Tíminn - 10.10.1970, Side 14

Tíminn - 10.10.1970, Side 14
14 TIMINN LAUGARDAGUR 10. október 1970. Solsjenitsyn Framhaid ai bls. 1 úr saimtökum sínum. Eins og kunn- ugt er hlaut sú ákvörðun virkan stuðni-ng almennings í öllu land- inu. Það ber að harma, að Nobe.'s- nefndin skuli láta nota sig þannig á óverðugan hátt í leik, sem á eng- an hátt hefur þann tilgang að bæta andleg veriðmæti og hefðir bókmenntanna, heldur er liður í pólitískum skol,’aleik.“ Yfirlýsingin í Izvestia var send út sem hraðskeyti hjá TASS, hinni opinberu sovézku fréttastofu, g6 klukkustundum eftir 'að tilkynnt var opinberlega, að Solsjenitsyn hefði fengið Nobelsverðlaunin. Fram að þeim tíma var sú frétt ókunn í Sovétríkjunum, nema með- a! fréttamanna og nokkurra bók- menntasérfræðinga. Stjórnmálafréttaritarar í Sovét- rikjunum telja, 'alð þessi yfirlýsing í Izvestia'sé upphafið að harðvít- HVAR ERT ÞÚ? PennaglöS kona óskar eft- ir að kynnast greindum og pennaglöðum manni, með margvísleg áhugamál. Aldur ca. 30—40 ára. Svar sendist afgreiðslu blaðsins, merkt „PÆGRA- STYTTING 1112“, fyrir 20. þ.m. Mjög góð og nýleg oliukyndingatæki til sölu. Ketill 3 ferm. Sími 82808. Atvinna óskast Vanur jarðýtustjóri með meiraprófsréttindi á bíl óskar eftir vinnu. Upplýsingar í síma 84899. ugri baráttuherferð gegn Solsjenit- syn í sovézkum fjölmiðlum. Sú skoðun sovézkra ráðannanna, að verðlaunaveitingin sé pólitísk ögrun, kom einnig fram í viðtali, sem fréttaritari NTB í Moskvu átti við aðstoðarritstjóra sovézka bók- menntatímaritsins Literaturnaja Gazeta, Jevgen Krivitsky. Ilann sagði, að með ti.Titi til verka Sol- sjenitsyns og þó einkum, hvernig þau hafa verið notuð á Vesturlönd- um, bendi allt til þess, að um pólitíska ákvörðun hafi verið a@ ræða. Þetta væri ekki bók- menntaleg ákvörðun, heldur póii- tísk. Engar upplýsingar fengust um Solsjenitsyn í Moskvu í dag. Vinir hans hafa skýrt frá því, að hann hafi tekið fréttinni mjög rólega og myndi hann ekki ,'áta verðlauna- veitinguna hafa áhrif á störf sín. Hann vinnur nú allf að 16 klukku- stundum á dag að nýrri skáldsögu, sem heitir ,,Agúst 1914“. Ræiíjuvinnsla Framhald aí bls. 1 og yfirleitt væru það húsmæð- ur, sem unnið hefðu við pillunina. Þórður Júlíusson rekur rækju- vinnslu á Stakkanesi við ísafjörð. Hann er enn me@ handpillunar- tæknina í þjónustu sinni. — Það ber sig engan veginn að vera með handpil.'un, sagði Þórður, og kvaðst hann hafa aðstöðu til vél- pillunar hjá Böðvari Sveinbjarnar- syni. Hjá Þórði vinna 10—15 kdn- ; ur og 3 karlmenn, og afkastar fyr- irtækið 1 tonni á dag, sé rækjan góð og miðað við 10 stunda vinnu. Björgvin Bjarnason rekur Nið- ursuðuverksmiðjuna á Langeyri við SúSavik. Hefur hann um 10 ára bil veri'ð með pillunarvé,’ í þjónustu sinni, og fékk aðra fyrir 5—6 árum. Hvor vélin um sig sparar 125—150 manna vinnuafl og afkastar 6—7 tonnum yfir sól- ■arhringinn. Nú vinna í verksmiðj- unni 12—14 manns. Björgvin sagð- ist hafa mjög góða reynslu af vél- unum. Vegaframkvæmdir Framhald af bls. 2 í Reykjavík, en þar sem búið er að leggja olíumölina er vegurinn í um 200 — 270 metra hæð yfir sjávarmáli. Þegar olíumölin er lögð, verður að vera þurrt og hiti yfir 3 gráðuir, og ekkert frost í yfirborðinu sem lagt er á. Ef