Tíminn - 13.12.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.12.1970, Blaðsíða 13
 :• > Hí: ;.: * . A ■: .....■'■•■^''•V.^1....$^** .•■ '•••*', 8UNNUDAGUR 13. desember 1970. TIMINN Kennaraskólinn fær íþróttahús Að undanförnu hefur talsvert verið rætt og ritað um hið hág- borna ástand í íþróttahúsamál- uim við ríkiaskólana í Reykjaví'k einkum og sér í lagi við Kenn- araskóla fslands, enda þótt ástandið sé sízt betra við aðra skóla. Þessar umræður virðast hafa hreyft við okkar ágætu alþing- ismönnum, þvi að nú hafa þau ánægjulegu tíðindi gerzt, að fjárveitinganefnd hefur orðið sammála um að taka sérstaka fjárveitingu til byggingar iþróttahúss við Kennaraskól- ann. Er lagt til í nefndaráliti meirihlutans, að 8 millj. króna verði lagðar fram, svo að unnt verði að hefja byggingu húss- ins strax á næsta sumri. Skól- inn á fyrir ónotaða fjárveit- ingu fyrri ára að upphæð 6 millj. króna, svo að samtals er um 14 millj. krónur að ræða, sem notaðar verða í fyrsta áfanga. „MúsarholusjónarmrS verSi ekki látið ráða" Vissulega eru það góð tíð- indi, að nú skuli fyrirhugað að hefja byggingu hins langþráða fþróttahúss við skólann. En áríðandi er, að yandað verði til byggingar þess.' í þvi sambandi er rétt að vitna í nefndarálit minnihluta fjárveitinganefadar, ' en þar segir svo: „Ekki verður um þa‘ð deilt, að mikil þörf er á þeirri bygg- ingu (þ.e. íþróttahúsi við Kenn araskólann), og að okkar dómi ætti íþróttahúsbygging þessi að þjóna bæði Kennaraskólanum og a.m.k. Menntaskólanum í Hamrahiíð. Við viljum undir- strika það, að vi'ð treystum þeim, er ákvarðanir taka um þessa framkvæmd, að þeir hafi til að bera framsýni og frjáls- lyndi til að sinna þörfum þess skólafólks til íþróttaiðkana, er auðvelt á með að sækja f þetta væntanlega íþróttahús, svo og að það músarholusjónar mið verði ekki látið ráða um gerð þessa íþróttahúss, að þær íþróttagreinar og íþróttaleikir, sem æskan iðkar í dag, hafi ekki það húsrými, er þau krefj ast.“ Þörf ábending Enda þótt óliklegt sé, að bæði Kennaraskólinn og Menntaskólinn í Hamrahlíð geti haft afnot af búsinu, þar sem nemendur Kennaraskólans, að viðbættum nemendum æf- ingadeildarinnar era um 1400, þá er um þarfa ábendingu að ræða, þegar sagt er, að músar- holusjónarmiðið megi ekki ráða við gerð hússins. Músarholusjónarmið, sem minnShluti fjárveitinganefnd ar minaist á, hefur allt of lengi verið ráðandi við gerð fþrótta- húsa hér á landi og staðið vin- sæluim íþróttagreinum hrein- lega fyrir þrifum, þar sem þær hafa ekki notið sin sem skyldi vegna þrengsla. Er hér einkum átt við handfenattledik. Er sann arlega kominn tícni til, að stefnubreytíng verði í þessum efnum, enda getur varla munað miklu fjárhagslega, hvort iþróttahús er 6 m'etrum lengra eða styttra, þegar á annað borð er byggt fyrir tugi miHjóna króna. Annað atriði langar mig til að minnast á í þessn sambandi. Á undanförnum árum hefur elbki verið leyft, að byggðir væru sérstakir áhorfendapallar f fþróttahúsum við skóla. Er hér um mikla afturför að ræða, því að í elztu íþróttahúsum hér í borg eru slíkir pallar. Má í því sambandi nefna íþróttabús Jóns Þorsteinssonar og íþrótta- hús Austurbæj arbarn askólans. Víða úti á landi eru slíkir pall- ar f eldri gerð fþróttahúsa. Er sérstök ástæða til að hvetja tfl þess, að séð verði fyrir þvn, að ein'hvers konar áhorfendapallar verði settir í hið nýja íþróttahús Kennara- skólans, en þeir kæmu sér vel, þegar skólafþróttamót eru hald in. Hugarfarsbreyting? Því er ekká að leyna, að þing menn okkar hafa verið heldur áhugalitlir um fþróttamál á undanförnum áratugum, en nú er eins og augu þeirra sóu að- eins að opnast fyrir þýðingu og gfldi fþrótta á þessum kyrr setutímum, sem við lifum nú á. — Enda þótt keppnisíþróttir séu alltaf mest áberandi, skipta þær efeki mestu máli. Almenn- ingsíþróttimar skipta mestu móli og þingmenn gætu veitt þeim mikið lið með því að- ganga fram fyrir skjöldu og iðka fþróttir. Einstaka þing- menn gera það að vísu, en þeir eru varfa fleiri en tveir eða þrír. — alf. BÆKURNAR SEM FÓLKIÐ VELUR •'•'••■ x. Bókaútgáfan HILDUR Síðumúla 18 Sími 30300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.