Tíminn - 31.10.1970, Qupperneq 13
fcAUGARDAGUR 31. október 1970
SÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
HVER TEKUR VIÐ
ÁF HAFSTEINI?
Hættir sem „einvaldur" landsliðsins í knatt-
spyrnu. — Vandfundinn maður í hans stað
Hafsteinn Guðmundsson, for-
maður ÍBK og „einvaldur“ lands-
liðsins í knattspyrnu undanfarin
2 ár, verður ekki „einvaldur“ eða
kemur til með að hafa nokkuð
með landsliðið gera næsta ár.
Hafsteinn staðfesti þaS í við-
tali við íþróttasíðuna í gær, að
hann muodi ekki gefa kost á sér,
og sagði hann að ástæðan væri sú,
að hann treysti sér efcki til að
standa í því lengur. Þetta væri
orðið það mikið starf, að hann
hefði hvorki tíma né aðstöðu til
að sinna því.
GOLFSKÓLINN
AÐ BYRJA
klp—Reykjavik.
S.l. vetur starfraekti Þorvaldur
Ásgeirsson, eini golfkennari lands-
ins, golfskóla í Suðurveri, á horni
Hamrahlíðar og Kringlumýrar-
brautar, og var mikil aðsókn að
skólanum, bæði byrjendur og
lengra komnir.
Nú er skólinn að taka aftur til
starfa þarna á sama stað, en í
sumar var Þorvaldur með hann
utan húss og innan hjá Golf-
klúbbi Reykjavíkur í Grafarholti,
en einnig kenndi hann víða um
land.
Framhald á 12. síðu.
Það hefur ekki koimið þeim á
óvart, sem þekkja til Hafsteins
og hans mikla starfs í sambandi
við landsliðið, að hann ætli ekki
að gefa kost á sér áfram. Það hef-
ur verið mjög tímafrekt fyrir
hann, því að hann er búsettur í
Keflavík, og þarf þess vegna að
ferðast oft á milli Reykjavíkur
og Keflavíkur til að fylgjast með
landsliðinu og einstaka leikmönn-
um, er þeir hafa verið að leifca
með sínum félagsliðum, mæta á
fundum og fleira. Eru ferðir hans
þau tvö ár, sem han hefur verið
Þorvaldur Ásgeirsson
„einvaldur“ milli 200—300 tals-
ins milli Reyfcjavífcur os Kefla-
víkur, og einnig á fjölmarga aðra
staði út um land. Hann fær engan
kostnað greiddan, og er það því
drjúgur peningur, sem fer í þetta
hjá honum fyrir utan allan tfm-
ann og umstangið bæði með sím-
tölum og öðru.
Til gamans má geta þess að
„einvaldurinn“ sænski, Orur Berg-
Pran.-haltí á bls. 12
Fram
ekki
klp—Reykjavík.
Eins og skýrt var frá í
blaðinu í gær, sendi Fram
skriflega ósk til niðurröðunar-
nefndar KSÍ, um að fá frest-
un á lciknum við KR í Bikar-
keppni KSÍ, sem fram á að
fara á morgun.
Pór félagið fram á frest
á þeim forsendum að 3 af leik-
mönnum liðsins eru leikmenn
með handknattleiksliði Fram,
sem leikur við US Ivry í París
í dag, og þeir varamenn, sem
helzt kæmu til greina í þeirra
stað, væru einnig í því liði.
Niðurröðunarnefndin tófc
þessa beiðni fyrir á fundi í
gær, og var þar samþykkt að
fresta ekki leiknum. Fer hann
því fram á morgun eins og
ákveðið var í upphafi, og
hefst hann kl. 14.00.
íþróttasíðan hafði tal af
Hilmari Svavarssyni, formanni
knattspyrnudeildar Fram um
þessa ákvörðun, og sagði hann
að Fram gæti ekfcert gert frek
ar í málinu og harmaði hann
þessa ákvörðun nefndarinnar.
Það væri nú ekkert um annað
að ræða en að mæta í leikinn
— og sigra.