veðurguðirnir væru okkur hlið hollir, þá myndi verða lögð olíu möl á allan nýja kaflann frá Lækj arbotnum, og þannig myndi þá verða ekið á olíumöl frá Lækjar botnum og upp undir Skíðaskál ann í Ilveradölum, eða að Hvera dalabrekku. Alla vega verður all- ur þessi vegarkafli tekinn í notk un í haust, og þá lögð venjuleg FöSursystir mfn, Kristín Jónsdóttir andaSist aS Hrafnistu 7. október, 1970. F. h. vandamanna GuSveig Stefánsdóttir. Konan mín og móðir okkar, Sigríður E. Sæland, IjósmóSir, andaSist á Borgarspítalanum, fimmtudaginn 8. október. Stígur Sæland og börn. Dóttir okkar og systir, Sigrún verður jarSsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 12. október kl. 3. GuSbjörg Einarsdóttir, Ólafur Þorsteinsson, Þorstelnn og Einar. möl á það sem ekki verður lagt olíumöl, — Hverjir hafa annazt þessar framkvæmdir? — Vegagerðin sjálf hefur ann- azt alla undirbyggingu vegarins frá Lækjarbotnum og upp í Svina hraun, en fyrirtækið Olíumöl hef ur annazt lagningu olíumalarinn- ar. — Menn hafa haft við orð, að undirbyggingin' hafi gengið vel, og mikið verið aðhafzt? — Já, ég held að segja megi að góður gangur hafi verið í verk inu. Þegar flest hefur verið hafa 25 bílar verið í akstri við undir byggingu vegarins, auk vinnuvéla af mörgum gerðum og allt upp í 40 — 50 manns. — Svo við höldum áðeins aust ar á bóginn og staðnæmumst á Kambabrún, en þar fyrir neðan er hafið mikið jarðrask? . — Já, þar er verktakasam- steypan Þórisós s. f. fyrir nokkru byrjuð á undirbyggingu vestasta hluta Suðurlandsvegar í Ölfusi. Er þair um að ræða kaflann frá Bakká og í Kamba. Þetta munu vera rúmir sjö kílómetrar. Ilefur verktakasamsteypan tekið að sér undirbyggingu vegarins og lagn ingu olíumalar á þennan kafla, og eins kaflann frá Bakká og að Selfossi. Öllu þessu veirki á að vera lokið haustið 1972. í vest- asta kaflanum eru mýrar, og bar verður hafður á sami háttur og með kaflann frá Kögunarhóli og að Selfossi, að jarðvegurinn verð ur látinn síga, og er ráðgert að hleypa umferð þarna á síðari hluta næsta sumars. Á köflum liggur vegurinn á melum, og þar getur verið að verktakar leggi olíumöl á fyrr en á þá kafla sem liggja yfir mýrarnor. — En hvað svo með sjálfa Hellisheiðiná og Kambana? — Það verk verður boðið út í vetur, ásamt veginum frá Bæjar hálsi (Árbæjarhverfi) og að Lækjarbotnum, og einnig verða framkvæmdir við Vesturlandsveg frá Korpu og í Kollafjörð, boðn ar út í vetur. Mun sá vegur liggja á svipuðum slóðum og núverandi veguir, og bíður það því betri tíma að færa veginn norðar og nær sjónum eins og talað hefur verið um. — Þá er heilmikið jarðrask orð ið í kring um Grafarholt fyrir ofan Reykjavík? — Þar er að verki verktaka sams'teypan Aðalbraut s. f. sem tekið hefur að sér framkvæmdir við lagningu Vesturlandsvegar frá Höfðabakka og norður fyrir Korpu. Vegarstæðið færist norð ur fyrir Grafarholt, og verða þar miklar fyllingar, en alls fer nýi vegurinn sex sinnum yfir þann gamla á þessum kafla. Þessi kafli á að vera tilbúinn, og þar rneð malbikaður, næsta haust sam kvæmt útboði. — I-Ivað svo með nýja, steypta kaflann fyrir ofan Elliðaárbrúna? — Steypuhellan er nú orðin hörð, og er verið að set.ia fyllingu í raufar, og ganga frá ýmsum smá atriðum, sem taka drjúgan