Tíminn - 13.12.1970, Side 8

Tíminn - 13.12.1970, Side 8
3 * TIMINN SUNNWDAGUR 13. desember 1970 Margt er skrítið i stjórnkerfinu Nú styttist óðum til jóla, og margvíslegar jólaskreytingar setja svip á miðborgina í Reykjavík. Myndin var tekin, þegar verið var að setja Ijósin á jólatréð á Austurvelli. (Tímamynd—Gunnar) Að skrifa sjálfum sér bréf 'Það er margt skrýtið í rík- Isrekstrinum, og oftar en sumir ætla hendir það, að embættismenn skrifa sjálf- um sér bréf og biðja sjálfa sig um umsögn eða bréfleg- an úrskurð um eigin ákvarð- anir. Slíkir dómar þykja meira að segja svo góðir, að ekki er talin ástæða til að áfrýja þeim. Það var bent á það hér í blaðinu fyrir nokkru, að Jóhannes Nordal, aeðlab.stj., skrifaði sjálfum sér bréf sem form. stjórnar Landsvirkjunar og óskaði úr- skurðar og umsagnar hjá seðlabankastjóranum. Seðla banikastjórinn Jóhannes Nor- dal skrifaði bféf til Jóhann- esar Nordals, formanns stjórnar Landsvirkjunar. Dómarinn í deilumáli for- manns stjórnar Landsvirkjun ar við þingmenn um það, hvemig meta skyldi kostnað, vexti, lánstíma og svo framv. hjá Landsvirkjun, var Jó- liannees Nordal, seðlabanka- stjóri. í uímræðunum um fjárlaga írumvarpið fyrir árið 1971 upplýsti Hailldór E. Sigurðs- son um nýleigt dæmi af þessu tagi. Það mál er þannig vax- ið, að nýlega hefur ráðherra skipað sér handgengna menn í stjóm Rafmagnsveitna ríkis ins og er það nýskipan. For- maður þessarar stjómar er Bjami Bragi Jónsson, for- sfcjóri Efnahagsstofnunar- innar. Stjóm Rafmagns- veitna ríkisins tók vafasama ákvörðun um mismunandi verð á rafmagni til hinna ýmsu Tandshluta. Til þess að kveða niður allan vafa um það, að þessi ákvörðun væri skynsamleg og réttlát, var á- kveðið í stj. Rafmagnsveitn- anna að leita umsaignar Efna hiaigsstofnunarinnar um mál- ið. Bjarni Bragi Jónsson, for- maður stjórnar Rafmagns- veitna ríkisins skrifaði því bréf til Bjarna Braga Jóns- sonar, forstjóra Efnahags- stofnunarinnar og leitaði um sagnar hans um það, hvort væri ekki réttlátt og skyn- samleg ráðstöfun, sem Bjarni Bragi Jónsson hefði tekið í rafnjagnsmálum. Auð vitað var það niðurstaða Bjama Braga Jónssonar. for- stjóra Efnahagsstofnunar- innar, að það sem Bjami Bragi Jónsson, formaður stjórnar Rafmagnsveitna rík- isins, hefði gert. væri harla gott og vel það!! Um þetta fórust Halldóri E. Sigurðssyni m.a. svo orð: „Það kom fram við 1. um- ræðu fjárlagafrumvarps- ins, að Rafmagnsveitum rík- isins hefur verið sett stjórn. Um daginn fór ég að kynna mér ákvörðun þessar- ar stjórnar um verð á raf- magni til dreifiveita og vegna þess að þetta hafði verið flokkað. 