Tíminn - 13.12.1970, Side 3
SUNNUDAGUR 13. desember 1970.
TIMINN
MESUBJFEH
UMSJÓN: EVA BENJAMÍNS OG EINAR BJÖRGVIN
Karl Sighvatsson og Gunnar
Jökull saman á nýjan leik
í hljómsveit, sem kemur fyrst fram
opinberlega eftir áramótin
Trúbrot er bað hljómsveitar-
nafn, sem skærast hefur skin-
ið í íslenzka „popbransanum“,
allt frá þvi að sú hljómsveit
var stofnuð, sumarið 1969. Nú
er hins vegar ljóst, að bjarm-
inn, sem af Trúbroti hefur staf-
að, fer óðum dvínandi. Það er
hörð samkeppni í „popbransan-
um“ hér á landi sem annars
staðar, hljómsveitir rísa og
og hljómsveitir hníga. Trúbrot
virðist nú ekki lengur geta
staðizt hina hörðu samkeppni,
hljómsveitir hníga. Trúbrot
úrvalshljómsveit, sem hún hef-
ur löngum verið talin. Hljóm-
sveitir eins og t. d. Ævintýri
eru búnir að skjóta Trúbroti
aftnr fyrir sig. Og nú er spurn-
ingin: Hvers vegna?
Eins og kunnoigt er, urðu
mifcil uamrót í Trúbroti í sum-
ar. Shady Owens og Karl Sig-
hvatsson sögðu skili'ð við hljóm
sveitinia í sátt og samlyndi og
síðar Gunnar Jöbull, sam aug-
ijóslega fór úr hljómsveitinni
1 sfðasta MUF-þætti ræddum vi8 lítillega viS þá félaga í hljómsveitinni Örnum. Kom þar m. a. fram, að þa
vantaði æfingastað. Nú hefur hins vegar birt yfir hjá þeim félögum varðandi það atriði. Þeir hafa fengið inni
f Breiðfirðingabúð, á meðal hinna mörgu og fögru dýra, sem á myndinni sjást, en sem kunnugt er, þá er ís
lenzka dýrasafnið þar til húsa. Myndin hér að ofan var tekin að hljómsveitinni á æfingu sl. miðvikudagskvöld.
Eins og á myndinni sést eru þeir félagar nú orðnir fjórir aftur. Dvöl 'Halldórs Fannar orgelleikara var skamm
vinn í þessari hljómsveit og öllu styttri en dvöl hans í Roof Tops. Halldór hætti leik sínum með þeim félög-
(Dtmi í Örnum eftl,- att hoi- e«íl,f9c,, í ftla„mh» ci !a „narHaackvöld.
TRÚBROT Á HRAÐRI
NIÐURLEIÐ?
Núverandi Trúbrot ásamt róturum sínum í íþróttahúsinu á Seltjarn-
arnesi. — Hafa þeir eignazt nýtt áhugamál?
af öðrum ástæðum. Þrír fyrsta
flofcbs tónlistarmenn voru þar
með farnir úr hljómsveitinni,
en eftir stóðu Gunnar Þórðar-
son og Rúnar Jú,%is8on. Magnús
Kjaríansson var ráðinn í hljótn-
sveitina áður en Karl hættd, og
tók hann því þegar hans sæti.
Fóru þremenningarnir nú á
stúfana að leita sér að nýjum
trommuleifcara og fundu hann
1 hjá Tilveru. Var hér um að
ræða Ólaf Garðarsson og var
hann þegar til í að slást í hóp-
inn mieð þremenningunum og
skildi Tilveru eftir í sárum.
Var nú Trúibrot skipað eins og
það er í dag, og síðan hefur
bófcstaflega ekfcert gerzt hjá
h'jómisveitinni. Er eins og með-
limir hennar hafi fundið sér
annað áhugamál en tónlistina.
og virðast þvi leggja sig ákaf-
lega lítið fram um að æfa upp
nýtt „prógram". Hefur þetta
leitt til þess, að hljómsvcitin
fer nú hrörnandi með hverjum
deginum sem líður, og er ekki
lengur fre.mst f fibkki ísl. pop
hljómsveita, hvað gæði áhrær-
ir. Að því er bezt verður séð.
er það nú Ævintýri, sem álitin
er bezta pophljómsveit lands-
ins, og fast á eftir fylgir Nátt-
úra, þótt augljóst sé. að sú
hljómsveit geti gert mun betur
en hún gerir, jafngóðum tón-
listarmönnum og hún hefur á
að skipa.
