Tíminn - 30.12.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.12.1970, Blaðsíða 12
 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. descmber 1970 Eiiendur Valdimarsson, IR Iþróttamaður ársins 1970“ íslenzkt afreksfólk í íþróttum 1970. Fremri röð frá vinstri: Vilborg Júlíusdóttir, Erlendur Valdimarsson, „íþrótta- maður ársins" og Bjárni Stefánsson. Aftari röS: Guðmundur Gíslason, Geir Hallsteinsson, Guðmundur Her- mannsson, Ellert B. Schram, Stefán Gunnarsson og Kol beinn Pálsson. (Tímamynd Gunnar) lætur af stö sem íþróttafréttamaður Alí — Reykjavík. í ávarpi, sem Sigurður Sig- lU'ðsson, formaður Samtaka ílnóttafrcttamaiina, flutti í til- cfni af kosningu „íþróttamaims ársins“, skýr'ði hann frá því, að um áramótin léti hann af störfum sem íþróttafréttamað- ur sjónvarps og hljóðvarps. Sagðist hann vilja nota tæki færið til að ikveðja íþróttafólk sem hann hefði haft góo' sam skipti við á þeim rúmlega 20 árum, sem hann hefur verið íþróttafréttamaður. Sigurður sagði m. a.: irÉg stend í milkilli þakkar- skuld við marga iþróttaleiðtoga, víðsvegar um landið. Of langt mál yrði að inefaa nöfn í þessu sambandi. Þó vil ég sér staklega minnast meó' þakk- læti tveggja manna, sem gengn ír eru, og voru mer sannir vin ir og leiðarljós, er ég hóf starf mitt í þágu íþróttahreyfingar- innar. Það eru þeir Benedikt. G. Waage og Erlendur Péturs son, sem voru í fremstu röð þeirra leiðtoga, sem ýttu bátn um úr vör, er nútímaíþróttir hófu göngu sína hér á landi, og áttu sinn þátt í því, að nú er íþróttahreyfingin öflug og sterk. Þeir lögðu mikið í söl urnar fyrir hugsjón sína, og lifðu það að sjá hana rætast í ríkara mæli, en þeir höfðu þor að acJ vona. Ég eiignaðist marga vini í hópi íþróttamanna á ferli min um, vini sem ég fæ ekki full- i’akkað. Upphaf þessara vin- áttutengsla urðu oft við hljóð nemann, og þeir íþróttamenn, sem urðu fórnarlömb mín á því sviði, skipta nú orðið hundr uðum. Allra þessara manna minnist ég meö þafcklæti, svo og þeirra, sem ég átti samleio' með, víðsvegar um heiminn. Ég mundi vilja færa öllum þessum vinum mínum minningar- og þakklætisgjafir, nú þegar við eigum ekki lengur samleið á íþróttamótum.“ Meðal viðstaddra voru ýmsir foi'astumenn íþróttamála hér- lendís, m. a. Gísli Halldórsson, forseti ÍSŒ og Albert Guðmunds son, formaður KSÍ. Tófcu þeir báðir til máls og kváðust vilja þakka Sigurði fyrir giftudrjúg þjónustustörf í þágu íþrótt- anna. Hann hefði verið farsæll í starfi og aflað sér vinsælda meðal landsmanna fyrir grein ar,góðar og skemmtilegar íþróttalýsingar. Gísli Halldórsson, forsefi ÍSÍ, ávarpar Sigurð Sigurðsson. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Örn Eiðs- son, formaður FRÍ, Siguröur Sigurðsson, Alfreð Þorsteinsson, Gísli Halldórsson og Hólmstcinn Sigurðs- son, form. KKÍ. klp-Reykjavík. Án þess að liafa liaft nokkur samráð — freniur en endranær — voru íþróttafréttamenn blaða, sjón- varps og útvarps á einu máli um liver ætti skilið sæmdarheitið „íþróttamaður ársins 1970“. Á öll- um atkvæðaséðlunuin, sem þeir sendu inn í atkvæðagreiðslunni að þessu sinni var sama nafnið í efsta sæti — nafn Erlends Valdi- marssonar, frjálsíþróttamanns úr ÍR. Hlaut hann 77 stig, en í öðru til þriðja sæti voru jafnir með 41 stig þeir Bjarni Stefánsson, frjáls- íþróttamaður úr KR og Leiknir Jónsson, sundmaður úr Ármanni. í hófi, sem samtök íþróttafrétta- manna héldu að Hótéí Loftleiðum í gær, var Erlendi afhentur hinn veglegi farandgripur, sem sæmd- arheitinu fylgir. í hófinu voru mættir, auk sigurvegarans og nokk un-a forráðamanna íþróttaforust- unnar í landinu, allir nema einn af „10 beztu íþróttamönnum lands- ins“, en það var Leiknir Jónsson, sem ekki gat mætt vegna anna. Þetta er í 15. sinn, sem íþrótta- fréttamenn velja „iþróttamann árs- ins“ og í fyrsta sinn, sem Erlend- ur er valinn. Alls hlutu 27 íþróttamenn og konur stig í atkvæðagreiðsfunni og féliu þau þannig: 1. Erlendur Valdimarsson, frjáls- íþróttamaður, ÍR, 77, stig. 2—3. Bjarni Stefáusson, fr.