1- flokkur var Suðurlandið, af því að þar var hagkvæmast og mest sal an. 2. flokkur var svo Vest- mannaeyjar og Andakílsveit- an os t 3. flokk _ kom svo Patreksfjörður, ísafjörður, Sauðárkrókur og Reyðar- fjörður. Þarna var nú látin gilda sú regla, að þeir, sem erfiðari áttu aðstöðuna og vom minni fyrir sér, áttu að greiða meira. Út af fyrir sig er það stefna hjá þeim, sem þeirri stefnu fylgja, þótt það sé öðru vísi heldur en ég og slíkir me.nm hugsa. Við það að fá nú upp, hvaða fjárhæð var þarna um að ræða, þá er fjárhæðin svo lítil, að hún er néestum hlægileg. Þetta mun aði einhverjum þúsundum í þessum miljónahítum, sem þarna er um að ræða. Svo fór ég að spyrja, hvernig þetta væri ákvarðað. Þá var það þannig, að fyrst tók stjóm Rafmagnsveitunnar á- kvörðun um verðið, svo leitaði hún umsagnar hjá Efnahagsstofnuninni og síð- an var það svo sent aftur í ráðuneytið og þannig var það nú staðfest þar endanlega. En formaður stjómar Raf- miagnsveitna ríkisins er for- stöðumaður Efnahagsstofin- unarinnar. Hann sendi sjálf- um sér málið til umsagnar, sem hann hafði ákveðið sem formaður stjónnar Rafmagns veitnanna. Hvort menn gera sér þetta til gamans, eða af öðrum ástæðum, veit ég ekki, en ó- sköp' held ég að sé nú lítils virði að fá umsögn Efnahags stofnunar um ákvörðun for- stjórans sem stjómarfor- manns í Rafmagnsveitunum. En út af fyrir sig þá er þetta nú ekki mergur málsins held ur hitt, að ég tel, að við gæt- um komjð verkefnum Efna- hagsstof^unarinnar vel fyrir hjá Hagstofunni að því leyti, sem þau em ekki komin til annarra stofnana og fjárlága, og hagsýslustofnuninni um ákvörðun á tekjum ríkisins. En ég vil undirstrika það, að það ber nauðsyn til þess að við endurskoðum ríkiskerfið og reynum að færa saman ríkisstofnanir og fækka þeim og gera málin bæði ódýrari ■ mörgu leyti einfáldari heldur en þau eru nú í framkvæmd“. Á efndum hefur staðið í tíu ár Og það er geysilega margt, sem hægt er að laga og færa saman í ríkisrekstrinum og spara skattborgurunum mill- jónafúlgur með skynsamleg- um ráðstöfunum. Og þessu hefur okkur verið lofað. en efndirnar hafa dregizt tals- vert úr hömlu. Þegar núverandi rikis- stjórn hóf valdaferil sinn, var sparnaður, hagræðing og ráðdeild í rekstri ríkis og rík isstofnana meðal helztu lof- orða um það, sem hrinda átti í framkvæmd. Þessi loforð voru endurtekin í hvert^inn sem nýju fjárlagafrumvarpi var fylgt úr hlaði, og skiptu þau stundum mörgum tug- um. Al-lt þetta tímabil hefur þó vaxandi eyðsla, útþensTa rík- isbáknsins ásamt margföld- un kostnaðar vegna ferða- laga og nefndastarfa verið meðal aðaleinkenna hvers nýs fjárlagafrumvarps sam- fara sífelldri hlutfallslegri minnkun fjárframlaga til verklegra framkvæmda. Sem dæmi má nefna. að á siðasta ári var varið minni fjárhæð til fjárfestingar í öll um héraðsskólum landsins en eytt var til ferðalaga á vegum ríkisins. Nefndunum átti að fækka, en þeim hef- ur fjölgað svo gífurlega. að ráðuneytin hreinlega gáfust upp í fyrra við að telja þær. Það væri þó ósanngimi ef það væri ekki viðurkennt hér, að núverandi fjármála- ráðherra hefur sýnt nokkra viðleitni til könnunar og meira eftirlits með bruðlinu. í því sambandi hefur hann upplýst um mikið sukk á ýmsum sviðum, sem hann segÍT að hafi viðgengizt átölu laust af fyrirrennara hans í starfi fjármálaráðherra. sem nú er raunar