Tíminn - 30.12.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.12.1970, Blaðsíða 7
MH>VIKUDA€röR 30. desember 1070. TÍMIN N 7 BOSTROM - SÆTl - Hér i Málmey, sem og um alla Svíþjóð, er mikið' ritað og naött um umferðarmál. Október mánuður var mikill umferða- slysamánuðar, og varð það til þess, að lögreglan rauk upp til að reyna að hafa hendur í hári lögbrjóta og refsa þeim harð- lega. Áherzla var lögð á að ná ökuföntum, og hefur lögreglan tll þess þrjár aðalaðferðir: rad- at, 'hraðamælningu vissa vega- lengd ,og loks það nýjasta, en það eru venjulegir emkabílar, sem búnir eru sérstöku tæki. sem sér bíl þann, sem á undan ekur og skráir niðúr hraða lög- reglutoílsins og hraða bílsins á undan, og festir á mynd all- ar staðreyndir. Tæki þetta er afar nákvæmt, og hefur meðal annars verið notað til að mæla skothörku vinsælla knattspyrnu manna hér. I>að tiltæki hefur þó opinberlega sætt gagnrýni yfirmanns Iögreglunnar, en viðkomandi iögreglumenn vitna í starfsreglur sínar, þar secn þeim er bent á að vinna að vinsamlegum samskiptum við almenning. Inn í þetta mun blandast, að undratækin voru ekki notuð almennt af afli nema eina vikn, vegna fjár- skorts Efereglunrrar. Her er hámarkshraði almennt 50 fcm. á fclst. í þéttbýli, en vegna slysafaraldursins var máEð katnnað og kom í ljós að flesíír óbu talsvert hraðar. og margir miklu hraðar. Var þá hert á umferðareftirliti í eina vákn svo um mumaði, enda mátfi greinilega sjá mun á um- fetíSuni á eftir. SKkar aðgerðir sem þessar geca það ga-gn að lengi á eftir nrmra menn hámarkshraðann, og undir nlðri leynist alltaf sá grunur, að lögr.eglan sé enn ekki farin að draga úr eftir- Iftinu. Sænskir ökuníðingar, smáþjófar og stórglæpamenn, sjá þó fram á dýrðardaga, því vegna lélegra launa hótar nú sænska lögiæglan allsherjar- vcrkfalli um áramótin. Kjara- samningar hafa stáðið lengi yfir fyrir lögregluna, pg dreg- ist svo á langinn að lögreglu- meun hafa gert ólöglegt verk- fall með þvi að sjúkraskrifa sig í stórum stíl. Varð af því aHmikil afbrotaalda, en mest áberandi var, að unglingar hóp uðust saman og fóru í áfengis- verzlardr á lokunartíma. Er al- menningur hér afar þakklátur lögreglunni fyrir að fyrirhugað verkfall verður efcki fyr en eft ir áramót, því slæmt væri ef unglingarnir yrðu búnir að drekfca upp allt áfengi fyrir hátíðiua. Er auðséð af þessu, að lögreglan kann að afla sér lýðhylli. Sérfræðingar lögreg- unnar hér eins og annars stað- ar eru athugulir menn og marg ir sigldir. Einhver þeirra sigldu tók eftir því í útlandinu, að lögreglu-, sjúkraliða- og slökkvi liðsbifreiðar voru búnar bláum aðvöranarljósum. Við atbugun kom í ljós, að áður hafði verið notazt við rauð ljós. Sænskar bifreiðar af þessu tagi voru búuar rauðum Ijósum, og sér- fræðingurinn sá það í hendi sér, að auðvitað yrðu Svíar að breyta þessu líka. Honum tókst að sannfæra sjálfan sig og aðra að blátt ljós sæist betur og væri því auðvitað sjálfsagt að nota það. Nú eru komin blá Ijós á alla þess háttar bila, og sérfræðingurinn sjálfsagt sigldur aftur til að leita að einhverju nýju. Það er nú bara vonandi að hann rekist ekki til Englands, en það gæti auðvit- að orðið til þess að sænskir tækju upp vinstri umferð að nýju. Svo hábölvað sem það er að hafa svona sérfræðinga, er þó til það sem verra er, og það eru sagnfræðingar og vísinda- menn. Sagnfræðingarnir hafa sem sé grafið það upp að bláa ljósið hafi verið tekið upp af nazistum á stríðsárunum, vegna þess að það sést verr úr íofti, og með landvinningum þeirra dreifzt út um Evrópu. Eftir stríð hafa mörg lönd breytt aftur í rauðu ljósin, en önnur halda sig enn við hin bláu. Vísindamenn hafa síðan bætt gráu ofan á svart með því að sanna að bláa ljósið sjáist miklu verr en það rauða. Nú er mér ekki kunnugt um hvort búið er að taka upp bláu ljós- in á íslandi, en varia verður þess langt að bíða. Nýverið auglýsti fyrirtæki hér allrækilega í blöðum alls konar tæki og dót, sem nauð- synlega væri vegna öruggs vetraraksturs, og meðal þess sem upp var talið voru Íamto- skinn á 28 krónur. Þetta þótti mér allmerkilegt og taldi vert að athuga málið. í ljós kom að lambskinn eru notuð til að halda vissum enda heitum, og er raunar orðin úx-elt aðferð í þeim efnum, því svo þýðingar mikið er þetta talið, að heil- mikill iðnaður er orðinn að framleiða sérstakar sessur í þessum tilgangi. Þetta hefur síðan þróazt í það, að á mai-k- aðinn er komið