FH-Haukar í úrslitum á
Síðasta umferðin í Reykjanes-
mótinu í handknattleik karla og
2. flokki, fer fram í íþróttahús-
inu á Seljtarnarnesi annað kvöld.
Hefst keppnin kl. 19.00 með
þrem leikjum í 2. flokki, en að
þeim loknum leika í M. fl. Grótta
og ÍBK, og síðasti leikurinn verð-
ur milli Hafnarfjarðarliðanna,
FH og Hauka.
Verður sá leikur úrslitaleikur
mósins, því bæði liðin hafa hlot-
ið 6 stig. Hafa þau sigrað Breiða-
blik, ÍBK og Gróttu með nokkr-
um mun, en Haukar áttu þó í
vandræðum með Gróttu og rétt
mörðu sigur á síðustu mínútum.
ÍBK og Breiðablik hafa hlotið 2
stig í mótinu, en Grótta ekfcert.
Reykjavíkurmótið í handknatt-
leik fer einnig fram um helgina,
og á sunnudagskvöldið verður
leikið í M. fl. karla í Laugardals-
höllinni.
Fyrri leikurinn verður á milili
Þróttar og Víkings en sá síðari
milli ÍR og Vals, og má þar bú-
morgun
ast við skemmtilegum og jöfn-
um leik.
Ársþing
KKÍ í dag
10. ársþing Körfuknattleiks-
sambands íslands verður haldið
í dag, 31. október, í Domus Med-
ica, Egilsgötu 3, og hefst klukk-
an 14.00.
STOFNAÐ: 1920
Staðsett: Elland Road
Ground, Leeds.
Búningur: Allur hvítur.
Verðlaun: 1. deildarmeist-
arar 1968—69; 2. deildar-
meistarar 1923—24 og
1963—64; enskir deildar-
bikarmeistarar 1967—68;
Evrópumeistarar borgar-
liða 1967—68.
Fyrir allnokkru birtist hér á
íþróttasíðunni grein, sem hafði
yfirskriftina „Kynning ensku
knattspyrnufélaganna". Sú grein
var um Chelsea. Síðan hafa ekki
birzt fleiri greinar, en mikið vatn
til sjávar runnið. Nú ætlar íþrótta-
síðan a'ö taka aftur upp þráðinn
þar sem frá var horfið og birtir í
dag grein um Leeds.
„Að feta í fótspor Real
Madrid“ er eitt af þeim takmörk-
um, sem Don Revie, framkvæmda-
stjóri Leeds, hefur sett sér og
sínum liðsmönnum. Hann hafði
það líka án efa í huga þegar hann
brevtti lit félagsbúningsins í „allt
hvítt“ — en þannig er einmitt
félagsbúningur hins fræga spánska
knattspyrnuliðs, Real Madrid. Don
Revie þessi er heldur enginn scná-
karl. Hann var í fyrra fcjörinn
LEEDS UNITED
„bezti framkvæmdastjóri keppnis-
tímabilsins" og síðan hann tók við
Leeds hefur fjöldi áhorfenda á
Elland Road — en svo heitir leik-
vangur liðsins — aukizt gífur-
lega, eða frá urn 9 þúsund manns
upp í tæplega 50 þúsund áhorf-
endur á hvern leik að meðaltali.
En nóg um það. Snúum okkur
þá að leikmönnunum.
Gary Sprake — markvörður. Að
allandsliðsmarkvörður Wales und-
anfarin ár og einn af betri mark-
vörðum Englands. Sprake, með sitt
ljósa og úfna hár, var aðeins
sextán ára er hann lék sinn fyrsta
leik með aðalliði Leeds og aðeins
nítján ára er hann lék sinn fyrsta
landsleik.
Paul Reaney — bafcvörður. Und-
anfarin sjö keppnistímabil hefur
hann verið ein aðalmáttarstoð
Leeds, en í fyrra fótbrotnaði hann
í leik gegn West Ham og gat þar
af leiðandi ekki leikið með Leeds
í úrslitaleikjum bikarkeppninnar
gegn Chelsea og með Englandi í
heimsmeistarakeppninni í Mexikó,
en hann var valinn til þeirrar
keppni.