afturgenginn sem einn af helztu forystu- mönnum Sjálfstæðisfiokks ins. Þannig upplýsti Magnús Jónsson t.d. við 1. umræðu íjárlaganna í haust, að „sum sendiráðin virðast i rekstri sínum ails ekki hafa tekið til lit til fjárlagaheimilda". í því efni segist fjármálaráðherr- ann hyggjast hafa meiri gát í framtíðinni. Allt á þetta samt að halda áfram En gagnvart stærri verk- efnum og skynsamlegri hag- ræðingu í ríkisrekstrinum, sem spara myndi útgjöld, sem um munaði. virðist fjár- málaráðherrann máttlitill og vanmegnugur. Hann sér að vísu sum verkefinin, sem við flestum blasa og Framsókn- armenn og fleiri hafa bent á árum saman. Hann viður- kennir fúslega og af hreiin- skilni, hve pottur sé illa brot inn, en leggur síðan fram fjárlög um það, að allt skufi samt við það sama ffltja áfram, — am.k. emn um hríð. Þannig gagnrýndi ráð- herrann í fjáriagaræðu sdnnri að auk Landsmiðjunnar væru rekin á vegum rfkisins 11 verkstæði 1 véla- og málm- smíði í Reykjavík einni, auk fjölda verkstæða annars stað ar á Tandinu. Um þetta sagði ráðheroann: „Vinna flest þessi verkstæði mjög skyld störf. Fleiri en ein ríkisstofn- un eiga þannig sambærilegar eða sarns konar vélar, sem standa stundum ónotaðar um Ienigri tíma, á sapa tíma og önnur stofniun þarf á sams konar vél að halda. Ósam- ræmi í vélakaupum og teg- undum véla veldur erfiðleik- um í rekstri og margfaldri fjárfestingu í varahlutum og rekstrarvöru. Mörg smíða- verkstæði hafa óþarf a stjóm unarkostnað, mannafli verk- stæðanna nýtist misjafnTega vegna smæðar þeirra og tak- markaðra verkefna og rík til hneigiug er til að taka inn á verkstæði þessi starfsmenn á ýmsum tírnurn, sem þar hafa raunar ekkert að gera, enda ætlað að sinna öðrum verkefnum. . í framhaldi af þessu minnir fjármálaráð herrann á, að hamn hafi nú raunar einnig gert þetta sama hneyksli að umtalsefni í síðustu fjárlagaræðu sinni! Síðan leggur fjármáTaráð- herrann fram nýtt frumvarp, þar sem kveðið er á um að þetta skuli nú allt halda áfram óbreytt á næsta ári. Fjármálaráðherrar Sjálf stæðisflokksins hafa nú feng ið rúman áratug til að kippa máTum á borð við þetta í sómasamlegt lag. Spurning- in er, hvort þjóðin vill bíða annan áratug eftir framtak- inu — eða hvort hún telur nú fullrevnt og nauðsynlegt að skipta um menn og að við taki þeir. sem ekki aðeins sjá meinsemdirnar. heldur hafa jafnframt getu tiT að upp- ræta bær Um þetta sagði Halldór E. Signrðsson m.a.: „Ég hef áður vikið að því í sambandi við umræður um fjármál. að það er mín skoð- un, að nauðsyn beri til að taka ríkisreksturinn til end- urskoðunar, og bað séu ýms- ar stofnanir í ríkisrekstrin- um, sem bæri að leggja nið- ur eða sameina öðrum. Þess ar stofnanir voru góðar oa nauðsvnleaar. þegar til þeira var stofnað. maraar hverjar oa m.a. var þióðfé- laaið þá á því stigi. að það hafðj enainn aðili efni á eða möauleika til að setja upp sumt af bessum stofnunum. En það seair ekki, að þær Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.