Tíminn - 30.12.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.12.1970, Blaðsíða 1
* * * * * * * * * * * * * !S7 gqjt FBVSTltOSTUW FRYSnSKÁPAR jOAoitewéfg/t- Ax HAFTJCICMDEILO. HKMWSTIUETI », Sflfl HDM * * * * * * * * * * * * * * * .1 Dómur í hassmál- inu felldur í dag OÓ—Reykjavxk, þriöjudag. Á morgun, miðvikudag, verður felldur dómur yfir íslenzku stúlk- unni, sem staðin var að því að reyna að smygla miklu magni af hassi út úr ísrael fyrir rúmum mánuði. Lítið hefur frétzt af réttarhöld- unum, en þeim er nú lokið. Utan- ríkisráðuneyti'ð hefur ekki aðrar fréttir af stúlkunni en þær, að hún er við góða heilsu. íslenzki ræðis- maðurinn í Tel-Aviv heimsækir hana öðru hverju og færir henni föt og bækur og annað, sem hún katai að þarfnast í fangelsinu. Ekki er nofckur leið, að svo stöddu, að segja um, hve strangan dóm stúlk- 33i Mýtur, en komið hefur fram, að hún átti ekki sjálf þessi 24,5 kSó af hassi, sem hún gerði til- raun til að smygia úr landi í ís- rael, en ákvörðunarstaður stúlk- unnar var Kaupmann ahöfn. ísra- elska lögreglan telur, að stúlkan Viafi verið verkfæri í höndum ann- arra aðila, sem áttu hassið. Strax eftir að dómur hefur ver- ið felfdur á morgun, fær utanrík- isráðuneytið skeyti um dóminn. Ríkisstjórnin harmar dauðadóma á Spáni og í Sovétríkjunum EJ—(Reykjavík, þriðjudag. Ríkisstjórn fslands hefur beint þeirri eindregnu áskorun til yfir- valda á Spáni og í Sovétrikjunum, að dauðadómar þeir sem upp voru kveðnir á dögunum verði mildað- ir þannig, að dauðarefsingum verði ekki framfylgt. Frá þessu segir í frétt frá rík-j isstjórninni, sem er svohljóðandi: „Ríkisstjórn íslands lýsir áhyggjum sínum yfir dauðadóm- um þeim, sem nú síðustu dagana hafa verið kveðnir upp í Sovétrikj unum og á Spáni, eins og kom- ið hefur fram heimsfréttunum. Tekur ríkisstjórnin undir þau mótmæli, sem fram hafa komið vegna þessara dóma. Mælir hún gegn dauðadómum, enda samrým- nst peir ekki réttarhugmyndum íslendinga né grundvallarhug- íjónum mannhelgi. Þeirri ein- dregnu áskorun er beint til hlut- aðeigandi valdhafa að milda dóm ana þannig, að dauðarefsingum verði ekki framfylgt." Erlendur kjörinn „íþróttamaður ársins“ KJ—Reykjavík, þriðjudag. Þrír áhugasamir flugmenn i Reykjavík hafa áhuga á að hefja áætlunarflug til Akrancss og Borgarness, en á hvorugum þess- ara staða eru viðunandi flugvellir, og þyrfti því að byggja þá, áður en af áætlunarfluginu verður. Þessir þrír flugmenn hafa rætt viö bæjaryfirvöld á Akranesi og einnig við Borgnesinga um þessi áform sín, en ætlunin er að í ferð Erlendur Valdimarsson, frjáls- íþróttamaður úr ÍR, var kjörinn „íþróttamaðnr ársins 1970“ í skoð- anakönnun íþróttafréttamanna. — um yrði tveggja hreyfla flugvél, sem gæti líklega tekið 4—5 far þega í ferð. Að því er Haukur Classen hjá flugmálastjóra sagði Timanum í dag, þá hefui’ verkfræðingur flug málastjórnar farið á báða stað ina, til að at'huga með flugvallar stæði. Mun helzt koma til greina að gera flugbraut á mýrunum upp af Görðum við Akranes, og helzt hefur verið bent á mel í landi Hamars fyrir ofan Borgar A myndinni sést Sigurður Sigurðs- son, formaður Samtaka íþrótta- fréttamanna, afhenda Erlendi sig- urlaunin. — Sjá nánar á íþrótta- síðu, bls. 12. nes, sem flugvallarstæði, en öll þessi mál eru á athugunarstigi, og engar áætlanir hafa enn verið gerðar um flugvallagerð á þess um stöo'um. Fyrir nokkrum árum gerði Þyt ur tilraun með Akranesflug, og var þá lent á braut sem er nokk uð fyrir ofan Akranes, og liggur meðfram sjónum norðanmegin á skaganum. Hætt var við það flug af einhverjum orsökum, en Framhald á bls. 14. 