra er sem svarar 80 millj. kr. á hvert skip. Stjórn Úthafs h. f. fullyrðir að verð þeirra togara sem nýverið var samið um smfði á og byggðir verða á Spáni, kosti að minnsta kosti 145 milljónir r. hvor. í greinargeirð stjórnar Úthafs h. f. segir m. a.: „Ef-tir að hafa beðið eftir svari ríkiss-tjórnarinnar í fulla tvo mán uði, varðandi kaup á tveim spænskum skuttogurum, hefui stjórn Úthafs h.f loksins borizt synjun um fyrirgreiðslu. virðist synjunin aðallega byggð á um- sögnum skuttogaranefndar, >a greinargerð skoðunarmanna segir .Skip bessi uppfylla ekk: að okk- ar áliti bær kröfur sem era barf til bygginga á skuttogurum í dag. Stjórn Úthafs h. f. getur ve-1 fallizt á það, að fengi hún eða gæti byggt sku-tttogara samkvæmt óskum sínum í dag, bá myndi hún auðvitað hafa útbúnað beirra öðru vísi en spönsku togaranna sem hún samdi um kaup á til afhcndingar strox. Þrátt fyrir bað ber að viðurkenna að bessÞ’ spö-i ku togarar eru að mörgu leyti fullkomnari og betur út- búnir en þei-r togarar sem við eigum nú. Þetta eru nýtizkuleg oa óslitin skip. afbragðs sjóskip sem gætu verið búin að skila bjóðarbúinu álitlegum fene þegar togararnir, sem nú loksint, á að fara að byggia, verða tilbúnir til veiða. Vonandi verða nýj-u skuttogar arnir eigendum sínum óg landinu Framhaid á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.