Tíminn - 13.12.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.12.1970, Blaðsíða 9
SUNK<JI)AGUR 13. desember 1970. TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórartnsson (ábj. Andxés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Kitstjómar- ukrifstofur 1 Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastrætj ? — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofui síml 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mánuðl, imnanlands — í la-usasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf. UmbótafEokkur Gylfa Það vakti helzt athygli í viðtali því, sem sjónvarpið átti nýlega við Gylfa Þ. Gíslason, að hann lýsti eindregið þeirri skoðun sinni, að Sjálfstæðisflokkurinn væri um- bótaflokkur og stórum betra væri að vinna með honum en t.d. Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu. í viðtali þessu rökstuddi Gylfi það ekki að ráði, hvers vegna hann teldi Sjálfstæðisflokkinn umbótaflokk. Frá hendi Gylfa er hins vegar til nánari lýsing á Sjálfstæð- isflokknum. Hún er svohljóðandi: „í öllum ríkjum er til óþjóðhollur gróðalýður, sem hefur það sem æSsta mark sitt í lífinu að skara eld að sinhi köku og kærir sig kollóttan um, hvernig það gerist. Þessi gróðalýður hefur hér á íslandi átt sitt sverð og sinn skjöld, þar sem er Sjálfstæðisflokk- urinn. Síðan 1939 hefur Sjálfstæðisflokkurinn notað aðstöðu sína af fyllsta purkunarleysi til þess að vinna fyrir gróðalýðinn. Og því rækilegar, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur brugðizt yfirlýstri stefnu sinni, þeim mun betur hefur hann fylgt fram þeirri duldu fyrirætlun sinni að búa sem bezt í haginn fyr- ir braskarana. Gróðastéttin teygir loppu sína upp á hvert matborð og nælir sér í hluta af því, sem þar er reitt fram. Hún leggur skatt á hverja flík, sem þjóðin klæðist. Hún treður vasana fulla í sambandi við hverja húsbyggingu. Hún læðist að sjómanninum og hrifsar til sín hluta af afla hans hér innanlands og af gjaldeyrinum fyrir framleiðslu hans utanlands. Hún hefur tögl og hagldir í bönkunum. Og sé allt þetta ekki nóg, þá á hún umboðsmenn í ráðherra- stólunum. Það er þetta, sem er að íslenzku þjóðlífi. Þetta er það, sem þarf að breytast. íslenzkur almenningur \ verður að skilja, að áhrifum Sjálfstæðisflokksins á íslenzk þjóðmál, verður að Ijúka. Hann hefur ráðið mestu nú í 15 ár. Hann er búinn að sýna það, að hann getur ekki stjórnað landinu. Það er kominn tími til þess að slá úr hendi gróðalýðsins sverð hans og kljúfa skjöld hans." Rétt er að geta þess, að umrædd lýsing Gylfa á Sjálf- stæðisflokknum er frá 1. febrúar 1956, en hvorki Gylfi né ráðamenn Sjálfstæðisflokksins munu álíta að einhver eðlisbreyting hafi orðið á flokknum síðan. Lýsing Gylfa á því ekki síður við nú en þá. Það, sem hefur breytzt, er Gylfi sjálfur, og mat hans á því, hvað sé umbóta- stefna, og hvaða flokkar séu heppilegastir til samstarfs. Engir þeirra, sem hlustuðu á Gylfa í sjónvarpinu, munu efast um, að það er nú helzta hugsjón hans að geta unnið áfram með Sjálfstæðisflokknum og verið þannig einn af umboðsmönnum gróðastéttarinnar í ráð- herrastólunum. Hitt er svo annað mál\ hve lengi margir einlægir jafnaðarmenn, sem vissulega er enn að finna í Alþýðuflokknum, vilja veita honum áfram stuðning til slíkra umboðsstarfa. Sígarettureykingar Meðal þeirra tillagna, sem stjórnarflokkarnir felldu við 2. umræðu fjárlaganna, var sú tillaga þriggja Fram- sóknarmanna að verja tveimur millj. króna til fræðslu um skaðsemi sígarettureykinga. Öllum virðist þó koma saman um, að áhrifamesta leiðin til að vinna gegn síga- rettureykingum sé heppileg fræðslustarfsemi um skað- semi þeirra. Hún sé áhreifameiri en öll boð og bönn. Slík fræðslustarfsemi verður þó aldrei meira en orða- gjálfur, ef ekki er veitt verulegt fé til hannar. Þ.