íþrm., KR, 41 st. 2—3. Leiknir Jónsson, sundm., Á, 41 st. 4. Geir Hallsteinsson, handkn.lm., FH, 37 stig. 5. Guðmundur Gíslason, sundm., Á, 30 st. 6. Ellert Schi'am, knattsp.m., KR, 28 st. 7. Vilborg Júliusdóttir, sundkona, Ægi, 20 stig. 8. Guðmundur Hernraunssom, frj.- íþrm., KR,' 15 st. 9—10. Kofbeitm Pálsson, körfukn,- lm., KR, 12 st 9—10. Stefán Gunnarsson, handkn.- lm. og fyrirl. UL í handkn.L, Val, 12 stig. Aðrir, sem hlutu stig, voru þess- ir: Eyleifur Hafsteinsson, knattsp., ÍA; Kristinn Jörundsson, bnattsp. og körfuknl., Fram/ÍR; Sigurberg- ur Sigsteinsson, knattsp. og hand- knl., Fram; Guðni Kjartansson knattsp. o,g körfuknl., ÍBK/UMFN; Jóhannes Atlason, knattsp., Fram; Ingunn Einarsdóttir, frjiþr., KA' Anna Lilja Gunnarsdóttir, frj.íþr., Á; Guðmunda Guðmundsdóttir, sund, Ægi; Hafsteinn Sigurðsson, skíðam., ísafirði; Hermann Gunn- arsson, knattsp. og handknl. ÍBA/ Va7; Ólafur H. Jónsson, handknL Val; Sylvia Hallsteinsdóttir, hand- knl., Fram; Ti-austi Sveinsson, frj,- íþr., UMSK; Þorsteinn Hallgríms- son, körfuknl., ÍR; Guðmundur Sigurðsson, lyftingar, Á; Loftur Ól- afsson, golf, GN; Sigtryggur Sig- urðsson, glímumaður, KR. Mikil sujókoma setti strik í reikn inginn í eusku knattspyrnmuii á laugardaginn. Snjórinn þakli næst um allt Suðm'-England og þurffi að fresta 10 leikjmn — þar af 3 í 1. deild og 5 í 2. deild. Leeds hélt áfram sigurgöngu sinni nie'ð góðurn sigri yfir Newcastle og jök þar méð forskot Sitt um eitt stig, Framhald á bls. 14. „Iþróttamaður ársins 1970“ - er einn af 25 beztu kringlukösturum heims ingar og h/eypur að jafnaði mikið á hverjum degi. Aldrei kemur fyrir að harm skrópi eða láti sig vanta ednn dag — og þó er enginn til að sjá urn að hann mæti, eða til að leiðbeina honum — hann einn sér um sina tímatöflu og er sinn eigin þjálfari. Fyrir utan kringlukastið er Er- lendur í sérflokki hér á landi í sleggjukasti, þar sem hann á einn- ig íslandsmetið. Og þegar ve'7 ]igg- ur á honum stekkur hann hástökk, en í þeirri grein fór hann hæst í sumar 1,90 m, og sýnir það vel hæfileika hans og fjölhæfni. Erlendui' er engin smásmiði. Hann er 104 kíló á@ þyngd, og þessi 104 kíló eru vöðvar og bein, og engan fitublett er að finna á hans stælta líkama, þótt leitað" væri með sterkasta stækkunargleri. Það er samdóma álit aHra, sem til þekkja, að hann sé sönn fyrir- mynd allra ísienzkra æskuinanna, ekki aðeins á leikvellinum, heldur og utan hans. Enda til hans tekið hvar sem hann kemur og hvar isrn hann er, fyrir prúðmennsku og háttvísi. Það er þvi sönn ánægja að veíla slikum manni pæmdar- heitið „íþróttamaður ársins 1970". *—klp ■ Erlendur Valdimarsson, „íþrótta maður ársins 1970“ er aðeins 23 ára gamall, fæddur 1. nóvember 1947. og ættaður úr Árnessýslu. Hann er nú búsettur í Reykjavík, nánar tiltekið á Mánagötu 19, þar sem hann býr me'ð móður sinni. Hann er, þótt ungur sé, einn bezti frjálsíþróttamaður, sem ís- land hefur átt, og afrek hans í sum ar, er hann kastaði kringlunni 60,06 metra, er samkvæmt alþjóða- stigatöflunni, annar bezti árangur | íslendings í írjálsum íþróttum frá • upphafi. Þetta kast hans gefur sam kvæmt henni 1042 stig, eða einu stigi minna en hið fræga stökk j Vilhjálms Einarssonar í þrístökki 16,70, en það gefur 1043 stig. Samkvæmt skýrsCu alþjóða frjálsíþróttasambandsins er Erlend ur meðal 25 beztu kringlukastara heims. Til samanburðar má geta þess, að sá íslendingur, sem næst- ur kemur á eftir honum á þeirri skrá er einhvers staðar nálægt 100. sæti. Það eru sárafáir íþróttamenn hér á landi, sem taka íþróttirnar jafnfösfum tökum og Erlendur. — Hann æfir 6 daga vikunnar allt ár- ið um kring, og þá jafnan 2 til 3 tíma á dag. Ilann æfir mikið lyft-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.