Terry Cooper — bakvörður. Lék
fyrst sem útherji, en lék einn leik
sem bakvörður með varaliðinu og
hefur skipað þá stöðu með aðal-
liðinu síða Hann á það til að
taka þátt í sókninni og skoraði m.
a. úrslitamarkið í úrslitaleik
deildarbikarsins gegn Arsenal á
Wembley 1968 Hefur leikið með
enska landsliðinu og var einn bezti
maður liðsins i HM Mexikó.
Billy Bremner — framvörður og
fyrirliði Var i fyrra kjörinn
„knattspyrnumaður ársins" af
| brezkum íþróttafréttariturum.
j Með rautt hrokkið hár og frekar
j lítill. Hann er einnig fyrirliði
skozka landsliðsins og hefur leik-
I ið fjölda landsleikja. Kom til _
j Leeds beint úr skóla og hefurí
| leifcið yfir 300 deildarleiki.
: Jack Charlton — miðvörður. Er
bróðir hins kucma Bobby Charlton.
Var kjörinn „knattspyrnumaður
KYNNING A ENSKU
1. DEILDARLIÐUNUM
j ársins 1967“. Lék fyrst með Leeds
1953, en sinn fyrsta landsleik
1964. Er þekktur fyrir að
skora mörk úr hornspyrnu með
því að standa á marklínunni og
teygja sig í boltamn. Hefur leikið
iyfir 500 deildarleiki með Leeds.
deildarleiki með Leeds.
Norman Hunter — framvörður.
Harður og ákveðinn leikmaður,
sem lék með Englandi í heims-
meistarakeppninni í Mexikó og
var einnig í enska landsliðshópn-
um I HM 1966. Leifcur sömu stöðu
og Bobby Moore og hefar þess
vegna ckki leikið jafn marga
landsleiki, sem skildi. Lék fyrst
með Leeds 19 ára gamall.
Peter Lorime — útherji. Var
15 ára þegar hann lék sínn fyrsta
leik með aðalliði Leeds gegn
Southampton 1922. Er einn af skot
hörðustu leikmönnum 1. deildar
og var markhæsti leikmaður
Leeds 1968 með 17 mörk. Hefur
leikið með skozka landsliðinu.
Allan Clarke — innherji. Var
keyptur til Leeds fyrir 165 þús.
pund frá Leicester og í þau þrjú
skipti sem hann hefur verið seld-
ur hefur hann samtals kostað 345
þúsund pund. Lék með enska
landsliðinu í Mexikó 1970.
Mick Jones — miðframherji.
Leeds keypti hann fyrir 100 þús.
pund frá Sheffield Utd. árið 1967.
Jones er mjög sterkbyggður og
skorar mörg mörk. Lék einn lands-
leik með enska landsliðinu þegar
hann var hjá Sheff. Utd.
Johnny Giles — inaherji („aft-
urliggjandi"). Hann og Bremn-r
eru aðaldriffjaðrir Leeds og eru
taldir beztu „miðjumenn" Eng-
lands, en hvorugur þeirra er þó
enskur. Giles var keyptur frá
Manch. Utd. árið 1964 fyrir að-
eins 35 þús. pund, en er margfalt
þess virði nú. Lék fyrst með írska
landsliðinu 17 ára gamall.
Eddie Grey — útherji. Hefur
ótrúlega mikla hæfileika til að
einleika, eins og menn muna, sem
sáu fyrri úrslitaleik ensku bikar-
keppninnar milli Leeds og Chel-
sea á Wembley — en þá var hann
valinn „maður leiksins“. Hefur
leikið með skozka landsliðinu.
Mick Bates —- framlínumaður
(varamaður). Lítill og snöggur
leikmaður, sem hefur leikið með
Leeds á þessu keppnistímabili í
forföllum Giles.
Pau) Madeley — leikur allar
stöður, nema markvörð. Var val-
inn til Mexikó-farar í stað Reaney,
en afþakkaði vegna þess að hann
var nýbúinn að gifta sig! Fjölhæf-
asti leikmaður í Englandi. — kb.
BILLY BREMNER
- „knattspyrnumaður ávsins 1970*
í Englaudi