Tíminn - 30.12.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.12.1970, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 30. desember 1970 ÁRAMÚTA- / / BRÉF FRÁ MÁLMEY - BLS. 7 I IÞROTTA HOLLINNI OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Nemendur MR hafa unnið af kappi undanfarið við að skreyta íþróttahöllina í Laugardal, en þar halda menntaskólanemendur hátíð annað kvöld. Á gamlársdags- kvöld halda síðan háskóla- stúdentar sína hátíð í húsinu og standa skreytingarnar þá. Salurinn er skreyttur myndum sem að mestu eru teknar úr þjóð- síjgutn, og á einum vegg er saga sögð í myndum og máli í þjóð- sögustíl, en sennilega er sú saga tilbúin, því ein af höfuðpersónun- um, sem þar koma fyrir er rektor FVamhald á bls 14. OHAGSTÆÐUR VÖRUSKIPTA- JÖFNUÐUR í NÓVEMBER EJ—Reykjavík, þriðjudag. Blaðinu hefur borizt yfirlit Hag stofu íslands um verðmæti út. flutnings og innflutnings f nóv- ember 1970, og kemur í ljós, að vöruskiptajöfnuðurinn var óhag- stæður í þeim mánuði um 44G.8 miiljónir króna. í heild hefur vfiruskiptajöfnuð- urinn verið hagstæður á tímabil- inu frá janúar til nóvember 1970 um 140 milljónir. Af þeirri tölu er þó útflutningur á áli og ál- melmi 1.520.3 milljónir króna, þannig að sé sá liður ekki tek- inn með er um mikinn halla á vöruskiptajöfnuði að ræða. Þa3 var mikiS um aS vera í Laugardalshöllinni í gær, þegar blaðamaður og Ijósmyndari Tímans litu þar inn, en þó hafði unga fólkið tíma til að setj- ast upp á pallinn, rétt á meðan myndin var tekin. (Tímamynd GE) BRENNURNAR VERÐA 35 OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Að minnsta kosti 35 brennur verða haldnar í Reykjavík á gamlárskvöld. Eru unglingar víða um bæinn að hlaða bál- kesti og nokkra kesti sér borg in um að hlaöa. Stærsta brenn an verður á svæðinu milli Há- teigsvegair og Kringlumýrar- brautar og er hún á vegum borgarinnar. Þar er búið að hlaða köst sem er um 13 metrar á hæð og verða settar tólf olíutunnur á eldiviðinn áður en kveikt verður í. Aðrar brennur verða minni, en áhugasamir unglingair gera sitt bezta til að þær brennur verði sem glæsilegastar. Brennur verða á eftirtöJdum stöðum: Borgarbrenna, Miklubraut — Kringlumýrarbraut. f mýr- inni norðan Granaskjóls. Við Kleppsveg 34. Við Baugsnes 17. Austan Kringlumýrarbraut ar sunnan Laugavegs. Norðan Árbæjar sunnan Höfðabakka. Móts við Ægissíðu 56. Við Gilsárstekk 4. Við Háaleitis- braut móts við 109—111. Vicí Dalbraut og Sundlaugaveg. Vestan Kringlumýrarbrautar norðan Laugavegs. Við Stóra- gerði — Brekkugerði. Móts við Sólheima 24. Engjaveg og Iloltaveg. Við Bólstaðarhlíð austan Kennaraskóians. Við Elliðaárveg móts við Útskála. Útskálum við Suóúrlandsbraut. Austan Dælustöðvar H.R. — Breiðholt. Lauganes móts við húsið 102. Austan Kleppsveg ar og sunnan Víðihlíðar. Móts við Staðabakka 30. Hólma í EHiðaánum. Við Grundargerði Móts vig húsiö Sörlaskjól 2. Norðan Elliöaárvogs móts við Drekavog. Við Hólsveg og Austurbrún. Á móts við Ægis síðu 74. Horni Faxaskjóls og Sörlasjóls. Grundarland móts við Hörgsland. Við Sæviðarsund norðan Kleppsvegar. Við Bæj arháls móts við Bílasmiðjuna. ViS Smálönd við Hitaveituveg Austan Selásbletts 22. Við Fossvogsblett 52. Við Barða- vog og Elliðaárvog. Móts við írabakka 10. ssm JÓLATRÉSFAGNAÐURINN ER í DAG Jólatrésskemmtun Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður í Súlnasalnum miðviku- daginn 30. desember og hefst kl. 3. Jólasveinn kemur í heimsókn og skemmtir börn- unum á ýmsan hátt, veitingar verða bomar fram að vanda, og dans verður stiginn umhverfis jólatré. í lok jólatrésskemmtunarinnar fá öll börnin jólagjafir, og er um að velja margs konar skemmtileg leikföng. Einnig fá börnin epli og sælgæti. Að- göngumiðar eru til sölu í Bankastræti 7, á afgreiðslu Tímans, og einnig á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hringbraut 30 og við innganginn. Þeir stóftu •'ift breiinuníi sina þessir þrir strákar, stoltir yfir því, sem þeim hafði tekirt aft draga að trúðu þvi áreiðanlega, að þeirra brenna væri sú mesta og bezta i Dorginní, (Tímamynd GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.