rafhitað teppi sem lagt er í sæti bílsins og nær yfir bæði setu og bak. Teppum þessum má stinga í samiband í vindlakveikjarastað. Væri vissulega athugandi fyrir íslenzka innflytjendur að út- vega íslenzkum slík teppi. Hér kosta þau ca. 45 kr. eða um 800 kr. íslenzkar. Væru þau eflaust vel þegin af þeim er stjórna opnum vinnuvélum eða þeim bílstjórum, er oft þurfa út úr bílcium í misjöfnum veðrum svo sem mjólkurbíl- stjórum eða bílstjórum, sem koma rassblautir inn úr snjó- mokstri á heiðum uppi. Upphitun bifreiða er hér tal- ið þýðingarmikið atriði vegna heilsu bifreiðarstjórans, og er margt gert til að bæta úr í þeim efnum. Mótorhitarar eru algengir, en á því er þó sá annmarki, að þá þarf að setja í samband við rafmagn úr húsi eða jarðbundinn tengil 220 volt. Slíkir mótorhitarar hafa tals- vert verið notaðir heima og muuu flestar bifreiðar Kaup- félags Árnesinga og Mjólkur- bús Flóamanna, til dæmis hafa - verið búnar þeim í fjölmörg ár. Hið nýjasta í þessu eru hitarar með stjórntæki senx kveikir fyrst á hitaranum og siðan á miðstöð bílsins. Er tæfci þetta stiilt eftir þörfum hverju sinni. Sjái maður kurteisan og lipran bílstjóra í u«nfei-ðinni, að morgni. napran vetrardag, er vísast að það er einn, sem orðið hefur sér úti um mótor hitara. Er nú aðeins beðið eftir því, að tæki þessi verði greidd niður af sjúkrasamlaginu. f sambandi við umferðarmál- in má og geta þess, að Svíar lækkuðu hámarkshraða ail verulega, eða úr 130 í 1T0 og jafnvel 90 km. á klst. Með þessu telja þeir, að slysum hafi fækkað verulega, e.n Danir gáfu lausan allan hraða og getur hver ekið þar sem vill, en svo einkennilegt sem það er, fcomust Danir að sömu aið- urstöðu og Svíar, slysum fækk aði verulega. Sýnir þetta dæmi að sömu niðurstöðu má ná þó haldið sé í tvær gagnstæðar áttir. Ökumannssæti iyrir vörubila, langferðabila, vinnuvélar og traktora af ölkim geröurn og jafnvel sktp og báta. BOSTROM sætin eru tæknilega fullkomnustu sætin á markaðinum, og af mörgum gerðum. BOSTROM sætin etu búin vökvadempumm og stillanleg eftir þunga ökumanns, bak' og seta einntg stillanleg á margan hátt. BOSTROM sætin draga nær alveg úr hristingi á ökumann og vísindalega er saonað, að þau vernda heilsu ökumanrts og létta aksturmn. Stærstu umferðar- og flutningamiðstöðvar eriendis nota feoSTROM sæti í bíla sína og vinnuvélar. Bifreiðastjórar, ökumenn, látið ekkí hjá líða aó lita á BOSTROM sætin hjá oss, fáið yður sæti í þetm, og þér efízt ekki. erlendts nota ssí ÞOR HF REYKJAVIK SKOIAVOROUSTIG 25 TRAKTORAR íslendingafélagið í Málmey, sem nú hefur 388 félaga, hefur haldið uppi allmikilli starfsemi í haust, haldið tvo dansleiki, annan m\ð félagsvist, félags- fand og unglingafund. Helztu málefni félagsfund- anna voru læknacnál og ferða- mál. Hefur félagið haft sam- band við íslenzka lækna í Málm ey og Lundi, um aðstoð við íslendingana hér og eru undir- tektir þeirra mjög jákvæðar. Þá hefur félagið unnið að •íanin ingum um flugfargjöld, og þok ast þau cnál í rétta átt. ’ Skemmti- og kynningarfund- ur var haldinn fyrir íslenzka unglinga og þeim komið í jam- band við íþróttafélag hér í borg. Heiðar Júlíusson hefur verið ráðinn til félagsins sem þjálfari, og mun hann fyrst um sinn sjá ucn íslendingana, en síðar er fyrirhugað að bann verði sérstakur þjálfari í stangarstökki, en það er hans grein, eins og sagt er, og hefur hann náð þar afar góðum ár. angri. Ilreiðar hefur keppt fyrir Kockums í ýmsum grein- um og er nú einn fjölhæfasti íþróttamaður Kockums. Talsverður hópur unglinga er á fermingaraldri og nokkur börn anunu óskírð. Hefur séra Hreinn Hjartarson í Kaup- mannahöfn lofað að aðstoða okkur Málmoyinga í þeim efnum. Tilkynning frá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins Allar útsölur vorar og tóbaksafgreiðsla verða lokaðar mánudaginn 4. janúar vegna vöru- talningar. Áfengis- og tóbaksverziun ríkisins. SjómcmnafélcLg Reykjavíkur heldur jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna í Lindarbæ, laugardaginn 2. janúar, sem hefst kl. 3 e.h. — Aðgöngumiðar verða afhentir í skrlf- stofu félagsins. — Miðinn kostar kr. 75,00. Skemmtinefndin. BRIDGESTONE Japönsku NYLON SNJÓHJÖLBARÐARNIR fást h{á okkur. Allar stærðir með eða án snjónagla. 3. Sendum gegn póstkröfu um land. atlt VerkstæðiS opið alla daga kl. 7.30 fil kl. 22, 6UMMIVNNUST0FAN HF. SKIPHOLTl 35 REYKJAVÍK SIMI 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.