Ævintýri og Trúbrot eiga það
sameiginlegt, að báðar hljóm
sveitirnar hafa farið- ti.' Kaup-
mannahafnar fyrir skömrnu
Fór Ævintýri eins og kunnugt
er til þess að leika á 1. des.
hátíffi ícl Qtnrí'ontn hnr ; hnro
Eins og fram kom í síðasta
MUF-þætti, kom Ævintýri oft-
ar fram þar í borg en á hátíð-
inni. Vakti hljóm'Sveitin mifcla
athygli, og að sögn Sigurjóns
Sighvatssonar bassaleikara
hljómsveitarinnar var þeim fé-
lögunum í Ævintýri boðið gull
og grænir skógar, ef svo mætti
að orði komast. Af mánaðarferð
Trúbrots ti; Káupmannahafnar
fara hins vegar litlar frægðar-
sögur. Er MUF átti viðtal við
þá félaga í Trúbrot, þegar þeir
komu úr Kaupmannahafnar-
ferðinni, var á Ólafi Garðars-
syni að heyra, að hljómsveitin
hefiði verið svikin um „jobb“,
er hún kom til Kaupmanna-
hafnar og því efcki fengið að
leika þar í borg nema sex
kvöld. Trúbrot hefur sem sé
eieki átt annríka daga þar ytra
mánuðinn þann.
Orsök þeirrar lægðar, sem
Trúbrot er nú í, virðist stafa
af kærulcysi með.'ima þess fyr-
ir góðum tónlistarflutningi,
löngunin til endurnýjunar virð-
ist ekki eiga upp á pallborðið
þessa stundina hjá þeim Gunn-
ari Þórðarsyni, Rúnari Júlíus-
syni, Magnúsi Kjartanssyni og
Ólafi Garðarssyni, og hinn mátt
leysislegi trommus.’áttur Ólafs
einkennandi iyrir það
ástand, sem nú ríkir í hljóm-
sveitinni Þeir gömlu, góðu dag-
ar ,þegar Shady, Gunnararnlr
tveir, Karl og Rúnar voru sam-
an á hljómsveitarpallinum, t. d.
þegar Led Zeppelin var stödd
í Glaumbæ sl. sumar, eru horfn
ir. Þeirra daga sakna margir
og ef ti.’ vill eignumst við
aldtipi fnmqr ffntt Trúhnt
GUNNARJÖKULL
— með Karii Sighvatssyni á nýi-
an leik.
Margir hafa eflaust saknað
Gunnars Jökuls af hljómsveit-
arpallinum frá því hann hvarf
úr Trúbroti um mánaðamótin
júlí—ágúst sl. — Hefur þó
trommusláttur hans heyrzt lít-
illega síðan, m. a. hefur hann
leikið lítilsháttar með Tilvern.
Ekki hefur Gunnar þó hugsað
sér að leggja trommuleikinn á
hilluna.
Frá þvi hann kom úr marg-
umræddri Svíþjóðarför, hefur
hann starfað að því af kappi,
að koma uipp nýrri hljómsveit.
Allt er enn á hui'du, hverjir
skipa þá hljómsveit með Gunn-
ari, en þó má fullvlst telja, að
Karl Sighvatsson verði með
honum í hljóm'sveitinni og
koma þá góðir saman á nýjan
leik. Hafa þeir Gunnar og Karl
sem kunnugt er starfað áður
saman i tveim hljómsveitum,
Flowers og Trúbroti. Um aðra,
sem sfcipa h.'jómisveitina, er allt
á huldu enn sem fcomið er.
Hafa menn þó oft nefnt það,
að Jóhann G. Jóhannsson verði
með í hljómsveitinni. Jóhann
hefuir sem fcunnugt er starfað
mieð Töturuim ,eftir að Óðmenn
hættu, en niú hefiur Tatara-hljóm
sveitin splundrazt og leika þeir
félagar aðeins saman í pop-
leiknum Óla, svo að sá góði
leikur fari efcki út um þúfur.
Hljómsveitin, sem Gunnar er
að stofna, kemur aið öllum .'ík-
indum fyrst opinberlega fram
skömmu eftir áramót. Standa
eðlilega vonir til að þar verði
á ferðinni mjög góð hljómsveit
og gaman verður að fá þá
Gunnar Jökul og Karl Sighvats-
son aftur „út í Iífið“.
KARL SI6HVATSSON
með Gunnari Jökli á nýjan
teik.