Tíminn - 13.12.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.12.1970, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 13. deseniber 1970. TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU — Gerið þér yður grein fyrir þva, að það er langt síðan við hoíuni fengið karamellubúðing í eftirmat? Risavaxinn svertingi koni eánu sinni fyrir dómara og klag aði konu sina fvrir að hafa mis- þyrmt sér. — Hún barði mig í höfuðið mfeð ko.'askóflunni, sagði hann. — í>að er ekki hægt að sjá nein merkd þess, sagiði dómar- inn. — Nei, ekki kannski á mér, en þér ættuð að sjá skófluna! — Þær eru dýrar auglýsing- arnar, maður. — Hvað hefur þú að auglýsa? — Ekkert, en konan mín les auglýsingarnar. Northcliffe lávarður var eitt sinn að halda ræðu á blaða- mannafundi, þar sem hann benti á höfuiðnauðsyn þess, að blöðin skýrðu sem ailra sannast og nákvæmast frá öllu í frétta- flutningi sínum. — Sönn og. rétt frásögn, sagði hann, — er jafnmikilvæg hverju fréttablaði og hrein.’ífi heiðarlegri konu. Þegar hann hafði lokið þess- ari setningu, greip blaðamað- urinn M. Swagger' fram í fyrir honum og sagði þurrlega: — Þetta er ekki alveg rétt, því að dagblaðið getur alltaf komið með leiðréttingu daginn eftir. — Ungfrú Petersén! Við erum ekki vön svona hrekkjum liér á dcildinni. Hjúkrunarkonan: — Vaknið! Vaknið þér maður! Þér eigið að taka inn svefnmeðalið. DENNI DÆMALAUS! — Hún trúir ekki á þig, jóla- svcinn. Viltu klípa hana, svo að hún viti, að þú ert raunvcru- legur. Paolu prinsessu eigin'konu A1 berts prins í Belgíu, hefur tek izt að fá biöðin til þess að skrifa um sig, eftir að hún lét sjá sig ganga um á ströndinni á Sardiniu, svo ao ’segja í örm um ungs, fransks blaðamanns. Hún hafði líka gætt þess, að blaðaljósmyndararnir væru ek'ki langt undan. Myndirnar, sem bii'tust af prinsessunni vöktu mikla reiði við belgísku hirðina-, og nú hafa heimsblöð in verið að velta því fyrir sér, hvort hér sé á ferðinni alvar legt ástarævintýri, eða ekki. Blaðamaðurinn franski heitir Albert de Mun, og sumir halda því fram, aö' þau hafi þekkzt löngu áður en Paola giftist Al- bert prinsi. En italska blaðið Grazia hefur komið með enn frumlegri skýringu á fram- komu Paolu. Þegar í júlí 1967 var ákveðið að sonur hennar og Alberts, Philippe skyldi yfir gefa foreldra sína, þegar hann Þáð ælti að'refsa donskurn bankayfirvöldum íyrir að tryggja ekki peningana ,sem þeir hafa undir höndum, nægi- lega vel, sagð'i 27 ára gamall Þjóðvei’ji, sem fyrir nokknx var dæmdur í sex ára fangelsi í Danmörku, fyi'ir að ræna þar banka. Það var skoöun banka- ræningjans, að hægt væri að tryggja banka fyrir minni fjár- hæðir heldur en þær, sem rænt hefur verið úr bönkunum á síð- ustu árum. væi'i orðinn tíu ára, þar sem þau hjónin voru ekki talin fær um að veita honum það upp- eldi, sem talið er hæfa ríkisarf anum. Philippe mun fara frá foi'eldrunum eftir áramótin, og segir blaðið, aó‘ Paola hafi á þennan hátt viljað mótmæla því, að bai'nið ' t^enni. Söngkonan Ella Fitzgerald. sem um áraraðir hefur vei'ið ein af vinsælustu söngkoniim heimsins, brá sér í Lundúna- ferö nú nýverið. Þar kom hún fram á fjáröflunarskemmtun fyrir einhverja góðgerðarstarf ★ semi, en það var tilgangurinn með Lundúnaferðinni. Á flug- vellinum í London vakti at- liygli. aó' Ella klæddist pelsi úr hlébarðaskinni, svipuðum þeim, sem Elizabet 'lj’aylor geng ur í urn bessar mundir. Apar geta verið hættuieg heimilisdýr, en nú mun vera komið í tízíku t. d. í Danmörku að eiga apa, enda þótt fól'k geri sér Ijósa hættuna, sem því er samfara. Apar geta flutt með sér margvíslega sjúk dóma, sem geta yerið stórhættn legir mönnum. Árið 1967 veikt ust 30 rnanns í Marburg í Frakklandi af sjúkdómum, sem apar ,höfðu flutt með sér. Allt þetta fólk vann á rannsóknar stofum, og hafði haft apa frá Afríku un,dir 'höndum. 7 mannanna dóu. Alþjóðalheil- bi'igðismálastofnunin ihefur auk þess í skýrslum sinum upplýs ingar um 20 önnur dauðsföll, sem kenna má því, að fólk hafi smitazt af sjúkdómum, sem apar hafa þjáðst af. Apar iþjást af margvíslegum sjúkdómum, seim meng geta fengið, en auk þess'fá þeir auðveldlega lömun arveiki, lifrarbólgu, berlkla, misl inga, niðurgang og influensu. Það veldur töluverðum erfið- lei'kum að fá nægilega mikið af öpum til þess að fullnægja eft- ii-spurn dýragairða og rannsókn ai'stofa, o-g talið er, að 'helm- ingur þeirra apa, sem veiddir eru í skógum viðs vegar um heirn falli í valinn, áður en þeir komast á áfangastaðinn. Mjög nauðsynlegt er, að þeir apar, sem notaðir eru við rann sóknir á al'ls kyns bóluefnum séu fullkemlega heilbrigðir. Al- þjóðaheilbr.m.stofnunin ræður fólki sem sdfet eindregið frá að hafa apa á 'heimilum sínœn vegna sjúkdómahættunnar, sem þeim fylgir. ★' Fisksalarnir í bænurn Halm- stad í Sviþjóð eru ekki sérlega ánægðir þessa dagana. Það á þó eingöngu við um þá fisksaf'a, sem sj'álfir gera út smábáta, og hafa venjulega gert sér lft- ið fyrir og selt aflann, þegar þei'X' kohxa að landi, en ekiki selt hann í hei.ú lagi til fisk- heildsala, sem síðan dreifa hon- um í smásöluverzlanir. Fyrir skömmu hófust framkvæmdir niðri við höfnina, þar sem þeir hafa hingaö til selt fiskinn sinn, og þar með var þeim úthýst. Þeim hefur verið boðin verzl- unaraðstaða innan húss í stór- hýsi einu í bænum, en það yrði of dýrt, segja þeir. Við höfum ekki efni á að taka á leigu verzlunai'húsnæði, sem borga þarf fyx'ir hei.'an mánuð í senn, en eiga svo á hættu að við get- um ekki komizt á sjó nema tvo, þrjá daga í viku. Húsmæðurn- ar í Halmstad eru líka óánægð- ar, því nú fá þær ekki eins góð- an og ódýran fisk, og þær hafa hingað til getað keypt, hjá þess- um fiskimönnum og fisksölum við höfnina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.