Tíminn - 30.12.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.12.1970, Blaðsíða 8
3 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 30. desember 1970 Hallirnar fyrrir híiðum Munchenar Ein hallanna, Neuschwanstein í Bayern Þa8 þykir óhngsandi, að nokkur gestur komi í opinbera heimsókn til sambandslýðveldis ins Þýzkalands, án þess að hann sæki heim „milljónaþorp- ið“ Munchen f Bajarálandi. Sú borg á sér langa sögu. Hún er ekki aðeins höfuðborg Bajaralands, eins þýzku fríríkj- anna, heldur er hún og vett- vangur Olympíuleikanna 1972, og sá skemmtiferðamaður finnst varla, sem lætur undir höfuð leggjast að fara þangað til að skoða borgina og hall- irnar í grennd við hana. Bygg- ingaminjar borgarinnar og ná- grennis, svo og það mikla safn listaverka, sem þar er varðveitt, eiga rætur sínar að rekja til sama uppruna og þeir rómantísku draumar, sem nú eru gleymdir en almennt eru taldir einkenni þýzkrar hallar- dýrðar. Það voru þjóófhöfðingjar hins núverandi suðræna, þýzka sam- bandslands, fyrst hertogar og síðan konungar frá 1806, sem gáfu söfnunar- og sköpunar- gleði sinni lausan tauminn og hikuðu efcki við að seilast djúpt f vasa þegna sinna, ef þeim bauð svo við að horfa. Og þá óraði vitanlega efcki fyrir því, að það, sem þeir byggðu og söfnuðu að sér, mundi er fram liðu stundir, verða ein helzta gjaldeyrislind þýzku þjóðarinn- ar. 700 ARA SAGA. Það var Ludwig n, hertogi af Bajaralandi, sem gerði borg- ina á bökkum Isarfljóts að að- setri Wittelsbach-ættarinnar fyr ir 700 áirum, en síðan 1506 hef- ur hún einnig verið höfuð'borg Bajaralands. Hún varð brátt mesta listaborg Þýzkalands, og eiga haliarbyggingarnar þar ekki hvað sízt þátt í þeirri þró- un. Þannig risu á skömmum tíma þrjár hallir í Sehleiss- heim, skamrnt frá borginni og i grenrnl -?ð P '•■’vurmýrar. Að visu var hin eizta, miki? bv-a- ing I stól endiurrei I • : -> eyðilögð í lok striðsxus 1945, en eftir er smáhöllin „Glað- heimar“, Lustheim, sem reist var ári?' lb»4 og er fræg fyrir nutruiaiverk sín, svo og „Nýja höllin“, sem svo er nefnd. Hún var fullgerð árið 1704 í mild- um, ítölskum síðbarokstíl, en þar er hio’ ómetanlega mál- verkasafn Bajaralands varð- veitt í dásamlega fögrum söl- sumarsetur HÖFÐINGJANNA. „Dísahöll”, sem er undursam- lega fagur gimsteinn á sviði byggingarlistar, er reist í sam- nefndu hverfi borgarinnar, Nymphenburg, en þar gerðu kjörfurstar og konungar sér sumaraðsetur á tímabilinu frá 1663 til 1728. Stendur höllin í fögrum skemmtigarði, en höf- uðdjásn hans er höllin Amali- enburg, ssm reist er í rokoko- hii-ðstíl. Meðal ómetanlegra verðmæta þar er hið fræga málverkasöfn Ludwigs I Bajara konungs, en þau málverk eru einvörðungu af fögrum konum. Þar er og postulínsverksmiðja, sem stofnuð var fyrir rúmum tveim öldum, árió' 1747. Það var raunar Ludwig I konungur, sem sveipaði höfuðborg sína hinum klassísk-rómantíska bíæ, sem vfiv henni hefur verig frá árinu 1825. Það varð siður höfðingjanna á dögum Ludwigs I konungs —■ ?m steypt var af stóli í febrú- airbyltingunni 1848 vegna ást- xrævintýra sinna með skozku dansmeynni Lolu Montez — að reisa hallir í nálægum hlíð- um Alpafjalla, þar sem lands- lag er mjög tilbreytingarríkt. Sjálfur lét hann reisa Hohen- schwangau. Á fögrum tindi milli Alpavatns og Svanavatns (Alp- seee, Schwansee) í Allau er kastalinn Sohwanstein, Svana- steinn, sem fyrst var í eigu Welfa, en síðan Staufa, fornra höfðingjaætta á þessum slóð- um. Hertogar Bajarax-lands slóu eign sinni á þessa höll ár- ið 1567, en hún lenti síðan í niðurníðslu og var loks seld til niðurrifs fyrir aðeins 200 gyll- ini í byrjun 19. aldar. Hún var hins vegar enduirreist og mynd- skreytt síðar og unnu það verk ýmsir helztu listamenn þeirra tíma. EFTHtLÍKING AF HÖLLINNI í VERSÖLUM. Hin nýja Hohenschwanau- höll varð síðar eftirlætisathvarf Ludwigs II, Bajarakonungs, sem varð maður mjög hamingju- samuir, en haliir landsins eru einmitt nátengdar nafni hans. Hann lét til dæmis reisa höll- ina Herrenchiemsee á stærstu eyjunni í Chiemsee, og er hún eftirlíking af höllinni í Versöl- um, þó í mjög smáum stíl sé. Skreyting hallarinnar, sem er yfirmáta ríkuleg, svo og lista- safn það, sem ber nafn Lud- wigs II, lýsa vel lifnaðarhátt- um og listaverkasmekk einvald ans, sem drekkti sér í Starn- bergvatni í geðveikikasti. Sá hörmulegi atburÓ*ur gerð- ið árið 1886, en nokkru áður eða 1869 hafði hann látið reisa höll — Linderhof — í nýroko- kostíl ofarlega í Ammerdal, skammt frá Benedikttínaklaustr inu Ettal. Mörgum mun finn- ast, að þessi fagra höll eigi ekki heima í hinu ósnortna um- hverfi dalsins, en hún er samt tjáning hins sterka, róman- tíska hugsunarháttar ' þeirra tíma. Þessi áhrif verða fyr- sterkari, þegar menn virða fyr- ir sér aðalbyggingaverk kon- ungs, sem hann hóf raunar að reisa um svipað leyti, en það er hin nýrómantska höll Nau- schwanstein, sem er skammt frá Hohenschwangau. ÚR HUGARHEIMI RICHARDS WAGNERS. Þessi hvíta marmarahöll með hinum duttlungafullu línum sínum og háfjöll Bajaralands og Tyrols að baksviði er eins og steinrunninn draumheimur úr hugarfylgsnum Richards Wagners, sem var náinn vinur konungs. Söguhetjuir þær, sem eru fyrii-myndir innanhúss- skrautsins, eru fengnar að láni úr óperum hans. / Nú eru liðin rúm 80 ár, síð- an Ludwig konungur andaðist með voveiflegum hætti, og enn er draumahöllin hans ákvörðun arstaður geysilegs fjölda ferða- manna, sem leita hugfróunar í hinni þýzku, rómantísku bygg- ingarstefnu og minnast hins ein- mana konungs, sem fjallabúar syngja enn um við angurvær- an undirleik gítaranna. um. SANDVIK snjónaglar Sniónegldir hjólbarðar veita öryggi í snjó og hólku. Lótið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þó upp. Góð þjónustá — Vanir menn -Rúmgott athafnasvæði fyrir alla bíla. BARÐINN HF. Ármúla 7. - Sími 30501. — Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.