tíma. — Hvernig verður með lýsingu þarna við veginn? — Ráðgert er að lýsa veginn upp að Höfðabakka, og verður lýsingin vonandi sett upp í vet ur, en hörgull er á ljósastaur um. Fasteignamat Framhald af bls. 16. stjóri sagði Tímanum í dag, verð- ur lögð úherzla á að kynna almenn ingi ýms meginatriði er liggja til grundvallar matinu, áður en skrárnar um það verða lagðar fram. Ríkið ber allan kostnað af fast eignaimalinu, sem og millimatinu svokallaða, sem hefur verið starf- rækt vegna nýrra fasteigna, og endurnýjunar á gamla matinu, og er sérstakur liður á fjárlögum ætl- aður til þessarar starfsemi. Úthafi neitað Framhald af bls. 16. til gagns og sóma, en rétt er að geta þess, að ef stjórn Úthafs h. f. væri að byggja þá eftir sínu höfði og með hag hluthaf anna fyrir augum, myndi hún áð sjálfsögðu hafa þá allfrábrugðna því, sem skuttogaranefndinni hef ur þótt henta og ákveðið. Til að gefa almenningi sem bezt yfirlit yfir það hvers ..onar skip það eru, sem stjórnarvöldin hafa synjað um stuðning til að kaupa fyrir mun lægra verð og því mun lægra framlag af sinni hálfu, þá fýlgir hér með skýrsla sú um athugun á sppnsku togur unum, sem stjórn Úthafs h. f. afhenli íslenzkum stjórnarvöldum og skuttogaranefndinni, er ríkis- stjórnin hefur haft að sínum ráðunautum. _ Nú hefur öllum lýðj verið gert ljóst, að samið hefur verið um smíði nýrra 1000 smálesta skut togara með opinberum stuðningi, er nemur að minnsta kosti 145 mililjónum ísl. króna á hvert skip í ábyrgðum og hagkvæmum lán um til 18 ára, að minnsta kosti, meðan stjórnarvöldin synjuðu Ut hafi um sacnskonar stuðning, er ekki nam þó nema 80 milljónum ki'óna á sömu stærð af skuttog ara. Ek'ki er hægt að sjá neinn verule'gan mun á afkastamöguleik um þeirra togara, sem hér um ræðir, hitt er augljóst mál, að þeir togarar sem á að fara að smíða hljóta að verða mun dýr ari í rekstri, þótt ekki sé miðað við hinn mikla stofnkostnað þeirra, sem nú slagar hátt upp í það verð, er hið mikla verk- smiðjuskip Úthafs h. f. átti að kosta og sem hefði getað verið afhent í vor sem ,leið. Sýnilegt er nú, að allar áætl anir Úthafs h. f. hefðu getað stað izt. Meðferð stjórnarvalda á Út- hafi h.f., sem hugsað var sem lyftistöng fyrir sjávarútveginn, hefur verið fyí-ir neðan allar hell uir og til stórhnekkis öllu fram taki í íslenzkum sjávarútvegi. Stjórn Úthafs h. f. vill ekki, undir neinum kringumstæðum, sætta sig við lakari fyrirgreiðslu þess opinbera en öðrum skipakaup endum hefur verið veitt, eða þeim stendur til boða. Hvaða fulltrúaa- ríkisstjói'narinn ar skoðuðu skuttogara þá, sem nú er verið að kaupa gamla, og hvaða vitnisburð gáfu þeir þeim, og uppfylla þessi skip kröfur timans, að áliti skoðunarmanna? Eins og kunnugt er sendi ríkis stjórnin tvo menn til að gera skoðun á hinum umræddu skip um. Skýrsla tvímenninganna er í höfuðatriðum samhljóða því, er Úthafsmenn höfðu haldið fram um skipin, telur stjórnir.. því ekki þörf á að rekja skýrslu tvímenn inganna hér. Stóðust skpin i alla staði það sem sagt hafði verið um þau áður en til Spánar var farið.