2. deild Félags ísl. símamanna Mðtmælir kjarasamn- ingi BSRB EJ—Reykjavík, þriðjudag. Stjórn 2. deildar Félags íslenzkra símamanua hefur sent blaðinu mótmælayfirlýsingu, þar sem mót mælt er eindregið kjarasamningi BSRB og ríkisins, sem gerður var fyrir jólin. Er mótmælt þar skerð ingu á ýmsum ákvæðum vakta- vinnufólks, auk þess sem segir að fiokkun „starfsmanna í starfs- greinar okkar er fjarstæða sé miðað við aðra starfsmenn ríkis- ins“, og ennfremur að „augljóst er að stöðugur áróður, hótanir og það að hafa fulltrúa í samninga- nefnd eða KjaraHði, nema hvort tveggja sé, ráða mestu um flokkun starfsmanna“. Einnig seg ir, að „hrossakaup sem þessi“ séu alls ósamboðin samtökum eins og BSRB, og muni þeir því „endur skoða afstöðu okkar til BSRB og okkur nátengdari samtaka“ sam- tímis sem krafizt er endurskoðun- ar á flokkun ýmjssa meðlima deildarinnar. Mótmælayfirlýsingin fer hér á eftir í heild: „Deildarstjórn og starfskjara- nefnd starfsfólfcs Landssímans við Fjarsfciptamiðstöðina í Gufunesi og Rjúpnahæð, svo og við útvarps stöðina á Vatnsenda, mótmæla ein- dregið kjarasamningi BSRB og ríkisins, sem birtur var nú fyrir jól. Ekfci verður annað séð, en öðru starfsfólki en vaktavinnufólki, hafi verið keyptar kjarabætur á kostnao' hinna síðarnefndu. T. d. með lengingu vinnutíma, niður- fellingu nætur- og helgidagataxta í aukavinnu o. fl. Nú verða starfsmenn þessara stöðva, sem vinna á vinnuvöktum, að skila 40 stunda vinnuviku, eft irvinnugreiðsla er ætluð sú sama, hvort sem unnið er að nóttu eða degi, helga daga sem rúmhelga, Þessi árás á vaktavinnufólk er fáheyrð, sem betur fer, og því Framhald á bls. 14 Áætlunarfíug frú Rvík til Akruuess og Borgarness? ÍSAL-SAMNINGURINN FELLDUR MEÐ 2JA ATKVÆÐA MUN í HLÍF — nýr félagsfundur verður haldinn um kjarasamninginn á næstunni EJ—Reykjavík, þriðjudag. Þau tíðindi gerðust á félags- fundj í Verkamannafélagiiiu Hlíf í Hafnarfirði í gærkvöldi, þegar lagður var fram nýgerður kjara- saniningur við íslenzka álfélagið, að samningurinn var felldur íneð 24 atkvæðum gegn 22. Koni þetta mjög á óvart, þar sem enginn fuudarnianna mælti gegn samningn um á fundinum Samningurinn ' snertir á annað lmndrað félags- ■ nianna Hlífar, og til þess að fá frani augljósan vilja félagsmanna verður haldinn annar fundur í ? lítill minnihluti þeirra sem fellt félaginu um kjarasamninginn viðlhefðu samninginn. ÍSAL. S Hermann sagði, að þessi úrslit iíjjhefðu komið mjög á óvart, bæði Blaðio1 hafði í dag samband viðlvegna þess að í nýja samningnum Hermánn Guðmundsson, formann™væru mjög merkileg ákvæði, sem Hlífar, og sagði hann rétt vera,% yrðr til fyrirmyndar vi& samninga að samningurinn við ÍSAL hefði ggerð við aðra atvinnurekendur á verið felldur með tveggja atkvæða|næstunni, og eins vegna hins, að tnun, en alls hefðu 46 greitt at-3á fundinum mælti enginn gegn kvæði með eða móti eins og at-Skjarasamningnum. Nokkrar fyrir kvædatölur bera með sér. Sagðilspurnn- bárust, einkum um smærri Hennann, að samningurinn snertiJatriði, og því almennt við því kjör á annað handrað félags ®búizt, að samningurinn yrði sam- manna Hlífar’ og væri það því vþykktur Fleiri félagsmenn Hiífar sátu fundinn en atkvæðatölur gefa til kynna, því þeir félagsmenn sem ekki vinna í Straumsvik en voru á fundinum töldu ekki rétt að taka ákvörðun um kjarasamn ing sem ekki snerti þá beint og skiluðu því auo'um seðlum. Hermann sagði, að ákvæði væri í lögum Hlífar um annan fund í tilfellum sem þessum, og yrðl slíkur fundur haldinn, væntanlega n. k. laugardag, til þess að fá raunverulegt álit þeirra fjölmörgu Hlífarfélaga sem vinna í Straums vík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.