Tíminn - 13.12.1970, Side 2

Tíminn - 13.12.1970, Side 2
TIMINN SUNNUDAGUR 13. desember 1970 S.V.F.R. verSur haldinn í dag, sunnudaginn 13. desember, að Hótel Sögu, Súlnasal, og hefst klukkan 2 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. ■v Stjórnin. __________________________________________________I erfitt að starfa án þeirra. En samt gæti verið blómlegt kirkjulíf, þótt kirkjur, það er hin sýnilegu'guðsþjónustuhús- fyrirfyndust engin. Sumir segja því, a& ekki þurfi og varla megi byggja kirkjur heldur sjúkrahús, skóla og stofnanir eða hæli til hjálpar og líknar. En það væri álíka viturlegt og segja: Að ekki mætti og þyrfti að byggja skóla, af því að hægt væri að kenna í heima húsum. Öll starfsemi þarf sinna starfsstöðva. Andi Guðs birtist í efni jarðar. En öll sjúkrahús og flestir skólar, flest hæli handa bág- stöddum og allar líknarstofn- anir og tryggingar eru kirkjan, ávextir hennar og áhrif á ein- hvern hátt, meira að segja með- al ókristinna þjóða. Þær hafa lært það og lagað sig eftir því. Kirkja, skóli, sjúkrahús er hin sýnilega þrenning kristins þjóc/lífs. Og kirkjan hefur afhent eða látið af hendi til umsjónar og á vald öðrum til dæmis ríki og borg fjölmargt af sínum hug- sjónum. Og velferðarríkin svo- nefndu hafa sótt svo að segja allt sitt bezta til hennar og halda svo stundum, að hennar þurfi ekki lengur með. Hún sé úrelt og nokkurs konar rúm liggjandi langamma, sem höfð sé með af því að ekki sé svo auðvelt að losna við hana án skammar. En hvert hlutverk kirkjunnar er og hefur verið, kemur bezt í Ijós, þar sem kristniboð er hafiö og starf- rækt. En um leið og kirkjan.hús til guðsþjónustu er byggt koma þar einnig skólar og sjúkrahús, hjúkrun, fræðsla. lí'kn og mannróttindi. Og oft síðar jafnrétti og bræðralag. Og í velferðamkjunum er margfalt meira fé varið til sjúkrahúsa, bygginga þeirra og rekstrar, skóla, bygginga þeirra og rekstrar, helJur en til kirkjubygginga og kirkju- legs starfs. Þótt ótrúlegt sé, þá er það næstum ekkert, sem greitt er úr almennum sjóðum borgar og ríkis til kirkjubygginga, meira að segia hér á landi, sem hefur þá sérstöðu, að hér eru engin varanleg kirkjuhús að heita má, nema þau sem byggð eru á allra síó’ustu tím- um. Og enn aumingalegri verður þessi öfundarvæll fólksins, sem sér eftir fé, sem varið er til kirkjubygginga og telur það tekið frá öðrum menning- arstofnunum og standa þeim fyrir þrifum, þegar þess er gætt að kirlijubyggingaféð kemur nær eingöngu sem einkaskattur, sem fórnfúsa fólkið leggur á sig sjálft, og gefur vegna sinnar æðstu hug- sjónar. Og sama fólkið gefur einnig mest til sjúkraJiúsa «g líknarstarfsemi. Og eitt er vist, að gæti fólkið sem er á móti kirkju og kirkjum eins mikið til sjúkrahúsa og líknarstarfa, þá væru tvö sjúkrarúm handa hverjum sjúklingi á landi hér. Kirkjubyggingafólkið er fátt en þa3 er fómfúst og félags- lega á háu menntunarstigi. Það gefst aldrei upp, þrátt fyr- ir erfiðleika og misskilning, níð og næstum ofsóknir á stundum. Bláköld ósannindi eru borin á borð um fjárveit- ingar til kirkjubygginga dag eftir dag og ár eftir ár og þeim er því miður alltaf trú- að. Og samt eru það éfcki kirkju byggingar sem eru kristinn- dómur og kirkja. Kirkjan er .Guðs hönd að starfi í sálum og samfélagi manna, ef hún fær að njóta sín fyrir þröngsýni og hefð- bundnum kenningafjötrum. Kenning Krists um góðleik- ann, frjáls og fögur eins og vöxtur barns og blíður vor- blær er hinn sanni andi kirkj- unnar. Sá andi verður auðvit- aS aldrei í húsum byrgður né á altari kveiktur. Hann er ííf- ið og sannleikurinn, sem bezt gæti birzt í guðsþjónustu. Kirkjan sem stofnun hefur stundum gleymt sínum meist- ara og villzt um stund, en hún hefur þó aldrei úthýst honum alveg. Þess vegna verður ekk- ert líknarstarf né leiðbeining- ar, hvorki f sjúkrahúsum, skól- um né löggjöf og samskiptum, unnið án þess að hafa kraft hennar, kraftinn frá Kiristi með í ráðum og dáðum. Að vanrækja kirkju er álfka viturlegt og rányrkja túns eða veiðiár. Ef við slítum „þráð- inn að ofan“, þá erum við í voða stödd. Heilar milljónaþjóðir hafa reynt það. Heilar milljónaþjóð ir gera það á líðandi stund. Og þær engjast af ótta og kúgun. Þær stefna fram af hengiflugi aleyðingar, ef ekki tekst að bjarga í tæka tíð. Og kirkjan — andi kristins- dóms í heiminum — er sú hönd Guðs meðal mannkyns, sem ein er fær um að veita frið og frelsi, sé til hennar leitað og henni treyst. „Láttu Guðs hönd þig Iei9a hér, lífsreglu halt þá beztu“. Árelíus Níelsson. Áðat- fundur HVAÐ Þessi spurning hefur verið á hvers manns vörum upp á síð- kastið, vegna samtalsþáttar í sjónvarpinu. Rétt er að taka það fram, að sá, sem þetta ritar sá ekki þennan þátt. En meginefni Ódýrt &>gott NEZO qjfvais- jSktir úr ZOÍT BtRAFFIMEERD SKlC li TAVOLi FLOKKS FYRSTfl SKOZKT Bells borðsalt hafra- mjöl í5og25kg pokum forai„ marsipan gerduft flórsykur kökudropar kókósmjöl krydd kakó sýróp hveifi vanillusykur strásykur smjörlíki hunang skrautsykur I Alltí jólabaksturinn! M GeriÖ innkaupin M tímanlega! ER KIRKJAN? hans voru svör við spurningu þeirri, sem hér er höfð að yf- irskrift. Kirkja þýðir hús Guðs. Og mætti því segja, að hún væri hvarvetna, þar sem kraftur hans er að starfi, hvort held- ur til fræðslu eða framkvæmda meðal mannanna — hönd Guðs. Að sjálfsögðu þarf slíkt starf einhvern samastað veggi og þak. Kirkjuhúsin eru slíkur samastaður. Það væri illt eða

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.