“ „Landhreinsun” Framhald aí bls. 16. árið 1943, vegna fyrirhugaðrar stíílugerðar og „voru fundar- menn einhuga um að hér væri mjög athugavert mál á ferðinni, sem full ástæða væri til að af- stýra að til framkvæmdt kæmi, e' þeí_ væri kostur." Þá er rætt ucn ýmis ákvæði í lögum sem l.axárvirkjunarstjórn hefur ekki virt, vitnað í stjórnar- skrána og talað um óiögmæti stífl- unnar í Miðkvísl, og um brot á lögum um náttúruvernd Svar Félags landeigenda á Lax- ár- og Mývatnssvæðirtu er 12 vél- ritaöar síður, og gefst væntan- lega færi á að birta það í blað- inu í heild í næstu viku. Á VÍÐAVANGI bandi, a@ Magnús minnist ekki einu orði á það í grein sinni í gær, að Þjóðviljinn og aðalrit- stjóri hans muni í framhaldi þess, að gengizt er við þessum þungu sökum, taka sinnaskipt- um og gera yfirbót og sjá svo um að Þjóðviljinn verði skrif- aður og honum ritstýrt með öðrum og heiðarlegri hætti í framtíðinni off án tengsla við hina „stalínísku forréttinda- klíku“. Þvert á móti verður fremur skilið af grein Magnús- ar Kjartanssonar, að hér sé við „náttúrulögmáli'ð" að sakast, lögð á það áhei-zla „að skoðan- ir hljóti ætíð að verða skiptar um ýmsa efnisþætti“ og grein- inni lýkur svo með þeim orð- um Magnúsar Kjartanssonar, að eftir atvikum megi „Þjóð- viljinn una hlutskipti sínu vel,‘ svo beitt sé þeim tilvitn- anamáta, sem Magnús Kjart- ansson er tamastur. _ TK Dauði Nassers Framhald af bls. 9 en hættir til að gera lítið úr stjórnmálaáhrifmrn kynþátta- mála, trúmála og menningar- mála. RÚSSAR láta sem þeir trúi að til sé í raun og sannleika heild,- sem heiti hin „arabiska þjóð“ og hafi samræmd inark mið að keppa að, gangi út ,frá sama verðmætamati og unnt sé að virkja til átaka" eftir kenningum Lenins. Þeir trúa jafnvel, að hagsmunir hennar samræmist hagsmunum „fsra- elsiþjóðar“. Sukarno-arnir, Siha nouk-arnir og Nasserarnir þykj ast vera „þjóðartákn” og stefna að „þjóðlegum markmiðum", en túlka venjulega aðeips markmið takmarkaðs hóps þjóB arinnar, sem þeir stjórna. Þeir hijóta viðurkenningu og vegn- ar vel að vissu marki. Rússum hættir til að skipta heiminum annað hvort í svart eða hvitt og eru því hrifnir af slíkum leiðtogum, jafnvel þó að fjarri fari að þeir séu kommúnistar. Rússar munu halda áfram að styðja þá „borgaralega þjóð- ernissinna", sem eru andstæðir vesturveldunum, jafnvel þó að þeir valdi vonbrigðum eða falli frá, án þess að skilja eftir sig nægilega öflugan eftirmann. Af þessu þarf þó ekki að leiða, að Rússar nái úrslitaáhrifum í löndunum fyrir botni Miðjarð arhafsins eða annars staðar meðal hinna vanþróuðu þjóða. Lögin Framhald af 8. síðu ur að sjálfsdáðum í vissum til- vikum höfðað sakamál, án at- beina saksóknara. Ef hvorugt á við sendir dómari saksókn- ara eftirrit af öllu þyi, senj fram hefur komið við rann- sókn, til ákvörðunar um það, hvað gera skuli, en að heimild um saksóknara í því efni er áður vikið. Ef saksóknari ákveður ákæru semur hann ákæruskjal og sendir dómara. Ritar dóm- arj á það ákvörðun sína um stað og stund til svonefndrar þingfestingar málsins og lætur síðan lögreglumann birta ákær una fyrir sökunaut. Á tilgreindum degi setur svo dómari dómþing og þingfestir mál með því að leggja fram eftirrit af yfirheyrslum og öðr- um gögnum og bóka um bað í þingbók. í næsta þætti verður loks vikið að meðferð og fiutningi málsin.i fyrir dómi. Björn . Guðmundsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.