Þ. RICHARD D. LYONS, New York Times: Bráðum mun enginn ómengaöur staður finnast á jörðinni Kvikasilfur er orðinn hættulegur mengunarvaldur í hafinu VÍSINDAMEJNN, sem voru að kanna mörgæsir á Suður- skautinu fyrir tíu árum, gerðu uppgötvun, sem þá furðaði mjjög á. Þeir fundu DDT skor- dýraeitur í fituvef fuglanna, sem höfðust við þúsundir mílna frá þeim stöðum, þar sem eitrið var notað. Vísindamenn veittu þessu ekki mikla athygli, sem þeir hefcái þó átt að -gera. Þetta atvik var einmitt upphafið að áhyggjum manna af spillingu umihverfisins. Almenningur í Bandaríkjunum er nú orðinn miklu eftirtektarsamari en hann þá var á hinar látlausu skemmdir, sem maðurinn virð- ist valda á umhverfi sínu. Nú í haust var tii dæmis gerð uppgötvun, sem er hlið- stæð þeirri, er vísindamennirn ir gerðu á Suðurskautinu fyrir tíu árum. Nú var undir eins brugðið við og ríkið efndi til þriggja vísindaleiðangra, en þeir kun-na að verða fleiri áð- ur en líkur. f ÞETTA sinn fannst bvika- silfur í lifur loðselsins frá Al- aska, og meira að segja það mikið, að það var talið skað- legt möhnum. Selur þessi lifir í Kyrrahafinu, tugi mílna frá landi. Talið er að men-gun manns- ins eigi sökina, eins og álitið var -um skordýareitrið í mör- gæsunum um árið. Leiðin er talin liggja f-rá iðnaðinum um sjávardýralífið stig af stigi. Kvikasilfrið berst í sjóinn, þar sem svif og smádýr taka það til sín. Smádýrin eru fæða fiska, sem loðselurinn étur svo á sínum tíma. Sjólíffræðingurinn dr. Georg Y. Harry í Seattle stjórnar rann sóknastofu, seen ríkið rekur í Se attle. Kvikasilfrið fannst fyrst í þessari rannsóknastofu þegar verið var að leita að DDT í loðselum. Dr. Harry kvaðst „forviða“ á þessari uppgötvun. Han vafeti athygli á því, að selurinn hefðist við á opnu hafi 50—100 mílur frá strand- svæðunum, sem verða fyrir mengun. Hann kæmi ekki að landi nema í júlímánuði, þeg- ar hann flykktist til Pribilof- eyja í Beringshafi til þess að tím-gast. DOWNING B . Randal í Santa Ros-e í Kaliforníu rekur fyrirtæki, þar sem framleiddar eru sérstakar fæðutegundir. Þar er til dæmis unnið bióð- aukandi lyf úr lifur loðselsins. Honum varð að orði þegar hann frétti u-m kvikasilfrið: „Af þessu ve-rcíur ekki ann- að ráðið en að enginn ómeng- aður staður finnist á jörðinni". Randal kvaðst hafa valið lifr ina úr loðselum sem hráefni í þeirri trú, að selurinn væri meðal þeirra dýra, sem „væru lausust við mengunaráhrif". Eftirlit ríkisins með matvæla- og lyíjaframleiðslu skipaól fyr irtæki Randals að iunkalla 100.000 „járnpillur", sem það hafði framleitt úr loðselslifr- inni og sett á markaðinn. Tal- ið er þó, að mönnum stafi lítil hætta af að taka pillurnar inn. TALIð var, Aleutunum, hin- u-m innfæddu íbúum Pribilof- eyja, stafaði miklu meiri og bráðari hætta af menguðu sel- kjöti. Þeir telja selkjötið, og þó sérstaklega súrsaða hreifa, sérstakt hnossgæti. Kvikasilfur veldur skemmd um á heilanum, andlegri sljóvg un og fæciingum fyrir tímann. Heilsugæzla Bandaríkjanna sendi hóp lækna með flugvél til Pribilof-eyja til þess að rannsaka íbúana. Frumathug- anir hafa sýnt grunsamlega mikið kvikasilfur í hári eyjar- skeggja. Heilsu-gæzla Indíána er n-ú að reyna að athuga hvaða áhrif kvikasilfrið hafi haft á íbúa Pribilof-eyja að undanförnu. F-undizt hefir hættulega mik- ið af kvikasi-lfri í fiski og vilt- um fuglum í 33 fylkjum Banda ríkjanna og Kanada. Kvikasilf- ureitrun var nálega óþekkt þar til fyrir skömmu, en nú hefir hún fundizt á mjög háa stigi í Erie-vatni, San Fransisko-fló- anum, Calcasieu-vatni i Lous- iana, Delawareá, Brunswick- flóa í Georgíu, Champlain- vatni, ánni Tennessee og miklu víðar. Yfirvöld hafa stöðvað fiskveio'ar sums staðar í Kali- forníu, Louisiana, Miehigan og Ontario ve-gna kvikasilfureitir- unarinnar. KVIKASILFUR berst frá . trjákvoðuverksmiðjum, papp- írverksmiðjum o-g öðrum slík- um fyrirtækjum. Það er allt í einu orðinn mengunarvaldur í hafinu, fjörðum og flóum með fram strön-dinni og í ám og vötnum inni í landi. Kvikasilfureitrunin er orð- in það mikil, að starfsmenn heilsugæzlunnar hafa ráðið stangaveiðimönnum frá að eta silung, vatnakarfa og fleiri vatnafiska, sem þeir veiða. Kvikasilfureitrunar hefir einn- ig orðið vart í ýmsum villifu-gl um svo sem fasönum í Norður- Dakota og Kalifornúl. Fuglar þessir eta sáðkorn á búgörð- um, en það hefir verið þakið kvikasilfurblöndu til þess að verjast skordýrum. Dr. Ephraim Kahn er starfsmaður heilbrigðiseftir- litsins í Kaliforníu og er for- st'öðumaður rannsóknarnefnd ar, sem fylkið og samríkið hafa falið rannsókn á kvika- silfureitruninni. Hann sagði um daginn, aó sumar tegund- ir fiska, sem stangaveiðimenn veiða í San Fransiskó-flóa, væru orðnar svo mengaðar bvika- silfri að ekki væri ráðlegt að neyta þei-rra nema einu sinni í viku og ófrískar konu ættu ..ð forðast það. „Kvikasilfur hefur mikil á- hrif á fóstrið og veldur miklu meiri eitrun í ófæddum böm- um en fullorðnu fólki“, sagði Framhald á bls. 14. f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.